Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Blaðsíða 5
e NY VIKUTlÐINDI gögn keypt, en þeim eldri kastað á hauga. Þá var engum smámunum varpað í súginn, er Áfengis- og tóbakseinkasölurnar voru sameinaðar og Framkvæmda bankinn tók við húsnæði því, er Áfengisverzlunin hafði haft í Garðarshúsinu við Hverfisgötu, en allt innrétt- að að nýju. Á þeim tímamótum, sem nú eru, þar sem verið er um land allt að leggja fram skrár yfir útsvör og skatta, þá beinist hugur manna að vonum mjög að því, hvað gert er með skattféð og komast menn þá ekki hjá því að horfast í augu við þær staðreyndir, að allt of víða virðist lítið verða úr skattfénu. Þá er það ekki síður áber- andi, að menn, sem mest slá' um sig í daglegu lífi og strá um sig fjármunum svo orð er á haft, utan lands og inn- an, eru þrátt fyrir milljóna eyðslu skattlausir samkvæmt skattaskránum. En það eru fyrst og fremst tvennir aðilar, sem ber hæst á í skattskránum: það eru fiskvinnslufyrirtækin, nán- ast um land allt, og þeir að- ilar, sem verzla mest við út- gerðina og svo síldveiðiskip- stjórarnir. (x + y) 1. Hvort er þyngri 1 lítri af vatni eða 1 lítvi af ís? 2. L‘fa mörgæsir á Grænlandi? 3. Hver samdi Ijóðabókina „Tíminn og vatnið“? 4. Hvað er ein únsa mörg grömm? 5- Skórtur á hvaða frumefni veldur oft eitlabólgu í ung.um stúlkum? 6. Á herrann að fara út á undan eða eftir döm- unni, þegar þau stíga út úr bíl? 7. Hvað þýða raunverulega orðin ,,da capo“? 8. Hvað gætur kondórinn flogið hátt? 9. Hvað heitir höfuðborg Grænlands? 10. Hvaða vitamín myndast í húðinni með sólar- geislum ? (Svör annars staðar í blaðinu). - ~~ I — III lu»l«l|HW —~~ !!■ ^I»| ||| ^ ll »1« n I—_l^_ t t — Hvernig finnst yður frú? Úr heimspressunni Framliald af bls. 8. En þegar söngkonan va£ langt komiinn með söng- skrána, hvarf hún bak við sviðið og tilkynnt var, að madame Callas hefði fengið taugaáfall! Læknir ráðlagði henni algera hvild um tíma, svo að hún flaug með Onassis til Monte Carlo og fór þar um fcorð í lúxussnekkju skipakóngsins, þar sem hún hvíldi sig þar til nú um mánaðamótin að hún átti að syngja Tosca í London. Burton er hráðlyndur Eichard Burton, sem kvæntur er Elisabet Taylor, svaraði nýlega ýmsum nærgöngulum spurningum í viðtali, sem danska blaðið „Úde og Hjemme“ átti við hann. Burton • kvartar sáran yfir ítölskum blaðamönn- um (og ljósmyndurum) og segir að sá tími, sem hann dvaldi á Italíu, þegar verið var að filma Kleó- pötru, hafi veriá sér og Elisabet endalaus martröð; Hann hafi hvergi orðið var við jafn ágenga og ó- svifna blaðamenn og í ítaliu. Hann kveðst ekki sjálur hafa séð „Kleopötru“, en að Elisabet hafi horft á myndina og lýst áhrif- um þeim, sem hún þá varð fyrir, í vikublaðinu ,,Life“, með þeim afleiðingum að 20th. Centry Fox krefst 95 millj. dollara skaðabóta af þeim hjónum fyrir ummæli hennar. Hann segist eiga til að missa stjórn á skapi sínu tvisvar, þrisvar á ári og brjóti þá allt og bramli, sem nærri sér er. Eitt sinn hafi hann t. d. brotið sjónvarpið heima hjá sér og skorið sig illa á fæti, enda verið berfættur. Burton kveðst drekka stundum og stundum ekki þegar sér detti í hug, t. d. eftir frumsýningar, eða kannske þegar hann er að horfa á knattspymu, bara af því að hann hafi gaman af því, en aldrei út af þunglyndi. Og hann segist geta drukkið heila fiösku af víský, án þess að verða fullur. Soraya og erfingi Krnppanð- æfanna. Þegar Soraya og fyrrverandi eiginmaður hennar, keisarinn af Persíu, voru nýlega bæði stödd í París (án þess að hittast), kynntist hún Amdt Krupp, 27 ára gömlum einkasyni verksmiðjueigandans AI- fried Kmpps, sem veit varla aura sinna til. Hvað svo sem hæft er í samdrætti þeirra á milli, þá birt? ist a. m. k. mynd af þeim í heimspressunni, þar sem hann kyssir hönd hennar. Soraya ætlar að verða á nokkurra vikna leiklist- amámskeiði í París hjá prófessor René Simon, sem m. a. kenndi Brigitte Bardott að leika á siniun tíma. ‘ Hertoginn grét. Hertoginn a-f Vinsdor hefur nú náð sér aftur eft- ir alvarlega magaóperasjón, sem gerð var á honum fyrir hálfu ári í Bandaríkjunum. Nokkru seinna voru augun í honum óperuð tvisvar í London, og þá fékk kona hans (frú Simpon) að heilsa upp á Elísabet drottningu í fyrsta skipti. f maílok var hertoginn orðinn svo hress að hann gat farið í kvikmyndahús í París og séð kvikmynd- ina „Saga konungsins“ í fyrsta sinn. Það er sagt að hertoginn hafi grátið yfir einstaka sýningaratrið- um myndarinnar. **♦ **♦ •** ? ? ? ? I ? ? ? ? ? ? »:• f ❖ í t ? t i í I I ? t ? ? !

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.