Framsókn - 15.09.1958, Blaðsíða 1

Framsókn - 15.09.1958, Blaðsíða 1
FRAMSOKN BÆ J ARM ÁLABLAÐ 5. árgangur. Vestmannaeyjum 15. sept. 1958. 15. tölublað +.............................. .............—- ■■■ ■■ - - — ...-....................—— — - - ---------------■_■-—+ Guðlaugur Gíslason hefur lállð bæjar stjérnina samþykkja, að ný atkvæða grelðsla fari fram um enduropnun á fengisúfsölu í Yestmannaeyjum. Áfengisútsölunni í Vestmanna cyjum var á sínum tíma lokað að undangenginni al- mennri atkvæðagreiðslu um að komið væri á héraðabanni í Eyjum. Reynsla hérðaðabannsins í Vestmannaeyjum er tvímæla- laust sú, að drykkjuskapur hef- ur minnkað meðal íbúa Eyj- anna til mikilla muna, en aft- ur á rnóti hafa komið í ljós ýms- ir ágallar og spilling og meira og minna opinber vínsala þró- ast ekki sízt í skjóli lélegrar lög gæzlu og í skjóli andúðar sumra þeirra valdsmanna, sem gæta eiga framkvæmda héraðsbanns- ins. Á þeim tímamótum, sem Guðlaugur bæjarstjóri gengur nú fram fyrir skjöldu í annað sinn til þess að þrýsta áfengis sölu inn á Vestmannaeyjar, er eðlilegt að rekja mál þetta og málsmeðferð alla nokkru nán- ar. Upphaflega var Guðlaugur Gíslason forgöngumaður þess að héraðsbann við sölu áfengis var sainþykkt í Vestmannaeyj- um og var tilgangurinn sá einn, og enginn annar en sá að koma pólitískum andstæðingi frá starfi, sem viðkomandi starfs- maður iiafði rækt án réttmætr- ar gagnrýni. Eftir að Guðlaugur var svo orðinn bæjarstjóri í Vestmanna eyjum í meirihlutaaðstöðu með stuðningi og fyrir beinan at- beina ríkisstarfsmanns þess, sem Guðlaugur hrakti frá störfum og samkvæmt einkasamningi við Þorstein Þ. Víglundsson, þá breyttust viðhorf Guðlaugs. Guðlaugur taldi sér hentugt að fá hinn starfssvipta mann aftur til starfa, en liann á samnings- bundið loforð fyrir áfengissölu- starfinu, ef til enduropnunar á- fengisútsölu kemur. Guðlaugur saknaði útsvarstekna frá Áfeng- isverzluninni og ýmsir flokks- bræður Guðlaugs töldu sér ó- þægindi að því og tilgripaseinna að þurfa að panta áfengið frá Reykjavík. Það er opinbert leyndarmál, að bæjarfógetinn, sem er á tak- mörkum þess að vera drykkju- sjúklingur, er mótsnúinn hér aðsbanninu og horfir yfirleitt fram hjá yfirtroðslum á því og innan lögreglunnar eru bæði gamlir og núverandi drykkju- menn svo lítils stuðnings hefur verið þaðan að vænta. Þrátt fyrir lokun áfengisút- sölunnar, hefur í framkvæmd- inni verið opin áfengisafgreiðsla á pósthúsinu í Vestmannaeyj- tim, þar sem áfengi hefur verið afgreitt gegn póstkröfum og var svo komið á tímabili að sérstak- ur eftirvinnu afgreiðslutími á laugardögum var hafður aðal- lega til afgreiðslu á áfengi. f skjóli þess, hversu lögreglu stjórinn hefur \erið greiðugur á milligöngu um leyfisveitingar til áfengisveitinga á mannamót- um, hefur mikill fjöldi og vax- andi fjöldi drykkjusamkvæma stöðugt færzt í vöxt og umkomu litlir auðnuleysingjar verið hafð ir til.milligöngu um að panta áfengi, sem þeir hafa síðan miðl- að til annarra gegn því að fá hluta af áfenginu fyrir milli- gönguna. Áfengissala í bílum hefur færzt í vöxt og áfengissala starf að í Eyjum sérstaklega á vetrar vertíð um lengri og skemmri tírna, án þess að hafi verið gert. Loks má á það benda, að Þor- steinn Þ. \bglundsson, sem um skeið var einn af hörðustu bar- áttumönnum gegn áfengisböl- iini felldi hendur í skaut í þeim efnum og felldi líka niður alla starfsenri góðtemplara í Eyjum. Andmælendur héraðsbannsins halda því fram, að áfengisneyzla ungmenna og kvenfólks hafi aukizt og benda á áberandi drykkjuskap sérstaklega á vetrar vertíð, mikið áfengissmygl og að vermenn bókstflega fældust frá Eyjum vegna erfiðleika með aðdrætti á áfengi. Sannleikurinn er hinsvegar einfaldlega sá, að héraðsbannið liefur aldrei náð upphaflegum tilgangi sínum vegna þess að valdhafarnir hafa vanrækt fram- kværnd þess. Því verður ekki trúað, að Áfengisverzlun ríkis- ins myndi afgreiða áfengi til margra þeirra, sem nú eru helztu móttakendur áfengis í Eyjum, ef lögreglustjóri sæi á- fengisverzluninni fyrir skrá yfir þá menn, sem óheimilt er að selja áfengi. Líka er það vitað, að lögreglan ætti mjög lrægt með að útiloka meirihluta þeirr- ar áfengissölu, sem nú fer fram í bílum og á annan hátt og lög- reglustjórinn gæti mjög dregið úr hinum tíðu og sífjölgandi á- fengisveitingasamkomum. Loks er ekki ólíklegt, að tollgæzlan gæti haft meiri hemil á smygli en verið hefur. Áður en dæmt er um þann árangur, sem orðið hefur af héraðabanni í Eyjum, þá er réttmætt að athuga þá að- búð, ekki sí/.t af opinberri hálfu, sem héraðabannið hefur átt við að búa og þann tilgang, sem það er sprottið upp úr. Hér skal ekki um það spáð, hver árangur hinnar nýju at- kvæðagreiðslu kann að verða. Hitt er aftur á móti óhæfileg meðferð mála, sem hér hefur átt sér stað, sem er sú, að Guð- laugur Gíslason gengur fram fyrir skjöldu án nokkurra til- mæla frá nokkrum félagssam- tðkum í bænum og knýr fram bæjarstjórnarsamþykkt um nýja atkvæðagreiðslu um enduropn- Framh. á 4. síðu. Spurningallsti. 1. Hvaða persónulegar hvatir standa að baki aðgerða Guð- laugs Gíslasonar til þess að koma aftur á áfengisútsölu í bænum? 2. Telur Ársæll Sveinsson end uropnun áfengisútsölu í sam- ræmi við anda og starf föður síns? 3. Telur Páll Scheving endur opnun áfengisútsölu vélstjóra- stéttinni til góðs? 4. Hefur stjórn Sjálfstæðisfé- lags Vestmannaeyja krafizt at- kvæðagreiðslu um enduropnun áfengisútsölunnar í Eyjum? 6. Hefur Félag ungra sjálf- stæðismanna borið fram óskir um atkvæðagreiðsluna um end- uropnun áfengisútsölunnar í Eyjum? 6. Óskar Sjálfstæðiskvennafél- lagið Eygló eftir enduropnun á- fengisútsölunnar? 7. Standa persónulegar óskir fyrrverandi og tilvonandi af- greiðslumanns áfengisútsölu í Eyjum að baki atkvæðagreiðsl- unni um enduropnun áfengis- útsölu? 8. Óskar forstjóri Áfengis- verzlunar ríkisins eftir endur- opnun áfengisútsölu í Eyjum? 9. Hver liefur komið þeim orðrómi á flot, að enduropnun áfengisútsölu í Eyjum gæti orð- ið til að greiða fyrir auknum fjárframlögum til Vestmanna- eyja? 10. Ætlar Jóhann Þ. Jósefsson sem V estmannaeyjaþingmaður og kona hans að koma til Eyja og beita sér fyrir enduropnun á- fengisútsölunnar? 11. Hafa góðtemplararnir í Eyjum lofað að draga sig í hlé og láta atkvæðagreiðsluna um enduropnun áfengisútsölunnar afskiptalausa eða jafnvel að stuðla að henni? 12. Óskar séra Jóhann Hlíðar sem kennimaðnr og æskulýðs- leiðtogi eftir því, að flokkur hans láti enduropna áfengisút- sölu í Eyjum? 13. Óskar Kvenfélagið Líkn eftir því, að áfengisútsala í Eyj- um verði enduropnuð? Framhald á 2. síðu.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.