Fylkir


Fylkir - 02.07.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 02.07.1977, Blaðsíða 4
4 FYLKIR „Ef ekki með góðu, þá harðfylgi" Þjóðhátíðarræða Árna Johnsen á Stakagerðistúni 17. júní síðastliðinn Eins og safírar greyptir í silfurhring um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring. Pað er fögur samlíking hjá skáldjöfrinum Einari Benediktssyni að líkja Eyjunum okkar við eðalsteininn safír eins og hann gerir í einu ljóða sinna, er hann yrkir í Rangárþingi. Pótt hver stund eigi sinn stað, þá er sumt sem er óbreytanlegt og öll getum við verið sammála um fegurð og yndi Eyjanna okkar, þessarar litlu veraldar sem lúrir hér á vöggu hafsins með sitt sérstæða mannlíf, hús og götur, kirkjuturn og kempur til sjós og lands. Peir 240 milljón rúmmetrar af hrauni sem komu hér granni í garð fyrir örskoti síðan verða ekki safírar í hugum þeirra sem þurftu að horfa á sín verk og sínar vonir sökkva í hraun- hafið. Sú stund var harður skóli, en seinni kynslóðum verður þessi landauki kær félagi sem þeir ólust upp með og vildu ekki án vera. Pannig verður hver af sjálfum sér og þannig myndast samfelld eilífðarsinfónía þess mannlífs sem hér bærist. Einar Benediktsson sá safíra, þegar hann horfði út í Eyjar frá Suðurlandi, en Mundi í Draumbæ sá ekki safíra þegar hann horfði til nýja hraunsins kominn heim úr tveggja ára útlegð eftir gos. I bernsku minni sem Ofanbyggjari átti Mundi sinn sérstæða stíl og þegar við peyjarnir fengum að sitja í vöru- bílnum hans á leiðinni upp fyrir Hraun eða niður í bæ, þá stöðvaði hann aldrei bíl sinn til þess að taka okkur upp. Hann hægði á og við urðum að klifra upp í bílinn á dágóðri ferð. Petta var þjálfun út af fyrir sig, en þegar ég fylgdi Munda hingað heim á elliheimilið eftir gos, þá bað hann mig endilega að sýna sér nýja hraunið og eldfjallið. Eg ók niður að kirkju og stöðvaði bílinn þar sem fellin blöstu við og hraunraninn til Heimakletts. Mundi hnykkti höfði og furðaði sig á því hve fellin væru lík. „Petta er bara eins og vasaútgáfa af Helga- felli,“ sagði hann, renndi augunum norður yfir hraunjaðarinn, sló á lær sér og sagði: „Eg hef nú aldrei séð annað eins, mikil djöfulsins glás er af koksi hérna.“ Ekki býst ég við að Mundi hafi búist við að orð hans ættu eftir að reynast sannmæli á sinn hátt, en báðir höfðu nókkuð til síns máls, Einar Ben og Mundi í Draumbæ. Mannkynið hefur ávallt barist um stærri landssvæði sér til handa og mörg eru þau mannlífin sem eytt hefur verið í vit. lausa átt, eytt í þágu illra verka. Með þá sögu í huga getum við verið stolt af tákni lýðveldis okkar, íslenska fánanum, og allt of sjaldan fögnum við í sameiningu fegurð landsins og frelsi þjóðarinnar. Við eigum oftar að beina huga vorum að sögu hennar og framtíð um leið og við eigum að ríma með áræði við samtíð okkar. Allt of sjaldan lútum við í lotningu fánanum, tákni þeirrar baráttu til frelsis, sem íslenska þjóðin hefur barist fyrir og þráð í aldir. Engin þjóð á flekklausari fána en Islend- ingar, því sigur þjóðarinnar vannst ekki með vopnum eða í blóðugum bardögum. Sigurinn vannst vegna þrautseigju þjóð- legrar tilfinningar. Nöfn þekktustu manna í þeirri baráttu eru öllum kunn, en forvígismenn fá litlu áorkað ef fjöldinn fylgir þeim ekki eftir fyrr eða siðar. Allar stéttir lögðu nokkuð af mörkum. Pjóðin sjálf voru þeir nafnlausu, hinir voru óskaböm hennar. En til þess að halda sjálfstæði verður hver þjóð að gæta að sér og það er ekki útséð hvort íslensk þjóð verður um eilífð sjálfstæð. Þótt við trúum á ævintýr í þessu landi, þá verðum við að kunna að taka okkur sjálf alvarlega, þegar slíkt er við hæfi. Lausung í búskap þjóðarinnar hefnir sín og við eigum eftir að komast til mikils þroska á sviði sjálfstjórnar, við þurf- um að sigrast á mörgum veikleikum okkar og taka á í þeim efnum. Þegar við höfum gert okkur grein fyrir veiku hlekkj. unum í efnahagskerfi okkar, félagslegri uppbyggingu og nýt- ingu landsgæða, þá höfum við unnið mikinn sigur, ef við reyn- umst menn til þess að takast á við vandann. Höfuðvígi okkar er landið, hafið í kring og íslensk tunga. Pessi þrenning á stanslaust undir högg að sækja og við verðum að vera menn til að vera ábyrgir gerða okkar við stjórnvölinn. Skynsamleg nýting hafsins og landsins er bakhjallur okkar, tungan hjarta mannlífsins. Alls kyns ótuktir sækja að menn- ingu okkar og tungu jafnvel úr höfuðstjórnstöðvunum. Eða hvernig er t. d. hægt að réttlæta að menntamálaráð þjóðarinnar samþykkir orðið normalkurfa sem dómsorð einkunnargjafar í nýju menntakerfi grunnskóla íslenskrar æsku. Normalkurfa, orð sem er útlent bögglauppboð. A knattspyrnukappleiknum inni við Hástein í gærkvöldi fórum við Villi Fischer að ræða um íslenska tungu. „Mér líkar ekki sú lítilsvirðing sem menntakerf- iö og opinberir talsmenn sýna íslenskri tungu,“ sagði hann, „ég vil láta leggja meiri rækt við hana. Eg skal standa klár í minni sjósókn, en þeir sem flytja tunguna á milli manna í fjölmiðlum eiga að standa klárir á sínu hlutverki." Þetta eru orð að sönnu þegar hver og einn gefur gaum að. A Þjóðhátíðardegi hljótum við að horfa til sögu okkar, upp. hafs og afkomu. Hér allt í kring blaktir íslenski fáninn við hún og ekkert er okkur eðlilegra sem höfum alist upp með þessum fána einum. Við lifðum ekki þá daga sem danskur fáni reis yfir íslenskum byggðum og aldrei fyrr hef ég gert mér eins grein fyri mikilvægi þjóðfánans og þegar ég var á ferð um byggðir Grænlands fyrir nokkrum árum, kynntist Grænlending- um sem búa undir hæl Dana. Yfir hverri byggð trónaði danskur fáni og í hvert skipti sem ég leit þennan fána augum, þá hljóp í mig heilagt stolt og reiði Islendingsins, því blaki fánans sá ég sjálfstæðisbaráttu íslenskrar þjóðar fyrir mér. „Hvað eigum við að gera við fána?“ svaraði einn gamall Grænlendingur mér. „Pað er nóg fyrir okkur að eiga vasaklút í vasanum “ Hann var búinn að gefast upp og vildi búa með danskri menningu. Ungu Grænlendingarnir voru á annarri skoðun. Peirra von er sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi með athafnir og menningu í samræmi við þeirra upphaf og afkomu. Pannig vill hver búa að sínu, því það kemst enginn frá uppruna sínum til lengdar. Það er hins vegar hægt að hafa áhrif á framgang hans með því að hlúa að með líísgleði og virðingu, gefa gaum að fornum dyggðum, sækja fram án þótta í garð annarra. Við eigum engar vígbúnar hetjur úr stjórnmálabaráttu okkar. Okkar menn geystust ekki fram alblóðugir gegn óvinaliði með blaktandi gunnfána, rifinn og tættan af sverðum og byssukúl- um. Við eigmn hins vegar minningar um menn sem töluðu máli sannleikans, okkar sannleika. Menn sem oft stóðu einir í fjand- mannahópnum, hugumstórir og djarfir og báru vitni fátækri og fámennri og lítilsvirtri þjóð á eylandi noður við íshaf. Þjóð sem dirfðist að krefjast réttar síns. Hugsum til Grænlendinga í dag sem trúa ekki ennþá á það að þeir geti staðið sjálfstæðir. Baríttumenn okkar fyrir frelsi þjóðarinnar voru í sömu andár jafntryggir feðrum sínum og niðjum. Störf þeirra voru í sam- ræmi við þær hugsjónir, sem þjóðin átti göfugastar og þeir sönnuðu að þeir áttu brýnt erindi í mannheima. Þeirra vilji var að skila af sér betra samfélagi, betra landi, og megi slíkt verða kjörorð sjálfstæðrar íslenskrar þjóðar. Einstaklingseðlið hefur löngum verið ríkur þáttur í lífi Is. lendingsins, og þó að það þurfi þrek til þess að æða fram á víg- völl blóðugrar orustu, þá þarf ekki síður þrek til að ráðast fram á vígvöll sjálfstæðisbaráttu búinn rökum lítillar þjóðar, sem aðeins er peð á taflborði valdasviptinga heimsins. Við átt- um menn sem röktu sögu þjóðarinnar, svo aðrir mættu skilja og meta verðleika hennar til að lifa, skáld kváðu kjark í þjóð- ina og athafnamenn stuðluðu að því að gera hana sjálfbjarga. Viljafesta og manndómur endurheimti á ný hinn dýrmæta þjóð- ararf, sjálfstæði landsins fyrir aðeins 33 árum. Islendingar búa vel miöað við aðrar þjóðir heims, og þrátt fyrir blikur á lofti og hversdagshjal, þá hefur okkur miðað fram. Við þurfum ekki annað en horfa á fólk okkar, byggðir og bú annars vegar, hins vegar samfélög annarra landa. Okkar hlutur er stór í þeim sam. anburði. „Við höfum nóg fyrir okkur og ætlum að halda okkur við saltfiskinn," svaraði Alfreð oddviti í Grímsey þegar ég spurði hann að því fyrir skörpmu hvers vegna Grímseyingar nýttu ekki nýfundin rækjumið í grennd Grímseyjar. Þetta er að verða sjaldgæft sjónarmið á Islandi í dag, en einmitt þarna skyldum við staldra við. Við verðum að gæta þess í sókn okkar að of- keyra ekki mannlífinu svo með hversdagsströgli að ekki gefist tími til andlegra og veraldlegra tómstunda. Þegar mannfólkið á sér hugðarefni án tíma til að sinna þeim, þá blasir mikið mein við þjóðina. Góðar gáfur smávisna og verða að engu, en brauð- stritið og efnishyggjan verða allsráðandi. Við megum ekki gleyma að maður er manns gaman og uppbygging efnahags- lífsins á ekki að gera íbúa þessa lands að þræium kerfisins. Við eigum að stuðla að sjálfstæða einstaklingsins innan sam- félags okkar, treysta á menn en ekki nafnnúmer. Við erum ein þjóð í þessu landi, en þó margskipt að því leyti að hver kennir sig við sinn stað og ekkert fær því haggað. Eg hef lent í því að komast til ýmissa staða á jarðkúlunni og suma sem eru svo langt frá Vestmannaeeyjum að ekki er hægi að komast fjær á þessum hnetti. Samt er ávallt skammt heim til Eyja, svo skammt, að í rauninni hefur maður aldrei farið af stað. Oll manns viðmiðun er Vestmannaeyjar. Petta er að vera Vestmannaeyingur, hvort sem hann býr heima eða heiman. Þið sem hafið t. d. farið í leyfi til annarra landa njótið slíkra stunda, en skjótt eftir að þið eruð komin heim á ný, er sú ferð aðeins ein mynd í mannlífi ykkar á Heimaey. Hinn kunni íþróttamaður Eyjanna, Siggi í Húsunum, sagði í síðasta Þjóð. hátíðarblaði að hann kæmist aldrei frá Vestmannaeyjum, þótt

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.