Fylkir


Fylkir - 04.03.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 04.03.1978, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ritstj. og ábm.: Steingrímiir Arnar Pósthólf 151, Vm. Afgr. og augl.: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 Ötgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Offsetprentun: Prentsmiðjan Eyrún h.f. í desembermánuði s.l. kom fyrir almenningssjónir .JFramkvæmda- og byggðaáætlun Vestmannaeyja 1977 — 1986.” Að þessari áætlun standa: Vestmannaeyjakaup- staður, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Fram- kvæmdastofnun rikisins, byggðadeild.. Pótt menn kunni að greina á um gagnsemi áætlunar af þessari gerð, undir þeim kringumstæðum sem við blasa í Vestmannaeyjum í dag, — og um það, hvort úttekt sem þessi svari þeim kostnaði, sem í var lagt, verður ekki framhjá því gengið að í þessa bók má sækja marghátt- aðan fróðleik um þau efni, sem hún fjallar um, auk þess sem hún veitir mönnum aðgang að helstu vanda- málum byggðarinnar á fljótlegri og fyrirhafnarminni hátt en annars væri kostur. í spá um íbúafjölda á bls. 11 stendur þetta: „Allmikil vinna hefur verið lögð í spá um þróun íbúafjölda í Vest- mannaeyjum. Hún byggist ekki nema að litlu leyti á fræðilegum útreikningum, heldur annarsvegar á mati á möguleikum kaupstaðarins og hins vegar á markmiðum”. Þessi málsgrein er ein þeirra í þessu riti, sem í margra augum gefur því nokkurt gildi umfram ýmislegt það pappírsdót, sem sífellt er verið að ausa yfir þjóðina með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði. Þessi málsgrein gerir nefnilega ráð fyrir því að möguleikar byggðarlags til að veita sínu fólki kjörkosti til lífs og starfa, verði ekki svo auðveldlega reiknaðir út á einn eða annan hátt, nema þá að fyrir liggi til viðmiðunar markmið framámanna byggðarlagsins í þessum efnum, og hvernig búast megi við að úr þeim verði unnið. Frá ómunatíð hafa Vestmannaeyjar verið bjargálna byggð. Möguleikar Eyjabúa til góðra og sífellt betri lífs- kjara lágu í fengsælum fiskimiðum, harðsnúinni sjósókn og stórhuga framkvæmdum bjartsýnismanna við nýt- ingu sjávaraflans, að kröfum tímans hverju sinni. Mögu- leikarnir voru nýttir til fulls og árangurinn varð ljós hverjum sem vita vildi vítt um byggðir landsins og lað- aði ungt dugmikið fólk til búferlaflutnings til Vest- mannaeyja í hundraðatali, til þátttöku í ævintýrinu. En ekkert fékkst ókeypis. Huga og höndum þurfti að beita til hins ýtrasta, til að árangur næðist. Þannig hélt fram nær óslitið, þar til Vestmannaeyjar urðu fyrir því áfalli, sem riðið hefði hverju öðru byggðar- lagi á íslandi að fullu. Frá þeim atburðum er nú liðinn alllangur tími. Mörg ágæt verk hafa síðan verið unnin í Vestmannaeyjum og margir góðir menn hafa lagt hönd á plóginn. Samt er því ekki að leyna, að ýmislegt hefur farið þannig úrskeiðis að varla verður við unað lengur. Endurreisn- ar er þörf. Sú endurreisn yrði varla með þeim hætti, sem gerst hefði fyrr á árum. Tímarnir eru breyttir. Hitt er ekki síður nauðsynlegt nú en þá, að til forsjár í byggðarlaginu veljist menn, sem þekkja möguleikana og vilja vinna að nýtingu þeirra af kappi og fyrirhyggju, og setja sér markmið þeirrar gerðar, er breyta verstöðvum gamla tímans í blómlegar byggðir nútímans. Hörg brýn verheíni... Framhald af 1. síðu. eigi nú við verulega rekstrar- örðuleika að etja, verða þau örugglega í framtíðinni ei'.rs og hingað til nppistaðan í atvinnu- lífinu. Því verður aldrei trúað, að ráðamenn þjóðarinnar loki augunum fyrir þessu vandamáli, þeir geta ekki látið heilt bæjar. félag stöðvast. Eg hefi oft bent á það, að atvin:aumálunum hefur sorg- lega lítill gaumur verið gefinn á þessu kjörtímabili. Þó eru til tvær frekar en ein nefnd, á veg- um bæjarsjóðs sem þessi mál heyra undir. Önnur nefndin hef- Up aldrei komið saman. Hin svo sjaldan að teljandi er á fingrum annarrar handar. Ef íbúum á að fjölga hér í byggð- arlaginu verður að skapa 300 til 350 ný atvinnutækifæri á næstu árum. Það er nauðsynlegt að unnið verði að aukinni f iöl- breytni atvinnulífsins, en það er nokkuð einhæft sé það bor- ið saman við önnur bæjarfélög af svipaðri stærð. Hér er um eitt stærsta mál- ið að ræða hjp nýrri bæjar- stjórn. FRAMKVÆMDIR Eg tel, að fyrst og fremst þurfi að vinna að tveimur málum á næstu árum þ.e. varanlegri gatnagerð og hitaveitumálum. Á þessu án er gert ráð fyrir, að gert verði stórátak í mal- bikun gatna og er það nauðsyn- legt, þar sem við höfum dregist aftur úr á undanförnum árum miðað við önnur sveitarfélög. Hitaveitan er eitt stærsta hagsmunamál okkar sem hér búum. Því miður verður að segja, að þetta hefur gengið sorglega hægt. Hér verður að snúa við blaðinu og tryggja að fjármagn fáist til þessara fram kvæmda. Olían er svo óheyri- legur skattur, að málið þolir ekki neinn seinagang. Þótt þetta tvennt sé fyrst og fremst nefnt eru auðvitað margar fram. kvæmdir sern nauðsynlegt er að hefja, þótt ekki verði minnst á þær hér að sinni. Er hún loksins að koma, eða er hún ekki að koma? Ljósm. Sigurgeir Jónasson. Hinn 2. mars 1978 var kveðinn upp lögtaks- úrskurður fyrir eftirtöldum gjaldföllnum op- inberum gjöldum tii ríkissjóðs: 1. Söluskattur fyrir júlí — Janúar s.l. ásamt hækkunum vegna eldri tímabila. 2. Bifreiðagjöld ársins 1978. 3. Gjaldfallnar fyrirframgreiðslur þing- gjalda 1978 svo og hækkun þinggjalda 1977 og fyrri ára. Lögtak má fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar. Vestmannaeyjum 2. mars 1978. Bæjarfógetinn í Vesttnannaeyjum

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.