Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Síða 1

Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Síða 1
Fjölbreytt sumar- leyfisefni: (Sjá inni í blaðinu) 1 Föstudagurinn 19. júlí 198 8 — 26. tbl. 9. árg. Verð 13.00 krónur. Túristum blöskrar Hallærisástand í veitingamálum Skoðanir ferSamálaráðs hundsaðar? Þá fer ferðamannastraum urinn að komast í algleyming og er talið að hingað til lands muni þessu sinni koma mun fleiri túristar en nokkru sinni fyrr. Maður skyldi því ætla að stjórnvöldin hefðu hug á að gera eitt og annað til að þókn ast þeim ferðamönnum, sem hingað koma, en því er sann arlega |ekki að heilsa. Skil- yrði til að taka á móti ferða- mönnum á þeim stöðum, sem hvað mest eru auglýstir, eru svo fyrir neðan allar helíur að engu er ííka(ra en verið sé að reyna að ergja ferða- [ fólk, sem kemur hingað til1 lands. Það sem útlendum ferða- mönnum gengur verst að skilja, er hin fáránlega áfeng islöggjöf, sem Islendingar búa við. Vonlaust er að reyna að skýra það fyriibrigði, að áfengur bjór skuli ekki vera á boðstólum, þótt leyfilegt sé að kaupa hér og drekka allar hugsanlegar tegundir sterkra drykkja. Þeir ferðamenn, sem hing að koma, teljast flestir' til siðmenntaðra þjóða, og geng ur fólki þessu því skiljanlega illa að átta sig á öllum þeim skrælingjahætti, sem Islend ingar búa við varðandi á- fenga drykki. Framhald á bls A Þær baða sig naktar í Þingvallavatni og tr úa því varla hvað öldurnar rísa þar liátt. Deilt á Seðlabankann AuSSegð íslenzku þjóðarinnar felst í þrennu Seðlabankinn er sú af bankastofnunum landshxs, sem mestri gagnrýni sætir af fjármálastofniunum lands- ins. Þó mun það eiga við um þá menn, sem þeim banka stýra, að þeir séu allir hinir vænstu menn, en það er kerf ið, sem virðist vera þeim of- jarl; en kerfi Seðlabankans stjórxiarstefnuna speglar hvað bezt. Seðlabankinn, og það á við um íslenzku bankana yfir- leitt, er ekki banki í þess orðs fyllstu merkingu, heldur er hann miklu fremur eins- konar stjórnardeild, sem á að gegna ákveðnum hlutverk um í stjórnmálakerfi lands- ins, og að mörgu alóskyldu bankastarfsemi, hvað þá hlut verki bankastofnunar, sem hefur seðlaútgáfu landsins með höndum og yfirstjórn bankastarfseminnar í land- inu, ásamt gjaldeyrisvið- skiptxun þjóðarinnar. Með vissum hætti má telja að bankastarfsemin í landinu hafi farið úr böndimum, eft ir að löggjafaivaldið færði Seðlabankann í núverandi horf. Hann hefur sem fram- kvæmdahandhafi fjármála- stefnu viðreisnarstjórnarinn- ar staðið fyrir og átt hlut að hinni ráðleysislegu þenslu bankakeijfisins og þeim aukna tilkostnaði, sem þessi þensla hefur orsakað/ auk þess sem stofnaðir hafa ver- ið nýir peningalausir og verkefnalitlir bankar, að ekki sé talað um öll banka- útibúin, sem fyrst og fremst eru staðsett á þéttbýlissvæð- (Framh. á bls. 4) Sumarieyfin standa núsemhæst og er ráðgert að næstu tvö tölublöð komi ekki út, þ. e. hinn síðasta í júlí og íyrsta í ágúst (verzlunarmannahelgin). Ritstióri Islenzkt skólafólk sveltur á kostnað * erlendra manna er hér vinna með fríðindum Gjaldeyrisstaða landsins fer versnandi frá mánnði tii mánaðar og alltaf sígnr þar á ógæfuhlið án þess nokkrar raunhæfar ráðstafanir séu gerðar af hálfu stjórnarvald- anna til úrbóta. En meðal atvhinulegra vandamála er mikið rætt um atvinnuleysi skólafólks, sem vel kann að leiða til þess að fjöldi ungmenna verði ýmist að hætta eða seinka námi sínu, og væri livortveggja illt. En nú skal gerð tilraun til þess að víkja nokkru nánar að gjaldeyriseyðslunni annars vegar og svo atvinnu skórti skólafólksins á hinn bóginn. Sú staðreynd blasir víða við, að mikill fjöldi útlend- inga er við launuð störf á Is- landi, ekki sízt í fiskiðnaðin- um og við allskyns þjónustu- stöíí og nýtir atvinnu- og tekjuöflunarmöguleika, sem gæti skapað fjölda skólafólks atvinnu. Þetta erlenda fólk fær laun sín, rnnfram eyðslu hérlendis greidda í erlendum gjaldeyri og það eru engar smáupphæð ir. Margt af þessu erlenda fólki lifir spart og leggur1 á- herzlu á það eitt að afla fjár. og breytir svo kaupi sínu viku- og mánaðarlega í er- lendar ferðaávísanir, sem það kaupir hjá gjaldeyris- bönkunum íslenzku. Þess eru dæmi, að útlend- ingar, sem hén vinna, hafa haft upphæðir, sem skipta hundruðum þúsunda í erlend um ferðaávísunum frá ís- lenzkum bönkum. — Og það er ekki öll vitleysan eins; til viðbótar því, að þetta erlenda fólk fær oft bæði frítt hús- næði og fæði, sem þvi er ekki reiknað til tekna þegar því eru reiknaðir skattar af tekj- um sínum, þá eru þau ákvæði í gildi, að ef fargjöld landa á milli, hvort sem er með flug vélum eða skipum, eru greidd í erlendum gjaldeyri, þá þarf Framhald á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.