Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 8
Nt VIKUTÍÐINDI X) Fyrir húsmóðurina Súkkulaðikaka 4 mats-keiðar af smjöri eru hrærðar hvítar ásamt einum bolla af sykri. Bætt er við Vi bolla af mjólk, 2 þcytlum eggj um og 1 ]/i bolla hveiti, bland- að með 14 bolla af kókó og 2 teskeiðum lyftidufts. Kakan er bökuð í tertuformum. — Milli laga og sem skreytingu cr vcnju lega notaður þeyttur rjómi. Danskur plúmbúðingur t Englandi er gamall siður að hafa plúmbúðing á jólunum. Hér er uppskrift af dönskum plúmbúðingi, sem bragðast al- veg eins vel og sá cnski, en sem er miklu auðveldara að búa til. Hann er einfaldlega gerður úr prinsessubúðingsdeigi. Uppskriftin er tckin úr gömlu dönsku vikublaði og er ætluð fyrir 12 persónur, en auðvelt er að helminga hana og bafa fyrir C. 250 gr. smjör (eða smjörlíki), 250 gr. fíngerður flórsykur, Vi 1. sjóðandi mjólk (eða rjómi), 1 vanillustöng, sem soðin er í mjólkinni, C egg, G matsk. strá- sykur, dálítið af hökkuðum nifindlum, súkkat og litlar rús- ínur. Bakað upp og hrært út eins og venjulegt bolludeig. Begar deigið er laust við pottinn, er þvi liellt i skál, eggjum, sykri, smáskornu súkkati, rúsínum og möndlum brært saman við. — Hringform smurt, raspi stráð inn í það, deiginu beill í form- ið og soðið í ofni í Vi klst. Þar sem búðingurinn lyftist (lief- ast) mjög míkið iná ekki láta í formið nema að %. Bakist þangað til hann er ljósbrúnn. Borinn fram með saft. Lystug kartöflustappa Sjóðið C mjölmiklar kartöflur, flysjið þær og merjið eða hakk- ið. Bræðið 100 gr. smjörlíki og : hrærið saman við stöppuna. Ennfremur er 3 eggjarauðum hrært út í, einni i einu. Hring- mót er smurt vel með bræddu smjörlíki og fíngerðu raspi stráð inn í það. Kartöflustapp- an er látin í mótið og þrýst vel! niður í botninn með því að bcrja mótinu varlega nokkruin sinnum niður á borðið. Dálitlu brætidu smjörlíki og raspi cr dreift yfir. Lálið í heitan ofn og bakað ca. hálf-tíina. Er svo hvolft á fat, sem yljað hefur! verið. Gert er ráð fyrir, að gúllas eða annar kjötréttur sé svo lát- inn í miðjuna á þessari hring- mynduðu og lystugu kartöfiu- stöppu. Sítrónu „parfait“ Handa 12 persónum: 1 lítri þeyttur rjomi, 200 yi. sykur. rifið hýði af 1 sítrónu og safi úr 2 sítrönum. Blandið öllu samaii, lilið rjópiablönduna lítið eilt rauð- leila. Fryst í 3—4 klst. Iskon- fekt með. Mokka „parfait“ Vi litri þeyttur rjómi, 100 gr. sykur, 1 bolli sterkt kaffi. Þegar sykrinum hefur verið blandað saman við rjómaiin er injög sterkt, iskalt kaffi heytt vel saman við frauðið, allt er svo Játið í ísmót og fryst í 3 tíma. Borðist með ískökuin. Hvítvíhspúns með ananas 1 dós ananasliringir (1 kg.), 1% 1. hvítvín, 1 dl. kókólíkjör, safinn úr einni sítrónu. Blandið ananassafanum sain- an við hvítvínið, kókólíkjörn- um og sítrónusafanum og lát- ið standa i kæli í 2—3 klst. Framreiðið drykkinn í háum glösum og með hálfum ananas- hring í hverju glasi. Jarðaberjafrauð 4 eggjarauður, 8 sléttfullar matskeiðar sykur, 1 vanillu- stöng, þeyttan rjóma (úr Vi 1. rjóma), Vi kg. jarðarber. Þeytið eggjarauðurnar vel saman við sykurinn og van- iilukornin. Bætið þeytta rjóm- anum og vel þeyttum eggja- hvítunum við og biandið svo sundurskornum og steinalaus- um jarðarberjunum gætilega saman við. Geyinið nokkur af heilu berjunum til skrauts efst í glösin, þegar þau eru borin fram. Látið frauðið standa í fs- kulda í 15—20 mínútur, og setjið það i há glös, rétt áður en það er framreitt. Góð og ódýr ráð ■ Ef þú liefur of stóran blóma- vasa og of fá blóm, má útbúa Plötu úr pappa eða tréplötu. sem háefir í vasann og gera göt á plötuna. Þannig geta blómin haldið reisn sinni. Matur, sem bakaður cr í ofni, hefur ýinsa kosti framyfir þann, sem steiktur er á pönnu. Hann pr oftast bragðbetri. auk þess sem uæringarcfnin fara síður forgörðum, einkum málmsölt og vilamín. Þegar línóleum er þvegið á að nota eins lítið vatn og kom- ast má af með, og aldrei má nota sóda eða bursta. Ef kerlin eru of gild eða mjó í kertastjakann er ráðlegl að dýfa þeim ofan i brennheitt vatn. Þá inýkist vaxið, svo að auðvelt er að láta kertið hæfa í stjakann. Ein matskeið er saina og 3 teskeiðar, ein mörk (hálfur pottur) er sama og tveir slélt- fullir bollar. Þegar mjöl er mælt í bollum 'iná ekki hrista eða þjappa í bollann. Forðastu að nota eldfæri, ef þú hreinsar föt heima. Statlu þá ávallt við opinn glugga eða úti, svo að þú fáir ekki eitrun af uppgufuninni. Hafðu ávallt blýant og blað á sínum stað í eldhúsinu, svo að hægt sé að skrifa hjá sér það sem vantar, því annars er hætt við að það gleymist. RÁÐNINGAR Á GET- RAUNUM Á BLS. 4 SVÖR víð spurningum 1. Hann var myrtur. 2. Leonardo da Vinci. 3. Rio de Janeiro. 4. Schopenhauer. 5. Skortur á A-vítamíni. SVÖR við gátum 1. Strokkurinn. 2. I kjöltu minni. 3. Af því dagur er á iuilli. 4. Þangað sern nefið vísar. 5. Til ösku. C. Lykilskeggið. 7. Beizlismélið. 8. Falskur peningup. 9. Mjólkin. 10. Ryðið. RÁÐNINGAR á heilabrotunj Júlíus járnsmiður fór til bæj- arins á þriðjudegi. Einu dag- arnir sem til greina koma eru þriðjudagur, föstudagur og laug- ardagur (þá er bankinn opinn, en þangað þurfti Júlíus að fara með ávísunina). Það hefur ekki verið á föstudaginn (þá fæst ekkert á grænmetistorginu) og ekki heldur á laugardaginn (þá hefur augnlæknirinn ekki við- talstíma). svo að þá er ekki nema um þriðjudaginn að ræða. en þann dag liefur Júlíus get- að lokið öllum erindum sinum Erna hlýtur að verða pipar- mey þar eð enginn hinna nefndu uppfyllir skilyrði henn- AXMINSTER HÉR Á LANDI ERU AÐEINS FRAM- LEIDD A - 1 AXMINSTER GÓLF- TEPPI, SILKBÞRÆÐIRNIR ERU ÚR 100% MARGÞÆTTU ULLARGARNI. Við það að mæta Jordan ein- hversstaðar á milli heimilis hans og stöðvarinnar, sparar bílstjórinn þeim 20 mínútur al þeim venjulega tíma sem þaö tók hann að fara til stöðvar- innar og heim aftur. Með öðr- um orðum, bílstjórinn sparar tvöfaldan þann tima sein það hefði tekið hann að aka frá þeim stað, þar sem hann inætti Jordan, og til stöðvarinnar. Tímasparnaðurinn, samtals 20 minútur, þýðir að tvær 10-mín- útna leiðir hafi sparast. Þar al leiðir að bílstjórinn mætti Jor- dan 10 mínútum fyrr en haiin hefði komið á hrautarstöðir.s eða kl. 4.50 (af því að hann kom þangað venjulega kl. 4,00. og mætti bílstjóra sínum kl. 4,50 tók göngutúrinn hans 50 min- útur.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.