Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Síða 2

Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Síða 2
u NY VIKUTÍÐINDI Ný húsakynni Sendibílasiöðvarinnar JST£ VIKUTÍÐNIDI koma út á föstudögum og koeta kr. 13.00 Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingar Kleppsvegi 26 II. Sími 81833 og 81455 Prentsmiðjan ÁSRÚN Hverfisgötu 48 - S. 12354 Sendibílastöðin hf. flytur nú starfsemi sína í nýbygg- ingu, sem stendur á athafna- svæði þvi, er hún hefur á- samt Vöruflutningamiðstöð- inni að Borgartúni 21. Af- greiðsla og skrifstofa fyrir- irtækisins, auk kaffi- og setu : stofu bifreiðastjóranna, verða á jarðhæð, en efri hæð in hefur verið leigð til félags- starfsemi. Framkvæmdir við bygging una hafa staðið um 2 ára skeið og orðið allkostnaðar- samar. Örðugt hefur verið um lánsfé til framkvæmd- anna, en til að þoka þeim á- leiðis hefur þorri bifreiða- stjóranna, sem afgreiðslu hafa á Sendibílastöðinni, en þeir eru einnig eigendur hennar, lagt fram mikla vinnu og f jármagn, þrátt fyr- ir minnkandi atvinnutekjur að undanfömu. Bílafjöldi og starfsemi Sendibílastöðvarinnar hf. hef ur farið vaxandi ár frá ári. Bílstjórarnir vinna með eða algjörlega sjálfstætt fyr- ir viðskiptavininn. Þetta er ómetanlegt t.d. við vörudreif ingu, búslóðarflutning eða þegar annast þarf aðdrætti að húsbyggingu. Það færist einnig mjög í vöxt, að fyrir- tæki leigi sér sendibíl til allra ferða, frekar en að eiga og reka eigin bíl, enda verður kostnaðurinn undantekning- arlaust lægri. Iðnaðurinn Það er mikið um að vera hjá iðnrekendum þessa dag- ana, í sambandi við opnun Iðnkynningarinnar svoköll- uðu. Okkur er tjáð að um 20 þúsundir manns hafi atvinnu við iðnað hér, að viðbættum 10 þúsundum, sem starfi við byggingaiðnaðinn og eru þetta óneitanlega háar tölur í okkar fámenna landi. Varla eru þó allir þessar 30 þúsundir iðnaðarmanna til þjóðþrifa, þótt gjaldeyris- sparnaður af þeim mörgum hverjum kunni að vera góðra gjalda verður. Verð og gæði páskaeggjanna er okkur t.d. í fersku minni. Frammámenn í iðnaðinum reyna að sannfæra okkur um, að íslenzkar iðnaðarvörur séu sízt lakari eða dýrari en sambærilegar vörur í hinum vestræna heimi. Hvers vegna hafa íslendingar þá t.d. flykkst til Bretlands á undan förnum árum til innkaupa og 'pykir ferðin borga sig? Nú stendur loks til að við göngum í Fríverzlunarbanda- lag Evrópu, EFTA, sem þýð- ir mikinn innflutning á er- lendum iðnaðarvörum, lágt tolluðum. Sjálfsagt halda sumar innlendu iðngreinarn- ar velli, en aðrar deyja drottni sínum, ef þær veroa ekki styrktar á einhvern hátt. Rarmar er ekkert við því segja, þótt iðnaðarvörur, sem framleiddar eru fyrir miklu lægra verð erlendis en hér séu fiuttar inn. Við eigum að einbeita okkur að því að vinna innlent hráefni og flytja það út fullunnið, en flytja þess í stað inn þær vör ur, sem óhentugt er að vinna hér. Það er sjórinn og sjávaraf- urðimar, sem okkur ber fyrst og fremst að einbeina starfs- kröftum okkar að og ýms stóriðnaðar, sem hér getur þrifist vegna hins mikla fossaafls, sem við eigum enn óvirkt að miklu leyti og býr yfir ótæmandi og ódýrri orku til að knýja vélar. ‘MÉ M' Á sjó og iandi, sumar og vetur ilmandi CAMEL IIíSIill ■■■ ■’

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.