Fylkir - 17.07.1980, Blaðsíða 4
FYLKIR
UR VERINU
Humarvertíðin:
Humarvertíðinni fer senn að ljúka, en hún hefur gengið mun
betur í öllum verstöðvum en á s.l. sumri. Hámarksveiðiheimild
1980 er 2500 tonn miðað við óslitinn humar og hafði veiðst 30.
júní sl. 1.586 tonn og voru þá eftir 914 tonn. Um síðustu
mánaðarmót voru komin á land hér 65 tonn miðað við slitinn
humar, eða 214 tonn. Á allri vertíðinni 1979 veiddust 212 tonn og
193 tonn árið 1978, miðað við óslitinn humar.
í skýrslu Fiskifélagsins 30. júní sl. sem blaðinu hefur borist, eru
aflatölur í maí og júní miðaðar við slitinn humar, en heildartölur
miðaðar við óslitinn humar.
Humarveiðar 1980
1. Breiðdalsvík ...........
2. Djúpivogur .............
3. Hornafjörður ...........
4. Vestmannaeyjar .........
5. Stokkseyri .............
6. Eyrarbakki .............
7. Porlákshöfn ............
8. Grindavík ..............
9. Sandgerði ..............
10. Keflavík ...............
11. Vogar ..................
12. Akranes ................
Mikið um siglingar
Bátar og togarar héðan úr
Eyjum hafa mikið siglt með afl-
ann að undanförnu, aðallega til
Bretlands. Hafa sumir gert á-
gætar sölur, en aðrir farið mjög
illa út úr siglingum sínum. Með
tilliti til gengissigs krónunnar
frá því í fyrrasumar, er greini-
legt að mikið vantar á að jafn-
hátt verð fáist fyrir aflann er-
lendis. Blaðinu er kunnugt um
5 báta sem eru að fiska í sigl-
ingu, þ:e. Bergur, Bylgja,
Gandí, Gullberg og Suðurey.
Þá seldi Vestmannaey sl.
fimmtudag og föstudag í Cux-
haven í V-Þýskalandi, 150
tonn, mestmegnis karfa og ufsa
og fékkst fyrir aflann 74
maí júní ma/jún
kg kg tonn
1.484 10.160 38
7.076 13.734 67
33.994 100994 439
14.853 51.185 214
1.798 13.134 49
5.982 15.445 69
9.149 44.395 174
16.110 57.140 238
5.500 40.000 148
8.430 30.748 127
300 3.086 11
0 3.848 12
milljónir eða 494 kr. á kílóið. Þykir það mjög gott verð fyrir þennan fisk. b/v Klakkur seldi í fyrradag í Bretlandi 176 tonn og fékk fyrir aflann 86,2 millj.
eða 488 kr. fyrir hvert kíló.
Breki er í skraptúr og Sindri hefur verið frá veiðum vegna
bilana í spili, en reiknað var
með að togarinn kæmist á veið-
ar sl. mánudagskvöld frá
Reykjavík.
Nýr bátur
Um síðustu helgi bættist nýr
bátur í Eyjaflotann, er Georg
Stanley Aðalsteinsson sigldi v/
b Hlein ÁR inn höfnina. Þótt-
ust menn þar þekkja Ófeig II
sem seldur var til Forláks-
Þaö hönnulega slys vildi til vestur á Selvogsbanka í
fimmtudaginn í s.I. viku að vélbáturinn Skuld VE 263 fórst
og ineð honum tveir ungir Eyjamenn.
Þeir sem fórust voru þeir Gísli Leifur Skúlason, Brekastíg
31 og Sigurvin Þorsteinsson, Hásteinsveg 33. Var Gísli
Leifur 36 ára, en Sigurvin 30 ára og voru þeir báðir eigendur
að bátnum.
Tveir menn björguðust. Voru það þeir Ólafur Guðjóns-
son (Kristinssonar frá Miðhúsum) sem varskipstjóri ogeinn
eigandi bátsins og mágur hans Þorvaldur Heiðarsson
(Arnasonar fyrrv. olíubílstjóra hjá Esso). Hröktust þeir í um
12 tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað í flutninga-
skipið Bifröst.
Skuld VE 263 var 15 tonna eikarbátur smíðaður í
Danmörku árið 1921, en endurbyggöur 1943. Gamall og
traustur bátur er lengi var í eigu feðganna frá Hlíðardal
Guðjóns og fíergþórs. Hafði Bergþór nýlega selt bátinn
þeim Ólafi, Gísla Leif, Sigorvin og Kristni Kristinssyni frá
Miðhúsum sem ekki var á bátnuni nú þegar hann fórst.
Blaðið vottar aöstandendum þeirra Gísla Eeifs og Sigur-
vins dýpstu samúðar við þetta sviplega fráfall.
hafnar á sl. ári. Báturmn hefur
byrjað veiðar með humartroll
og mun strax að lokinni humar-
vertíð fara á troll, með siglingar
fyrir augum, meðan frystihúsin
verða lokuð. Að sögn Georgs
Stanleys mun báturinn verða
skýrður Nokkvi og bera ein-
kennisstafina VE 65. Eigendur
að bátnum eru Georg Stanley
og synir hans Helgi Heiðar og
Páll Arnar.
Blaðið óskar eigendunum til
hamingju með nýja bátinn.
Þróunin í bátaflotanum hef-
ur ekki verið skemmtileg hér
undanfarin ár, þegar margir
góðir bátar hafa verið seldir úr
byggðarlaginu, það er því á-
nægjulegt þegar kemur fyrir að
keypt eru skip til Eyja.
Fjörkippur
Framsóknarblaðsins
Framhald af 1. síðu
til tengingar við Fjarvarma-
veitu Vm., þó með skilyrðum
um olíusölu til hennar? Hvað
gerðist? Bæjarsjóður byggir
sína kyndistöð með ærnum
kostnaði og Essó seldi olíu til
hennar. En bréfunum frá
Skeljungi hf. var aldrei svarað.
Olíuviðskipti
Nú úr því að Sigurgeir Krist-
jánsson var svo persónulegur,
mín vegna, í síðasta Framsókn-
arblaði, þá væri ekki úr vegi að
hann héldi uppteknum hætti
áfram. Með því gæfist honum
kostur á því að birta olíuvið-
skipti Esso við bæjarsjóð Vm.
t.d. frá því um árið 1970 og þá
aftur olíuviðskiptin á árinu
1977 eða 1978. Þá mætti sjá
svart á hvítu hvort einhver hafi
hagsmuna að gæta í því sam-
bandi. Trúi ég að það yrði um
fróðlegar tölur að ræða.
Gísli G. Guðlaugsson
Orlofsferð
eldri borgara
Fyrirhuguð er orlofsferð
eldri borgara, ef næg þátttaka
fæst, en á sl. ári var farin orlofs-
ferð til Mallorca og þótti takast
mjög vel.
Nú hefur verið leitað eftir
tilboðum í fyrirhugaða ferð og
eftirtalin tilboð borist:
a) 3 vikur Mallorca, sami stað-
ur og í fyrra.
b) 3 vikur Júgóslavía, tveggja
sólarhringa stopp í London eða
Kaupmannahöfn.
c) 3 vikur Rimini á ftalíu,
tveggja sólarhringa stopp í
London eða Kaupmannahöfn.
d) 3 vikur, Rimini með þriggja
daga dvöl í Rómarborg og 1
vika í Danmörku, dvalið í sum-
arhúsum við Karlslunde (25
km. frá Kaupmannahöfn)
e) tveggja vikna ferð til Dan-
mörkur, dvalið í sumarhúsum
við Karlslunde (25 km. frá
Kaupmannahöfn).
Ferðir þessar eru síðast í
ágúst eða byrjun september.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku
í orlofsferð eldri borgara vin-
samlegast hafi samband við
félagsmálafulltrúa Sigrúnu
Karlsdóttur, sími 1088 sem
fyrst, svo að hægt sé að taka
ákvörðun um væntanlega ferð.
Félagsmálaráð
Iðngarðar
ö
Fyrir all nokkru var samþ.
í bæjarstjórn tillaga sem
gekk út á að styðja þings-
ályktunartillögu Guðmund-
ar Karlssonar og fleiri um
byggingu iðngarða. Því
miður hefur sorglega lítið
verið hugað aö þessum mál-
um hér í Eyjum, Sveitarfélög
víða um land hafa hugað
mun ineira að þessum mál-
um heldur en við. Má þar
t.d. nefna Selfoss.
Þótt útlitið sé kannski ekki
mjög bjart núna í sjávar-
útvegi þá verður hann
örugglega sá atvinnuvegur
sem við niiinum fyrst og
fremst byggja okkar afkoinu
á í framtíöinni.
Þrátt fyrir það gera fleiri
og fleiri sér grein fyrir að
nauðsynlegt er, að skapa
meiri fjölbreytni í atvinnu-
niáluni heldur en nú er.
Bygging iðngarða er einmitt
leið í þá átt. Sveitarfélagið
beitir sér þá fyrir byggingu
iðnaðarhúsnæöis (nokkrum
einingum), sem síðan yrði
leigt eða selt með góðum
kjörum. Hér ætti fyrst og
íremst aö stuöia að nýiðn-
aði. Slíkt sem þetta gerist
ekki á einni viku. Því er
tímabært aö við förum að
huga að þessum niáliim í
fullri alvöru. T.d. þyrfti að
gera ráð fyrir þessu á næstu
fjárhagsáætlun og menn
þyrftu að kanna lánamögu-
leika. Einnig þarf að kanna
hvaða iðnaöur kæini helst til
greina hér hjá okkur.
Iðngarðar væru engin
allsherjarlausn á okkar at-
vinnumálum, en örugglega
spor í rétta átt. Með þessu
myndi skapast atvinna fyrir
nokkra einstaklinga. Undir-
búningur og athugun á þessu
máli licfur dregist allt of
lengi. Það er nauðsynlegt að
byrja strax. — SJ.
Bíll til sölu
Y-228 Dadsun 120Y,
árgerð 1978 er til sölu.
Upplýsingar gefur Gísli
G. Guðlaugsson.
Embætti
veitt
Nýlega hefur verið sam-
þykkt að ráða Hjörleif
Guðnason, sem húsvörð í
Gagnfræðaskólanum.
Fyrir nokkru samþ. Fél-
agsmálaráð að mæla með
ráðningu Þorgerðar Jó-
hannsdóttur í stöðu for-
stööukonu við Rauðagerði.
Þá mæiir ráðið einnig með
ráðningu Guðmundu
Bjarnadóttur í stöðu for-
stöðukonu að Kirkjugerði
(sem 70% starf).
Þá hefur Olíufélagið Essó
nýlega ráðið Skæring
Georgsson sem skrifstofu-
stjóra.
Bæjarfréttir
SVIFDREKASLYS
Sá hörmulegi atburður varð
hér í Eyjum 5. júlí s.l. að Rúnar
Bjarnason, Bröttugötu 1, lést
er svikdreki er hann flaug á
brotnaði og hrapaði til jarðar.
Varð slys þetta hér upp við
flugvöllinn. Er þetta fyrsta
dauðaslys hér á landi er verður
við svifdrekaflug.
Rúnar heitinn, er var 22 ára
er hann lést, var ókvæntur og
barnlaus. Mikill efnispiltur.
Blaðið sendir aðstandendum
Rúnars heitins dýpstu samúð-
arkveðjur.
BIFREIÐASLYS
Tveir ungir Eyjamenn slösuð-
ust alvarlega 6. júlí s.l. er bíll er
annar þeirra ók lenti á stein-
vegg á mótum Illugagötu og
Hlíðarvegar. Var árekstur þessi
geysiharður og bíllinn talinn
gjörónýtur. Piltarnir slösuðust
báðir alvarlega og sérlega ann-
ar þeirra. Hafa þeir báðir verið
fluttir á sjúkrahús í Reykjavík
til aðgerða.
BYGGING ALDRAÐRA
Fyrir nokkru lágu fyrir teikn-
ingar af íbúðum fyrir aldraða er
fyrirhugað er að bærinn byggi á
svæði fyrir sunnan Elliheimilið
Hraunbúðir. Hefur verkið þeg-
ar verið boðið út og á grund-
velli þeirra boða er í verkið
barst hefur nú verið samið við
Áshamar hf. um byggingu
þeirra. Samkvæmt tilboði Ás-
hamars mun heildarkostnaður
við þessa byggingu vera kr.
157.898.067,- miðað við verð-
lag í dag.
BINNABRYGGJA
í fundargerð Hafnarstjórnar
hinn 11. júní s.l. segir svo í 1.
lið: „Fyrir lá tillaga um númer á
bryggjum: Nausthamar nr. 1,
Básaskersbryggja nr. 2, Friðar-
hafnarbryggja nr. 3, Friðar-
hafnardokk nr. 4 og Nýi norð-
urkanturinn sem lagt er til að
nefndur verði Binnabryggja
verði nr. 5. Bryggjurnar skiptist
í legusvæði sem táknuð verði
með bókstöfunum A, B, C
o.s.frv.
-Hafnarstjórn felur hafnar-
vörðum í samráði við tækni-
deild bæjarins að gera tillögu
um hönnun merkjanna.”
ÞJÓÐHÁTÍÐIN
Að venju verður Þjóðhátíð
Vestmannaeyja haldin fyrstu
helgina í ágúst. Að þessu sinni
er það íþróttafélagið Þór sem
sér um hana. Verður hátíðin
sett kl. 2 e.h. föstudaginn 1.
ágúst og lýkur aðfaranótt
mánudagsins 4. ágúst. Margt
verður þarna til skemmtunar
að vanda og má þar til nefna:
Hljómsveitina Brimkló, Halla
og Ladda, Leikbrúðusýningu,
Garðar Cortes, Ólöfu Harðar-
dóttur, Jörund, Lúðrasveit
Vm., Binna brandarakarl
o.m.fl. Einnig verður bjargsig
og íþróttir. Eins og á þessu sést
verður ýmislegt til skemmt-
unar, en skv. nýjustu fréttum
hefur enn ekki verið ákveðið
hvað aðgangseyririnn á þessa
hátíð verður.