Fylkir - 09.04.1981, Side 4
UR VERINU
Nýir pennar
Þeir Ásmundur Friðriksson
og Sigurgeir Ólafsson bætast nú
í hóp þeirra sem skrifa í þáttinn
ÚR VERINU og munu þeir sjá
að mestu um skrif og efnis-
öflun. Frá sama tíma lætur
Magnús Kristinsson af störfum
sem umsjónarmaður þáttarins,
en hann hefur heitið því að
leggja til greinar af og til.
Blaðið vill þakka Magnúsi
fyrir mikið og gott starf við
þáttinn undanfarin 2 ár, en í
hans tíð var tekin upp sú ný-
breytni að birta myndir af öll-
um fiskibátum og togurum
Eyjaflotans og er í gangi mynd-
birting af Eyjaskipstjórum.
Óþarft er að kynna þá Ása
Friðriksson og Sigga Vídó fyrir
lesendum þáttarins og munu
þeir hafa með sér verkaskipti
þannig að Ási mun leggja á-
herslu á aflafréttir o.þ.h., en
Siggi greinar og hugleiðingar
um sjávarútvegsmál. Blaðið
býður þá félaga velkomna til
starfa. A.S.
Aflabrögð
Ágætis fiskirí hefur verið að
undanförnu. Netabátarnir
suður í kanti hafa gert alveg
ljómandi róðra. Glófaxi,
Suðurey, Valdimar Sveinsson
svo að nokkrir séu nefndir hafa
verið með 25-35 tonn eftir eina
lögn. Fleldur hefur það verið
lakara hjá bátunum inn á
Grunni, en vonandi á fiskurinn
eftir að ganga meira þangað.
Allir bátarnir af heimaslóð
lönduðu á mánudagskvöld, en
helgarfrí var hjá netabátum.
Voru þeir með góðan afla, Álsey
35 tonn, Glófaxi 46 tonn, Suð-
urey 41 tonn, Valdimar Sveins-
son 41 tonn, Katrín 50 tonn,
Þórunn Sveins. 73 tonn og
Bylgja 75 tonn, en þeir síðast-
nefndu eru austur í bugt og hafa
gert það ágætt í vetur.
Trollbátarnir hafa einnig
gert það gott. Á þriðjudags-
morgun landaði Freyja 75
tonnum eftir fjóra sólahringa
austur á Vík og Björg 35 tonn-
um, en hún var fyrir vestan
Eyjar. Einnig hefur verið gott
fiskirí hjá Baldri, Þóri, Sæfaxa
og Haferni, en þeir hafa sótt
hér inn og vestur með.
Togararnir hafa allir landað
upp á síðkastið. Breki landaði
fullfermi á miðvikudag í síðustu
viku, Sindri var með fullfermi á
föstudag og Klakkur á laugar-
dag. Vestmannaey var svo á
mánudag með fullfermi. Vest-
mannaey fékk aflann fyrir
sunnan Eyjar, en hinir fýrir
austan land. Þorskur var megin
uppistaðan í afla togaranna.
Huginn var búinn að landa
260 tonnum af spærlingi á
þriðjudagsmorgun. Að sögn
Guðmundar Inga er ekki mikill
spærlingur í Háfadýpinu frekar
en í fyrra. Bergur er að klára
loðnuskammtinn, á eftir ca.
300 tonn, en hann tafðist frá
veiðum vegna bilunar í spil-
tengsli.
Aflaskýrslan: Mikil spenna
er á toppi skýrslunnar og er
ekki að efa að allir þessir harð-
duglegu sjómenn eiga eftir að
bæta um betur fyrir lok.
Skýrslan miðast við þriðju-
dag 7. apríl og allar tölur miðast
við óslægðan fisk Botnvarpa:
Freyja 369,1 tonn
Björg 224,2 tonn
Baldur 181,0 tonn
Sigurbára 142,8 tonn
Haförn 108,4 tonn
Sæfaxi 104,9 tonn
Draupnir 102,3 tonn
Þórir 87,5 tonn
Sjöfn 77,5 tonn
Júlía 64,0 tonn
Hafliði 53,4 tonn
Erlingur 49,2 tonn
Net:
Þórunn Sveinsd. 865,4 tonn
Suðurey 829,9 tonn
Glófaxi 778,2 tonn
Valdimar Sveins. 721,5 tonn
Gjafar 661,1 tonn
Álsey 656,1 tonn
Gandi 604,5 tonn
Togarar:
Breki 1.468,9 tonn
Klakkur 1.408,3 tonn
Vestmannaey 1.240,1 tonn
Sindri 1.135,7 tonn
Ásmundur Friðriksson
Stórhugur
sjómanna
Fylkir hefur frcgnað að
áhöí'n og útgerð eins neta-
báts héðan úr Eyjum hafi
gefiö andviröi afla úr róðri í
gær til styrktar málefnum
fatlaöra, þ.e. til byggingar
vinnustaðar handa þcim.
Ber þetta vitni um mikinn
stórhug, og ekki að efa kjör
fatlaös fólks taka stökk-
breytingum ef aðrir bæjar-
búar taka viö sér af þessu
tilefni. Það vröi Vestmann-
eyjum til sóma._
Eyjaskipstjórar 1981
Siguijón Óskarsson
F. 03. 05. ’45
M.b. Þórunn Sveinsdóttír VE 401
Matthías Óskarsson
F. 16. 01. ’44
M.b. Bylgja VE 75
Kristján Óskarsson
F. 13. 05. ’46
M.b. Enuna VE 219
Þórður Rafn Sigurðsson
F. 09. 01. ’43
M.b. Ölduljón VE 130
Steingrímur Sigiuðsson
F. 04. 01. ’42
M.b. Bjamarey VE 501
Hilmar Rósmundsson
F. 16. 10. ’25
M.b. Sæbjörg VE 56
Fróðlegur fundur
Þriðjudaginn 31. mars sl.
buðu Rotaryfélagar nokkrum
hópi útgerðarmanna, skip-
stjóra og áhugamönnum um
sjávarútveg til fundar í veit-
ingastaðnum Skútanum til þess
að hlýða á erindi Hjálmars
Vilhjálmssonar fiskifræðings,
sem þeir Rotaryfélagar buðu
hingað, til þess að kynna fyrir
fundarmönnum hvernig fiski-
fræðingar finna og reikna út
stærð loðnustofnsins.
Fundurinn hófst með vel til-
reiddum kvöldverði. Þegar
menn voru mettir setti forseti
Rotaryklúbbsins hér Ólafur
Gránz fundinn og bauð Hjálm-
ar og aðra gesti fundarins
velkomna. Ólafur fléttaði inn í
létt spjall sitt um heimabyggð
Hjálmars og æskustöðvar, að
það væri von þeirra Rotaryfé-
laga að heimsókn Hjálmars yrði
þeim félögum og gestum þeirra
til gagns og fróðleiks um mikil-
væg störf fiskifræðinga.
Hjálmar flutti síðan mjög
ítarlegt og fróðlegt erindi um
mælingu á stofnstærð loðnu-
stofnsins, ástand hans og
göngu.
Ekki er hægt að segja að
niðurstöður þær sem draga
mátti af erindi Hjálmars vektu
hjá fundarmönnum bjartsýni á
arðvænlega framtíð loðnu-
veiða, ef haldið yrði áfram, sem
nú horfir. Kom þar margt til,
eins og t.d. veiði annarra þjóða
Grænlandsmegin við miðlínu,
Jan Mayen veiðarnar, veiði
okkar eigin flota í íslenskri lög-
sögu, náttúruleg afföll stofnsins
o.fl. o.fl. Varaði Hjálmar alvar-
lega við því, að ganga svo nærri
hrygningarstofninum að hann
gæti ekki séð um eðlilegt við-
hald sitt. Þó var að heyra á
Hjálmari að von væri á sterkari
stofnum en þeim stofni sem
verið er að veiða úr nú, sem er
að stærstum hluta frá árinu
1978. En það ár staðnæmdist
loðnugangan við Ingólfs-
höfða, en gekk ekki vestur á
sínar venjulegu og hefðbundnu
hrygningarstöðvar fyrir suður
ströndinni og Faxaflóa. Mikil
afföll urðu í hrygningu og klaki
þetta ár.
Að loknu erindi Hjálmars
lögðu fundarmenn fyrir hann
margskonar spurningar, sem
hann svaraði greiðlega. Út úr
því spjalli kom meðal annars,
að Hafrannsóknarstofnun
skortir mjög fé til þess að geta
haldið uppi nauðsynlegum og
eðlilegum rannsóknum á fisk-
stofnum okkar. Það er nöturleg
staðreynd að landsfeður skuli
halda að sé höndum í fjárveit-
ingu til þess að kynna sér hvað
er í Búrinu til framtíðarfóðurs.
Hjálmar brást ekki vonum
þeirra Rotaryfélaga. Fundur-
inn var allt í senn gagnlegur,
fróðlegur og skemmtilegur.
Hafi þeir þökk fyrir framtakið,
sem renndi enn styrkari stoðum
undir þá nauðsyn að fólk
almennt kynnist betur þeim
mikilfenglegu störfum sem
okkar ágætu fiskifræðingar
vinna. sÓV.
Því ekki það?
í ræðu og riti hefur á undan-
förnum árum oft og mikið verið
rætt um aukið sjálfstæði
sveitarfélaganna, sem mikið
réttlætismál sem leiða myndi til
ýmisskonar hagræðis og sparn-
aðar fyrir landsmenn, ef breyt-
ingar nái fram að ganga. Ein-
hver .óskiljanleg tregða er af
stjórnvöldum að breytingar nái
fram að ganga og haldið er í
miðstýringuna nánast af allra
flokkaráðamönnum, þegar þeir
eru komnir í stólana.
Það væru ákaflega sjálfsögð
stjórnlagaákvæði, að bæjar-
stjórnir sem kjörnar eru hver í
sínu héraði á 4ra ára fresti væri
t.d. trúað fyrir hinum ýmsu
gjaldskrám, á hverjum tíma í
stað þess að þurfa að bera allt
slíkt undir stofnanavaldið á
höfuðborgarsvæðinu, sem oft
hefur takmarkaða þekkingu á
séraðstöðu á hverjum stað.
Aðhald kjósendanna væri
nægilegt til þess, að ráðamenn í
héruðum yrðu að taka tillit til
þeirra við ákvarðanir sínar.
En meðal annarra orða: eru
ekki fleiri en undirritaður
orðnir leiðir á neyðarkalli
þjónustustofnana ríkisins, á
nokkurra vikna fresti um
hækkanir á þjónustu sinni?
Hefur aldrei komið til orða, að
breyta um stjórnendur, eins og
gjarnan gerist í rekstri félaga og
einstaklinga. Gæti ekki verið
að ekki hefði alltaf hist á þann
eina rétta fyrir þjónustustofn-
anir ríkisins? Myndi ráðning
þeirra til 3ja-4ra ára í senn
svipað og þingmanna ekki geta
komið hreytingu og bættri
skipan á gang þessara mála?
Mál er að linni og breyting á
þessari skipan hlýtur að verða
landsmönnum til hagsbóta.
Jóh. Friðf.