Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Síða 6

Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Síða 6
6 NY VIKUTlÐINDl ; t * t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ¥ \ ROÐULl Hln vinsæla HUÓMSVEIT Magnúsar Ingimarssonar ☆ ★ •k 'k ★ I ★ 1 ★ I ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i Söngvarar: f | VHLHJALMUR 4 VHLHJAlMSSON ¥ 4 og 4 ÞURÍÐTJR ★ SIGURÐARDÓWIR ★ t Simi 15827 fK £ £ ★ ★ ★ ★ + í ★ ! ★ ★ Matur framreiddur fráj , t •foK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K kl 7 ! $ ★ t ★ ★ ★ £ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Dansað öll kvöld ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ J(nema á miðvikudögum) .$ ★ ★ ★ ★ í t ★ ★ ★ ; Borðapantanir $ í í síma 11777. ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i í ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Kvöldverður framreiddur* ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t i ¥ ¥ ¥ frákL 19.00. ★ I ! ★ I i í t Mc-Mt-K* K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-X-K-K-K-k-k-i GLAUMBÆR Sími 11777 og 19330. Spennandi og athurðarík framhaldssaga: eftir LEDRU BAKER jr. „Ertu þyrstur, Manny?“ spurði ég. „Já, ægilega.“ „Það getur ekki gengið. Þú skalt fá svolítið vatn, og svo röbbum við saman í bróðerni. Ég þarf að spyrja þig um svo margt.“ Ég lét hann fá vatnsglas, og þegar hann hafði tæmt það, settist ég við stólinn hjá rúminu. „Nú skaltu segja mér, hvernig Mardi kemur inn í myndina.“ Hann bliknaði. „Ekki meira,“ sagði hann bænarrómi. „Ég hef sagt þér allt sem þú vildir vita.“ „Nei, bara part af því. Það er ekki á hverjum degi, sem kvenmaður leikur á mig. Hvar er hún núna?“ „Ég get ekki sagt þér meira. Þeir drepa mig þá.“ „Það er betra að deyja eins og maður en að ganga á fund djöfuulsins eins og bláber bjálfi. Ég er ekki einu sinni byrjaður að taka hart á þér.“ „Ég hélt að þú værir manneskja, Jack.“ „Ég var það! En hver heldur þú að hafi breytt mér í dýr? Eruð það ekki þið þrjú? Já, þetta minnir mig á vin þinn Grebeí. Hvað hagnast hann á þessu? Það hlýt- ur að vera meira en mútur eingöngu.“ „Hann fær prósentur af öllum viðskiptunum í Los Angeles, af því að hann er milliliður við lögregluna.“ „Og Mardi — var hún á eftir auðævum Moss?“ Manny hikaði, og ég lyfti hendinni. „Hún er gift Grebel!" „Hún gift honum? Hvenær gerðist það?“ „Fyrir fimm — sex árum. „En Moss hefur víst ekki vitað . . . Nei, það þarf ég ekki að spyrja um. Vissi hún að þú ætlaðir að kála Moss ?“ „Já.“ „En af hverju gerðirðu það? Varstu búinn að snuða hann, eða stóð hann 1 vegi fyrir þér á einhvern hátt?“ „Já, hann gekk feti of langt gagnvart okkur. Hann stakk megninu af gróðanum í eigin vasa, og það leit út fyrir að hann myndi lifa von úr viti. Ég reiknaði með að taka við af honum og það stóð heima.“ Stoltið glampaði 1 litlum augum hans. Stór maður, sem lá reyrður á skítugri dýnu. „Osr þið myrtuð hann svo og komuð því þannig fyrir að mér yrði kennt um og ég yrði talinn morðinginn. Hver átti hugmyndina?" „Mardi og Grebel.“ „Og nú ætlið þið fýrir alvöru að láta til skara skríða. En það upplifir þú ekki, Manny minn. Nú er um þig eða mig að ræða, svo að ég get ekki sleppt þér lifandi héð- an.“ „Þú mátt ekki drepa mig, Jack! Ég skal láta þig fá helminginn af tekjum mínum, — já, allar.“ „En ég á ekki á öðru völ. Viltu helzt vera skotinn?“ Hann svaraði þessu ekki, og ég hélt helst að það hefði liðið yfir hann. Ég lagði höndina á ennið á hon- um og það var kalt og þvalt. Þegar ég heyrði fótatak utan við hurðina, slökkti ég og læddist að dyrunum. „Flossie ?“ „Já, það er ég. Opnaðu!“ Ég opnaði hurðina ,en stóð í gættinni. „Það er ekki vert að hann sjái þig, því þá væri líf þitt ekki túskildingsvirði ,ef hann kynni að sleppa." Við settumst í tröppurnar og töluðum saman í lágum hljóðum. „En hvernig nærðu í Doris?“ spurði hún. „Ég sé ekki annað en það sé alveg ógerningur." „Það er mér ljóst, og þess vegna verð ég að hanka annan — annað hvort Grebel eða konuna hans. Hvar býr hann ?“ „Adams Avenue 3192. En þú leikur ekki oftar á Grebel. Nú veit hann að þú hefur rænt Manny og er á verði.“ „Við sjáum hvað setur.“ „Spenntu bogann ekki of hátt, Jack. Ég fer að óttast að heppnin hafi stigið þér til höfuðs.“ „Ég hitti Grebel sjálfsagt ekki heima, en ég þori að veðja um að Mardi er þar. Þau eru gift.“ „Eru þau?“ Ég sagði henni hjónabandssögu Mari, og Flossie hristi höfuðið. „Maður fær velgju af þessu.“ „Já, það er ekki fallegt. Ég reikna með því að hún sé heima á þessum hættutíma, svo að ég keyri þangað og góma hana, eftir að hafa látið Grebel hlaupa.“ „En hað á ég að gera á meðan?“ „Þegar þú hefur komið vini þínum fyrir hjá Manny, þá skaltu gera annað herbergi í stand. Ég vona að þú hafir það laust." „Já, það sé ég alltaf um. Nú geturðu notað það, sem -KK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K skrVtlur EINÞYKKNI Handleggs - og fótbrot- inn maður er borinn inn í Slysavarðstofuna. Kandídatinn: „Jæja, hvern ig vildi þetta nú til?“ Sá tvíbrotni: „Alveg í því ég var að fara út úr íbúðinni, kallaði frúin á eftir mér: „Farðu nú gætilega í stigan- um.“ En ég er nú ekki van- ur að láta kvenfólkið st jórna mér.“ GRATLEGT Lítill drengur sat á hús- tröppum og grét beizklega. Gömul kona, sem átti leið framhjá vorkenndi drengn- um, og spurði, hvað að hon- um gengi. — Pabbi drekkti kettinum mínum. — Það var ljótt af honum. — Já, hann var búinn að lofa því, að ég mætti gera það sjálfur, snökkti strákur.‘ SIÐLEYSI „Mér finnst hann Kalli al- veg gersamlega siðlaus. Fyrst segist hann elska mig, og svo tekur hann upp á því að fara að eignast barn með konunni sinpi!“ ÞJÓNUSTUBRÖGÐ Það fór illa fyrir skrifstofu manni nokkrum hér í borg- inni kvöid eitt, enda mætti hann með glóðarauga í vinn- una daginn eftir. Þegar samstarfsmaður hans spurði, hvernig á þess- um áverka stæði, svaraði maðurinn: — Konan mín var ekki heima, þegar ég ætlaði út í gærkvöldi. Þegar ég hafði buxnaskipti, losnaði tala af buxnaklaufinni minni, og af því að ég hef tíu þumal- fingra ,þegar um saumaskap er að ræða, skrapp ég yfir í næstu íbúð og bað nágranna- konu mína um að festa töl- una. Hún settist óðara á hækjur sínar fyrir framan mig með nál og enda, meðan ég stóð fyrir framan hana. Hún var einmitt að Ijúka við að festa töluna og var að bíta sundur tvinnann, þeg- ar maðurinn hennar spássér- aði inn. Anægjulegt Hún: „Ég er bara alls ekki ég sjálf í kvöld.“ Hann: „Jæja, guði sé lof. Þá ættum við einu sinni að geta átt ánægjulegt kvöld saman.“

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.