Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Qupperneq 4

Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Qupperneq 4
4 NY VIKUTIÐINDI - Háir skattar Framhald af bls. 1. ið hefur undanfarin ár; og þótt innheimtunni kunni að verða framfylgt með aukinni hörku, þá skapar slíkt ekki árangur, nema að vissu marki. — Og þegar til þess kæmi, að almennt yrði farið að selja eignir manna til lúkningar skatta og gjalda, þá blasir sá vandi við, að bæjarfélögin verða að taka á herðar sér f jölda fólks og sjá því farboða með húsaskjól, og ekki myndi slíkt auka f jár ráð þeirra og framkvæmda- getu. —O— - Málaferli FramhaJd af bls. 8. riks Jörgensens, en lánað svo fyrirtækjum þessinn nýtt starfsfé til áframhaldandi reksturs. Óskiljanlegast í þessu sam bandi er helþögn allra flokks blaða stjórnmálaflokkanna um mál Friðriks Jörgensens. - Búrfells- virkjunin Framhald af bls. 1. Aðrir útlendingar, sem við þessar framkvæmdir starfa, eru amerískir eftirlitsmenn, sem eru fulltrúar Alþjóða- bankans og annarra lána- drottna, Japanir, sem vinna að því að fóðra neðanjarðar- göngin. ’ Einhverra hluta vegna virð ast Svíarnir við Búrfell vera hvað atkvæðamestir, en yfir- maður allra framkvæmdanna er háaldraður sænskur verk- fræðingur. Þá eru flestir verkstjór- amir við framkvæmdirnar sænskir og segja gárungarn- ir, að verkstjórarnir séu fleiri en þeir, sem verkin eiga að vinna. Þótt hér sé ef til vill um ýkjur að ræða, er sjálfsagt að taka til athugunar, hve mikið af „ónýtu“ vinnuafli er starfandi við Búrfell. Allur vinnufatnaður til Búrfells er fluttur til lands- ins tollfrjálst (hér er vafa- laust inn stuðning ríkis- stjórnarinnar við íslenzkan iðnað að ræða). Þá eru alls kyns vélar og tæki einnig flutt til landsins með þessum hætti. Þannig er stór byrgðaskáli fullur af toll- frjálsiun varningi á staðnum og spyrja menn að vonum, hvort hugsanlegt sé að eitt- hvað af hinum tollfrjálsa varningi „leki“ út úr skemmu þessari án vitundar tollyfir- valdanna. Það, að kostnaður við Búr fellsframkvæmdirnar er kom. inn langt fram úr áætlun, er kennt hörðum vetri og nátt- úruhamförum. Vonandi er það rangt, sem er að verða altalað hérlendis, að alls kyns handvömm sé daglegur viðburður við þessar fram- kvæmdir og kunnáttu og þekkingarleysi ýmissa til- kvaddra sérfræðinga hafi þegar kostað stórfé. Þá er sú gróusaga á kreiki að einhver fyrirtæki hafi lok að fyrir lánsviðskipti v:ð Fosskraft af einhverjum á- stæðum, en vonandi hefur ;:á söguburður ekki við l'Ó'k Q-0 styðjast. - Állsherjar uppgjör Pramhald af bls. 1 verði sem mest og bezt. Er næsti áfanginn í þeim efnum að stuðla að auknum fiski- veiðum á öllum fiskitegund- um og koma í veg fyrir að landbúnaðurinn verði of harkalega leikinn vegna óhag stæðrar veðráttu, hafíslaga og öllum þeim tilkostnaði er slíkt hefir í för með sér. Hin gamla setning Ey- steins Jónssonar frá gömlu kreppuárumun, er hann sagði: — það á ekki að skipta um fólk í sveitunum — á enn við, og hið sama á við í sjávarútveginum í stór- um dráttum, en vel kemur til mála að færa útgerðarrekst-. ur og landbúnað til nýtízku- legra horfs en nú er. En for- !> gangan um slíkt á að koma frá fólkinu til sjávar og sveita með réttmætum stuðn- ingi ríkisvaldsins og f jármála stofnana. Islendingar þurfa á næstu árum að láta sér verða meira úr afrakstri lands og sjávar en verið hefir hin síðari árin, enda þarf vart að óttast að hinn nýríkra háttur virðist ekki fljótlega af þjóðinni og að þjóðinni sem heild skiljist farsæld hins sígilda lögmáls: í sveita þíns andlits skaltu brauðs þíns neyta. En mikilsvert og aðkall- andi viðfangsefni er að finna breytt en þjóðnýt verkefni fyrir hinar ónotuðu og hálf- byggðu síldarverksmiðjur og nýtt skipulag á síldarvinnsl- unni, sem sé við það miðað að nýta síldaraflann sem mest og bezt, en þó í sem fæstum verksmiðjum og síldarverkun arstöðvum og auka vöruvönd Þegar sólin er hæst á lofti og skín dag eftir dag eftir kaldan vetur, nýtur fólk þess að vera klæðalítið eða uakið í vorþey og sólaryl. unina á öllum vörum bæði til lands og sjávar, bæði innan- landsneyzlu og útflutnings. Það er þegar tímabært fyr- ir ríkisvaldið að láta fram- kvæma athugun á því, hvar eru ónotaðar síldarverksmiðj- ur og fiskverkunarstöðvar, eða lítt nytjaðar, og hvar við á að sameina slíkan rekstui', og þá samhliða að fram- kvæma athugun á því til hverra nota slíkar byggingar henta sem verk- efni skortir fyrir. Nú er það staðreynd, sem of lítið er rædd, að Islend- ingar standast illa samkeppni um hreinlætishætti í fram- leiðslu matvæla til útflutn- ings og að sívaxandi kröfur eru gerðar erlendis í þessum efnum. Þannig er statt hjá land- búnaðinum, að það eru til- tölulega fá sláturhús, sem uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru erlendis í sam-s bandi við slátrun búfjár. Á þessu sviði er þörf skjótra úr bóta og virðist þá koma til greina athugun á því, hvort hægt væri að breyta einhver j um af verkefnalausum bygg- ingum sjávarútvegsins til slíkra nota. Nú, þegar fjár- rekstrar eru að leggjast nið- ur í sínu gamla formi og féð er í vaxandi mæli flutt á bíl- um, þá skiptir sjálf staðsetn- ing t.d. sláturhúsa ekki öllu máli, séu þau í góðri hafnar- aðstöðu. Þá gæti komið til greina að í vissum tilvikum væri hægt að breyta byggingum, sem nú nytjast ekki samkvæmt upphaflegum tilgangi, 1 skóla hús, hótel og ýmislegt fleira, sem hér verður ekki talið upp. En höfuðnauðsyn er að gera fjármagn það, sem bundið er í slíkum bygging- um, arðbært og láta það þjóna þjóðarhag.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.