Fylkir - 26.02.1977, Side 5
FYLKIR
5
Fold skal við flóði taka
Mér er efst í huga lesandi minn góður, að fá þig til nokkurra
hugrenninga með mér um liðna tíð. Um mat okkar á einum
þætti samtíðarinnar, hvernig við á stundum snúumst við því
er þegar hefir verið gert, hverjum beri þar þakkir fyrir unnin
störf og hvernig verði áfam haldið svo vel fari.
Tildrögin til þessara hugrenninga er grein í jólablaði Fylkis,
undir fyrirsögninni „Um gamlar minjar og Byggðasafn”, greinin
er rituð af ritsjóra blaðsins, Páli Scheving.
I greininni segir m.a.:
„I nær öllum fundargerðum Heimakletts, hæði stjórnar og
félagsfunda, er rætt um söfnun og varðveislu gamalla muna og
minja. Arangurinn af þessu starfi forystumanna Heimakletts og
sá áhugi, sem þeim tókst að vekja, varð til þess að á bæjar.
stjórnarfundi 21. ágúst 1952 er borin upp og samþykkt tillaga
viðvíkjandi hyggðasafni, svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til
þess, að annast stofnun byggðasafns í bænum og hafa samvinnu
við tvo menn frá Vestmannaeyingafélaginu „Heimaklettur”, um
þessi mál. Stungið var upp á í nefndina Porsteini Þ. Víglunds-
syni, Oddgeiri Kristjánssyni og Guðjóni Scheving. Tillaga og
nefnd kosin með sjö samhljóða atkvæðum. Bæjarstjóri tilkynnti,
að í nefndina séu tilnefndir af hálfu Vestmannaeyingafélagsins,
Eyjólfur Gíslason og Arni Arnason.
Þessi fyrsta byggðasafnsnefnd vann geysimikið starf, fyrst við
að safna munum og síðar við röðun og skrásetningu á safninu.
Tilvitnun í nefnda grein lýkur.
Við lestur þessa þáttar í nefndri grein hrökk ég við. Gat það
verið að greinarhöfundur, sem ég taldi að svo gjör þekkti til
aðdraganda að stofnun Byggðasafns Vestmannaeyja hefði vís.
vitandi látið fram hjá sér fara hið ómetanlega og óeigingjarna
forystuhlutverk og brautriðjendastarf sem Þorsteinn Þ. Víglunds-
son hafði þá þegar er fyrsta nefndin var skipuð undirbúið og
unnið að í nær 20 ár og í 45 ár þegar greinin var rituð. Gat virki-
lega hafa farið fram hjá nokkrum manni allt þetta starf Þor.
steins? Nú læddist að mér ljótur grunur. Var enn upprisinn sá
forni fjandi, sem ég svo oftlega á æskuárum mínum og reyndar
oft síðar varð vitni að. Þegar það eitt var látið sitja í fyrirrúmi
hvernig menn höfðu skipað sér í hina pólitísku flokka, en mat
á hæfileikum og atorku hvarf í skugga hinna flokkspólitísku
hagsmuna.
Hvað var hér á ferð? Var hér á ferð tilraun til sögufölsunar?
Atti hér að mata æsku og óborna niðja Eyjanna á því að aðrir
en Þorsteinn Þ. Víglundsson hefði lagt grundvöll og komið
Byggðasafni Vestmannaeyja í það horf og mynd sem raunveru-
leg er í dag. Eða átti Þorsteinn að verða fórnarpeð þeirra póli-
tísku refskákar, sem um aldir hefir verið tefld án taflloka?
Væntanlega getum við, þú lesandi minn og ég orðið sammála
um að ekki sé vafa undirorpið hverjum við eigum að þakka upp.
hafið og forustuna í Byggðasafnsmálum okkar Vestmannaey-
inga. En ef þú þekkir ekki til upphafsins þá verka mín fátæklegu
skrif einskis á við orð manna sjálfra, er á seinni árum tóku
höndum saman við Þorstein að uppbyggingu safnsins svo lengi
sem þeim sumum entist líf til, þó í misjöfnum mæli væri hjá
hverjum og einum.
I gjörðabók Byggðasafnsnefndar Vestmannaeyja frá árinu
1964 segja þessir ágætu menn:
ÚTGERÐARMENN, SKIPSTJÓRAR
Nú þarf að panta troll - vírana fyrir sumar-
úthaldið.
Sel hina þekktu ensku Hall’s, Bartom og
Ropery troll - víra beint frá framleiðendum.
Margra ára reynsla hefur sannað ágæti
þessara víra. Sparið peninga, pantið beint.
Guðlaugur Stefánsson.
Umboðs- og heildverslun
♦
♦
♦
♦
t
4
♦
♦
4
4
4
4
4
:
4
:
4
4
4
:
4
4
:
Ar 1964 ,sunnudaginn 14. júní ,hélt byggðarsafnsnefnd Vestmannaeyja
fund að Goöasteini. -Þessir sátu fundinn: Guöjdin Scheving,Eyjólfur Gísla-
son ,0ddgeir Kristjánsson og Þorsteinn Þ.Víglundsson.
l.Framtið Byggðarsafnsins.Þettað óskar nefndin bókað:
Fyrir J>2. árum hóf einn okkar söfnun rauna hér i bœ til stofnunar byggðar
safns i bæjarfélaginu.
Fyrir 12 árura bað sami maður bæjarstjórn Vestmannaeyja að tilnefna þrjá
menn í nefnd til þess sð vinna að söfnun muna í bœmum,þar sem meiri lík-
indi þóttu til aö fleiri mönnum yrði meira ágengt en einura.Jafnframt varð
það að samkomulagi,að Vestmannaeyingafélagið Heimaklettur legði til tvo
menni nefndina.þessi fimm manna nefnd hefur siðan undanfarin 12 ár unnið
að söfnun muna 1.hemum og aflað sjálf fjár til safnsins svo að nemnr
tugura þúsunda.Bæjarsjóður hefur ekki lagt fr«m einn eyri til þessarar
söfnunar.-Við höfum alltaf litið á starf okkar sera þegnskyldustarf,sem
miða mætti til heilla og sóma byggðarlagsins ,og safnið mætti með aðhlynn-
ingu verða söguleg heimild,sem yki skilning fólks á atvinnusögu Eyjanna 0
og lifsbaráttu fólksins þar,sem á marga lund á sér sérstæða sögu.
Jafnframt þessu söfnunarstarfi höfum við tekiö við smá-framlagi árlega
úr bæjarsjóði Vestmannaeyja til þess að láta gera lappa af 1jósmyndaþlötum,
sem bæjarsjóður eignaðist eftir Kjartan ljósmyndara Guðmundsson.Við höfum
siðan varið sex árum til þess að skýra þessar myndir og búa 1jósmyndasafnið
undir skráningu,svo aö þaö mætti með timanum veröa menningartæki komandi
kynslóða og söguleg heimild hérximbaex i bæ.Til þessa starfs höfum við
varið þúsundum vinnustunda og lokiö við að skýra margar þúsundir mynda,svo
sem bæjarbúum er kunnugt um svo mjög ,sem þeir hafa unnið með okkur af
miklum drengskap og velvilja að skýringu myndanna á undanförnura árum.
Allt þetta stðrf höfum við innt af hendi bæjarsjóði að kostnaðarlausu,-
litiö á það sem þegnskylduvinnu fcil eflingar menningu i bænum og til heill
Eyjabúum.Jafnframt höfum við vonað það og óskað þess,aö okkur entist aldur
til að koma söfnum þessum fyrir i hagkværaumcg snyrtilegura húsakynnum efti:
okkar leiðbeiningum og svo aðstoð sérfróðra manna á þessu sviði,-allt
byggðarsafninu til heilla og svo þeim ,sem þess eiga að njóta.............
Byggðarsafnsnefndin samþýkkir að skrifa Vestmannaeyingafélaginu Heima-
kletti og óska þess að félagið tilnefni mann i byggðarsafnsnefndina á stað
Arna heitins Arnasonar.
Fleira ekki gert.Fundi slitið.
Þorsteinn Þ.Viglundsson Guðjón Scheving
Oddgeir Kristjánsson Eyjólfur Gislason
Hér fer ekki milli mála hvernig hinir mætu menn Oddgeir
Kristjánsson, Guðjón Scheving og Eyjólfur Gíslason staðfesta
með undirskrift sinni á fundargerðinni hvert mat þeir höfðu á
starfi Þorsteins eftir 32 ára starf hans.
Nú starfinu er haldið áfram. Starfsgeta sumra þverr og öðrum
endist ekki aldur. Þeir hverfa af sjónarsviðinu og nýir menn
eru valdir í staðinn.
Hér kemur enn inn nýr þáttur í þessari sögu. Við val manna
í Byggðasafnsnefndina eru hin pólitisku sjónarmið enn sett
ofar hagsmunum safnsins sjálfs og val manna því ekki eftir
hæfileikum þeirra eða áhuga á málefninu. I öðrum tilvikum
virðist vera engt saman pólitískum höfuð andstæðingum s.s. þeg-
ar þeim þorsteini og Guðlaugi Gíslasyni, Alþm. er ætlað að
ganga i sæng saman til að vinna að velferðarmálum Byggða.
safnsins.
Samhliða látlausu starfi við söfnun og skrásetningu á munum
safnsins hlaut annað höfuðmál safnsins að vera að koma upp
húsnæði fyrir safnið. Ekki verður þvi móti mælt af mér, að þau
mál þokast ekki á neinn rekspöl fyrr en aðrir en flokks-
bræður mínir halda um stjórnvöl bæjarmála. Ber því að þakka
þeim mönnum fyrir ómetanlegan þátt sinn til uppbyggingar
Byggðasafns Vestmannaeyja með því að ráðast í byggingu Safna.
hússins.
Þegar nú eru liðin 45 ár frá því að Þorsteinn hóf að safna
munum fyrir Byggðasafn Vestmannaeyja held ég, að best verði
skyggnst inn í hugarheima Þorsteins og biturleika hans eftir
áratuga baráttu við pólitíska þætti samfélagsins með því að vitna
enn í gjörðabók Byggðasafnsnefndar.
Arið 1970 bókar Þorsteinn eftirfarandi:
Arum saman hefi ég ekki fengið stjórnarmenn til áð mæta á
fund til þess að taka ákvörðun um hagsmuni Byggðasafnsins.
Jón Stefánsson neitar að vera í stjórninni, segist „ekki nenna
því”, enda kosinn fyrir atbSna Eyjólfs Gíslasonar á fundi
í Vestmannaeyingafélaginu án vitundar okkar og samþykktar
Jóns sjálfs.
Eg hefi ekki s.l. fjögur ár getað fengið Guðjón Scheving og
Eyjólf Gíslason til þess að mæta á nefndarfund, síðan Arni
Arnason féll frá. Tilvitnun lýkur.
Eg bið þig lesandi minn að hafa í huga eftir lestur síðustu
tilgreindu bókunar að hér talar maður, sem lítur yfir nær 40
ára starf þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Otölulegur fjöldi
Vestmannaeyinga hafði þá á liðnum áratugum lagt Þorsteini lið
með því að senda honum muni og gjafir til safnsins. Fáum en
mér ætti að vera betur kunnugt um hið ótrúlega tímafreka starf
sem hann hafði hér lagt a fhendi.
Fjárveitingar til safnsins höfðu gegnum árin að vísu ekki
verið miklar, en það litla fé sem inn kom fór óskipt til greiðslu
ljósmyndarans Harðar Sigurgeirssonar sem vann mikið starf
við myndasafn það er Kjartan Guðmundsson lét eftir sig á sín-
Framhald á 6. síöu.