Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Síða 8

Ný vikutíðindi - 03.05.1968, Síða 8
B NÝ VIKUTlÐINDI - Myntbrask Fraimihald af bls. 1. töku í daglegum viðskiptum. Fer ekki hjá því að mönn- um detti í þessu sambandi í hug fyrirtæki eins og Mjólk- ursamsalan, Strætisvagnar Reykjavíkur, Sérleyfishafar rnn ferðir alemnningsvagna í nágrenm borgarinnar og ýms ir fleiri. Fróðlegt væri að fá um það einhverja vitneskju, hvort einhverjir aðilar hafi tök á því að sortéra þá peninga, sem koma í peningakassa þessara stórfyrirtækja og vinsa úr þá smápeninga, sem hafa margafalt meira verð- gildi, en á þá er skráð. Vitað er að nokkrir forn- salar hafa alltaf mikið magn fágætra smápeninga á boð- stólum, en hins vegar hefur blaðinu verið tjáð, að í bank- ana komi varla nokkurn tím- ann fágtæur peningur úr upp gjöri. Á þessu stigi málsins er að sjálfsögðu ekkert hægt að fullyrða um það, hvers vegna þessir fágætu peningar komu ekki inn í bankana, en hins vegar er því ekki að neita, að ýmsar getgátur eru á lofti um það, að einhverjir aðilar hafi séð sér leik á borði að vinsa gamla peninga úr aura hrúgunni og setja nýja í stað inn. Þó að vísu sé ekki hægt að segja að hér sé um saknæmt atferli að ræða þá er það álit fróðra manna, að myntbrask í þeirri mynd sem að ofan greinir sé iðja, sem geti gefið talsverða peninga í aðra hönd. Spurningin er sem sagt þessi: Hvers vegna er nóg framboð af fágætum pening- um hjá fornsölum í bænum, þótt þeir sjáist varla í bönk- unum, og hverjir hafa að- stöðu til að braska á þennan hátt með fágætta íslenzka smápeninga? STAKA Vísu þessari mun Vilhjálm ur frá Skáholti hafa kastað fram við kunningja sinn Richard Tómasson. Við birt um hana án ábyrgðar. Ekkert þras kvað Gæi gas né gleðimas við konur. En úr glasi líf sitt las loftsins hasarsonur. DÝR LANDI Saga gengur af því, að lögreglan hafi haft hendur í hári manns eins, sem stund aði brennivínssölu og brugg aði líka. Hafi maður þessi tekið upp það viðskiptaform gagnvart viðskiptamönnum Er það satt, að á tiltekn- um stað í miðborginni sé dóbpillan seld á 100 krón- ur? sínum, að selja þeim áfeng- ið gegn víxlum, og einn af ríku lögfræðingumun í þjón ustu ríkisbankanna hafi svo keypt brennivínsvíxla þessa og banki hans inn- heimt þá. Hafi áfengisflask- ans með þessu viðskipta- formi komist upp í verð, sem hafi numið þúsundum króna, hver flaska. ; ________ ISLENZKIR MÁLSHÆTTIR Leyfist kettinum að líta á kónginn ? Kyssir að framan, en klór ar að aftan. Ekki eru það allt góðar kýr, sem baula hátt. Kvis ljótt fer fljótt, seint fer, ef sæmd er. Beygðu kvistinn, meðan hann er ungur, en brjóttu ekki. Betra er kál í koti en krás í herrasloti. Hlt er þann til kórs að kalla, er í kamar vill vera. Oft er karlmanns hugur í konu brjósti. Þrætugjöm kona er sem sífelldur leki. Venja má villidýr en ei vonda konu. Hlýðin kona hefur í stað- inn ást og eftirlæti. Alhr leikar em ei bvmdnir NORÐRI SRIFAR: Þegar Bjarni bjargaði þjóðinni! - Nýr Dýrlingur á ferðinni. GRlNGREININ Afmælisgrein Matthíasar Johannesen tun Bjama Benediktsson í Lesbók Morg- unblaðsins hinn 28. apríl s.l. minnir á söguna um hermanninn, sem var að segja syni sínum frægðarsögur af sér úr stríðinu. Gerði hann eigi lítið úr hug- prýði sinni og dirfsku, enda spurði son- urinn agndofa í lokin: ,,En til hvers voru allir hinir hermennirnir, pabbi?“ Hún verður að teljast heldur lubba- legt uppátæki, þessi afmælisgrein Matt- híasar og afmæli stjómmálamannsins lítil virðing sýnd með því að gera svo stórfellt gys að honum í víðlesnasta blaði landsins. Fyrr má nú vera, hvort yngri kynslóð inni er sagt frá því, að hann hafi hald- ið ræðu um sjálfstæðismálið 1943. En að gera hann að dýrlingi og halda því blákalt fram, „að hann hafi tryggt al- gjört sjálfstæði íslands,“ er hreint og beint hlægilegt. Ekki einn einasti af for ustumönnum stjórnmálaflokkanna var á móti stofnun lýðveldisins 1944, og þegar öll þjóðin greiddi atkvæði um málið, mátti heita að einungis fársjúkir og far- lama tækju ekki þátt í atkvæðagreiðsl- unni, sem fór auðvitað á einn veg og minnti helzt á kosningu í kommúnista- ríki, svo eindregin vom úrslitin. Auk þess var Bjami alls ekki formað ur Sjálfstæðisflokksins á þessum ánun, heldur Ólafur Thors. EITT ÁR — 24 AR. „Það hlýtur að vekja meira en litla athygli okkar, sem erum of ung til að muna glögglega lokastig sjálfstæðisbar áttunnar, að Bjami Benediktsson skyldi hafa þurft að flytja þessa herhvöt til þjóðarinnar. En hjá því var ekki kom- izt.“ Svona lætur Matthías dæluna ganga og getur ekki hætt: „ . ■. . og flyt- ur ræðu sína af sannfæríngarkrafti og eldmóði... “ Yfir hvaða hálfvitum skyldi maður- inn eiginlega hafa verið að tala? Staðreyndin var sú, að nokkrir úrtölu menn vildu bíða til ófriðarloka með sambandsslitin við Dani, til þess að bjarga ýmsum verðmætum, sem við átt- um óneitanlega fullt tilkall til. Þetta var viðkvæmnismál nokkurra mennta- manna, sem reyndust sannspáir, því enn höfum við ekki fengið þessi verðmæti. Og það er ekki Bjama Benediktssyni að þakka, að nú hillir undir það krafta- verk, að handritin séu á heimleið. Það kostaði annan Bjama (Gíslason) þrot- laust starf og þolinmæði, að vekja Dani til meðvitundar um, að þeim bæri að skila okkur gersemunum. Nær 24 árum eftir stofnun lýðveldisins em þau enn ekki komin, en það er einlæg trú Islend- inga, að þess verði ekki langt að bíða. Tugir þúsunda íslendinga eru nú und- ir grænni torfu, sem hefðu kosið að fá að upplifa þennan atburð, en það er önn ur saga. Við vorum óþolinmáð og kusum sjálfstæðið einu ári fyrr. Þar var þjóð- in öll að verki. Ef til vill hefðum við átt að vera róleg í eitt ár til viðbótar, því hvað munaði um þetta eina ár, ef það hefði fært okkur handritin heim strax ALDREI HEYRT ANNAÐ EINS „Það hlýtur að hafa verið ógleyman- leg stund að hlýða á ræðuna á þessum fomhelga stað. Hún var haldin á úrslita stund og hefur vafalaust ráðið meiru en flest annað um það, hve heillavæn- lega tókst til í lok sjálfstæðisbaráttunn- ar við Dani. Og enn höfum við tækifæri til að eignast ræðuna á hljómplötu með rödd þess sem hana hélt... “ Sei, sei, sei! Hvílík dýrð! Hvílík dá- semd! Það verður víst ekki sagt um Matthí- as, að hann sé húmorlaus, eða hvað finnst þeim, sem gjörla þekkja sjálfstæð ismálið ? Eða hvað um þetta: „ ... að ég full- yrði óhikað að helzt minni á ræður þeirra, sem fremstir stóðu í rómverska senatinu .. “ Þetta segir Matthías um manninn, sem lærði hlutleysið, utanað, hjá Hitler og Stalín. En honum skjátl- aðist um ævarandi hlutleysið, og það kallar Matthías auðvitað hugrekki, að þora að kannast við það. Hvenær skyldi forsætisráðherrann þora að viðurkenna, að honum hafi skjátlast um flokksræðisstefnuna ? Matt hías er meira að segja svo kaldhæðinn, að hann talar í því sambandi um „frelsi til að kollvarpa lýðræðinu, ef marka má dálæti Islendinga á erlendri flokksræð- isstefnu.“ r Það er efni í aðra grein, og hver veit nema Eykon geti lagt eitthvað til mál- anna í því sambandi. Norðri. við einnar konu dans. Margir kokkar gera graut sangan. ;___________ BRANDARI VIKUNNAR Hún var ein af afbrýði- sömu eiginkonunum, og hvert kvöld sem hann kom heim fór hún að þrasa í hon um. Fyrsta kvöldið: — Það er Ijóst hár á kraganum þín- um! Annað kvöldið: — Það er svart hár á kraganum þín- um! Þriðja kvöldið: — Það er rautt hár á kraganum þín- um! En fjórða kvöldið gat hún þrátt fyrir vandlega leit ekki fundið neitt hár — og æpti bálreið: — Ertu far- inn að skjóta þig í sköllótt- um kvenmanni!

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.