Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Qupperneq 1

Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Qupperneq 1
Sjóavarps- dagskrá sveyi (Sjá bls. 5). Föstudagurinn 14. júní 1968 — 21. tbl. 9. ár.g Verð 13.00 krónur. Búrfellsvirkj- imin fer langt fram úr áœtlun Magnaðar gróusögur um mi stök og óstjórn við verkið Virkjun Þjórsár við Búr- feil er vafalítið mesta stór- framkvæmd, sem ráðist hef- ur verið í hérlendis nokkru sinni. Gífurlegu fé verður varið til þessara stórfram- kvæmda, enda starfa nú við Búrfell að staðaldri fleiri hundruð manna. Ýmsar grósusögur eru farn ar að fá vængi um það, að ekki sé allt jafn slétt og fellt við Búrfell eins og æskilegt væri. Það er ef til vill var- legt að trúa öllu því, sem sagt er um staðinn, en þó er því ekki að neita, að grand- vörustu menn eru farnir að leggja trúnað á margt af því, sem sagt er um framkvæmd þessa þjóðþrifamáls. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzka ríkið þurfti á dögunum að senda Jóhannes Nordal seðla bankastjóra, til Hambros- banka í Lundúnum þeirra er- inda að slá milljóna króna lán og er talið að þetta fé eigi að mestu eða öllu leyti að renna í það að standa straum af ófyrirsjáanlegum kostnaði við Búrfellsvirkjun. Það má heita furðulegt, að ekki skuli fást nein skýring á því, í hverju þessi „ó- fyrirsjáanlegi“ aukakostnað- ur hggur. Þarf engan að undra, þótt ýmsar sögur séu þegar á kreiki um fram- kvæmd Þjórsárvirkjunnar. Fyrirtækið, sem að fram- kvæmdum stendur, er Foss- kraft, en innan vébanda Foss kraft eru íslenzkir aðalverk- takar, sænskir aðilar og danskir. Framh. á bls 4. fslenzkir fréttamenn í veizluferð til Norðurla ída með einni af hinum glæsiiegu Kolls-Royce flugvélum félagsins. Talið frá vinstri: Bragi Guðmundsson, Haiidór Jónsson, Vilhelm G. Kristinsson, Páli Finnbogason, Gyifi Gröndal Guðgeir Magnússon, Freysteinn Jóhannsson, Guðrún Egilson, Sigurður Magnússon, Geir Gunnarsson, Agnar Bogason, Tryggvi Gísla- son, Þórarinn Guðnason, Ólafur Ragnarsson, Pálína Oddsdóttir, Kristján Magnússon, Haraldur Henrýsson. Háir skattar Alvarlegar staðreyndir Skattskrár hafa undanfar- ið verið lagðar fram víðsveg- ar um landið og nema álagðir skattar til ríkis- og bæja- og sveitarfélaga nokkrum millj- örðum — og þeim jafnvel ekki svo fáum. Vitað er að ógreiddir skatt ar til sömu aðila frá fyrra ári og fyrri árum nema jafn- þrjú hundruðé-vel mlHjörðum, og þúsundir alls konar eigna eru undir nauðungarsölum vegna ó- greiddra skatta, sem vitað er að aldrei greiðast nema að hluta til. Flestir munu orðnir sam- mála um að sköttunin á þjóð- ina sé komin langt fram úr því, sem nokkurt hóf er á og að gjaldþol bæði einstaklinga og fyrirtækja sé ofboðið, svo ekki verði risið undir skatt- heimtunni. Og hversu fer þá? Innheimta opinberra gjalda er tvímælalaust orðin alltof mikil og gjöldin of há. Það er ekki nema hluti af skött- unum, sem kemur fram í sjálfum skattskránum; til við bótar koma sérskattanirnar í hinum breytilegustu mynd- um, þótt söluskatturinn sé þar hæstur. En það alvarlegasta er þó ef til vill sú staðreynd, að fólkið í landinu fær ótrúlega lítið fyrir skatta sína. Stór og sístækkandi hluti skatt- fjárins fer í misjafnlega ráð- deildarsaman tilkostnað, á- samt stækkandi fjárhæðum, sem aldrei fást greiddar. Væri fyllstu endurskoðunar þörf á öllu skattakerfinu og þó ekki síður á því, hversu bruðlað er með fjármuni bæja og ríkis. Margt bendir til þess, að innheimta skatta verði á yfir standandi ári erfiðari en ver- (Framh. á bls. 4) Allsher jaruppgjðr Áukin íramleiðsla og arðgæfurat- vinnurekstur framtíðarverkefnin Umbrot eru í íslenzku at- vinnulífi um þessar mundir. Einstaklingar og fyrirtæki riða til falls á ýmsum sviðum atvinnulífsins og þegar er sýnilegt, að einhvers konar uppgjör og skuldaskil verð- ur að framkvæma innan at- vinnuveganna fyrr en síðar, þótt slíkt sé þó ekki tímabært næstu mánuðina. meðan ekki er séð fyrir, hver þróun verð- ur í atvinnu- og f jármálmn þeirra þjóða, sem íslendingar skipta mest við, og jafnmikill óvissa ríkir um f jármál og viðskipti í heiminum yfirleitt eins og nú á sér stað. En t.d. forsetakosningamar í Banda- ríkjunum á hausti komandi geta haft víðtæk áhrif á heimsmálin. Aðalviðfangsefnin í næstu framtíð verður að halda uppi sem mestri og arðgæfastri atvinnu 1 landinu, og sérstak lega að stuðla að því að framleiðsla útflutningsvara Framhald á bls, f

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.