Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.08.1963, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 16.08.1963, Blaðsíða 3
Nt VIKUTlÐINDI 3 SJALFSTÆÐISHtJSIÐ ... (Framh. af bls. 1) o. fl. í samibandi við veitinga hússreksturinn. Hefur hann þar fordæmi Þorvaldar í Síld og fis!k. Þorbjöm gerir að vísu ekki ráð fyrir að græða á rekstrinum, en ef hann dreg- ur úr greiðslum í flokkssjóð inn og selur eigin fram- leiðslu telur hann að tapið þurfi ekld að verða veru- legt. Um leið og blaðið fór í prentun, hittum við Lúðvík Hjátontýsson. Bar hann á móti þvi að Þorbjöm ætlaði að leigja, heldur væri um allt annan mann að ræða. Ekki vildi hann þó segja nafn hans að svo stöddu. — Hann hristi aðeins höfuðið, þegar við spurðum hann hvort hann væri að kaupa Tröð. — Svo var hann þot- inn. Nf BÓK ... (Framh. af bls. 8) og mun bóldn koma út í haust. Indriði segir í blaðaviðtali við ritstjóra „Dags“, að sag an gerist á nokkrum haust- kvöidum 1938 og fjalli um nokkra bændur og ákveðin eihkenni þeirra. Segir hann að þetta sé einskonar for- málsíbók við þann tíma, sem við lifum nú á, því ef við gerum okkur ekki grein fyr- ir áhrifum kreppunnar á þeim tíma, skiljum við ekki heidur ýmsar undarlegar hreyfingar í þjóðfelaginu í dag, sem stjómað er af fólki, sem þá ólst upp. Eins og er segir Indriði að bókin eigi að heita „Land í sárum“. Hann segir ennfremur að lítið sé um rómantík í henni. SILFURTUNGLIÐ FIMMTUDAGSKV ÖLD E. M. -sextettinn og Agnes leika og syngja. H. 9—1. FÖSTUD AGSKV ÖLD Gömlu dansamir. Hljómsveit Magnúsar Randrup. Dansstjóri Baldur Gunnarsson. — Húsið opnað H. 7, dansað tíl H. 1. LAUGARDAGSKVÖLD E. M. -sextettinn og Agnes leika og syngja H. 9—1. SUNNUDAGSKVÖLD E. M. -sextettinn og Agnes leika og syngja SILFURTUNGLIÐ Húsnæði til leigu fyrir iðnaðar- eða heildsölufyrirtæki. Gólfrými 110 fermetrar, þar af 3 innréttuð skrifstofuher- bergi. Tveir inngangar. Sanngjöra leiga. Upplýs- ingar gefnar í símum 19150 og 37889. UM HELGINA SKEMMTIR GINOTTI-FJÖLSKYLDAN með akrobatik og töfrabrögðum. Hljómsveit ÁRNA ELVAR leikur. GLAIMBÆR Sími 11777. »» " ii J i ■ ■■ i m ii — ■ ■ i — NORÐRI: Herstöð í Hvalf irði nauðsynleg eflir varnirnar Atlantshafsbandalagið HVALFJÖRÐUR VARNARSTÖÐ. Þá hefur verið tiikynnt af hálfu rík- isstjómarinnar, áð viðræður hafi farið fram milli ríkisstjómar Islands annars- vegar og forráðamanna Atlantshafs- bandlagsins hinsvegar, um að komið verði upp á vegurn bandalagsins birgða stöð fyrir flota þess í Hvalfirði og þá um leið hverskonar hafnarmannvirkj- um. Hér er án efa um að ræða bæki- stöð fyrir kafbáta sérstaklega, þótt vafalaust sé ætlunin að öll hersHp geti einnig notað hana. Er þá komin fram spá margra um að Hvalfjörður verði gerður að hemaðarstöð og kemur reyndar fáum á óvart. I síðasta stríði var HvaLfjörður ein- att setínn stórum og smáurn herskip- um og til vamar þeim var firðinum lokað með heljarmiHu neti svo óvina- kafbátar ættu örðugt með að komast að þeim, enda varð sú raunin að eng- inn þeirra treysti sér inn í Hvalfjörð og reyndist hann þannig hinn bezti griðastaður í hihum mikla hildarleik. Ýmsar varúðarráðstafanir vom gerð- ar af hálfu vamariiðsins í sambandi við umferð um Hvalfjörðinn og varð af nokkur seinkun, en varla er hægt að segja að þær hafi valdið neinum óþægindum. ANDSTAÐA KOMMUNISTA. Eins og geta má nærri hafa and- stöðuflokkar ríHsstjómarinnar mót- mælt þegar hverskonar byggingu hem- aðarminnvirkja í Hvalfirði og má bú- ast við miHu moldviðri af hálfu komm- únista á næstunni. Þeir fylgja að jafn- aði dyggilega linunni að austan, þótt þeir séu til málamynda á öndverðum meiði við Krúsjeff þessa dagana og dragi heldur taum Kínverja. Enginn skyldi að minnsta kosti verða hissa þótt gerð verði ný og mikil Hvalf jarð arganga á næstunni. Samt er ekki ömggt að kommúnist- ar þori út í slíka göngu aftur, því enda lok göngunnar í fyrra urðu heldur enda slepp. Harðsnúnir unglingar réðust að hinum 1 angþreyttu göngumönnum með sHtkasti og fundarhús kommúnista í Tjamargötu var grýtt svo rækilega, að varla var eftir heil rúða. Sennilega mundi aðförin verða harkalegri núna. En hvað sem öllum göngum líður, þá er það staðreynd að fyrir dyrum stendur að reisa á vegum Atlanthafs- bandalagsins herstöðvar í Hvalfirði og þær em liður í vöraum vestræpna þjóða fyrir ágangi kommúnistísku múg morðingjadýrkendanna í austri og hvar sem þeir nú annars fyrir finnast á jarðarkringiunni. Þessvegna skyldi engan undra þótt þeir verði snarvit- lausir við þessar fréttír um flotastöð í Hvaifirði. Það er aðeins vísbending um að verið sé að gera réttan hlut. NAUÐSYNLEGAR VARNIR. Afstaða Framsóknarflokksins er lítt skiljanleg nema ef vera kynni að for- ráðamenn hans væm að gera tilraun til þess að pressa sig inn í ríHsstjórn- ina. Þó er það miklum vafa bundið að andstaða Framsóknar hafi nokkur á- hrif á stjómina þvi almenningur hefur á siðari árum breytt um hugarfar gagn vart hinum svokölluðu afsölum lands- réttinda þegar um er að ræða nauðsyn- legar vamir gegn yfirgangi kommún- ista. Það er sannarlega ekki stór fóm af hálfu Islendinga að láta af hendi ofur- lítinn landsskika fyrir hervarnarstöð ef hann mætti verða til þess að auka ör- yggi okkar sjálfra og hins vestræna heims í baráttunni við htoi kommún- istísku öfl, sem á undanfömum ára- tugum hafa hneppt milljónaþjóðir í fjötra ófrelsis og allskonar þvingana og valdið jafnvel morði á fólki í stórum stíl. Þetta verða Islendingar að hafa hug- fast þegar um er að ræða skipulegar vamir gegn þessum óaldarlýð. Áróður þeirra hljóðar vafalaust upp á að við séum að kalla yfir okkur hættu ger- eyðingar, en við skulum hafa það hug- fast, að á meðan kommúnistar hafa í sínum fómm kjamorkuvopn, getum við alltaf búizt við að þessir brjálæðingar hefji gereyðingarstyrjöld gegn tonynd- uðu óvinaríki og þótt engin sprengja falli á Island mundi geislavirkni eftir slíka styrjöld eyða öllu lífi hér, sem annarsstaðar. I skjóli þessarar hættu gætu koanm- únistar reynt aðrar bardagaaðferðir og þá er nauðsynlegt að hafa uppi vamir á sjó, í lofti og á landi og vera ætíð viðbúnir. N orðri.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.