Fylkir


Fylkir - 29.04.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 29.04.1978, Blaðsíða 4
FYLKIR ÚR VERINU Vikan. Alla þessa viku hefur veríð gott sjóveður, enda vor í lofti og lundinn sestur upp á Neðri Kleifarnar. Reitingsafli hefur verið í netti, frá 4—15 tonn í róðri Hjá trollbátu’ium hefur verið gott fiskirí, allt upp í 35 tonn í sjóferð. Surtsey var með 35 tonn í fyrradag og á miðvikudaginn var Sigurbára með 30 tonn, Jökull 27 tonn, Frár 25 tonn og Öðlingur með 22 tom. í góðviðrinu hefur hlaupið heldur betur á hjá færabátun. um vestur á Karga. Þeir Mið. húsafrændur á Kristbjörgu Sveinsdóttur hafa verið með 5 tonna meðalafla í róðri þessa viku, og á miðvikudag var Krist ín, Eisi Nóa, með um 5 tonn. Þristur og Emma skiptu yfir á spærlinginn í byrjun viku'.in. ar. Dala-Rafn tók upp netin á þriðjudag og er að skipta yfir á trollið og Kópavík byrjaði að fiska fyrir Englandsmarkað, en langt er síðan bátar héðan hafa reynt á vormarkaðim þar. AFLAHÆSTU BÁTARNIR sl. fimmtudagskvöld, 27 apríl. í net: tonn. 1. Þórunn Sveinsdóttir 748 2.. Dala.Rafn 495 3. Gandi 487 4 Árni í Görðum 476 5. Elliðaey 459 6. Ölduljón 439 7. Stígandi 432 8. Bergur 391 9. Kópur 388 10. Gullborg 369 í troll: tc in 1. Sigurbára 419 2 Björg 380 3. Þristur 309 4. Surtsey 308 5. Frár 307 6. Öðlingur 275 7. Sæþór Árni 240 8. Ver 202 9. Baldur 198 10 Óli Vestmann 192 Togararnir. Klakkur landaði um 13(1 tonn. um í fyrradag, mest þorskur, karÞ og grálúða. Vestmannaey og Sindri eru að veiðum fyrir austan land og væntanlegir til löndunar eftir helgi. Afli og aflaverðmæti tcgar. anna var 15 apríl sl.: Smdri 649 tonn, skiptaverðmæti 66.111. 380 krónur, meðalverð á kg. 101,82; Vestmannaey 625 ton.1, skiptaverðmæti 63.113.286 krón. ur, meðalverð á kg. 101,01; Klakkur 590 tonn, skiptaverð- mæti 53.856.655 krónur, meðal- verð 91.20. Síðan hafa öll skipin landað eir.um túr Spærlingur'nn. E.in er sami landburðurinn af spærlingi, landað allan sól. arhringinn og vaktir settar í báðum verksmiðjunum. Fyrir verksmiðjur og báta er spærl. ingsveiðin kærkomin búbót og lengir rekstrartímann. Þá á veiðibjallan við höfnina miklá sældardaga á þessu vori. í gærmorgun var Fiskimjöls. verksmiðjan, búin að taka á móti rúmlega 7 þúsundlestum og FES tæpum 5 þúsund. Freðfiskútskipun. m/s Goðafoss var hér mið. vikudag og fimmtudag og tók frystan fisk skv. undanþágu Verkalýðsfélagsins og Verka. ma.inasambandsins. Ekki kem- ur því til stöðvunar frystihús- anna þrátt fyrir mikla fram. leiðslu síðustu vikur Ný Sigurbára. Sl. laugardag var nýjum báti hleypt af stokkunum hjá Vélsmið.ju Seyðisfjarðar. Bátinn er verið að smíða fyrir óskar Kristinsson, útgerðarmann hér í Eyjum, og gaf tengdamóðir hans, Sigurbára Sigurðardótt. ir, honum íafnið „Sigurbára” og lilaut hann einkennisstaf. ina „VE 249”. Báturinn er um 130 rúm. lestir að stærð og hinn vand- aðasti að allri gerð og má heita nýjung í bátasmíði hér á la.idi. Hann er alhliða veiðiskip, bú. inn til línu., neta., nóta. og togveiða, bæði með botn. og flotvörpu. Báturinn er allur yf- irbyggður, tveggja þilfara og v'nnuaðstaða við fiskaðgerð undir þilfari eins og á skut- togara, enda með skutrennu. Hingað til Vestmannaeyja er báturinn væntanlegur um 20. maí n k. Ekki er að efa, að óskar á eftir að sækja sjóinn fast á hinum nýja báti og óskar blaðið honum gæfu og gengis. Mannaskipti. Össur Krist'nsson, efnaverk. fræðingur, sem verið hefur for stöði’,maðr" Rannsóknarstofn. unar fiskinaðarins hér í Eyjum frá því að stofnunin tók til starfa er nú að fara héðan. Hann hefur get'ð sér mjög gott orð hér og notið trausts og vin. sælda í starfi. Össur hefur ráð. ist til starfs hjá íslenska jám- blendifélaginu sem framleiðslu. stjóri í verksm'ðjunni á Grund- artanga, en fer fyrst í eins árs starfsþjálfun í Noregi. Jóhann Þorsteinsson, efnafræð ingur, sem unnið hefur hjá Rannsók.iarstofnun fiskiðnað. arins í Reykjavík s.l. fjögur ár tekur v'ð forstöðu stofnunar. innar hér. Matsstöð í fyrradag tók til starfa sam. eiginleg ma^sstöð fiskkaupenda hér í Eyjum. Hún er til húsa í svokölluðu Emmu.húsi við Skildmgaveg. Miklar endurbæt- ur hafa verið gerðar á húsinu. í stöðinii verður allur fiskur, sem berst hér á land metinn og er starfsaðstað matsmanna öll hin besta. Forstöðumaður stöðvarinnar er Bjarnhéð'nn Elíasson . A„ maí. Þann 1. maí n. k. verður Knattspymufélagið Týr 57 ára. Af þessu tilefni efna Týrarar til íþróttahátíðar á malarvellin um í Löngulág. Þar ætla þeir að byrja á víðavankshlaupi kl. 10 árd. Kl. 11 verður knatt. spyrna, 6 fl. A og B. Þá verð- ur matarhlé, en framhaldið kl. 1300 með knattspyrnu 5. fl. A og B, 4. fl. og 3. fl. Síða.i verð. ur handbolti, 2. fl. kv. Kl. 1600 1. maí ætlar ÍBV að brydda upp á þeirri nýjung hér að efna til íþróttasýningar með skemmt'legu ívafi úr ýms. um áttum, þ. á m. lúðrasveit. inni, knattspyrnu, fimleikum og bingó. Hvet ég bæjarbúa eindregið að líta við í íþróttahöll'nni þeg ar þeir koma frá því að horfa á yigri kynslóðina heyja kcppni í Lönigulág. Qoggi SKÁKKEN1\!SLAN. Nýlega lauk skákkennslu Æskulýðsráðs ocr Taflfélagsir.s, sem hefur staðið síða'i í okt. óber. Hefur ver'ð teflt í Fé. lagsheimiiinu á lausardösum eftir hndegið. I.eiðbeinendur hafa verið frá Taflfélaginu auk æskulýðsfulltrúa. Góð aðsókn hefur verið að skák'nni eða milli 50 og 60, begar allir eru taldir, sem knmið hafa í vetur. ■i/etrarstarfinu lauk svo með skákmóti, bar sem kenpt var í tveimur riðlum í elrir' flokki og einum riðli í vngri flokki. Veittar voru þriár viðurkenn iri'gar fyr'r enða ástridun yfir veturinn, allt skákbæknr og hlutu bær beir Magnús Júlíus. son, Sverrir Unnarsson og Ingi Sigurðsson. sem gerði sér einn- ig lít.ið fyr'r og sigraði í yngri flokk'.ium eftir harða kennni við Karl Pálsson í mikilli fórn. arskák, bar sem Ingi fórnaði alls bremur mönnum. Labbað' piltur sig heim mcð tvær bækur undir handlepgnum og ætti hví að koma tviefldur til leiks næsta vetur. t eldri fiokkm'm var einnig m'kil barátta. í A-riðli urðu efstir og jaf'iir Óskar Sigmunds son, unglingameistari Vest. mannaeyja og Lúðvík Bervins. son. sem siðan sigraði Óskar í úrslitaskák f B.ríðli urðu pionig iafnir b°ir Biarni Svein. biörnssci og Magnús Júlíusson sem tefldu úrsltaskák og tókst Magnúsi að knvia fram sigur. Þá tefldu beir Lúðvík og Magn- ús t'l aðalúrslita og sigraði Lúð. vík har efttr harðar sviotingar og fékk skákbók að launum. Áhugi hefur verið mikill fvr ir þessu starfi sem áður segir. Marg'r þátttakenda eru einnig virkir í starfi Taflfélagsins. Og hv-’r veit nema þarna leynist upnrenna'idi efni í stórmeist. ara9 GARÐEIGENDUR! Afgreiðsla á áburði og útsæði í skipaaf- greiðslu Tangavegi 7, miðvikudaga og föstu- daga frá kl-17 - 19. GUNNAR ÖLAFSSON & CO. H/F

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.