Fylkir - 26.02.1977, Page 4
FYLKIR
4
SIGURBJÖRG AXELSDÓTTIR:
PUNKTAR
Færeyjaför
Pegar ég fyrir skömmu skrif
aði í Fylki og gagnrýndi stjórn.
un bæjarins hjá Páli Zóp og
varabæjarstjóra GHT, lét bæj-
arráð hafa sig út í það að
víta mig fyrir. Enginn treysti
sér til að andmæla skrifunum,
því vitað er að svona eru stað-
reyndir, því miður. Þegar ég
svo á næsta bæjarstjórnarfundi
bar upp vítur á hegðun GHT
fyrir upplýsingar hans um
greiðslur eins skattborgara,
var þrælsóttinn svo mikill að
enginn treysti sér til að taka
undir og tillagan var felld
bæjarfulltrúum til háðungar.
Bæjarráð verðlaunaði reyndar
GHT með Finnlandsferð og upp
lýsti að hann væri svo góður
samningamaður!!!!
. Nú hafa fjármálahæfileikar
GHT enn komið í ljós, þegar
hann talar um 22 millj. kr.
ferjulægi, en Þ.M. 37 millj. kr.
Mér var tjáð þegar ég spurðist
fyrir um þennan mikla mun
að tekið hefði verið saman, leg-
ið hefði hjá bókhaldinu plagg
um tölurnar 24 — 25 millj., en
Þ.M, hefði hinsvegar farið beint
í bókhaldið sjálfur og tekið
endanlegar tölur þar.
, Nú er mikið skrifað og talað
um fjármál Guðbjörns Páls.
sonar í R.vík (Batta rauða).
Kristján Pétursson upplýsir í
Vísi, að tekin hafi verið skulda
bréf til greiðslu á vangoldnum
gjöldum skipasmíðastöðvar
Njarðvíkur, sem hann segir eins
dæmi Ekki veit alþjóð hvað
hér hefur verið gefið fordæmi
fyrir, þegar GHT fékk 1972 að
kaupa íbúðina af bænum með
skuldabréfum á nafnverði, ser.i
hann hafði keypt með stórum
afföllum og borgaði gjöldin sín
fyrirfram með afganginum.
Þetta athæfi hefur bæjarstjórn-
armeirihlutinn þáverandi lagt
'blessun sína yfir. Magnús
Magnússon upplýsti að hann
einn væri ábyrgur fyrir þessu
athæfi og þar sem búið væri
að, reka sig, þá væri ekkert
hægt að gera. Það er hans skoð
un, ábyrgð GHT og bæjarráðs
er ekkert minni. Erfitt verð-
ur fyrir MM að fara í kosninga
baráttu til þings með svona mál
á herðum sér ásamt öðru.
Aldrei hefur GHT verið valda
meiri en nú. Virðist hann efl.
ast við hver mistök sem hann
er viðriðinn. Nú logar allur»<
bærinn yfir álögðum dráttar-
vöxtum á fasteignagjöld og út-
svör. Þótt fólk hafi gert allt
upp fyrir áramót, koma nú í
ljós áfallnir dráttavextir. Þeg.
ar fólk fær þau svör að það sé
skuldlaust um áramót og fær
jafnvel til baka, þá skiptir
skökku við að fá svo áfallna
dráttarvexti löngu seinna. Það
er ekki .endalaust hægt að
kenna kerfinu um.
í fyrsta skipti síðan „einræð-
isherrarnir” tóku við, fór fram
mannaráðning í gegnum bæjar-
stjórn. Ráðin var kona til að
hugsa um kaffið á bæjarskrif-
stofunum. Svo til einhvers er
gagnrýnin.
í viðtali við Pál Zóp í Dag-
skrá í síðustu viku, segir hann
að hann og bæjarráð séu ein.
huga um framkvæmdir. Svo
gjörsamlega erum við minni-
hlutamenn hunsuð að við frétt-
um yfirleitt síðust af öllum
hvað Páll, Georg og bæjarráð
er að bauka, því þar er margt
ákveðið sem ekki er bókað um.
Og ef störfin eru gagnrýnd þá
heitir það áróður. Nú hefur td.
verið tilkynnt að bæjarstjórnar
fundur verði laugard. 26. feb.
Bæjarstjóri var búinn að lofa
því að áður yrði fundur með
úttektarnefnd, en fjárhagsáætl-
un yrði samþykkt. Nú kemur
það í ljós, að það er hunsað
eins og annað. Páll segist sjálf-
ur ætla að tala við nefndina í
R.vík, það á að vera okkur nóg.
Er ég viss um að slíkt einræði
er einsdæmi.
í útvarpinu heyrði maður
þær fréttir að, bæjarráð hafi
gefið Handknattleikssamband-
inu 50 þús. kr. og eftirgefið
af leigu íþróttahússins, hugs.
aði ég sem íþróttaunnandi:
Hvers konar framkvæmdasemi
er þetta? Hvergi er þess getið
að beðið hafi verið um styrk.
Verra finnst mér að gefa eftir
leigu af íþróttahúsinu, þar
finnst mér ekki mega gefa eft.
ir. Þegar íþróttafélögin hér fá
enga eftirgjöf er alls engin á-
stæða að hyggla öðrum. Eg hélt
að svona yfirlýsing um gjafir
í útvarpi væri gagnvart úttekt-
arnefnd kanski flottræfilsgang-
ur. Að ég tali ekki um að þar
hefði þurft samþykki bæjar.
stjórnar við. Er þetta ekki í
fyrsta skipti sem bæjarstjórn
fær svona utan að komandi
fréttir. Til gamans má geta þess
að formaður Handknattleiks-
sambandsins er einn af topp-
um Breiðholts hf., svo þar skír.
ast línur hve höfðinglega og
fljótt var við brugðist. Einnig
frétti maður í útvarpinu að 1.
verðlaunahafi Elin Corneit hafi
komið hingað að líta á bæinn.
Vonandi hefur verið betur tek-
ið á móti henni en þeim sem
fengu 2. verðlaun. Það var 5
manna hópur, sem tilkynnt var
um að mæta ætti kl. 2 þann
sunnudag sem opnunin fór
fram. Þessu unga fólki var ekki
boðið í hádegisverðinn og fengu
ekki svo mikið sem kaffibolla
á vegum bæjarins. Eflaus þyrfti
hér siðameistara til að sjá um
opinbera móttökur, svo við verð
um okkur ekki sí og æ til háð-
ungar.
S. A.
FJÁRÖFLUN
í FERÐASJÓÐ.
f 12. tbl. Fylkis frá s.l. ári
var vikið að fjáröflun ýmissa
hópa og talað um að blaða-
sala gæti verið ein leiðin til
þeirra hluta.
Nú hefur það skeð, að hópur
Landakirkja.
Barnaguðsþjónusta n.k. sunnu
dag kl. 11 f.h.
Guðsþjónusta kl. 2.
Skúli Svavarsson kristniboði
prédikar.
drengja, sem fara ætlar í sýn-
ingarferð til Færeyja um pásk.
ana, hafa tekið að sér, undir
handleiðslu stjórnenda sinna,
að selja Fylki, fyrst um sinn
til ágóða fyrir ferðasjóðinn.
Sölulaun þeirra fyrir síðasta
blað, nam kr. 12.000,oo í ferða-
sjóðinn.
20,30.
Sóknarprestur.
Betel.
Bamaguðsþjónusta kl. 13 n.
k. sunnudag. — Almenn guðs-
þjónusta kl. 16,30. Allir velkomn
ir.
U5á
Y
1977
HEIMA ER BEST
Næst þegar þú tryggir þá er gott að
líta við hjá okkur.
SKRIFSTOFA BÁTAÁBYRGÐARFÉLAGSINS, Strandvegi 63, homi
Heiðarvegar, er opin kl. 10 til 12 f. h. og kl. 2 til 5 e. h.
SÍMINN ER 1862
Talið frá vinstri: Oskar Sigmundsson, Viktor Scheving, Jón
Kristinn Jónsson, Sigurhjörn Egilsson, Bergur Agústsson, Páll
Scheving, Hlynur Stefánsson, Stefán Olafsson, Þorgeir Richard-
son, Vignir Oláfsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Gunnar Jónsson,
Sigurpáli Scheving, Davíð Guðmundsson, Jón Atii Gunnarsson,
Sigurgeir Scheving og Gísli Magnússon.
Föstumessa n.k. fimmtudag kl.