Fylkir


Fylkir - 26.02.1977, Qupperneq 3

Fylkir - 26.02.1977, Qupperneq 3
FYLKIR 3 Guðlaugur Gíslason, alþingismaður: Hitavcitur - Olíustyrhur Pá virðist Eyjólfur farinn að hressast. Garðar Sigurðsson, alþm. hefur gefið út fyrsta tbl. Eyjablaðsins, sem dagsett ei 12. þ.m. og ber síður en svo að lasta fjölbreytni í blaðaútgáfu hér í Eyjum. Ein grein Garðars Sigurðs. sonar fjallar um olíustyrk og byggðastefnu. Bendir hann réttilega á, að „mjög hafi hudd ur landsmanna rýrnað að inni- haldi” síðan hinum arabísku olíufurstum þóknaðist að skella á olíuverðhækkuninni illræmdu síðla árs 1973. Pegar þetta gerð ist hrukku bæði stjórnvöld og sveitastjórnarmenn almennt mjög við og um allt land hefur síðan verið unnið sleitulaust að uppbyggingu hitaveitna, ef nokkur hugsanlegur möguleiki er að jarðvarmi sé fyrir hendi, jafnvel þó að hann þurfi að sækja um tugkílómetra leið með ærnum kostnaði. Einu frá- villingarnir hvað þetta snerti eru þeir ráðamenn Vestmanna- eyjakaupstaðar, sem nú fara hér með völd, sem lítið hafa að. hafst þó allar aðstæður séu fyrir hendi. Gamalt máltæki segir, að ekki sé allt svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Með öllum þeim hörmungum sem elgosinu í Eyjum fylgdi skapaði það þó möguleika fyr- ir hitaveitu til upphitunar allra húsa í bænum á mun ódýrari hátt en nokkurs staðar annars staðar á landinu með hitaork- unni í nýja hrauninu. Eg lái engum þó að menn hafi í fyrstu verið nokkuð vantrúaðir á þenn an möguleika, en þessi stað- reynd hefur legið fyrir síðan í ársbyrjun 1974, eða á fjórða ár og hefur núverandi bæjar- tstjóri Páll Zophoníusson lýst Iþví yfir opinberlega að nýting hraunhita væri tæknilega auð- veld, nýtanleg hitaorka myndi verða í hrauninu fram á fyrsta tug næstu aldar, eða í 30 ár og að hitunarkostnaður húsa myndi lækka um helming mið- að við olíuverð, ef í þessar framkvæmdir yrði ráðist. Það er því ekki lengur neinn ágreiningur um það, að hér er um stærsta fjárhagslegt hags. munamál að ræða, sem nokk- urn tíma hefur að höndum bor ið í þessu byggðarlagi. Fjár- hagsmál, sem nálgast upphæð álagðra útsvara ár hvert og skiptir milljörðum, ef litið er 30 ár fram í tímann og sem fjárhagslega er auðvelt að hrinda í framkvæmd, en flestu öðru, ef bæjaryfirvöld vildu skilja sinn vitjunartíma. Garðar Sigurðsson, alþm., er einnig einn af aðalfulltrúum í bæjarstjórn Vestmannaeyja og í hópi þeirra manna, sem þar ræður ferðinni. Eg held, að hann ætti nú að setja í sig hrygg, eins og Áki á bæjarskrif stofunum kemst stundum svo skemmtilega að orði og beita sér fyrir innan bæjarstjórnar- innar, að hafist verði handa í alvöru um framkvæmdir í sam bandi við nýtingu hraunhitans. Ljúka við tilraunaveituna og halda síðan áfram af fullum krafti með framhaldið í stað þess að vera enn að þjóna hug- sjón hinna arabisku olíufursta með kaupum á olíukyndingar- kötlum til fjarhitunar, eins og Magnús H. Magnússon, fyrrv. bæjarstjóri, heíur lýst yfir að til stæði. Ef Garðar Sigurðsson gerði þetta, yrði hann maður að meiri og væri það strax í átt- ina ef hann beitti sér fyrir að tilraunahitaveitan, sem unnið er að, væri full kláruð, en eins og hann, sem bæjarfulltrúi hlýt ur að vita, vantar þar lítið á nema að láta smíða annan á- líka hitaskiptara og fyrir hendi er og myndi kostnaður við það nást á aðeins örfáum mánuð- um en slá endanlega föstu hversú í sjálfu sér einföld og ódýr notkun hraunhitans er. þjóð mikill sómi og landkynning að slíkum fulltrúa. Hann kunni iglögg skil á atvinnumálum þjóðar sinnar einkum þó sjávarútvegs- málum og viðskiptamálum. I störfum hans á Alþingi og annars staðar að opinberum málum kom þekking hans að góðu haldi. A Alþingi vann hann ötullega að umbótum í sjávarútvegsmálum jafnframt hagsmuna. og framfaramálum kjördæmis síns, og í nýbyggingaráði hafði hann forystu um margs konar framkvæmd- ir í atvinnumálum Islendinga. Þekking hans á viðskiptamálum reyndist heilladrjúg í samningagerðum við aðrar þjóðlr, og að markaðsmálum sjávarútvegsins vann hann mikið starf í Sölu- sambandi íslenzkra fiskframleiðenda og Samlagi skreiðafram. leiðenda. Hann var tillögugóður í mannúðarmálum, hafði sára reynslu af slysum á hafi og í lofti og beitti sér fyrir raunhæfum ráðstöfunum til slysavarna. Samband íslenzkra berklasjúklinga kaus hann einn af fyrstu heiðursfélögum sínum fyrir frábæra baráttu í berklavarnarmálum og djúpan skilning á kjörum berkla Sjúklinga. Mat hann þá viðurkenningu jafnan mikils”. Guðjón Armann Eyjólfsson. En slíkt væri mjög til stuðn- ings við útvegun fjármagns til áframhaldandi framkvæmda við lagningu hitaveitukerfis um all an bæinn. Hann þyrfti þá held- ur ekki að sóa sínum dýrmæta tíma í blaðaskrif um olíustyrk- inn því Vestmannaeyjar yrðu þá á jarðhita- en ekki olíu- kyndingarsvæði, og gæfist hon- um með þessu tækifæri til að sýna af sér smávegis röggsemi. SÝNDARMENNSKAN VIÐURKENND. í Eyjablaðinu 12. þ.m. tek- ur Garðar Sigurðsson upp þráð inn úr Fréttum varðandi til- lögur hans í sambandi við af- greiðslu fjárlaga og sérstak- lega um tillögu hans um hækk- un á greiðslu kostnaðar vegna sjúkrahússins. Hann skírir frá í grein sinni að hann hafi átt viðræður bæði við einstaka fjár veitinganefndarmenn, ráðuneyt- ið og ráðherra og efa ég ekki að þetta sé rétt. Þegar þetta liggur fyrir hlýt ég að álykta að hann hafi fengið hjá þess. um aðilum nákvæmlega sömu svör og ég fékk, að greiðslan til sjúkrahússins yrði að þessu sinni ekki breytt frá því, sem ákveðið hafði verið við samn- ingu fjárlaga, þar sem ráðu- neytið viðurkenndi ekki upp- gjör bæjaryfirvalda fyrr en að lokinni endurskoðun, vegna þess að ágreiningur væri um hvað teljast bæri til greiðslu. skilds stofnkostnaðar og hvað ekki. Þegar svo stendur á vitum við G.S. báðir jafnvel, að mið- að við starfsreglur fjárveitinga nefndar og Alþingis við af- greiðslu fjárlaga, er tillöguflutn ingur við lokaafgreiðslu fjár. laga ekkert nema sýndara- mennska til þess eins fallin að blekkja þá sem auðtrúa eru og ekki þekkja þær starfsregl- ur sem hjá fjárveitinganefnd og Alþingi gilda. Afsökun G.S. að hann með tillöguflutningi sínum hafi ætlað að vekja at. hygli fjárveitinganefndar á mál inu er allt of barnaleg til að hann geti ætlast til að nokkur taki slíkt trúanlegt. Það vita allir innan Alþingis og ég hélt sveitastjórnarmenn einnig, að þegar fjárveitinganefnd sest niður á ný til undirbúnings fjár laga, hefur hún úr allt öðru að moða, en tillögum, sem felldar hafa verið við afgreiðslu síð- ustu fjárlaga. Málin verða hreinlega að takast upp við nefndina á ný. Og þegar á stend ur eins og hér, að um loka- uppgjör á lögbundnu bygging- arframlagi er að ræða verða bæjaryfirvöld að sjá um að allur ágreiningur um stofnkostn að sé úr sögunni. Er þá kom- inn grundvöllur til að sækja á fjárveitinganefnd að eftirstöðv. ar af framlagi ríkisins verði jgreiddar á sem skemmstum tíma. Eg sé svo ekki ástæðu til að eyða um þetta frekari orðum. Eg tel skrif G.S. í Eyjablaðinu 12. þ.m. varðandi þetta mál allt of rislág og honum vart sæm- andi og allra síst ætti maður, sem fylgir flokki, sem í grund- vallaratriðum . hefur það á stefnuskrá sinni að tilgangur. inn helgi meðalið, að vera að tala um pólitískt siðgæði and- stæðinga sinna. Guðlaugur Gíslason. Nýtt undraefni SUBET DE RUST RYO LEYSIR BÍLASTÖÐIN VERSLUN.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.