Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Page 3

Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Page 3
NY VIKUTlÐINDI 3 Sprengir Siggi Lalli ríkisstjórnina? Madurinn rr í teppinu Siggi Lalli er maður nefnd ur; hann hefur um langa hríð verið handlangari Krata í Hafnarfirði, m.a. í snúning- um fyrir hina frægu útgerð Axels í Rafha, sem hann rak á ábyrgð ríkisins eins og frægt er í sögunni. Sigga Lalla tókst að gera Emil ráðherra ábyrgan á víxl um fyrir sig, en þar sem hon- um þótti sopinn góður, hirti hann ekki um að greiða víxl ana, því að ábyrgðarmaður- inn var traustur í öllum bönkum. Nú voru góð ráð dýr fyrir Emil ráðherra til að sleppa við greiðsluna. Gengur hann nú fyrir samráðherra sinn, Eggert múrara Þorsteinsson og krafðist þess að Siggi Lalli yrði skipaður fiskimats maður á Vestfjörðum, þótt fiskimatsmaður sé á ísafirði. Eggert taldi sér ekki fært að neita þessari kröfu for- ingja síns. Siggi Lalli var kominn á ríkislaun og fór nú að vænk ast ráðið. Bjó hann sig út með nesti og nýja skó og fór í fjörðu vestur. Ráku heima- menn að vonum upp stór augu, þegar þessi sending ut- anríkisráðherra kom og til- kynnti erindi sitt. Ekki kunnum við að rekja starf Sigga Lalla þar vestra; en eftir nokkurn tíma kemur sending til Hafnarfjarðar, vafin inn í teppi. Var þar kominn Siggi Lalli og þökk- uðu Vestfirðingar fyrir lánið. Ferð þessi hafði orðið all- dýr og var nú saminn reikn- ingur á ríkissjóð; en þegar hann var lagður fyrir Magn- ús frá Mel, neitaði hann að greiða. Kærði nú Emil Jónsson þetta framferði fjárrnálaráð- herra fyrir forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, og stendur þetta reiptog nú í ríkisstjórninni milli íhalds og krata. E.t.v. verður þessi ferð Sigga Lalla til að sprengja ríkisstjórnina. — Það má segja að farið hafi fé betra. (Aðsent.) ★ ★ ■k ☆ ☆ ★ ★ ☆ ir Stuðningsmenn Gunnars Thorodldsens hafa opnað SKRIFSTOFU Z í Pósthússtræti 3, sími 84500. í Stuðningsfólk! Hafið samband við skrifstofuna. * ★ ^ ^*-K-*-K-*c-ic-tc{c-*c->c-ic-ic-*->c-*-K-i(-!(*-((.)c-t!-K-5í-)c-(c-K.K-K-*c-tc-K-K-fc-»c-K-*c->c-*-*c-fc-tc-Mc-tc-M Stuðningsmenn KRISTJÁNS ELDJARNS hafa opnað kosningaskrifstofu í Bankastræti 6. Símar 83800 - 83801- 83802 Stuðningsmenn Kristjáns Ehljárns í Reykjavík og úti á landi, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna. M m jé I \æ r n M -ir J ☆ ★ ¥ KOMPAN Landburður - Lyfjaokur ~ BakariáHressó - Innbrot bönnuS - Hulstkamp - Naut- hólsvíkin - Laugarvatn ÞAÐ ER VÍST ekki ofsögum sagt, að annnað hvort er í ökla eða eyra með þénustu manna á íslandi. Um þessar mundir er slíkur landburð ur af fiski fyrir norðan að menn muna ekki annað eins. Menn koma af hand- færaveiðum á smá-trillum með allt að fimm tonnum í róðri, og er sagt að þeir aflasælustu hafi komist upp í hundrað þúsund krónur á viku. Já, það er munur að vera á skaki fyr- ir norðan. — ☆ — ER NÚ EKKI kominn tími til að verð- lagseftirlitið fari að kíkja inn hjá lyf- sölum landsins? Hið gengdarlausa okur á lyf jum er slíkt, að landslýð er löngu farið að ofbjóða. Það fer ekki hjá því að menn fari að hugsa um, hvert sé raunverulegt verð lyfjanna, þegar vitað er að Sjúkrasam- lagið borgar tvo þriðju verðsins. Þá bert tafarlaust að endurskoða af- stöðu Sjúkrasamlagsins um það, hvað eigi að teljast „Iúxuslyf“ og hvað ekki. Sem sagt, það er ekki lengur hægt að líða lyfsölum að féfletta sjúkt fólk á jafn svívirðilegan hátt og hingað til. — ☆ — SÚ NÝBREYTNI hefur verið upp tek- in á Hressingarskálanum að hafa á boð stólum kaffibrauð, sem bakað er á staðnum. Er skemmst frá því að segja, að þetta meðlæti er staðnum til hins mesta sóma, og er pródúkt bakarameist arans á Skálanum fyllilega sambæri- legt við það bezta, sem er á boðstólum erlendis. Astæða er til að óska vertinum á Hressó til hamingju með nýja bakarann. — ☆ — VERT ER að minna fólk á þá staðreynd að lögreglumönnum er ekki leyfilegt að vaða inn í íbúðir fólks, nema þeir hafi til þess sérstakan úrskurð og hann skriflegan. Þó að lögreglumenn séu ekki allir sérstakar vitsmunaverur, þá ætti þó að reyna að troða þessari stað- reynd inn í hausinn á þeim, áður en þeir fá úníformið og húfuna. Það kemur nefnilega stundum fyrir, að hinir ágætu veröir laganna eru haldn‘ ir slíku ofurkappi víð að gæta laga og| réttar, að þeir kunna sér ekki beinlínis(| hóf, svo ekki sú nú meira sagt. Sem sagt, bannað að brjótast innl hjá fólki. — ☆ — ROLF JOHANSEN kvað vera brúna- þungur þessa dagana. Þessi ágæti verzlunarmaður hefur nefnilega umboð fyrir Hulstkamp séne- ver, og er sagt að hann fái engin um- boðslaun af þeim sénever, sem gerður er upptækur og seldur síðan í „Ríkinu“. Sannleikurinn er nefnilega sá, að megnið af þeim sénever, sem seldur hef ur verði í Áfengisverzlun Ríkisins að undanförnu, mun vera smyglvarningur og er alls ekki út í hött að láta sér detta í hug að Rolf eigi að fá skaðann bættan. — ☆ — NÚ, ÞEGAR SUMARH) er að koma ogj sólin er farin að skína, er ekki úr vegii að minna borgaryfirvöldin á Nauthóls- víkina. Nauthólsvíkin er að mörgu leyti til-' valinn baðstaður, en óneitanlega væril ekki úr vegi að reyna sc,it eicrhvað^ fyrir staðinn. Sannleikurinn er sá, að í/ Nauthólsvíkinni er varla hægt að vera á fögrum sumardegi íyrlr sóðaskap og\ alls kyns óáran, sem ekki er hægt aðs skrifa á reikning neins nema borgaryf-J irvaldanna. Það er óþarfi að vera með allt of mik'j inn nánasarhátt, þegar um erað ræða| stað, sem gæti verið jafn skemmtilegur^ og Nauthólsvíkin. — ☆ — OG ÚR ÞVl verið er að tala um sól og' sumar, þá er ekki úr vegi að minnast ’ ögn á Laugarvatn. Jónas frá Ilriflu skrifaði á dögunum; gagnmerka grein um þann stað í Mánu- ’ dagsblaðið og lagði ýmislegt til um umi bætur á staðnum. Á Laugarvatni væri sannarlega hægt / að gera dásamlegan sumardvalarstað,' því staðurinn er annálaður vegna veð-í ursældar og fegurðar. BÖRKUR.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.