Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Blaðsíða 5
N Y VIKUTIÐINDI a saags 33^0 Sunnudagur 16. júni. 6.00 Helgistund. 6.15 Hrói höttur. Okurkarlinn (2. kafli). 6.40 Bollaríki. Ævintýri fyrir yngstu áhorfenduma. 7.00 Hlé. 8.00 Fréttir. 8.20 Forsetaembættið. Tveir lögvísindamenn, Bene- dikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari og Þór Vilhjálmsson, pró- fessor, ræða og fræða um embætti þjóðhöfð- ingja Islands. 8.50 Myndsjá. Innlendar og erlendar kvikmyndir um sitt af hverju. 9.20 Maverick. 10.05 Njósnarinn. Kvikmynd. Jack Lord og Shirley Knight leika. Mánudagur 17. júní. 8.00 Fréttir. 8.30 Þjóðhátíðarræða for- sætisráðherra dr. Bjarna Benediktssonar. 8.40 Ávarp fjallkommnar. 8.45 Ný Islandskvikmynd frá Ferðaskrifstofu rík- isins. 8.05 Gaudeamus igitur. Menntaskólinn að Laug arvatni sóttur heim á skólaslitadag. 9.35 Benjamín Britten og tónlistarhátíðin í Alde- burg. 10.30 Ó, þetta er indæll heimur. Skemmtiþáttur frá norska sjónvarpinu. Þriðjudagur 18. júní 8.00 Fréttir. 8.30 Erlend málefrii. 8.50 Denni dæmalausi. 9.15 Regn. Listræn mynd og ljóðræn frá Þýzka- landi án orða eða tón- listar. 9.30 Glímukeppni sjónvarps- ins (5. hluti). Sigurveg- arar úr 3. hluta og Norðlendingar keppa. 10.00 íþróttir. Miðvikudagur lr. júní. 8.00 Fréttir. 8.30 Fréttamenn sjónvarps- ins og hljóðvarps ræða við forsetaefnin. 9.20 Dickenssögur. 9.45 Hér gala gaukar. Föstudagur 21. júní. 8.00 Fréttir. 8.35 Á öndverðum meiði. Umsjón: Gunnar G. Schram. 9.05 Atlantshafsbandalagið og framtíð þess. 9.35 Dýrlingurinn. 10.25 Krabbamein í brjósti. Læknisaðgerðir og ann- að þar að lútandi. Laugardagur 22. júní. 8.00 Fréttir. 8.25 Ástin hefur hýrar brár. Þáttur um ástina á vegum Litla leikfé- lagsins. Flutt er efni eftir Tómas Guðmunds- son, Þórberg Þórðar- son, Gylfa Þ. Gíslason, Sigfús Daðason, Böðv- ar Guðmimdsson, Sig- urð Þórarinsson, Litla leikfélagið o.fl. 8.55 Pabbi. 9.20 Úr fjölleikahúsunmn. 9.45 Lærðu konumar. Leik- rit í 5 þáttum eftir Moliére. iiM * hi i ti im oiim ), i iii ti Svo eru það bankamir,f svo ekki sé gleymt greyinu honum Katli. Það verður ekki dregið öllu lengur að leggja hömlur á hina gengd- arlausu útþenslu bankakerf- isins, fækka nöfnum bank- anna, með því að sameina nú verandi banka og sjóði, og taka mikið af núverandi bankabyggingum til annarra aðkallandi nota — t.d. fyrir skóla og ríkisstofnanir — og láta endurmeta eðlilega þörf bankanna fyrir starfslið, sem gæti leitt bæði til fækkunar og sparnaðar. Þjóðinni væri það mjög heppilegt, að þessi mál yrðu tekin meira á dagskrá en ver ið hefur og að fólkið í ná- grenni við hin ónytjuðu mannvirki léti til sín heyra í þessum efnum og gerði tillög ur um breytt not og heppi- legra framtíðarskipulag um starfrækslu atvinnufyrir- tækja. Skandinavíuíerðir Loftleiða Um síðustu helgi Loftleiðir íslenzkum blaða- mönnum til Kaupmannahafn- ar með viðkomu í Osló og Gautaborg. Tókst sú ferð með ágætum. 1 tilefni af því lét blaða- fulltrúi félagsins, Sigurður Magnússon, blaðamönnum í té ýms minnisatriði varðandi rekstur Loftleiða og er þetta niðurlag þess pistils. Það er Loftleiðum mikið hagsmuna- og metnaðarmál, að farsæl skipan komist nú á hinar nýju Rolls-Royce- Skandinavíuferðir félagsins með auknum viðskiptum og vaxandi vinsældum hinna nýju „veizluferða“ félagsins. En það er ekki einvörðungu hagsmuna- og metnaðarmál hinna rúmlegu 11 hundruð starfsmanna félagsins. Það er miklu fremur mikilvægt *>m-x-**** >*-x-4->«->«->f>«->f ><->♦■>♦->♦-♦>♦- >m***********************£. Gí tarkenn sla Kenni á gítar, mandólín, banjó, balalaika og gítarbassa. Giinnar H. Jónsson Fraranesvegi 54 — Sími 2 3 8 2 2 Sjónvarnsloítnet Tek að mér uppsetningu, viðgerðir og breytingar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. Útvega allt efni, ef óskað er. Sanngjamt verð og fljótt af hendi leyst- Upplýsingar i síma 1-6-5-4-1 frá kl. S—6 og 1-4-8-9-7 eftir kl. 6. bauð^* íslenzkt mál, spursmál, sem alla Islendinga varðar, hvort leysast muni þjóðinni allri til tjóns eða hagsældar. Á það var minnt á síðasta aðalfundi félagsins, hinn 31. f.m., að á árunum 1963 - 1967 hefði heildarframlag Loftleiða til þjóðarbúsins numið kr. 987,644,000,00. Þar eru talin laun greidd hér á landi, skattar og tollar. Séu skattar starfsfólks innifaldir hækkar þessi liður um tæpar 387 milljónir. Á þessu tíma- bili skilaði félagið til hér- lendra banka kr. 1,002,164,- 000,00 umfram þær upphæð- ir, sem félagið varði til flug- vélakaupa og annarra þeirra nauðsynja, sem greiddar eru með erlendum gjaldeyri. Þessar tölur einar ættu að gefa nokkra vísbending um það, að það skiptir íslenzkt þjóðarbú eigi allsmáu, hvort hundraðshlutinn frá Skandi- navíu fellur á sjö ára tíma- bili úr 58% niður í 14%, eins og reyndin varð á árabilinu 1960 — 1967. Næstu sjö árin verða íslendingum mjög ör- lagarík í þessum efnum sem öðrum. En e.t.v. skiptir það mestu máli, hvort við lærum það á því sjö ára tímabili, er nú fer í hönd, sem okkur tókst —- því miður — ekki á hinu, sem nú er að baki, að standa einhuga vörð um hags muni þeirra, sem færa þjóð- inni mesta björg í bú, hag okkar allra, þann heilbrigða metnað, að verða hvort tveggja í senn, sæmilega bjargálna og liðtækir til loiks á hinum alþjóðlega vettvangi harðrar samkeppni um sæmi- legan feng af hinum gjöfulu mörkuðum flugleiðanna yfir N orður-Atlantshafið. Ég hef tekið ofanritað sam an í dag til þess að ágætir ferðafélagir mínir geti lesið sér það til dægrastyttingar á morgun milli þess, sem við njótum veitinga frammistöðu fólks Loftleiða í ferð okkar til Kaupmannahafnar. Vera má að eftir heimkomu okkar n.k. þriðjudag telji einhverjir að e.t.v. megi styðjast við samantekt þessa í frásögninn þeim, er ég vona að birtist frá ferð okkar síðar meir, og er það af minni hálfu velkom <s>------------------------ ið, þar sem ég vona að minn- isatriðin frá sjálfu ferðalag- inu varði fyrst og fremst það sem geyma þarf af því skemmtilega og fræðandi, sem ég vona að verði 1 þeirri ferð, er ég spái að okkur þyki öllum fremur of stutt en löng til þeirra góðkynna, sem ég vona að við megum nú öll njóta. Fæst orð - minnst áhyrgð

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.