Fylkir


Fylkir - 25.02.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 25.02.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Jrá llokksstarfinu NY KYNSLOÐ Auglýsum nýja kynslóð af snúningshraðamæl- um. Ljósgeisli plús rafeindaverk. Fáanlegt hvort sem er, með skífu eða vísi, eða skífulaus með Ijós-tölum. Mælisvið 25.000, 50.000, 100.000. .L^L ^ötUUrÐSMLDgJtLntr <J)&in)©©®ini cS ©O mvkjavhc. ichano VESTURGOTU 16-SlMAR M6 8 0 -1 3 2 80 - TELEX, 2057 STURLA 1S Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-anna. Laugardaginn 11. feb. s.l. hélt Fulltrúaráð s.iálfstæðisfélaganna aðalfund sinn. f stjórn voru kosnir: Formaður: Steingrímur Amar. Varaform: Kristmann Karlsson Ritari: Hjörtur Hermannsson. Auk þess eiga sæti í stjórn. inni formenn sjálfstæðisfélag- anna: Gísli Gíslasön, Ingibjörg Johnsen og Magnús Jónasson. Á dagskrá þessa fu'.idar var einnig að kjósa menn í 5. og 12. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi við alþingiskosning- arnar í vor. Áður hafði Guð- mundur Karlsson verið kjör- inn í 2. sætið í prófkjöri. Kosni'.igu hlutu þeir: Árni Johnsen, blaðamaður, í 5. sæti og Gísli Gíslason, stórkaupmað- ur í 12. sæti. Um þessa helgi er haldinn kjördæmisráðsfundur á Selfossi, sem gengur endanlega frá fram boðslistanum. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Þann 5. febrúar s.l. var haldinn aðalfundur Sjálfstæðis. félags Vestmannaeyja. f stjórn voru kosnir: Gísli Gíslason (form.) Jóhann Kristjánsson Helgi Mag'iússon Eyjólfur Martinsson Gísli Engilbertsson Gísli Guðlaugsson Stefán Runólfsson Aðalfundur Sjálfstæðiskvenna. félagsins Eyglóar. Fyrir skömmu hélt Sjálf- stæðiskvennafélagið Eygló aðal- fund sinn. f stjórn voru kosnar: Ingibjörg Johnsen (form). Hanna B. Jóhannsdóttir Unnur Tómasdóttir Stefanía Þorste-nsdóttir Kolbrún Karlsdóttir Marianna Sigurðardóttir Aðalfundur fulltrúaráðs Eyverja var haldinn í des. s.l. Á þeim fundi var Geir Jón Þórisson einróma kosinn formaður ráðs- ins og Halldór I'igi Guðmunds. son ritari þess. Fulltrúaráðið hefur haldið 3 bókaða fundi síðan og rætt þar hin margvíslegu mál. Þetta ráð, sem telur 19 kjörna fulltrúa hefur verið mjög virkt afl innan Eyverja. Hefur haldið oft fundi og tekið þar á þeim málum, sem efst eru á baugi. Opið hús hefur verið í Eyverjasalnum hvert föstudagskvöld nú í haust og vetur. Þarna hefur komið saman nokkur hópur manna og rætt málin yfir kaffibolla. Er þetta nýmæli í starfi Ey- verja og hefur tekist eftir von- um vel. Guðmundur Karlsson Árni Johnsen Gísli Gíslason Stjórn Eyverja hvetur félag- ana til að koma þarna á föstu- dagskvöldum. Það er opið frá 8 — 11 e.h. Ekkert er bundið við að koma kl. 8, heldur bara einhvern tíma á þessu tímabili. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Á þessum kvöldum hafa ýmsir menn komið til viðræðna við félagsmenn. Má þar nefna Guð- mund Karlsson, Sigurð Jóns- son og nú seinast Árna Johnsen blaðamann. Væntanlega verður þessu hald- ið áfram, eitthvað fram á vor- ið a.m.k. Í.A. HÉR UM SÍÐUSTU HELGI Um síðustu helgi komu Skaga menn í heimsókn. Ekki varð heimsókn þeirra nein frægðar- för, því eins og allir vita sem með handboltanum hafa fylgst, töpuðu þeir fyrir Þór og Tý. ÞÖ R — Í.A. 21 — 15: Enginn vafi lék á því hvort liðið var sterkara í þessum leik. Satt best að segja kom það mér á óvart að Skagaliðið væri ekki sterkara en raun bar vitni. Þór spilaði fyrri hálfleikinn mjög vel og varð munurinn mest 9 mörk. En staðan í hálf. leik var 11 — 6, Þór í vil. Seinni háifleákur var væg- ast sagt lélegur af Þórs hálfu, kæruleysi og aftur kæruleysi. Þaö kom sér að Skagaliðið var ekki sterkara, svo að sagan frá Njarðvíkurleiknum í haust endurtæki sig ekki. En allt er gott þegar endiri'.m er góður. Bestu menn: Þórarinn Ingi, sem er óhemju skemmtilegur og sterkur leikmaður sem yljar áhorfendum svo sannarlega Einnig átti Andrés góða.i dag, en hann er maðurinn á bak við allt spil Þórs. Sigmar Þröstur átti einnig ágætan dag í mark- inu, varði alls 16 skot. Markahæstir: Þórarinn Ingi 7 mörk, Hannes 5, Herbert 4. TÝR — f.A. 2 4 — 17: Öfugt við leikinn daginn áð- ur vap fyrri hálfleikur lélegur, en seinni ágætur. Fyrri hálf- leikur var nokkuð jafn, en Týr þó alltaf sterkara liðið. Þyngst á metunum var að Egill átti sinn lakasta hálfleik írá því hann hóf að leika með Tý og þá er ekki að spyrja um árang- Ur Hðsins. Týr leiddi í hálfleik með þrem mörkum. í seinni hálfleik komst Egill í sitt góða form og þá var ekki að sökum að 'spyrja. Allt gekk miklu betur og leikur liðsins í heild gerbreyttist við þetta. Bestu menn liðsins: Sigurlás, sem er burðarás liðsins, sem allt snýst um. Einnig átti Þor- varður si'.in langbesta leik í vetur og það var geysilega gaman að sjá hvað hann er snöggur þegar hann fær bolt- ann inn á línu. Markahæstir: Þorvarður 7, Sigurlás 7. Það er komið í ljós sem ég spáði í Fylki í haust að Eyja. liðin stæðu á þröskuldi 2. deild- ar. Það væri ekki amarlegt að bæði Týr og Þór færu upp í 2. deild að ári, en þar verða Breiðabliksmenn erfiðir and- stæðingar. En það veit ég að strákarnir okkar munu berjast hart til loka mótsins. »0991.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.