Ný vikutíðindi - 20.05.1966, Blaðsíða 8
Hver er kóngulóin?
Lokakafli skáldsögunnar um Mafíu-
bæinn, sem gerist í smábæ á Islandi
„Þeir sýndu mér virðingu og töluðu um tign og auð
og tóku fram að það ætti að greiðast mér strax.
Ég veit það var miklu meira sem frelsarinn bauð,
en mér fannst svo langt að bíða til efsta dags“.
Framangreind vísa er úr
kvæði Reykjavíkurskáldsins
Tómasar Guðmundssonar, en
kvæði sitt nefnir skáldið
„Daginn sem Júdas gekk út
og hengdi sig“.
Þótt nær tveir tugir alda
liggi á milli hengingar Júdas
ar og þess, sem er að gerast
í Mafíu/bænum, þá er það end
urtekningin á gömlu sögunni
um silfurpeningana, sem
urðu Júdasi að falli, sem enn
er að gerast.
* SILFUí OG
KOSNINGAR.
Kosningar, og það þótt að-
eins sé um sveitarstjómar-
kosningar að ræða, koma á-
vallt hreyfingu á nokkurn
hluta fjármuna Mafíunnar.
Þá fer fram úthlutun silf-ur-
peninga í ýmsu formi, til
þess að tryggja áframhald-
andi valdaaðstöðu.
Aðstaða íoringja Mafíu-
mannanna er mjög sterk.
Þeir ráða alfarið yfir Mafíu-
bankanum og hafa stjórn
leynifélagsins í hendi sér, en
rótartaugar leynifélagsins ná
tii hins ólíklegasta og breyti-
legasta fólks. Skuldbindingar
gagnvart Mafíubankanum
geta orðið ýmsum erfiðar, ef
fast er að gengið, og Mafíu-
foringinn og félagar úr leyni
félaginu eru víða ábyrgðar-
menn, en það skapar þeim
viss tök.
Þá hefur mörgu af þessu
fólki verið gerðir alls konar
greiðar, smáir og stórir, og
stundum teflt á tæp vö' ur.»
lagagildi ýrnissa ge: mnga —
og menn hafa tekið pátt í
alls konar léttúð í umgengni
við fjármuni, lög og reglur
þjóðfélagsins. Högum þessa
fólks er líkt komið og stelpu
skinna, sem leiðst hafa út í
stundarlauslæti; það er ekki
ávallt hægt um vik að snúa
við á brautinni.
Og til viðbótar öllu þessu,
þá eru vissir spekúlantar,
sem spekúlera í kosningum
og stunda atkvæðaveiðar fyr
ir fríðindi og borgun.
* MAFÍUMENN
GRÆÐA.
Eftir því sem nær líður
kosningunum kemst meiri
hraði á atiburðarás al!s konar
kaupsýslu og fjármálaað-
gerða.
Kaupsýslan ber hæst; þar,
er engum liðið að troða á
tær Mafíuforingjanna.
Bæjarstjóri Mafíubæjarins
hafði ráðið verkfræðing til
starfa hjá bæjarfélaginu.
Verkfræðingur þessi var af
góðu fólki kominn og hugð-
ist gera sem mest gagn, þótt
hæfileikar hans til skipulagn
ingar væru umdeildir. Verk-
fræðingur þessi hafði ekki
lengi dvalist í bænum, er
hann komst að raun um, að
Mafíuforingi, í gervi forseta
bæjarstjómar, 'leytti rjóm-
ann af flestum viðskiptum
bæjarins. Hugðist verkfræð-
ingurinn freista þess að gera
betri kaup fyrir bæinn að
öðmm leiðum, en þar með
vom dagar hans í Mafíubæn-
um taldir. Honum var ein-
faldlega sagt upp starfi og
hann rægður og affluttur í
bak og fyrir — og þar með
öðrum, sem hugðust gera
hliðstæð viðskipti, gefin bend
ing um hvað slíkt kostaði.
% FLÁRÆÐI.
Áður en Mafían náði tang-
arhaldi á bænum, höfðu fé-
lagasamtök bindindismanna
og kvenfélag staðarins komið
sér upp allsæmilegu húsi til
starfsemi sinnar og almenns
skemmtanahalds á einum álit
Iegasta stað bæjarins og
hafði samtökum þessum safn
ast nokkurt fé. Var þar starf
andi stór hópur óe'gingjams
fólks, sem var fómfúst á
starf og fjármuni til fram-
gangs hugðarmálum sínum.
Var svo komið um það
leyti, sem leynifélagið festi
rætur í byggðarlaginu, að
ráðagerðir voru uppi innan
félagasamtaka þessara um
að endurbyggja og stækka
samkomuhús sitt, og nutu
þær ráðagerðir almenns
stuðnings og velvilja fólks-
ins.
Leynifélagið hafði náð
mönnum úr fremstu röðum
þessara félaga inn í sínar
raðir og voru þeir notaðir til
þess að afhenda Mafíufólk-
inu hús sitt og hina dýrmætu
lóð undir yfirskyni félags-
skapar og bróðernis og á
grundvelli sameignar. Bind-
indismennimir, eða meirihluti
þeirra, og samtök kvenfólks-
ins létu blekkjast og afhentu
eignir sínar og aðstöðu, og
Mafíuhof var reist á lóð
þeirra og Bakkus brátt sett-
ur þar í hásæti.
* MAFÍU- OG
B AKKU SARHOF.
Afleiðingarnar létu heldur
ekki lengi á sér standa. Starf
bindindismanna var hrakið
úr húsakynnum sínum og í
bindindisstarfsemina komst
uppdráttarsýki, þar til sú
starfsemi lognaðist niður og
lagðist útaf í Mafíubænum.
Samtök kvenna höfðu hlið
stæða sögu að segja; kvenna
samtökin urðu bomrekur í
sínu eigin húsi og mega nú
heita á götunni með félaga-
samstarfsemi sína.
Nú horfa hinir traustu
bindindisforgöngumenn, sem
gerast aldnir að árum, á það
að búið er að reisa Mafíuhof
fyrir f jármuni þeirra og fóm
fúst starf á hinni dým lóð
þeirra, þar sem Bakkus er
dýrkaður við vaxandi gengi.
Og nú er verið að reisa þar
viðbótarbyggingar fyrir vín-
stúkur og vínbara, en þeir
geta ekkert aðgert; Mafían
og leynifélagið ræður og fer
sínu fram.
Margt verður í boði fyrir
sveitarstjómarkosningamar.
Þeir, sem þægir em og það
gimast, fá ýmist gefins eða
ótolluð sjónvarpstæki. Fjár-
munir losna úr læðingi, til
þess að halda áfram bygg-
ingu hálfbyggðra húsa, og
þeir, sem vilja losna við eldri
hús sín, fá stuðning og fyrir
greiðslu til þess að selja hús-
in og kaupa önnur nýtózku-
legri — og svona mætti lengi
telja.
* STÓRFYRIRTÆKI.
Margir yppta öxlum og á-
Mta, að Mafían sé eitthvert
smáfyrirtæki, cii það er nú
eitthvað annað. Á vegum
Mafíunnar og Mafíumann-
anna em rekin bæð: stór og
smá fyrirtæki, og Mafíufor-
ingjarnir hafa sölumenn, auk
fyrirtækja þeirra, sem þeir
starfrækja, til þe&s að ann-
ast alls konar vöradreifingu
fyrir sig, og þeir, sém eru
ötulir, ófyrirleitnir og áræðn
ir í starfi sínu fyrir Mafíuna,
komast fljótt í efni og að-
stöðu til sífelldra ferðalaga
til útlanda.
Þótt Mafíubærinn hafi
nokkra sérstöðu og vegna
séraðstöðu og smæðar orðið
nokkurskonar miðstöð vissra
þátta af viðskiptalegum at-
höfnum Mafíunnar, þá teygir
Mafdustarfsemin anga sina
Framh. á bls. 4.
KlSILGÚR-FORST J ÓRI.
Pétur Pétursson, forstj.
hefur nú fengið ársfrí frá
atörfum sem forstjóri Inn-
kaupastofnunar ríkisins. Er
fyrirhugað að hann verði
sldpaður framkvæmdastjóri
fyrir hina væntanlega Kísil-
gurverksmiðju.
Við forstjórastörfum Inn-
kaupastofnunarinnar á ann
ar krata að taka, Ásgeir Jó
hannesson, sem nú er efsti
maður á lista Aiþýðuflokks-
ins í Kópavogi.
t ______
SPENNA Á NESINU.
I Seltj arnarneshreppi eru
tveir listar í framboði: listi
Sjálfstæðisflokksins og lirsti
hinina flokkanna þriggja.
Mjög er talið tvísýnt um,
hvor listinn hljóti meiri-
hluta, jafnvel að úrslitin
geti oltið á einu eða tveim
ur atkvæðum.
Ef Seltirningar hugsa
eins og Reykvíkingar, að
betra sé að hafa einn flokk
en fleiri við völdin, þá mun
samt Sjálfstæðisflokkurinn
halda velli.
Þetta verða spennandi
kosningar.
t ______
SKULD AF AN GELSI.
Skuldafangelsi fráskil-
inna ferða á kotbæ vestur
á Snæfellsnesi hefur nú enn
einu sinni borið á góma.
Öli Hermannsson lögfræð
ingur er kominn þaJan eftir
langa dvöl og hefur hann í
hyggju að fara í mál út af
skuldafangelsi sínu. Þykir
honmn, sem von er, hart að
sitja af sér skuldir við R-
víkurbæ eins og hver ann-
ar þjófur, enda ekki í
anda réttarfarlegs hugsun-
arháttar manna á tuttug-
ustu öldinni, eftir að höfð-
ingjamir Hitler og Stalin
eru úr leik.
Vonandi er að Óli, eða
einhver annar, láti ekki
sitja við orðin tóm, heldur
fái úrskurð dómstólanna í
eitt skipti fyrir öll um rétt
mæti slíkrar afplánunar á
einfaldri peningaskuld.
; ______
LFIKRIT UM
MAFlUBÆINN ?
Komið hefur til tals að
umskrifa söguna Mafíubær
inn, sem er smám saman
að birtast í blaðinu, í leik-
ritsformi. Fer fram athugun
á þessu atriði hjá kunnáttu
mönnum í leiklist.
FRIÐARPOSTULAR.
Á hátíðasamkomu hjá
Hvítasunnuflokknum í Vest
mannaeyjum mætti nýlega
Jóhann Friðfinnsson, vara-
bæjarstjóri. Vakti þetta því
líka hrifningu hjá presti
safnaðarins, Einari Gísla-
syni, að hann gerði jietta
að sérstöku umtalsefni á
samkomunni. Komst Einar
prestur að þeirri niðurstöðu
að ef slíldr menn eins og
Borgmester Friðfinnsson og
þeir, sem með honum starfa
að stjóm bæjarmála í Vest-
mannaeyjum, væru í Viet-
nam þá myndi komast þar
á friður fljótlega og bar-
dagar og óeining leggjast
niður.
Eru nú uppi tillögur um
það í Eyjum að lána John-
son Bandaríkjaforseta þá
Jóhann Friðfinnsson, vara-
bæjarstjóra, Guðlaug Gísla-
son, bæjarstjóra, GísIaGísla
son, forseta bæjarstjómar,
og Einar Gíslason, Færeyja
fara, til austurferðar til
þess að koma á friði I Viet-
nam.
t
Er það satt, að heildsal-
amir séu svo reiðir ''ið
Bjarna Ben. að þeir borgi
ekki eyri í kosningasjóðinn
þetta ár — svona í refsing
arskyni?