Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Síða 2
!
N Y VIKUTlÐINDI
NÝ VmiITlÐNIDI
koma út á föstudögum
og kosta kr. 13.00
Útgefandi og ritstjóri:
Geir Gunnarsson.
Ritstjóm og auglýsingar
Kloppsvegi 26 II.
Sími 81833 og 81455
Prentsmiðjan ÁSRÚN
Hverfisgötu 48 - S. 12354
Klærnar sýndar
Rándýr eins og kötturinn
geta virst elskuleg og þýð-
lynd, en þegar minnst varir
koma klæmar í ljós, og þá
fer sakleysisbragurinn af
þeim.
Við þekkjum öll glamur
kommúnista um föðurlands-
ást og alla þá blessim, sem
hlýzt af kommúnistisku þjóð
skipulagi. En ef þjóðir eins
og Ungverjar ætla að rísa
gegn þessari ,,blessun“, eru
ekki einungis klær og víg-
tennun sýndar heldur eru
þær líka notaðar í ríkum
mæli. Samt eru til íslenzkir
menn, sem halda fram mál-
stað þessara böðla og væru
vísir til að gerast leppar
þeirra hér á landi, ef tæki-
færi gæfist.
Nú eru Tékkar að losa sig
úr viðjum kommúnistakúgun
ar, og þá stendur ekki á sov
ézku flokksforustunni í
Moskvu að sýna klæmar.
Það er eins gott að við Is-
lendingar gerum okkur ljóst,
að ef Sovétstjórnin og lepp-
um hennar tekst að ná tang-
arhaldi á einhverju þjóðlandi
þá er ekki von á góðu. Það er
sízt vænlegra en þegar Is-
lendingar voru svo ógæfusam
ir að lenda imdir stjóm Há-
konar Noregskommgs fyrr á
öldum — og við urðum svo
síðar í aldaraðir að þola kúg
un erlendra einræðisherra,
sem vom óhræddir við að
sýna klærnar.
Það mega þó Bandaríkja-
menn eiga, að þeir hafa
aldrei skipt sér af innanríkis-
málrnn okkar, jafnvel þótt
þeir hafi herbækistöð hér á
ladi og forseti þeirra hafi
hundsað forsætisráðherra
okkar, þegar hann kom í
heimsókn til Washington.
Frelsinu megum við aldrei
týna, hvorki til austurs né
vesturs.
DÆGRADVÖL
í sumarfríi
4>
SMÁPENIN GABRELLA
Leggið sex smápeninga
þannig, að þeir myndi rétt
horn. (1 er í horninu, 2 lá-
rétt og 3 lóðrétt). Færið einn
til svo að fjórir peningar
verði bæði 1 láréttu og lóð-
réttu röðinni.
KARLMAÐUR
OG KVENMAÐUR
Ef tveir eða þrír af kunn-
ingjum þínum eru í heimsókn
hjá þér, er þetta tilvalinn leik
ur. Þú byrjar' á því að skýra
fyrir þeim, að hver og einn
sé að meira eða minna leyti
bland beggja kynja, því að
hann sé getinn bæði af karl-
manni og kvenmanni. Nú seg
ist þú ætla að komast að
raunt um í hvort kynið þeir
kippi. Svo biður þú kunningj
ana um að gera eftirfarandi.
1. Kveikja á eldspýtu.
2. Drekka vatn úr glasi.
3. Horfast í augu við þig.
4. Líta á neglurnar á sér.
Að svo búnu segir þú hverj
um og einum, hvort hann er
25%, 50%, 75% eða 100%
karlmaður eða kvenmaður.
Þú skilgreinir það þannig:
Konan strýkur eldspýtunni
frá sér, þegar hún kveikir á
eldspýtu, en karlmaðurinn að
sér. Konan lítur yfir glasið
þegar hún drekkur úr því, en
karlmaðurinn horfir niður í
það. Augnaráð kvenfólks er
reikandi, en karlmaðurinn
horfir beint í augu þér. Kven
maðurinn á vanda til að snúa
lófunum niður á við og fingr-
unum frá sér, en karlamðui'-
inn snýr lófanum upp á við
og kreppir fingurnar að sér,
þegar hann lítur á neglumar.
FLUTNINGUR YFIR A
Maður' nokkur á ref, gæs
og kompoka. Hann ætlar að
flytja þessar eignir sínar yfir
á nokkra og hefur svo lítinn
bát til flutningsins, að hann
getur aðeins flutt sig og eitt
hinna í einu yfir. Ef hann
skilur refinn og gæsina eftir
á öðrum hvorum bakkanum,
étur refurinn gæsina, og ef
hann hinsvegar skilur gæs-
ina eftir hjá kornpokanum,
étur gæsin komið. Hvernig á
hann að flytja refinn, gæsina
og kornið yfir á bátnum, séí.
að skaðlausu?
HVE MARGAR HÆNUR
Bóndakona var spurð,
hversu margar hænur hún
ætti. Hún svaraði: „Þegar ég
gaf þeim í morgun og þær
komu hlaupandi, sá ég tvær
hænu^, eina hænu fyrir aftan
tvær hænur og eina hænu
milli tveggja hæna“. Hversu
margar átti hún?
LOKAÐA KEÐJAN
Maður þarf á að halda
keðju, sem myndar lokaðan
hring og ei' þrjátíu hlekkir á
lengd. Hann getur fengið
hana keypta fyrir kr. 17.50,
en á hins vegar sex óslitna
keðjubúta, sem hver fyrir sig
er fimm hlekkir á lengd. Nú
kostar það hann krónu að
opna hvem hlekk, en 2 kr. að
loka honum aftur. Spurning-
in er sú, hvort það borgar sig
betur fyrir hann að kaupa
nýja keðju eða láta smíða
sér lokaða keðju úr bútunum
sem hann á.
eldspYtnaþraut
Raðið 3 eldspýtum sam-
hliða á borð. Biðjið einhvern
um að breyta afstöðu mið-
spýtunnar til hinna, án þess
að snerta hana.
gatur
1. Ég á hvorki systur né
bræður, en faðir þessa manns
er sonur föður míns. Hvernig
gat það verið?
2. A á stegg. Ef steggur-
inn ve^pti á lóðinni hjá B,
hvor ætti þá eggið?
3., Hálfdán fékk 12.500 kr.
hjá Hallgrími fyrir hest,
sem svo var seldui' fyrir 19.-
200 kr. Hvað hagnaðist hann
á verzluninni?
4. Sjö menn komu sér' sam
an um að borða kvöldverð
saman við sama borð á hverj
um degi, þannig að þeir sætu
alltaf í mismunandi sætaröð.
Hvað þurftu þeir að borða
marga kvöldverði?
REYNDU
Teiknaðu ferhyrning með
hægri hendi og hring með
vinstri hendi um leið.
GAMANBRELLUR
Það væri hægt að ætla, að
eftirfarandi veðmál væru ill-
vinnandi. En það eru brögð í
tafli, svo að ekkert er auð-
veldara en að vinna þau, ef
þú veizt í hverju brellan er
fólgin.
1. Eg skal veðja um, að
ég kemst 1 gegn um skráar-
gat.
2. Eg skal veðja um, að ég
get hoppað hinum megin við
götuna.
3. Ég skal veðja um, að ég
á meiri peninga á mér en þú
átt, alveg sama hvað þú átt
mikið.
4. Ég skal veðja um, að ég
get staðið í minna en tommu
fjarlægð frá þér, án þess að
þú megnir að snerta mig.
5. Ég skal veðja um, að ég
get skrifað miklu lengra orð
en þú getur alveg sama hvaða
orð þú skrifar.
6. Ég skal veðja um, að ég
get tekið upp hlut af borð-
inu, án þess að koma við
hann.
7. Ég skal veðja um, að ég
get dýft fingri ofan í fullan
bolla af te, án þess að bleyta
fingurinn.
8. Ég skal veðja um, að
ég get staðið undir yfirborði
vatns í meira en mínútu.
9. Ég skal veðja um, að ég
get getið nær réttu ártalið á
peningamjmt heldur en þú, ef
ég má geta helmingi oftar
en þú.
10. Ég skal veðja um, að
ég get látið krónu og tíeyr-
ing á borðið og látið svo
krónuna undir tíeyringinn, án
þess að snerta krónupening-
inn.
HVERSU RlKUR?
Einn fimmti hluti af pen-
ingaeign minni og 14 króur í
viðbót er jafnmikil fjárhæð
og einn fjórði hluti peninga-
eignar minnar að viðbættum
10 krónum. Hversu mikla pen
inga á ég?
HNÚTUR A BANDI
Bandspotti, á að gizka einn
metri á lengd, er lagður fyr-
ir þig. Geturðu bundið hnút á
miðjan spottann og haldið
um sinn hvorn enda með sinni
hvorri hendi, án þess að
sleppa af endumun?
SILUNGAFJÖLDINN
„Hvað hafið þið veitt
maiga silunga í dag?“ spurði
Guðmundur.
„O — við skulum sjá,“
svaraði Tryggvi, sem var góð
ur reikningsmaður. „Ef Her-
mann léti mig fá fjóra, ætti
hann helmingi færri en Jón.
En ef Jón léti mig hins vegar
fá fjóra, myndum við allir
þrír- eiga jafnmarga silunga.“
Hvað hafði hver þeirra
veitt marga silunga þennan
dag?
HVERSU MARGAR?
Kvöld nokkurt var einn
kimningi okkar uppi í her-
bergi sínu. Ljósið slokknaði
og hann var í niðamyrkri. Á
borðinu fyriu framan hann
var töluvert af eldspýtum.
Hann vissi að kveikt hafði
verið á nokkrum þeirra, en
sumum ekki. I rauninni voru
níu eldspýtur ónýtar, en ell-
efu heilar. En um það var
honum ekki kunnugt.
Hver vai' lágmarkstala
þeirra eldspýtna, sem hann
Fæst orð - minnst ábyrgð