Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.08.1963, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 16.08.1963, Blaðsíða 8
Ekki hversdagsleg raunasaga 15 sérfræðingar gótu ekki bjargað lífi forsetasonarins Erlend blöð hafa að und- anfömu skrifað mikið um andlát hins nýfædda sonar bandarísku forsetahjónanna. Og .raunar má .segja, .að þetta sé ekki hversdagsleg raunasaga. Forseti Bandaríkjanna hef ur svo þungar byrgðar að bera, að mönnum finnst ó- sjálfrátt að hlífa ætti honum við slíkri sorg. Og öli banda rísika þjóðin tekur þátt í henni með honum, auk þess sem hann hefur fengið saim- úðarskeyti frá flestum lönd- um heims. Drengurinn varð aðeins rúmlega 39 klukkustunda gamaU. Hann var tekinn með keisaraskurði fimm og hálfri viku fyrir tímann. Það varð brátt ljóst, að hann átti erfitt með andardrátt- inn, og farið var með hann í orrustuflugvél til Boston og hann lagður þar inn á bamaspítala. Kailað var á 15 sérfræðinga og allt gert til að halda í baminu lífinu, en árangurslaust. Lungun störfuðu ekki eðlilega. Kennedy forseti, Robert dómsmálaráðherra bróðir hans, og Dave Powers bezti vinur forsetans, vöktu og biðu meðan læknamir not- uðu beztu vísindatækni iheimsins í baráttunni við dauðann. Frú Kennedy líður eftir at vikum vel. Hún hefur oft látið orð falla um að hún vilji eignast sem flest böm, en nú á hún aðeins tvö á lifi, Caroline (6 ára) og John (3 ára). Árið 1953 missti hún fóstur, 1956 fæddi hún andvana bam og þegar John fæddist 1960 munaði minnstu að hann lét- ist af sama sjúkdómi og ný- fæddi drengurinn dó nú af. Ný bók væntanleg efftir Indriðo G. Þorsteins Indriði G. Þorsteinss., sem er einn af ritstjórum Tím- ans og höfundur skáldsög- unnar „79 af stöðinni“ dvel- ur nú á Akureyri og er þar að Ijúka við nýja skáldsögu. Hefur hann unnið að henni í hjáverkum undanfarin ár, (Framh. á bls. 3) á glasbotninum ÞAÐ var á þeiim árum, þeg ar MacArthy þjarmaði sem mest að kommúnistum í Bandaríkjunum og þeir voru dærndir óalandi og ó- ferjandi, að ungur Banda- ríkjamaður, Arthur að nafni, kom í vinnu á Kefla- vííkurflugvöll. Litlu siðar lenti hann í partíi ásamt nokkrum löndum sdnum á Reykvísku heimiii, þar sem einn íslenzku gestanna dró Býður Kassagerð Reykja víkur prentun á umbúðum langt undir prentsmiðju- taxta? Og getur hún það vegna þess að hún fær fluttan inn pappír og pappa svo að segja tollfrjálst á þeim forsendum að hún noti hann til umbúða á fiski, sem flytja á út, auk þess sem hún fær einnig allar vélar næstum toll- frjálsar? engar dulur á að hann væri kommúnisti. Alit í einu tó‘ku vinir Arthurs eftir því, að hann var horfinn, og sást hann ekki það sem eftir var gleð skaparins. Hins vegar var jakki hans, skór og yfir- höfn í íbúðinni. Þetta þótti duiarfullt, en skýringin fékkst daginn eftir. Arthur hafði orðið svo mikið um, þegar hann heyrði trúarjátningu komm únistans, að hann tók til fótanna, eins og hann stóð, linnti ekki látunum fyrr en hann náði í leigubíl og ók í honum niður á lögreglu- stöð. Þar geistist hann inn og sagðist hafa mikilsverð- ar upplýsingar í höndun- um; hann gæti bent þeim a kommúnista — og hvort þeir gætu ekki látið sig fá liðsafla tii að handtaka hann. Lögregluvarðstjór- inn gerði lítið úr málinu, og Arthur varð að gera sér að góðu að fara bónleiður til búða. Þegar vinurinn ætlaði svo í partíið aftur, fann hann ekki húsið, og end- irinn varð sá, að hann varð að aka suður á völl og fá að gista þar hjá kunningja sínum, því lyklamir vom í jakkavasa hans. Svo fór um sjóferð þá. VESTMANNAEYINGAR halda sumir hverjir, að allt sé gert til þess þ)gyp^ knattspymuliði þeirra ekki upp í 1. deild, því það sé svo dýrt að senda kapplið til Eyja. — Þykir þeim kenna hlutdrægni dómara og áhorfenda í Reykjavík, þegar þeir keppa þar. I úrslitaleiknum í 2. fl. milli Frammara og IBV, sem fram fór á Melavell- inum í Reykjavík, segja þeir að Frammari hafi gef- ið manni úr iBV kjafts- högg fyrir innan vítateig. Dómarinn á að hafa séð þetta, en ekki skipt sér af því að öðni Ieyti en því, að hann sagði við Frammar- ann: „Vertu ekki að lemja greyið; hann er svo lítill!“ ! ----- HÉR er einn gamall brand- ari, sem er aJltaf jafngóð- ur: Prestsfrúin hafði kært Jón bónda út af því, að hann hafði kallað hana gyltu. Og nú höfðu þau bæði verið kölluð fyrir sýsiumanninn. „Viðurkennið þér að hafa kallað prestsfrúna gyltu?“ spyr sýslumaður. „Er það svo saknæmt?" spurði Jón. „Já,“ svaraði sýslumað- ur. „En er löglegt að kalla gyltu prestsfrú?” A F BLÖÐUM SÖGUNNAR XXV. I GAUÐRIFNUM og slitnum druslum ráfaði fámenn- ur, dauðþreyttur og sársoltinn liópur manna um eyði- merkur Norður-Carolina. I vikur og daga höfðu þeir leitað að litlu stöðuvatni í óbyggðunum — stöðu- vatni, þar sem gull átti að vera I ævintýralega miklu magni. Eitt haustkvöldið árið 1850 kom Richard Stoddard inn í veitingasal í Hopkins Creek. Hann borgaði mat pg drykk með hreinu gulli. Hann sagði nokkrum út- völdum drykkjufélögum sínum, að hann hefði fund- ið það við Gullvatnið, þegar haim villtist á f jöllunum. Hann kvaðst hafa tínt gullklumpana úr fjörunni og fyllt malinn sinn með þeim. Sumarið eftir fór Stoddard í fararbroddi nokkurra trúnaðarmanna sinna út á eyðimörkina, til þess að sækja gull. En þeir villtust í óbyggðunum og ráf- uðu þar um í margar vikur. Kvöld nokkurt settu hinir hungruðu og tortryggnu félagar Stoddards hon- um úrslitakosti. ,Ef þú finnur ekki Gullvatnið á morgun ertu lygari og svikari, og við skulum kála þér!“ Morguninn eftir, þegar þeir vöknuðu, var Stodd- ard horfinn. Það var engin leit gerð að honum. Sum- ir mannanna snem aftur til siðmenningærinnar, hinir héldu áfram sinni árangurslausu leit. Margir leið- angrar hafa síðan verið gerðir út, til þess að Ieita að gullvatninu, en það hefur aldrei fundist. GULLV ATNIff „Þetta er að visu hlægi- leg spuiming,“ svaraði sýslu maður. „En að sjálfsögðu varðar það ekki við lög.“ Þá sneri bóndi sér að prestsfrúnni, hneigði sig djúpt og sagði: „Það gleð- ur mig að hitta yður, prestsfrú góð!“ ! ----- LÖGREGLUMENN, sem annast dyravörzlu við veit- ingahús, hafa verið mis- jafnlega þokkaðir af gest- um. Þykir þá skorta stima- mýkt og lipurð, sem gest- imir eiga kröfu á að þeim sé sýnd, engu síður en við- skiptavinir eiga heimtingu á að verzlunarfólk sýni þeim kurteisi. Þetta hafa einnig þjónar í flestum löndum sannreynt að borg- ar sig. Þegar Sigurbjöm i Glaumbæ tók við rekstrin- um þar, sagði hann óðará upp lögregluþjónunum, er þar höfðu verið við dyra- vörzlu. Sömuleiðis munu lögregluþjónar þeir, er annast hafa dyravörJfci í Klúbbnum. vera að hætta. Magnús mun ætla að leggja stund á að kenna á bíl í frístundum, en Axel Kvar- an er á fömm til New York á vegum Sameinuðu þjóðanna. Klúbburinn mun ekki ráða lögreglumenn sem dyraverði á ný.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.