Fylkir


Fylkir - 05.11.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 05.11.1977, Blaðsíða 2
FYLWl Utgeíandi: Sjálfstæðisfélögin í Prentun: Prentsmiðjan Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Símar: 1344 og 1129. Vestmannaeyjum. Eyrún hf. PRÓFKJÖR Fyrír nokkru samþykkti Fulltrúaráð Sjálfstæúlsfélag- anna í Vestmannaeyjum á fjölmennum funcll að fara skyldi fram prófkjör um val manna á framboðslista flokksins í Alþingis- og bæjarstjórnarkosningunum að vori. ij- Petta er ekki í fyrsta sinni að Sjálfstæðisflokkurinn í Eyjum stendur að prófkjöri. Arið 1938 var til aö mynda prófkjör um val manna á lista flokksins til bæjarstjórn- arkosninga og síðan hefur marg oft farið fram á veg- um flokksins skoðanakannanir um val manna til trún- aðarstarfa. Ekki eru allir á einu máli um gildi skoðanakannana eða undankosninga eins og jafnvel má láta þessi próf- kjör heita. Einn vill ekkert með þau hafa, annar vill hafa þau að takmörkuðu leyti og sá þriðji vill að þau séu „opin”, sem svo er kallað, sem þýðir í raun að allir, sem á annað borð hafa hug á geti tekið þátt í prófkjöri og á þann hátt haft áhrif á val manna á framboðslista flokks, þótt hann eða hún hafi aldrei nálægt honum komið eða ætli alls ekki að kjósa hann. Fylkir er eindregið þeirra skoðunar að prófkjör eigi rétt á sér og að æskilegast sé að þau fari fram þegar eitthvað meiriháttar er að ske. Hitt er svo eindregin skoðun blaðsins að prófkjör eigi fyrst og fremsí að fara fram meðal flokks- og stuðningsmanna, þess fólks sem tekið hefur þátt í flokksstarfinu og vitað er að stutt og kosið hafa flokkinn. Ef um eitthvert flokksstarf er að ræða má auðveldlega ná til þessa fólks og á þann hátt gefa því kost á að hafa áhrif á hvernig málum er skipað hverju sinni. Hraunhitaveitan Sagt var frá því í blaðinu eigi alls fyrir löiigu að Gunn- ar Thoroddsen, orkumálaráöherra, hefði verið hér á ferð. Ráðherrann fór hér vítt um og hafði tal af fólki og kynnti sér þau málefnl sem mest kalla að til úr- lausnar. Meðal annars var haml settur inn í allt það er að hraunhitaveitunni lýtur og þeim möguleikum, sem þar er um að ræða. Aðalvandamálið í sambandi við þessa framkvæmd er að sejálfsögðu fjármögnunin. Pað var ráðherranum gert ljóst og hann beðinn ásjár. Ráðherrann brást mjög vel við þessari beiðni og vinnur að útvegun umtalsverðs fjármagns til hitaveituframkvæmdanna. Er því tryggt að hægt verður að halda áfram með þetta þýðingarmikla verk. Kemur þá að hlut bæjaryfirvalda, að vel verði að framhaldinu staðið og verkið gangi fljótt og haganlega fyrir sig. _ BjÖQi Guðmundsson. Konan min, t ÁSTA ÁRSÆLSDÓTTIR frá Fögrubrekku. Vestmannaeyjum er látin. Ágúst Helgason Þorfinnsgptu 6. Reykjavik. ^HITAGHI litsjónvarpstæki Uniboð í Vestmannaeyjum: KJARNI s.f. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HAUSTHAPPDRÆTTI 1977. VINNINGAR: 10 Hitatchi-litsjónvarpstæki að verðmæti 2.650.000 kr. i 51* •■ 2000 miða sería komin til Eyja. Miðar fást á skrifstofuhni í Eyverjasalnum, Samkomuhúsinu, opið kl. 10 — 12 og 14 — 18 alla daga. Verð miða er kr. 500,00 Dregið 12. nóvember 1977. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfálaganna, Vm. Gísli Jónsson Framhald af 1. síðu. Gísli kom aftur til Eyja í júní 1976 og flutti þá á dvalar- neimilið Hraunbúðir og þar átti hann svo heima, þar til yfir lauk. Hann var alveg furðan- lega hress þegar hann kom aft ur til Eyja og hafði þá ánægju af að rifja upp og tala um at. burði frá löngu l-5'.ium tímum. Ég, sem festi þessi fáu minn- ingarorð á blað, átti því láni að fagna að eiga heima í næsta nágrenni við Gísla á Arnarhóli í yfir 50 ár. Við hittumst því harla oft og töluðum mikið sama.i um það, sem efst var á baugi. Ég var unglingur þegar ég kynntist Gísla fyrst, en eft- ir því sem við áttum lengur samleið, fannst mér aldursmun urinn minnka. Gísli átti það til að varpa fram ^þægilegum spurningum og svör hans voru ekki heldur neitt tæpitungu- mál. Hann var ávallt hinn sami, hver sem átti í hlut. Gísli átti langan vinnudag að baki og hann lauk honum með sóma. Að lokum vil ég svo kveðja Gísla og þakka honum, þessum góða nágranna fyrir allt það skemmtilega, sem hann á okk. ar löngu samleið lét mér í té og bið honum og hans ástvin- um blessunar Guðs. Páfl Scheving.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.