Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Blaðsíða 7
MY VIKUTIÐINDI 1 ,,Heitir hún Conway?“ ,,Já, Betty Conway. Af hverju spyrðu?“ ,,Engu sérstöku," flýtti Brad sér að segja, „nema hvað þér getið skrifað reikning á hana fyrir nýjum rafgeymi. Þessi hefur skemmst, og ég held það sé ekki hægt að gera við hann.“ Thompson gægðist yfir öxl Brads. „Það er víst rétt hjá þér. Kannske getum við fengið hana til að kaupa nýjan. Hún ætlar að fara að gifta sig og peningar hafa mikla þýðingu fyrir hana.“ „Áreiðanlega,“ sagði Brad. „Kærasti hennar er myndarpiltur," sagði sá gamli. „Mel Edgren. Vann einu sinni hjá mér, en hann var á vélvirkjaskóla á kvöldin. Nú er hann lærlingur hjá vél- smíðafyrirtækinu Snaveley-Blaloek. Þér hefur aldrei dottið í hug að fara í kvöldskóla, Manton ?“ „Nei.“ „Það væri ekki slæm hugmynd. Ég veit að þú hefur litið á mig sem strangan húsbónda ..." „Thompson . . . . “ byrjaði hann að mótmæla. „Reyndu ekki að neita því, Manton. Ekki fremur en ég myndi neita því, að þú ert stundum undarlegur í háttum.“ Brad svelgdist á. Hann fölnaði. Hann einblíndi fast á rafgeyminn, en það var eins og andlit gamla mannsins sveimaði fyrir augum hans. Honum fannst karlinn ligg.ja þarna blæðandi og barinn til óbóta. „En við höfum víst öll einhverja einrænishætti, meira eða minna,“ sagði Thompson. „Og þú ert yfirleitt prúð- ur og ágætur piltur. Þú ættir að hugsa frekar um þetta með kvöldskólann." „Já.“ „Maður gæti hliðrað eitthvað til með vinnutímann “ Karlinn hóstaði og skyrpti. „Ég vil gjarnan sjá menn koma sér áfram í lífinu. Ég veit að þú hefur tekið þessa vinnu héma af því að hún er sú bezta, sem þú gazt feng- ið. Alveg eins og Mel Edgren gerði.“ „Hvernig er hann?“ spurði Brad með áhuganeista í röddinni. „Mel? Prýðismaður. Tók sitt próf, fékk atvinnu, kynntist Betty Conway og varð svo lærlingur hjá Snav- ely-Blalock. Hann er af stórri fjölskyldu. Faðir hans vann við jámbrautirnar. Mel er skynsamur og dugleg- ur. Hann er ekki líklegur til stórræða, en verður sjálf- sagt verkstjóri þarna með tíð og tíma. Það er annað með Betty. Faðir hennar var efnaður. Hún er einkabarn. Þegar hún var uppkomin óku foreldrar hennar í skemmtiferð um eina helgi niður að ströndinni. Bílstjóri. sem var að flýta sér, missti stjórn á bíl sínum, slangr- aði út á öfuga akrein og dran þau bæði í hörðum á- rekstri. Mel hefur stundum minnst á þetta.“ Bíll ók upp að bensíndælunni. Brad flýtti sér burt frá masandi karlinum. Hann fyllti bensíngeyminn, at- hugaði hvort nóg væri af olíu og þurkaði framrúðuna án þess að sökkva sér niður í starfið. Fyrir innri augum hans fór mynd að skapast. Línur hennar voru óskýrar, og andlitið var sviplaust. En aðalatriðin voru skýr. Brad vissi hvernig Mel Edgr- en talaði og gekk, rólega en einbeittur, stillilega, en með þrótti og lífsgleði. Tal og framkoma Mels einkenndist af sjálfstrausti, sem var afleiðing af öruggri vissu hans á eigin verðleikum. Hugsunin um slíka persónu olli róti í sálarlífi Brads. Hann fann bæði til vanmáttar og reiði, þegar hann hugs aði um skipulagða og örugga tilveru slíkrar manneskju. Það var f jandakomið ekki réttlátt, að maður eins og Edgren skyldi geta runnið auðveldlega lífsskeið sitt, meðan aðrir áttu í basli. Hvemig myndi snjall maður eins og Edgren komast af, ef hann lenti sjálfur í basli. Hann hefði gott. af að prófa það. Hann ætti að kynnast því. Þegar Brad bar sitt auma líf saman við Edgrens, fékk hann sviðatár í augun. Ethel Manton stóð við slitinn vaskinn í litla, heita eldhúsinu og vaskaði upp eftir kvöldmatinn. Hún leit á handahreyfingar sínar í fitugu vatninu. Heitt vatnið og sápan gerðu húðina hrukkótta og af sömu orsökum urðu hendur hennar líkastar klóm. (Framhald í næsta blaði). Tií í . ' S A R P A N A K R t 0 Nl Ó T E N G I N N F A A U L A B Ó S K 1 N R S K E L 6 U N N A K Æ T L 1 K u N N A R A S Á M I N N I L A -Ð LA A s E tA A R ■O r R y S F R E K N A L A F 1 í A D U T A N G A R Ð s 1 L T u S L 0 N K R f A T N N 1 U T 1 N A K G A T A Ð A R S L Á S u M A R Ð Æ T I S £ N U R I ■Ð R / S T ICaupsýshi- tíðindi SlMI 81838 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ * Auglýsið í Nýjum Vikutíðindum ¥- ¥■ I ¥• ¥ I ¥

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.