Fylkir


Fylkir - 26.10.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 26.10.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- félaganna í Vestm.eyjum 30. árgangur Vestmannaeyjum, 26. október 1978 19. tölublað SKIPALYFTAN Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar hér í Eyjum voru frambjóðendur allra flokka sammála um að flýta sem mest uppsetningu skipalyftunnar, sem legið hefur bér í tæpan áratug. Var bæði í ræðu og riti sífellt hamrað á þessu máli. Skömmu fyrir kosningar kom upp sú hugmynd í hafnar- stjórn, að kosin yrði sérstök 3ja manna framkvæmdanefnd, sem hefði það verkefni að koma skipalyftumálinu í heila höfn. Þegar síðasti bæjarstjórnar- fundur var haldinn, 20. sept. s.l., fluttu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eftirfarandi tillögu: „Bœjarstjóm Vestmannaeyja samþykkir að kjósa 3ja manna framkvæmdanefnd vegna fyr- irhugaðra framkvœmda við uppsetningu skipalyftu í Vest- mannaeyjum. Nefndin skal annast undirbúning verklegra framkvœmda og leggi drög að samningum við hugsanlega rekstraraðila. Telji nefndin nauðsyn, skal henni heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra. Nefndin skal kosin á næsta fundi bœjarstjórnar." I greinargerð með tillögunni var lögð á það áhersla að seinkun á framkvæmdum í þessu mikla hagsmunamáli þyldi ekki frekari drátt. Eins og nú er ástatt er hægt að taka hér á land með sæmi- legu móti skip af stærðinni 120- 150 rúmlestir. Á sama tíma eru send annað til viðgerðar fjöldi skipa sem ekki er hægt að taka í slipp hér. Þá var einnig bent á það, að uppsetning lyftunnar mun auka fjölbreytni í atvinnu- lífinu og skapa mörg ný at- vinnutækifæri. Jafnframt var lögð á það áhersla að skipan sérstakrar framkvæmdanefnd- ar er á engan hátt móðgun við hafnarstjórn, heldur þvert á móti, þarna er verið að gera hugmyndir fyrrv. hafnarstjórn- ar að veruleika. Pá ætti reynslan af skipun fram- kvæmdanefnda hér ekki verða til þess að draga úr, og var í því sambandi minnst á gott starf framkvæmdanefndar um byggingu íþróttamiðstöðvar. atkvæðum minnihlutans. Frá því að þessi fundur var haldinn hafa a.m.k. tveir fundir verið haldnir um þessi mál og hafa komið hingað til Eyja fulltrúar frá félagi dráttar- brauta og skipasmiðja ásamt formanni þeirrar nefndar sem iðnaðarráðuneytið skipaði til að kanna stöðu skipasmíða- iðnaðarins í landinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fagna því að einhver hreyfing er að komast á málið aftur, því ekki er verjandi lengur sá dráttur sem einkennt hefur það á undanförnum ár- um. Arnar Sigurmundsson. Miklar umræður urðu um tillöguna, og lýstu nokkrir fulltrúar meirihlutans því yfir að þeir styddu tillöguna efnis- lega, en töldu sig ekki geta gengið á móti talsmanni meirihlutans í þessu máli. Bæjarstjóri flutti frávísunar- tillögu, þar sem gert var ráð fyrir að vísa tillögunni til hafn- arstjórnar, sem síðan gerði skýrslu um stöðu framkvæmda fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Frávísunartillagan var sam- þykkt með 5 atkvæðum gegn 4 Þar sem stemningin ríkir Kratapólutík Mikla athygli vakti um land allt, hve snöggur M.H.M. ráðherra var að ráða sér aðstoðarmann. f ráðuneytum hans er þó fjöldi af hæfum mönnum, en það virðist vera allt í lagi að bæta einum enn á jötuna og sérstaklega ef um atvinnu- lausan krata er að ræða. Enn meiri athygli vakti það allavega hér í bæ, hvaða maður varð fyrir valinu. f upphafí þvertóku Eyja- kratar fyrir það, að G.H.T. hefði verið ráðinn. En það sanna er nú komið í ljós fyrir all nokkru. Nú er það bara spurn- ingin, skyldi þessi ráðstöfun M,H.M. hafa verið sam- þykkt af Alþýðuflokksfélagi Vestmannaeyja? Mörgum kom þessi ráð- stöfun M.H.M. hálf spánskt fyrir sjónir eftir allt tal krata um siðleysi í íslenskum stjórnmálum. Aðalfundur Eyverja fyrír áríð 1978 var haldinn mánudaginn 16. okt. s.I. í Eyverjasalnum. Formaður, Magnús Jónasson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Síðan flutti hann skýrslu stjórnar fyrir s.l. starfsár í skýrslu stjórnar kom fram, að mikið var starfað í félaginu á árinu. Stjórnin hélt 10 bókaða fundi, auk þess sem Fulltrúaráð félagsins hélt 11 bókaða fundi. Mikið af starfi þessu var í sambandi við prófkosningarnar á s.l. vetri og svo kosningarnar í vor. Kom fram að sá glæsilegi sigur er Eyverjar unnu í prófkjörinu fyrir bæjarstjórnarkosningarnar var mikil lyftistöng. Þjappaði þetta félögunum saman og varð til þess að starfið varð bæði mikið og skemmtilegt. Þá kom fram, að Eyverjar tóku virkan þátt í starfi flokksins bæði í Fulltrúaráði þess, Kjördæmisráði og svo fyrir kosningarnar s.l. vor og sumar. Margt fleira kom fram í skýrslu þessari er ekki verður rakið hér nánar. Að lokum gat Magnús þess, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formanns. LAGABREYTINGAR Á fundinum voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins. T.d. var nánar kveðið á um verkaskiptingu bæði í stjórn og Fulltrúaráði. Óþarfa málskrúði var sieppt og lögin gerð ákveðnari. KOSNINGAR Fyrir fundinum lá ein tillaga frá Kjörstjórn um menn í stjórn félagsins. Var þessi tillaga samþykkt samhljóða, og munu því þessir menn skipa stjórn Eyverja fyrir næsta starf. Formaður: Sigurður Örn Karlsson Varaformaður: Bjarni Sighvatsson Ritari: Sigurður Þ. Jónsson Gjaldkeri: Guðjón Hjörleifsson Meðstjórn: Geir Jón Þórisson, Geir Sigurlásson, jafnframt er formaður Stjórnmálanefndar. Magnús Kristinsson, sem FULLTRUARAÐ EYVERJA Formaður er sjálfkjörinn Magnús Jónasson Sigurður Jónsson Arnar Sigurmundsson Geir Sigurlásson Georg Þór Kristjánsson Bjarni Sighvatsson Kristmann Karlsson Halldór Ingi Guðmundsson Helgi Bernódusson Sigurður Þ. Jónsson Geir Jón Þórisson Magnús Kristinsson Til vara: Guðjón Hjörleifsson Jóhannes Long Ágúst Erlingsson Sigþór Ingvarsson Eiríkur Bogason Gunnar Helgason FUNDURINN Miklar umræður urðu um landsmál, bæjarmál og flokksmál og þó sérstaklega um flokksmálin, bæði hér í Eyjum og svo í flokknum í heild. Voru menn heldur óglaðir vegna þess ástands sem nú ríkir í flokksforystunni í Reykjavík. Voru menn á því að þar yrði eitthvað mikið að gerast til að það mætti í lag komast aftur. Þá urðu umræður um skipulag Fulltrúaráðsins hér og að þar mætti breytast ýmislegt til batnaðar. Var samþykkt að halda mjög bráðlega fund í Fulltrúaráði Eyverja til umræðna um þessi mál. Fundurinn var vel sóttur og ríkti þarna einhugur og bjartsýni á framtíð félagsins og er von að svo verði. Að lokum var fyrrverandi formanni þökkuð góð störf í þágu félagsins um leið og hinum nýkjörna formanni og stjórn var óskað heilla og þótti mönnum ekki vafi á því, að vel yrði starfað hér eftir sem hingað til í félaginu. MÞJ.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.