Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.05.1966, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 20.05.1966, Blaðsíða 3
Málaferli vegna aflaskipta Hið tvöfalda eða marg- falda fiskverð, annað til sjó manna, en hitt til útgerðar- manna í formi aliskonar yfir borgana, er nú að leiða til átaka milli sjómanna og úigerðarmanna. Sjómenn telja sig eiga rétt á aflahlut úr öllu því verði, sem útgerðarmenn fá fyrir fiskinn, en útgerðarmenn telja sig aftur á móti ekki bundna við að greiða afla- hluti af haerra verði en hin- mn lögbundna lágmarks- ■verði, sem Verðiagsráð sjáv- arútv. ákveður og ú>jhlutar. Það nýjasta, sem gerzt hef b* í þessum málum, er það, að í sambandi við úthlutun verðlaunabikars e.ns, fagurs og mikils, sem Ingólfur Treó dórsson, netagerðarmeistari í Vestmannaeyjum, hefir gefið til verðlauna handa þeim, sem hæstan ársafla, að verð- mæti til, hefir af Vestmanna eyjabátum, þá kom í Ijós um einn þann bát, sem til greina kom sem einn afiahæsti bát urinn, að útgerð bátsins gaf upp 1,5 miiljónum hærra afla verðmæti en komið hafði til skipta sem viðmiðun afla- hluta á bátnum. Þegar tii athugunar kom á þessum mismun, kom í Ijós að þessi háifa önnur milljón lá á uppbótum á aflainnleggi bátsins hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og Síldar- bræðslunni þar, en af þeim f járhæðum voru ekki greidd ir aflahlutir. Mun nú verð að> stofna til málsóknar og fá úr því skorið, hver réttur sjó mannanna er í þessu sam- bandi. ferðaskrifstofum eru mun dýrari. Ferðir okkar hafa ekki hækkað í verði frá því sem áður hefur verið. Á hverju vori er leitast við að brjóta upp á nýjung- hm. Þær hinar helztu, sem nú er um að ræða, eru viku- legar Spánarferðir í júlí, agúst og septembermánuði. Dvalizt er í Sitges, sem er einn frægasti baðstaðm- Spán verja, skammt frá Barce- lona. Þá eru í áætluninni margar ágætar Mið-Evrópu- ferðir, sem farnar eru með þægilegum langferðabifreið- um. Lengsta og jafnframt dýr- 3sta ferðin er Austur-Afríku ferð til Kenya og Tanzania. ^ þessum löndum hafa stór Lndsvæði verið friðuð og Sa-nga þar enn 1 dag hjarð- lr fíla, nashyminga, zebra- besta, gíraffa og flóðhesta. Þetta er sá staður í Afríku, þar sem f jölbreytni dýra- og fuglategunda, sem lifa í sínu upphaf- og náttúrulega um- hverfi, er mest. Þá er ekki síður forvitnilegt að kynnast siðum og háttum hinna frum stæðu þjóðflokka, sem byggja þessi landsvæði. I sömu ferð er dvalist sex daga á baðströnd við Ind- landshaf. Verð allrar iþess- arar ferðar er kr. 34.800,00. Þess verður nú vart í æ rikari mæli, að íslendingar hafa lært að hagnýta sér þjónustu iþá, sem ferðaskrif- stofurnar veita. Áður var það hald manna, að þær væru milliliður, sem aðeins yllu aukakostnaði við ferða- undirbúninginn. Nú hefur það margsannast, að fólk sparar sér tíma, peninga og fyrirhöfn á þessum viðskipt- um. X ! Dansað öll kvöld ;j; (nema á miðvikudögum). Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. | GLAUMBÆR ❖ SlMI 11777 og 19330 N V ViKHTÍÐINDl ff KOMPAN Áréðursbrambolt - Fullkomið hátalara- kerfi - Brennivínsmál Keflvíkinga - 200 metrarnir - Fáránleg löggjöf - Hnefaleikar ALÞJÓÐ hefur að undanförnu hlegið sig máttlausa að brennivínsmálum Kefl víldnga. Eins og kunnugt er, var sam- þykkt í bæjarstjóm Keflavíkur að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það, hvori opna skyldi vínhúð á staðnum eða ekki, um leið og kosið yrði til bæjarstjómar. Þá bar svo við, að nokkrar kelling- ar tóku sig saman og söfnuðu undir- skriftum á móti atkvæðagreiðslunni. Varð þetta til þess, að bæjarstjómin á- kvað að hætta við að gefa Keflvíking- um kost á því að velja um, hvort þeir vildu hafa brennivín til sölu í Keflavík eða ekki. Nú er málum svo komið að safna verður 800 undirskriftum á móti þeim, sem mótmæltu atkvæðagreiðslunni, til jæss að fá bæjarstjómina til að breyta enn einu sinni um skoðun á málinu. Talið er að þama hafi lýðræðið risið hæst. NÚ ÞEGAK kosningar fara í hönd verða blöðin hvað meira óþolandi frá degi til dags. Það er næsta undarlegt, hve bamalegur áróðurinn er frá allra hliðum, og einhvem veginn virðist manni að dagblöðin séu að reyna að ná til fávita og hálfbjána dag eftir dag. Skyldi allt þetta áróðursbrambolt hafa nokkra þýðingu til né frá? * * BORGARSTJÓRINN í Reykjavík hef- ur að undanfömu haldið fundi með kjósendum og hafa borgaramir verið ólatir að spyrja um málefni borgar- innar. Geir hefur verið ólatur að svara og er sagt, að margt fáránlegt hafi borið á góma. Á einum fundinum bar útvarpsvirld nokkur hér í bæ, sannur Sjálfstæðis- maður og umboðsmaður fyrir fullkomin hátalarakerfi, fram þá spumingu, hvort borgarstjórinn hyggðist ekld koma upp fullkomnu hátalarakerfi í bænum fyrir 17. júní. Þetta bótti hinn bezti brandari. ❖ OG ENN er hafin samnorræn sund- keppni og hefur forsetinn þegar stað- ist þá þrekraun að synda 200 metrana, að ekki sé talað um borgarstjórann og fleira fyrirfólk. Eins og allir vita, hefur samnorræna | sundkeppnin hafið Islendinga mjög til vegs á alþjóðavettv'angi og auldð sam- norrænan bróðurhug og vinaþel. Það gengur landráðum næst að inn- rita sig ekki í þessa drengilegu keppni og leiða íslenzku þjóðina fram til sig- < urs í tvö hundrað metrunum. * IS LENDINGAR eru allra manna mest fyrir það að setja sér lög og reglur, sem síðan er ekki meira en svo farið eftir. Eitt bezta dæmið um þessa áráttu er hin annálaða áfengislöggjöf, sem á sér, að því er talið er, engan sinn líka í víðri veröld. Enginn nema sá, sem séð hefur þetta plagg í allri sinni dýrð, getur gert sér í hugarlund, hvað þar er að finna. Eitt atriði löggjafarinnar þykir þó öðrum frábærara, en það hljóðar svo: „Bannað er að afgreiða áfengi og neyta þess sitjandi við borð, sem hærra er en 80 cm.“ Þetta ákvæði er talið hafa komið al- gerlega í veg fyrir að barir þrifust hér í borg (eða hitt þó heldur). * EITT af því, sem hér er bannað, era hnefaleikar. A1 mörgum era hneifaleikar taldir hin göfugasta íþrótt og af Bretum er hún ltölluð „Tre noble art of defence“. Ekki þarf að taka það fram, að hnefa- leikar hafa löngu hlotið alþjóðaviður- kenningu og er að sjálfsögðu keppt í hnefaleikum á Olimpíuleikunum. Aðalröksemdir þeirra, sem beittu sér ,fyrir því að banna box hér á landi, var sú, að íþróttin væri stórhættuleg. Hins vegar mun það staðreynd, að hnefa- leikar vilda tiltölulega færri slysum en margar aðra íþróttagreinar og hafa kerlingasjónarmið verið látin ráða hér eins og svo oft áður. í .

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.