Fylkir


Fylkir - 25.02.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 25.02.1978, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Á vertíðinni í vetur stunda héðan veiðar 67 bátar og 4 togarar. 8 bátar verða senni- lega eingöngu á loðnu, 7 verða á loðnu og netum, 5 minni bátar verða með línu og hand- færi, 25 bátar verða með botn. vörpu og 22 ýmist með línu og net, línu og troll eða troll og net. JANtAR. í janúar voru sjóveður góð, en dauft yfir sjósókn og afla. brögðum. Menn voru að dunda við báta sína og margir voru í dráttarbrautunum fram eftir mánuðinum, ekkert ofurkapp um aflakóngsnafnbótina á ver- tíðinni. Það er af sem áður var, þeg- ar eftirvænting og ofvæni lá í loftinu strax milli jóla og ný. árs og allur vertíðarflotinn, sem þá var miklu stærri en nú er, byrjaði línuveiðar fyrstu dagana í janúar. Þá var nú ver. andi á vertíð í Eyjunum. Heildarafbnn í mánuði'.ium varð 1150 tonn. í trollið fengu 19 bátar 281 tonn, 9 bátar voru með línu og öfluðu 195 tonna, netabátarnir 6 fengu 123 tonn, 4 minni bátarnir fiskuðu 4 tonn og togararnir 3 lönduðu 547 tonnum úr 6 sjóferðum. í fyrra varð heildaraílinn í janúar 715 lestir. 1. — 15. FEBRtíAR. Það sem af er febrúarmánuði hefur tíð verið rysjótt og erf- itt um sjósókn. Afli hefur ver- ið sáratregur, nema á línuna, þegar gefið hefur. Hafa fengist allt upp í 12 tonn af blönduð- um fiski í róðri. Þó hafa troll- bátarnir reynt fyrir sér með færi í ördeyðunni og kom t.d. Lalli á Sæfaxa með 1800 kg. af rígaþorski á laugardaginn. Þá gerir Óskar á Sigurbáru það ekki e'idasleppt frekar en fyrri daginn, kom með 20 tonn af góðum fiski á þriðjudag. 17 bátar voru með botnvörpu og öfluðu 183 tonna, 9 bátar með línu öfluðu 330 tonna, 9 netabátar fiskuðu 201 lest, 4 færabátar voru með 17 lestir, trillurnar öfluðu 7 lesta og afli togarauna þriggja var 233 lestir. Varð því heildaraflinn á tímabilinu 971 lest. AFLAHÆSTU BÁTARNIR 15. FEBRÚAR: Á LÍNU: 1. Ölduljón VE 130 2. Kópur VE 11 3. Elliðaey VE 45 1 NET: 1. Árni í Görðum VE 73 2. Bergur VE 44 3. Stígandi VE 77 136.8 tonn í 22 róðrum 101.8 tonn í 14 róðrum 90,1 tonn í 18 róðrum 84,4 tonn í 7 sjóferðum 64,2 to.m í 13 sjóferðum 45,7 tonn í 6 sjóferðum í TROLLIÐ: 1. Sigurbára VE 249 2. Björg VE 5 3. Þristur VE 6 98.8 tonn í 9 sjóferðum 73.8 tonn í 14 sjóferðum 54,6 tonn í 15 sjóferðum ÚTFLUTNINGS VERÐMÆTIÐ ÁRÍÐ 1977. Útflutningsverðmæti fisk- vinnslunnar bér í Eyjum varð um 7,3 milljarðar ísl. kró'na á s.l. ári og skiptist þannig á fyr- irtækin: Lifrarsamlag Vm. Stakkur hf. ísfélag Vm. hf. Fiskiðjan hf. Vinnslustöðin hf. Eyjaberg Nöf Fiskim j ölsverksm. FES Hraðfrystistöð Vm. 90 millj. 80 millj. 1100 millj. 1400 millj. 1100 millj. 400 millj. 150 millj. 1550 millj. 1100 millj. 300 millj. LOÐNAN. Um miðja vikuna var loðnan enn á Hvalbakssvæðinu og fór sér rólega, þó virtist fyrsta gangan vera farin að dreifast og síga vestur og suður á bóg- Inn. Hér eru menn orðnir óþol- inmóðir, að hún kornist í hlýja sjóinn við suðausturlandið, því þar er hún venjulega auðveld- ust viðureignar og stutt stím hingað til Eyja. Loð'ian er mun seinna á ferð- inni nú en, í fyrra. Fyrsti farm. urinn barst hingað um sl. helgi, en í fyrra kom loðnan hingað fyrst 3. feb. Á þriðjudaginn gicu mem glatt augað við fyrstu gufubólstrana frá verksmiðj. unum tveimur og loðnuanganirm hefur verið að leggjast yfir hafnarsvæðið síðustu daga öll- um viðkomandi til mikils yndis. auka. Á miðvikudag hafði Fiski- mjölsverksmiðjan tekið á móti 3300 tonnum og FES 2.600 tonn- um. Afli Eyjabátanna var s.l. mið. vikudagskvöld: 1. Huginn 7190 tonn 2. Gullberg 6640 tonn 3. Breki 5860 tonn 4. Kap II. 5020 tonn 5. ísleifur 4000 tonn 6. Bergur II. 2020 tonn 7. Gjafar 1560 tonn 8. Andvari 1180 tonn 9. Bylgja 790 tonn 10. Stígandi II. 550 torm 11. Bjarnarey 450 tonn 12. Heimaey 435 tonn 13. Glófaxi 290 tonn TOGARARNIR. Klakkur kom með um 120 tonn, mest karfi, á miðvikudag og Sindri landaði um 90 tonn. um af góðum þorski á fimmtu- dag. Vestmannaey verður til löndunar eftir helgi. HRAUNEY. M.b. Hrauney VE 80, sem aflaklóin Guðjón frá Miðhús. um stjórnaði héðan um árabil og þeir félagar hann og Baldur Kristinsson áttu, hefur nú ver- ið seld til Þingeyrar. Alltaf er eftirsjá að góðum bátum, en Hrauney sigldi héðan á si.nnu. dag áleiðis til nýrrar heimahafn- ar. BURSTAFELL. S.l. föstudag kviknaði í m.b. Burstafelli, þar sem það lá í Friðarhöfni'nni. Miklar skemmd ir urðu á bátnum, einkum á tækjum og rafleiðslum. Þetta er mikið tjón og verður bátur- inn vart til veiða á vertíðinni. SÆBJÖRG. Byggt hefur verið yfir Sæ. björgu og hún lengd í Dan- mörku. Verkið hefur tekið miklu lengri tíma og reynst mun dýr. ara en áætlað var. Báturinn mun nú tilbúinn til heimferðar, en eitthvað hefur töf á gjald- eyrisyfirfærslum tafið brottför hans. Þykir mönnum tími til kominn, að þeir félagar Hilmar og Theodór fari að salla á sig loðnunni. FASTEIGNAEIGENDUR ATHUGIÐ Samkvæmt ákvörðun Bæjarstjómar Vest- mannaeyja, er eindagi á fyrri helmingi fast- eignagjalda þessa árs 15. marz. Eftir þann tíma reiknast á þau 6% dráttar- vextir, auk þess senr álagning þessa árs telst þá öll fallin í gjalddaga. Innheimta bæjarsjóðs. MINNINGARSPJÖLD EYKYNDILS fást hjá: Önnu Halldórsdóttur, Sólhlíð 7, s: 1338 Eygló Einarsdóttur, Faxastíg 39, s: 1620. Guðný Gunnlaugsdóttir, Höfðav. 37, s: 1752 ÚRSLIT í SÖLUKEPPNI FYLKIS 1977 Fyrstu verðlaun, kr. 25.000, hlaut Sigrún Ágústsdóttir, Hólagötu 33. Hún seldi 629 blöð. Önnur verðlaun kr. 15.000, hlaut Halldór Gunnarsson, Hólagötu 36. Hann seldi 540 blöð. Priðju verðlaun kr. 10.000, hlaut Óskar Ólafsson, Boða- slóð 27. Hann seldi 510 blöð. Verðlaunin voru afhent á Porláksmessu, og er myndin frá þeirri athöfn. Ný sölukeppni, síst lakari, hefst me§ þessu blaði. Verður hún nánar auglýst síðar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.