Fylkir


Fylkir - 26.02.1977, Side 1

Fylkir - 26.02.1977, Side 1
29. árgangur Vestmannaeyjum 26. febrúar 1977 2. tölublað GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON: JÖHANN P. JÓSEFSSON, RÁÐHERRA OG ÞINGMAÐUR VESTMANNAEYINGA 1923 TIL 1959. I allri uræðu um hafréttarmál og útfærslu fiskveiðilandhelg- innar á undanförnum árum hefur ætíð verið vitnað til laga um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins nr. 44 frá 5. apríl 1948. Oll barátta Islendinga fyrir þessum náttúruauðæfum og yfir- ráðum á landgrunninu, sem er hluti af sjálfu landinu, hefur byggst á þessum lögum. Við hvern áfanga í hafréttar- og landhelgismálum Islendinga síðan 1948 hefur verið sett reglugerð skv. lieimild og tilvísun til fyrrnefndra laga: 1. Reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis landið frá 19. marz 1952, er öllum flóum og fjörðum var lokað og fiskveiði. landhelgin var sett 4 sjómílur frá yztu annesjum. Reglugerðin og ný landhelgi tók gildi 15. maí um vorið 1952. 2. Reglugerð um 12 sjómílna landhelgi frá 30. júní 1958, sem komst til framkvæmda 1. september það ár. 3. Reglugerð um 50 sjómílna landhelgi umhverfis landið utan grunnlínu með reglugerð frá 14. júlí 1972 og tók gildi 1. september það ár. 4. Loks reglugerð um 200 sjómílna landhelgi, frá 15. júlí 1975, sem gekk í gildi 15. október 1975. Með þeirri reglugerð er stigið lokaskref í útfærslu íslensku fiskveiðilandhelginnar, en verndun fiskistofna við landið og gæzla landgrunnsins og landhelginnar verður ævarandi verk- efni Islendinga á sama hátt og viðhald sjálfstæðis og verndun landsins verður ætíð efst á blaði hverrar sjálfstæðrar þjóðar. Þessi merki lagabálkur er ekki' langur. Hann var 5 greinar í upphaflegri mynd, en er nú 4 greinar. Breytt hefur verið grein. um, sem fjalla um sektarupphæðir vegna brota á 1. grein laganna. Fyrstu tvær greinarnar standa óhaggaðar: 1. gr Sjávarútvegsráðuneytið skal með reglugerð ákvarða tak- mörk verndarsvæða við strendur landsins innan endamarka landgrunnsins, þar sem allar veiðar skuli háðar íslenskum réglum og eftirliti, enda verði friðun á landgrunninu á engan hátt rýrð frá því, sem verið hefur. Ráðuneytið skal einnig ákvarða allar þær reglur, sem nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðun- um á ofangreindum svæðum. Ráðstafanir þessar skulu gerðar að fengnum tillögum Fiskifélags Islands og Atvinnudeildar Há- skóla Isiands. Reglugerðin skal endurskoðuð eftir því, sem vísindalegar rann- sóknir gefa tilefni til. 2. gr. Reglum þeim, sem settar verða skv. 1. gr. laga þessara, skal framfylgt þannig, að þær séu ávallt í samræmi við milli- ríkjasHmninga um þessi mál, sem Island er aðili að á hverjum tíma. Það getur verið Vestmannaeyingum mikið ánægjuefni, að sá sem átti drýgstan þátt í því að þessi gagnmerku lög voru sett, var þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, sem var þingmaður Vestmannaey- inga frá 1923 og samfleytt til ársins 1959. Sat hann sem full- trúi þeirra á 43 þingum. Með lögunum var mörkuð stefna til áframhaldandi baráttu fyrir löghelgan alls landgrunnsins og endurheimt forns réttar (en landhelgin var t.d. 24 sjómílur frá 1631 — 1662). I framsöguræðu sinni að frumvarpi laganna sagði Jó- hann Þ. Jósefsson m.a., að lög. in væru einn þáttur í því starfi að vinna á móti hinni sífellt vaxandi eyðileggingu á fiskimið unum, „en vísindalegar rann- sóknir er grundvöllur að því að tryggja rétt þjóðarinnar til fiskimiðanna”. Þegar stjómmálasagan verð. ur metin af köldu og rólegu raunsæi sagnfræðinga, mun Jóhann Þ. Jósefsson verða getið sem mikils og framsýns stjórnmálamanns, og þá m.a. fyrir að hafa beitt sér fyrir setningu þessara laga. Um leið og þessa er minnst, fer vel á því að rifja upp nokk- ur atriði úr ævi og stjórnmálasögu Jóhanns Þ. Jósefssonar. Hann var borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur, fæddur í Vestmannaeyjum 17. júní 1886. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þorkelsdóttir og Jósef Valdason, skipstjóri, sem sagt var að hefði skarað fram úr samtíðarmönnum sínum fyrir vitsmuna sakir (Jes A Gíslason) og var einn af fáum Vestmannaeyingum, sem þá kunnu eitthvað í siglingafræðum og kenndi sjómönnum hér undirstöðuatriði þeirra. Þegar Jóhann var á fyrsta ári missti hann föður sinn, sem drukknaði í fiskiróðri austur af Bjarnarey árið 1887. Móðir hans stóð þá ein uppi með 3 unga syni og var Jóhann þeirra yngstur.- Guðrún giftist aftur, Magnúsi Guðlaugssyni. Enn hjó Ægir i sama knérunn og vorið 1901 drukknaði Magnús, stjúpfaðir Jó- hanns, ásamt fleiri mönnum af sama báti og Jósef Valdason hafði áður týnt níi at. Þá var Jó.hann nærri 15 ára og gerðist fyrirvinna móður sinn. ar. Hann fékk því ungur að kenna á óblíðum tökum úthafsins og harðrar sjósóknar í Vestmannaeyjum. Unglingur tókst hann föðurlaus á hendur ábyrgð og skyldur í harðri lífsbaráttu. A sínum manndóms- og þingmannsárum barðist hann enda manria mest fyrir hafnar- og öryggismálum Vestmannaeyinga. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Björgunarfélags Vestmanna- eyja, átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og formaður frá 1930. Hann var fyrsti framkvæmdarstjóri félagsins og gegndi því starfi allan þann tíma, sem Þór, fyrsta björgunar- og varðskip Islendinga, var gert út frá Vestmannaeyjum, en skipið kom til Eyja 26. marz 1920, er Ríkið keypti skipið og Islenzka Land- helgisgæzlan var sett á stofn. Framkvæmdarstjórastarfi Björgunarfélagsins gagndi Jóhann Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.