Fylkir - 26.02.1977, Síða 2
2
FYLKIR
Ábyrgðarmaður: $
Páll Scheving.
Útgefandi:
Sjálfstæðisfélögin
i Vestmannaeyjum.
PRENTSMIÐJAN EYRÖN H/F^
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
8rcyliir íírnar
Nú er vertíð í Eyjum og aflinn berst daglega að landi.
En nú er það ekki þorskurinn, sem er aðal uppistaðan í
aflanum. Nú sjást ekki lengur „línudrjólar” eða „neta-
dolpungar” sem uppistaða í aflanum.
Nú er það loðnan, og hefði það einhverntíma þótt fyr-
irsögn, að hún ætti eftir að verða sá gullgjafi, sem raun
ber vitni. Loðnan hefur, að vísu verið hér árviss göngu-
fiskur, sem þorskurinn elti og át sig fullan af. Þá var
loðnan aðeins veidd til beitu og lítið eitt til skepnufóð-
urs. Fiskaðist, þó oftast vel í nokkra daga á loðnubeitta
línuna, en þorskurinn kunni ekki sitt magamál og át úr
loðnutorfunum, þar til, að hann gat ekki torgað meiru.
Veiktist af ofátinu og lagðist á grynningar „undir sandi”,
þar sem hann veiddist svo í nokkra daga á handfæri og
í net. Svo gekk þorskurinn í djúpið og þá hófst netaver-
tíðin, sem í áratugi var aðal uppistaðan í vertíðaraflanum.
En nú er það loðnan, sem allar vinnandi hendur eru
á kafi í. Við þessar breytingar í atvinnuháttum, hlýtur
margt að ske. Hætt er við, að ýms orðatiltæki sem lýstu
aflabrögðum, verkfærum og vinnuaðferðum leggist nið-
ur og gleymist, ef ekkert frekar er aðgert. Eldri menn
þurfa að halda til haga orðum og orðatiltækjum, sem
þeir verða varir við, að eru að leggjast niður sem dag-
legt mál.
Það er sagt, að í íslensku máli séu til o-rð við flest-
alla hluti. Mér er í minni, að Markús heitinn ívarsson,
einn af stofnendum Vélsmiðjunnar Héðins og einn af
fyrstu vélstjórunum á togaraflotanum, sagði mér eitt
sinn, er þessi mál báru á góma, að til sín hefði komið
niður í vélarrum kunningi sinn, eldri maður ofan úr
sveit, sem aldrei áður hafði séð gufuvél. Maðurinn starði
á vélina og fór brátt að tala um hina ýmsu hluti hennar
ög nefndi þá íslenskum nöfnum, sem áttu bara mjög vel
við og eftir var tekið og festust í minni þeirra, sem á
heyrðu.
Mér er einnig í minni eldri kona, sem ég ungur var
í heimili með. Hún var ættuð úr Þykkvabænum, hafði
engrar skólakennslu notið, en talaði samt gott mál og
hafði ágætt lag á að leiðrétta það, sem henni fannst ekki
rétt með farið. Hún bar fyrir sig mörg orð um ýmis-
legt, sem nú er ekki lengur í daglegu máli. M.a. heyrði
ég hana oft segja, þá verk gengur létt og leikandi: ,,Nú
gengur það skont”.
♦♦
• ••
Framhald af 1. síðu.
meðan hann bjó í Eyjum, en vegna síaukinna umsvifa á stjórn.
málasviðinu fluttist hann til Reykjavíkur árið 1934.
Jóhann Þ. Jósefsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Svanhvít Olafsdóttir frá Reyni (systir Jóhanns Gunnars og þeirra
bræðra), en hún andaðist eftir aðeins eins árs sambúð þeirra
árið 1916. Síðari kona hans Magnea Pórðardóttir, sem var Jó.
hans mikli og góði lífs förunautur lifir enn og áttu þau 3 börn.
A yngri árum sínum lagði Jóhann stund á öll þau störf, sem
til féllu í Eyjum við fiskvinnu og sjósókn. Hann hafði m.a. með
höndum afgreiðslu og flutning frá skipum, sem urðu þá að liggja
á ytri höfninni vegna hafnleysis í Vestmannaeyjum.
Arið 1910 hóf hann verzlunarrekstur með Gunnari Olafssyni
og Pétri Thorsteinsson, sem skömmu síðar seldi sinn hluta í
félaginu. Þeir Jóhann og Gunnar ráku fyrirtæki sitt undir nafn-
inu Gunnar Olafsson & Co. allt fram til ársis 1955, en enn þann
dag í dag er þetta blómlegt fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem
kunnugt er.
Rekstur og umsvif fyrirtækisins hvíldu að mestu á Gunnari
eftir að Jóhann sneri sér að félags. og stjórnmálum; var rekst-
urinn lengst af mjög umfangsmikill, bæði útgerð og verzlun,
allt fram yfir síðari heimsstyrjöld.
Jóhann P. Jósefsson kom eins og að líkum lætur mjög við
sögu Vestmannaeyja á fyrri hluta aldarinnar. Hann sat í bæjar-
stjórn kaupstaðarins frá 1919 — 1938 og var löngum forseti bæj.
arstjórnar. Þá kom hann víða við í atvinnusögu Vestmannaeyja,
auk rekstrar Tangafyrirtækjanna. Hann var einn af hvatamönn-
um að stofnun Lifrarsamlags Vestmannaeyja, sem var stórvirki
á sinni tíð og geysilega mikið framfaraspor við verkun þessa
hluta sjávaraflans. Vestmannaeyingar voru þarna langt á und-
an öðrum landsmönnum og kom samlagið í stað smálifrar.
bræðslna um allar jarðir inn með Strandvegi og Herjólfsgötu
sem nú er. A örlagastundu Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja á
Alþingi árin 1937 og 1949, er þetta elzta tryggingafélag landsins
átti að far undir einn hatt Samábyrgðarinnar, beitti Jóhann á-
hrifum sínum og lagni, svo að Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja
hélt sínum fyrra sessi sem sjálfstætt tryggingafélag. Jóhann Þ.
Jósefsson var kjörinn þingmaður Vestmannaeyinga 2. okt. 1923
og tók sæti á Alþingi er það kom saman í febrúar 1924. Hann
átti síðan, sem fyrr segir óslitið sæti á Alþingi til 1959.
A Alþingi naut Jóhann Þ. Jósefsson virðingar og trausts. Hann
var fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra í ráðuneyti Stefáns
Jóh. Stefánssonar 1947 — 1949, og aftur sjávarútvegsmálaráð.
herra í ríkisstjórn Olafs Thors 1949 — 1950, en á dögum ný-
sköpunarstjórnar Olafs Thors 1944 — 1946, sat hann í nýbygging-
arráði, sem hafði á hendi uppbyggingu atvinnuveganna eftir
heimsstyrjöldina síðari; var Jóhann formaður ráðsins.
Jóhanni var svo lýst af samtíðarmanni sínum, Gísla Jónssyni
alþingismanni: „Jóhann Þ. Jósefsson var skörulegur á velli og
prúðmenni í framkomu. Hann var laginn samningamaður, ötull
málafyigjumaður og lét ekki hlut sinn eftir liggja í umræðum um
þau efni, sem voru honum hugfólgin. Hann var þó ekki einungis
traustur og öruggur samherji, heldur jafnframt réttsýnn, prúður
og rökfastur andstæðingur þeirra, sem áttu ekki samstöðu með
honum um lausn vandamála. Hann var vinnusamur og afkasta.
mikill, þótti góður húsbóndi og var reglusamur á öllum sviðum”.
Eins og alltaf er um menn í stöðu og starfi Jóhanns, í fremstu
víglínu þjóðmála- og stjórnmálabaráttu, var hann stundum um.
deildur og hart að honum vegið. En sem segir í fomum sögum
— enginn frýði honum vits. Hann var skapgreindur og gagnmennt
aður maður, þó að hann hefði ekki setið á skólabekk um ævina.
Hann var sjálfmenntaður.
Gísli Jónsson alþm. minntist Jóhanns við þingsetningu hinn 10.
október 1961, en Jóhann andaðist í Hamborg 15. maí það ár, er
hann var á leið til Islands frá þingi Evrópuráðsins, þar sem hann
sat frá árinu 1950 og til dauðadags. Gísli Jónsson komst m.a. svo
að orði: „Jóhann Þ. Jósefsson naut ekki annarrar skólamennt-
unar er barnafræðslu, en hann aflaði sér víðtækrar menntunar
af sjálfsdáðum og lagði einkum stund á tungumálanám. Með
framúrskarandi ástundun og dugnaði náði hann slíkri leikni í
tungumálum, að einsdæmi mun vera um sjálfmenntaðan mann,
sem hafði ekki hlotið aðra skólamenntun en frumstig barna-
fræðslu. Jók hann allar stundir ævi sinnar við þessa kunnáttu
með lestri úrvalsbóka, ekki einasta á Norðurlandamálum, held-
ur og á þýzku, ensku og frönsku, og skaraði á því sviði fram úr
öllum samtíðarmönnum sínum óskólagengnum. Kom málakunn-
átta hans sér jafnan vel, ekki aðeins í viðskiptum við erlenda
menn, er hann hafði allt frá æskuárum, heldur í erindrekstri
hans erlendis fyrir þjóð sína og í starfi hans í Evrópuráði. Þar
átti hann sæti sem einn af forsetum þingsins, stýrði fundum me?
festu og virðingu og mælti þá jafnan á franska tungu. Var lítilli