Fylkir


Fylkir - 29.10.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 29.10.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR Aðalfundur Eyverja 1977 Skýrsla stjórnar Eyverjar héldu aðalfuad sinn á miðvikudaginn var. Pundurinn var haldinn í salarkynnum félagsins í Samkomuhúsinu. En salur þessi hefur nú nýlega verið endurbœttur og er nú orðiim hinn vistlegasti. Skemmtanir. f skýrslu fráfarandi stjórnar kom m.a. fram, að stjómin hefur á liðnu starfsári haldið 12 fundi. Þá kom og fram að Fulltrúaráð Eyverja hefur haldið 8 fundi. Hafa þetta oft verið hLair skemmti. legustu fundir og vel sóttir. Hefur þama aðallega verið til um- ræðu bæjarmál svo og innanfélagsmál. Skemmtanir er félagið hefur gengist fyrír em hinir hefð- bundnu dansleikir á þrettándanum og Vorhátíðin á Hvítasunn- unni. Heppnuðust þessar skemmtanir með ágætum. S.U.S. þing. S.U.S.-þingið 1977 var haldið hér í Eyjum dagana 16. — 18. sept. s.l. Tókst framkvæmd þessa þings prýðilega vel. Var þetta mjög fjölmennt þing, alls sóttu það 240 fulltrúar. Er það útaf fyrir sig merkur kafli í starfi félagsins, að halda hér fyrsta þing SUS’ eftir að félagið er búið að starfa í 'nær 50 ár. Eyverjasalurinn. Eyverjasalurinn í Samkomuhúsinu var á s.l. starfsári tekinn til gagngerðar breytinga. Var Óli Grans, hugrhyndasmiður m.m., fenginn til þess starfs. Tókst það verk með ágætum og erum við stórlega hrifnir af þeirri breytingu. Er meining stjórnarinnar, að reyna að nýta þennan sal betur fyrir félagið en áður hefur verið gert. Er nú á döfinni að hafa þarna „Opið hús” einu sinni í viku, þar sem félagarnir og aðrir gestir geti komið saman. Fengið sér kaffibolla, kók eða annað, spjallað saman. Hefur fél- aginu m.a. áskotnast sjónvarp, sem menn geta þá ef til vill horft á. Er vonandi að félagarnir notfæri sér þetta og fjölmenni þama. Fyrsta „opna húsið” verður á föstudaginn kemur 4. nóvember og verður húsið opnað kl. 8 e.h. Kosningar. Á þessum fundi var kosinn ný stjórn, fulltrúaráð o.fl. eru eft- irtaldir menn réttkjörriir í trúnaðarstorf fyrir félagið á næsta starfsári: Stjórn: Formaður: Magnús Jónasson. — Varaform: Bjarni Sighvatsson. Ritari: Sigurður Þ. Jónsson. — Gjaldkeri: Guðjón Hjörleifsson. Formaður stjórnmálanefndar: Sigurður Örn Karlsson. Meðstjói iendur: Haraldur Þórarinsson og Magnús Kristinsson. Fulltrúaráð Eyverja: Magnús Jónasson, sjálfkjörinn. Sigurður Jónsson, kennari. Arnar Sigurmundsson, útgerðarstjóri. Valgeir Jcnasson, verktaki. Hafliði Albertsson, verkstjóri. Bjarni Sighvatsson, Kaupmaður. Kristmann Karlsson, stórkaupmaður. Halldór Ingi Guðmundsson, rafvirki. Guðjón Hjörleifsson, gjaldkeri. Sigurður Örn Karlsscn, járnsmiður. Sigurður Þ. Jónsson, hafnarfulltrúi. Haraldur Þórarinsson, verslunarmaður. Magnús Kristinsson, skrifstofustjóri. Til vara: Georg Þ Kristjánsson, Geir Jci Þórisson, Ástþór Jóhannsson Jóhannes Long, Gísli Ásmundsson, E.igilbert Gislason. Kjördæmaráð: Magnús Jónasson Sigurður Þ. Jónsso.i Sigurður Jónsson Bjarni Sighvatsson. Guðjón Hiörleifsson. Sigurður Örn Karlsson. Til vara: Magnús Kristinsson Haraldur Þórarinsson Geir Jón Þórisson Endurskoðendur: Kristmann Karlsson Engilbert Gislason Til vara: Gísli Valtýsson Prófkjör. Á þessum aðalfundi urðu miklar umræður um væntanlegt próf- kjör Sjálfstæðisflokksins hér nú fyrir alþingis. og bæjarstjórn- arkosningar á vori komandi. Komu þarna fram ýmis sjónarmið, sem aðallega var beint til fulltrúa okkar í nefnd þeirri er á að semja prófkjörsreglur. Frá Eyverjum vou þeir Kristmann Karlsscn og Sigurður Þ. Jónsson kosnir í þá nefnd. Fóru þeir af fundinum með nokkurt vega- nesti til að vinna úr er að samningu þessarar reglna kemur. Munu Eyverjar fylgjast vel með þessum störfum og reyna að koma fram þeim hugmyndum er þeir hafa við framkvæmd svona próf- kjörs. ORGEL LANDAKIRKJU er til sölu. Allar nánari upplýsingar gefur Guð- mundur H. Guðjónsson, sími 2551. Sóknarnefnd. FRÁ FÉLAGSHEIMILINU Opið er í leiktæki hússins mánudaga til fimmtu daga, kl. 13.30 — 18.00 Viðtalstími æskulýðsfulltrúa er virka daga kl. 13.30 — 15.00. Æsk'lýðsráð fitirt ivirm fOTtyinrinoim cm no ori iyi iyi m ikhki ho oo on no nn rm fyi oci iw tv> (v> tvi cvo on cm fln on nr> cm nn nn no nn tv> rv> m r» i 3 * | AÐALSAFNAÐARFUNDUR | 8 86 * i | verður haldinn í Landakirkju að lokinni guðs- | þjónustu, sem hefst kl. 14 n.k. sunnudag 30. | október 1977. | Ársreikningar Gjafasjóðs, Kirkjugarðssjóðs | | og Landakirkju fyrir 1970 — 1976 ásamt millí- | uppgjöri 1. jan — 16. sept bggja frammi í fund- | | arherbergi Landakirkju 27., 28. og 29. október | kl. 17 — 19. | | Sóknarnefnd. | * æ ***æææ****æææ*ææææææ«æææææææææææ***aB — Einfalt gler Tvöfalt gler Þrefalt gler Hamrað og litað gler af ýmsum gerðum. Leggjum áherslu á örugga afgreiðslu og vandaða vinnu. SENDUM HVERT A LAND SEM ER. Veljið íslenskt - Verslið við Samverk Samv;@pk hf* HELLU-SIMI 99-5888 Umboð í Vestmamiaeyjum: Egill Kristjánsson, sími 1250

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.