Fylkir - 17.07.1980, Blaðsíða 2
FYLKIR
Ritstjóri og ábm.:
Magnús Jónasson
Afgr. og augiýsingar:
Páll Scheving
S 1344 og 1129
Upplag 2600
Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum
Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún hf. Vm.
Athyglisverd ræða
Á síðasta Sjómannadegi hélt Ármann Eyjólfsson,
fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans hér athygl-
isverða ræðu og þarfa hugvekju.
Benti hann á þá gleðilegu staðreynd, að Vestmanna-
eyjar hefðu á liðinni vertíð endurheimt sinn fyrri frægð-
arsess sem aflahæsta verstöð landsins og lét það vel í
eyrum Vestmanneyinga heima og heiman.
Hann vakti um leið þá spurningu, hvers vegna stjórn
þjóðarskútunnar væri alltaf á þann veg, að undirstöðu-
atvinnuvegurinn, sem væri undirstaða lífs og menn-
ingar í landinu væri alltaf rekinn á mörkum þess
mögulega. Hér hefðu menn þó lagt metnað sinní að
reka myndarlega útgerð og atvinnurekstur öllum til
hagsældar.
Pá benti hann á þörf markviss viðhalds og endur-
nýjunar fiskiskipaflotans vegna hinnar miklu fækkunar,
sem orðið hefði í Eyjaflotanum á síðustu árum. Hafa
yrði það í huga, að sjálfs væri höndin hollust og
mikilvægt að hefja aftur skipasmíðar hér heima, þegar
skipalyftan yrði komin upp. Loks benti Ármann á
brýna nauðsyn friðunar grunnmiða hér við Eyjar, sem
væri eitt af stórmálum dagsins í dag. Bæði vegna þess,
að öllum fiskveiðiflota suðvesturlands væri nú stefnt á
hin hefðbundnu mið Vestmanneyinga og því, hve
geysilegt hagsmunamál það yrði ef unnt reyndist að
koma upp öflugum og gjöfulum síldarmiðum hér heima
við bæjardyrnar.
Eggjaði hann samtök sjómanna og útvegsmanna
lögeggjan að taka þessi mál til alvarlegrar umhugsunar
og umræðu strax á þessu sumri og hrinda í framkvæmd
friðun hrygningarsvæða síldarinnar og stuðla með því
að hraðari og öruggari uppbyggingu síldarstofns og
síldariðnaðar hér í Eyjum.
Fiskifræðileg rök hnigju að því að koma mætti upp
með verndun uppeldis- og hrygningastöðva stað-
bundnum síldarstofnum, sem kæmu árvisst á sömu
slóðir og svo væri jafnvel um fleiri fisktegundir.
Þegar stofn sumargotssíldarinnar, sem nú er í vexti,
var stærstur hér viðland var hann um 300 þús. lestir, en
þá var hér einnig vorgotssíld og norsk-íslenski stofninn.
Sumargotssíldarstofninn væri nú einn við landið og því
brýn nauðsýn á að koma upp vernduðum hrygningar-
stöðvum fyrir hann, þar sem lífríkið leyfði eða hér við
Vestmannaeyjar, við Reykjanes og í Faxaflóa og auka
með því möguleika flotans til veiða og lengja veiði-
tímann.
Skoða yrði þessi mál með heildarsýn og hag allra fyrir
augum og yrði friðun Eyjamiða hagsmunamál fyrir
Vestmanneyinga og alla landsbyggð. Uppbygging
heimamiða á tímum vaxandi orkukreppu og óhóflegs
olíukostnaðar hlyti að Ieiða til hagkvæmni og meiri
hagsældar. — G.K.
40 ára afmælismót í Vestmannaeyjum
aö mæta honum í friði. Herb.
9,29.
18. - 21. júlí 1980
Kristilegt mót S.D. Aðven-
tista hafa verið haldin árlega í
nærfellt 40 ár víðsvegar um
landið.
í tilefni af þessu afmælismóti
langar mig að nota tækifærið og
gefa ofurlitlar upplýsingar um
byrjun starfsins hér í Eyjum og
( Á
Hamborg
alla fimmtudaga
Hafóu samband
EIMSKIP
SIMI 27100
emnig nokkrar fréttir af fram-
gangi starfsins annarsstaðar í
heiminum.
Það varð mikil trúarvakning
hér í bænum er norskur vakn-
ingaprédikari Ó J. Olsen kom
til Vestmannaeyja ásamt fjöl-
skyldu sinni og tók að boða
Vestmanneyingum boðskap
Aðventista fyrir 58 árum síðan.
Prédikanir O.J. Olsen vöktu
strax í byrjun mikla athygli,
enda fjölhæfur hæfileikamaður
á ferðinni, meðal annars hreif
hann marga með söng sínum.
Árangurinn af prédikunar-
starfi hans í byrjun varð sá að
27 karlar og konur tóku biblíu-
lega niðurdýfingarskírn. Marg-
ir afkomendur þessa fólks og
annarra er síðar gerðust með-
limir þéssa safnaðar eru nú
starfandi bæði hér á landi og
víða úti í heimi að trúboðs og
líknarmálum.
Trúarjátning Aðventista er á
þessa leið:
1. Ég trúi á Guð föður, son
hans Jesúm Krist og Heilagan
anda. iMatt. 28,19.
2. Ég trúi á Jesúm Krist sem
persónulegan frelsara minn og
ég trúi, að hann hafi fyrirgefið
mér syndir mínar og að réttlæti
hans sé tileinkað mér fyrir
trúna 1. Jóh. 1,9.
3. Ég trúi, að öll Biblían sé
innblásið Guðs orð og að hún
sé hinn eini rétti grundvöllur
fyrir trú og breytni hins kristna
manns. 2. Tím. 3,16.
4. Ég trúi, að hin heilögu tíu
boðorö Guðs gildi fyrir alla
kristna menn og það löngun
mín að breyta eftir þeim í öllum
greinum með hjálp Krists. Matt
5,17.18.
5 Ég trúi, að sjöundi dagurinn
sé hinn heilagi hvíldardagur
Guðs og það er löngun mín að
halda hann heilagan, en sam-
kvæmt Biblíunni byrjar hann
við sólarlag á föstudagskvöldi
og endar við sólarlag á laugar-
dagskvöldi. 2. Mós. 20, 8-1 1.
6. Ég trúi því, sem Biblían
kennir, að líkami minn sé
musteri Heilags anda og að
mér, sem kristnum manni, beri
að vera bindindissamur í öllu
og forðast notkun óhreinnar
fæðu, áfengra drykkja, tóbaks
og annarra skaðlegra nautna-
lyfja. 1. Kor 6,19.20.
7. Ég trúi því, að mér beri að
vera persónulegur þátttakandi í
verki Drottins og styðja söfn-
uðinn með tíund minni, gjöfum
og fyrirbænum. Op. 14, 6-12.
8. Ég trúi því, að við lifum á
hinum síðustu dögum og að
Jesús Kristur muni senn koma
aftur, að endurkoma hans verði
persónuleg, sýnileg og bókstaf-
leg, og það er löngun mín að
undirbúa sjálfan mig og aðra til
9. Ég trúi að ódauðleiki og
eilítt líf sé gjöf, sem við getum
aðeins öðlast fyrir trúna á Jes-
úm Krist, að dauðinn sé svefn
og síðan komi upprisa, bæði
réttlátra og ranglátra til eilífs
lífs eða til eilífrar glötunar. 1.
Þess. 4, 13-18.
10. Ég trúi, að Guð hafi gefið
okkur mönnunum anda spá-
dómsgáfunnar til leiðsagnar -
einnig nú á hinum síðustu dög-
um. Öp. 12, 17; 19,10.
I nýútkomnu safnaðarblaði
eru eftirfarandi upplýsingar:
í apríl 1980 voru meðlimir
safnaðarins í heiminum um 3,3
milljónir. í Suður Ameríku
skírðust rúmlega 50.000 manns
í fyrra. í Mið Ameríku hefur
vöxturinn verið enn meiri. T.d.
í Mexíkó voru aðeins 1500
meðlimir fyrir nokkrum árum,
ennúeru þar 125.000 í söfnuð-
inum. Nú er Mið Ameríku-
deildin stærsta deildin og ná-
lægt 62000 skírðust á síðasta
ári sem jafngildir nýjum 168
manna söfnuði á hverjum degi
allt árið.
Allt frá 1965 hefur söfnuö-
O.J. Olsen og fjölskylda
í Þjóðhátíðar-
galsann er bráð-
nauðsynlegt að
hafa sólgleraugu
og auðvitað fást
þau á
Bílastöðinni
v/Heiðarveg
0
Shell
Auk þess að eiga
alltaf nóg af
sælgæti, öli, gosi
og tóbaki eigum
við líka t.d.:
Filur - Kubba
Sokkabuxur
Rakáhöld og krem
Tannkrem og sápur
Kassettur, bæði
áspilaðar og
óáspilaðar
svo eitthvað sé nefnt
Bílastöðin
v/Heiðarveg
urinn varð 29% hvert fimm
ára tímabil. Fyrir nokkrum
dögum var skýrt frá því um öll
Bandaríkin í geysivinsælum
fréttaskýringaþætti (Paul
Harvey) að Sjöunda dags að-
ventistar ýxu hvað hraðast
allra safnaða í heiminum. Einn-
ig var tekið fram að spádómur
eins frumherjans (Éllen G.
White) um að 1000 manns
myndu bætast við söfnuðinn á
degi hverjum, væru nú að ræt-
ast. Ástæðan fyrir þessum öra
vexti var sögð vera sú að aðven-
tistar væru strangir og héldu
fast við grundvallarkenningar
frumsafnaðarins.
Mikill vöxtur í
Vestur-Afríku sambandinu
Árið 1979 bættust 6608 í
söfnuðinn fyrir skírn. Mesta
aukningin var í Mið Ghana-
samtökunum eða 4732.
Árið 1980 virðist ætla að
verða mikið sálnavinnandi ár.
Hvíldardaginn 23. febrúar voru
452 skírðir í Kumasi í Ghana og
næsta hvíldardag tóku 284
skírn. Alls voru þetta 736, sem
höfðu verið á samkomum hjá
Dr. R.C. Connor, bandarískum
útbreiðsluprédikara.
í árslok 1979 voru um 44000
skírðir meðlimir í sambandi
safnaða Sjöunda dags aðven-
tista í Vestur-Afríku.
Prestarnir og óbreyttir með-
limir i Vestur Afríku taka virk-
an þátt í útbreiðslustarfinu
bæði opinberlega og í einkalífi.
Við trúum því að þessi áhugi
haldi ekki aðeins áfram, heldur
fari vaxandi á komandi árum.
Ég vil enda þessar línur með
því að hvetja bæjarbúa til að
koma á samkomur okkar. Sjá
nánar í auglýsingum blaðanna.
Jóhann A Kristjánsson.