Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Blaðsíða 5
NY VIKUTIÐINDI
9
æ Ur heimspressunni *
„SEX“
Tveir frægir kvikmyndaleikarar, þeir Kex Harrison og
Richard Bnrton, hafa samþykkt að leika tvo hómósexú-
alista í kvikmyndinni ,,Stiginn“ eftir samnefndri sögu
eftir Charles Dyer.
Ehzabeth Taylor, kona Burtons, hefuí ekkert við
þetta að athuga, en ýmsar óánægjuraddir hafa komið
fram frá aðdáendaskara Harrisons, því hann hefur ver-
ið uppnefndur „Sexy Rexy“.
„GLAHA EKKJAN“
Odile Rubirosa, hin þrítuga ekkja gleðimannsins Por-
firio Rubirosa er beið bana í bílslysi fyrir nokkrum ár-
um, býr nú í París og tekur svo mikið þátt í skemmt-
analífinu þar, að hún er kölluð „Káta ekkjan.“
Hún klæðir sig mjög djarflega og gerir mikið af því
að ganga í gagnsæum blússum, án þess að vera með
brjóstahöld, en það er nú að færast í tízku.
BLÓM OG HUNDUR
Brigitte Bardot, franska sexstjarnan nr. 1, vekur allt
af mikið umtal.
Nýlega heimsótti hún borgina Granada á Spáni og
gekk þar um götur í uppháum leðuflstígvélum og svo
stuttu pilsi að vegfarendur stönzuðu og gláptu á hana,
svo að umferðin komst á ringulreið. Og þegar borgar-
stjórinn ætlaði að hylla hana með blómsveig, sendi hún
honum hann til baka með þeim ummælum, að „hún tæki
við blómum frá ókunnugum karlmönnum!"
Þegar hún svo var á fer-ðalagi um Sviss í snjóhvítum
Rolls Royce. sem kolsvartur negri ók (sjálfsagt vegna
kontrastanna). kom hún auga á grindhoraðan flækings
hirnd á vegimun. Hún tók hundinn upp í bílinn, ók til
næstu kráar og gaf honum mat og mjólk. — Nú eltir
hundurinn hana hvert sem hún fer.
ÓTRÚLOFUÐ
Dóttir Charles Chaplins, Josephine, sem er 18 ára, var
nýlega á ferðalagi um Irland með 29 ára gömlum grísk
um milljónamæringi, Nicholas Sistovaris.
Þegar blaðamenn spurðu, hvort þau ætluðu að gifta
sig, svaraði hún með klassiska svarinu: „Við erum bara
góðir vinir!“ — Sistovaris kvað þau ekki vera opinber-
lega trúlofuð, en að frídagarnir á Irlandi gæfu tækifæri
til þess að ræða ítarlega þetta athyglisverða umræðu-
efni.
„RÆKJAN“ KAUPIR LÓÐ
Dýrasta fyrirsæta eða model í heimi, Jean Shrimpt-
on, „Rækjan'* svokallaða, hefur nýlega keypt séi' lóð
á eyjaklasanum Seychellene í Indverska hafinu fyrir
150.000.00 krónur. Ætlar hún sér að byggja þar, hvenær
sem það verður.
En erfitt verður að ferðast þangað. Fyrst þarf að
fara í flugvél til hafnarborgarinnar Mombasa í Kenía á
austurströnd Afríku, og þaðan á ferjubát sem fer á
hálfsmánaðar fresti og err þrjá daga hvora leið.
Þá hlyti að vera betra að kaupa sér hús til dæmis í
baðstrandarborginni Brighton, en þangað er klukku-
tíma ferð með járnbrautarlest frá London.
HÆTTIR AÐ LEIKA
Enski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn David Niv-
ien verður sextugur á næsta ári og hefur þá ákveðið að
hætta að leika og helga sig einkalífi sínu. Kveðst hann
ætla að kynnast betur konunni sinni, Hjördísi, sem er
sænskrar ættar og fædd í Svíþjóð.
Eilíf ferðalög í sambandi við kvikmyndaleik, hefur
valdið því, að hann hefur ekki getað helgað konu sinni
og tveimur dætt'um nema litlu af tíma sínum, þau 11
ár, sem þau hafa verið gift.
En nú skal þessu breytt!
AUÐUG SKÁLDKONA
Ameríski rithöfundurinn Edna Ferber er nýlátin, 80
ára að aldri. Hún var dóttir kaupmanns af gyðingaætt-
um í smáborg í Iowa, þar sem mikið gyðingahatur' ríkti.
Edna ákvað því st.rax í æsku að verða fræg til þess að
geta skákað hrokagikkunum í heimaborg hennar.
Hún varð heimsfræg fyrir margar bækur sínar, t.d.
„Show Boat“ sem kvikmynduð varl og Ava Gardner lék
1. Alls skrifaði hún 42 bækur, sem prentaðar voru í
milljónum eintaka. ,
Þegar hún andaðist, lét hún eftir sig tvær milljónir
dollara, svo að hún hafði sýnt það svart á hvítu, að á-
stæðulaust var að sýna henni fyrirlitningu.
Segjum svo að maður geti ekki orðið ríkur á því að
skrifa!
EKKJA NAKIN I BELTISSTAÐ
Það varð uppi fótur og fit í þýzka kauptúninu Mark-
öbel í Hessen, ekki alls fyrir löngu, þegar fertuga ekkj-
an Edda Sch., spígsporaði um göturnar nakin í mittis-
stað.
Lögregluþjónn þorpsins fór með ekkjuna heim til
hennar, en kortéri síðar var hún aftur komin út á götu
eins klædd og áður. Nú varj farið með hana á lögreglu-
stöðina, og þar sagði Edda, sem er frá Beriín, að sig
hefði langað til að lífga svolítið upp á þetta leiðinda-
pláss. Hún fékk 1500 króna sekt fyrir „götuóspektir" —
en sjálfsagt hefur henni fundist tilraunin borga sig!
1 Þýzkalandi er refsivert að sýna sig fáklædda, en í
Bandaríkjunum tíðkast nú æ meir> að sýna líkamshúðina
sem mest nakta, eftir því sem vikublaðið TIME segir.
Tízkufrömuðurnir þar setja nú t.d. á markaðinn kjóla,
sem eru berir í bakið niður fyrir rófubein!
ývingjarnlegt.
7. Dragðu úr slúðursögum.
Gerðu þér að reglu að segja
aldrei neitt um aðra, nema
það sé eitthvað gott.
8. Sýndu nærgætni og
taktu fullt tillit til tilfinninga
meðbræðra þinna. Glósur og
gamansögður' á annarra
kostnað svara sjaldan kostn-
aði og geta sært, þar sem
sízt mátti eiga á von.
9. Taktu ekkert tillit til
móðgana og illgjarnra orða í
þinn garð. Láttu bara eins og
enginn trúi þeim.
10. Vertu ekki of upptek-
in af skyldum þínum. Leystu
verk þitt vel af hendi, vertu
þolinmóð og skapgóð, hugs-
aðu sem minnst um mikil-
vægi sjálfs þín, og þér mun
launað verða.
— ☆ —
Ertu ástfangin?
Ert þú raunverulega ást-
fangin ?
Ef þú svarar eftirfarandi
spurningum af nákvæmni og
samvizkusemi — muntu kom
ast að raun um hvort þú ert
raunverulega ástfangin eða
hvort þú lætur aðeins blekkj-
ast af augnablikshrifningu
og góðu útliti.
1. Hafið þið mörg sameig-
inleg áhugamál?
2. Finnur þú til stolts, þeg
ar þú berð hann saman við
vini þína eða kunningja?
3. Verður þú vör eirðarleys
is í fjarveru hans?
4. Nýtur þú samverunnar
með honum, jafnvel þegar
þið rífist ?
5. Finnur þú til löngunar
til að þóknast honum, og læt
ur þú með gleði imdan, til
< þess að halda friðinn ?
6. Langar þig í raun og
veru til að giftast honum ?
7. Hefur hann eitthvað við
sig, sem þú vildir að kæmi
fram í bömum þínum?
8. Dást vinir þínir eða
kunningjar að honum og á-
líta þeir ráðahaginn heppileg-
an?
i-s
KVENNADALKAR
////
Aðalreglur umgengnismenningar
1. Segðu alltaf minna en
þú hugsar. Temdu þér lága,
sannfærandi rödd. Oft hefur
meiri þýðingu, hvernig þú
segir eitthvað, heldur en
hvað þú segir.
2. Vertu spai' á loforð, en
haltu þau alltaf, hvað svo
sem það kann að kosta þig.
3. Hrósaðu því, sem vel er
gert, hver sem í hlut á. Ef
þörf er á gagnrýni, þá ætti
W-
m
hún alltaf að vera leiðbein-
andi, aldrei illgimisleg.
4. Hafðu áhuga á öðrum;
áhuga á störfum þeirra og
fjölskyldu. Láttu sérhvern,
sem verður á vegi þínum,
hversu smár sem hann kann
að vera, finna, að þú álítur
hann mikilvægan.
5. Vertu léttlynd. Feldu
þrautir þínar, áhyggjur og
vonbrigði á bak við bros.
6. Rökræddu, en stældu
ekki. Það er táknrænt fyrir
menntað og gáfað fólk, að
geta andmælt, en þó verið<vanum
9. Halda foreldrar þínir að
þú sért ástfangin ? (Þeir eru
mjög glöggskyggnir á slíkt).
10. Ertu farin að ráðleggja
— að minnsta kosti með
sjálfri þér — hvers konan
brúðkaup á að fara fram,
eða hvemig þú vilt að heim-
ilið og börnin verði?
Ef þú, án þess að brjóta í
bága við sannfæringu þína,
svarar 7 eða fleirum játandi,
ertu án efa ástfangin. En ef
þú getur ekki svarað 7 ját-
andi, er hæpið að þú sért það.
Vera kann að það stafi þó af
of lítilli kynningu og getur
því hæglega lagast með tím-