Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Qupperneq 3
NY VIKUTÍÐINDI
3
þurfti að taka, til þess að
hafa annað hvort tvær heil-
ar eða tvær ónýtar? Munið
að á borðinu voru níu ónýtar
eldspýtur og ellefu heilar.
MÖTORHJÓLIÐ
Guðni á mótorhjól. Ef
hann ekur því með 60 km
hraða á klukkustund, fer
hann auðvitað einn km. á mín
útu. Fari hann með 30 km
hraða er hann því tvær mín-
útur að komast einn km. En
hvað er hann þá lengi að
aka einn km, ef hann fer með
45 km hraða á klukkustund?
AÐ NÁ VtNINU
Maður nokkur fann fulla
vínflösku, en var tappatogara
laus. Hvernig gat hann náð
víninu úrt flöskmmi, án þess
að taka tappann úr henni,
án þess að gata tappann og
án þess að brjóta flöskuna?
ALDURSGETRAUN
„Þegar ég verð á sama
aldri og bróðir minn er
núna,“ sagði Kári litli, ,,þá
verður systir mín þremur ár-
um eldri en ég er núna, og
bróðir minn verður þá tólf ár
um eldri en systir mín er
núna. Samanlagður aldur okk
ar þriggja er 57 ár.“
Hvað er þau gömul hvert
fyrir sig?
ELDSPÝTNAÞRAUT
Sannið með 8 eldspýtum að
helmingurinn af tólf sé 7.
HEILABROT
„Ég er afar sparneytinn,“
sagði Snjólfur. „Ég nota
kerti til þess að lesa við. Vax
ið bráðnar ekki allt, svo að
ég safna því saman og
steypt eitt nýtt kerti úr því,
sem eftir verður' af hverjmn
tíu. Ég fæ því raunverulega
11 kerti, þegar ég kaupi 10.
Snjólfur keypti 100 kerti.
Hve mörg hafði hann þá að
lokum til þess að lesa við?
ÞYNGD KASSANS
„Hér er auðvelt dæmi
handa þér,“ sagði matvöru-
kaupmaðurinn við son sinn.
„ I gær fékk ég kassa fullan
af sykri. Kassinn með öllum
sykrimnn í vóg alls 19 kíló. I
gær afgreiddi ég nákvæmlega
einn þriðja af sykrinum. Þá
vóg sykurinn og kassinn sam
anlagt 14 kíló. Nú ætla ég að
vita hvort þú getur reiknað
út, hvað kassinn er þungur
tómur.“
Hvað var kassinn þungur
tómur?
(Svör á bls. 7).
'ic ★ ★ ★ ★ Gí tarkenn sla ★ ★ ★ ★ ★
★ ★ Kenni á gítar, mandólín, banjó, balalaika ★ ★
★ ★ og gítarbassa. * ★
★ ★ ★ ★ Gunnar H. Jénsson ★ ★ ★ ★
★ ★ Framnesvegi 54 — Sími 2 3 8 2 2 ★ ★ •X-
SiónvarDsloftnet
Tek að mér uppsetningu, viðgerðir og breytingar
á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. Útvega ailt
efni, ef óskað er. Sanngjarnt verð og fljótt af
hendi leyst-
Upplýsingar í síma
1-4-8-9-7 eftir kl. 6.
1-6-5-4-1 frá kl. 9—6 og
Emangranargler
Húseigendur — Byggingameistarar.
Utvegum tvöfalt einangrunargler með mjög
stuttum fyrirvara. Sjáum um ísetningu og alls
konar breytingu á gluggum. Útvegum tvöfalt
gler í lausafög og sjáum um máltöku.
Gerum við sprungur í steyptum veggjum með
þaulrejmdu gúmmíefni. — Gerið svo vel og leitið
tilboða — Sími 51139 og 52620.
m
H
m
W
m
*
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
★ ¥
★ ¥
*
f)f)f)f>f>f)f)f>t)f3f)f>f)f)f)f3f>f)f)f)f3f)f)f)f>fjf)f>f3f)f)f>f3f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f
V
Kll
K0MPAN
Hárgreiðsluvandi - Verðlagsákvæði - Salt-
fiskur - Laugariialslaugin - Bílstjórar
deila - Engin ást
KITDNÞJÓÐIN í Reykjavík hefur um
margra áratuga skeið átt í hinu mesta
stríði við þá stétt kvenna, sem nefnir sig
hárgreiðslukonur.
Eru þær konur, sem þurfa á þjónustu
hárgreiðslukvenna að halda, á eitt sátt-
ar um það, að nær vonlaust sé að fá
almennilega hárgreiðslu í borginni.
Skilst manni að það megi einu gilda,
hvers konar greiðsiu beðið sé um, ár-
angurinn verði alltaf sá sami imdan
greiðu hárgreiðslukonunnar.
Er nú ekki kominn tími til, að karl-
menn taki þessa þjónustu að sér? Það
er löngu sannað, að konur standa karl-
mönnum ekki á sporði nema í einu at-
riði mannlífsins.
— ☆ —
EIGI ALLS fyrir löngu komum vér að
máli við einn af þekktari rökurum bæj-
arins um hárgreiðsluvandamál kven-
þjóðarinn. Sagði hann að auðvitað gætu
karlmenn sett upp hárgreiðslustofur, en
þá fylgir bara böggull skammrifi. Hár-
greiðsla er nefnilega háð verðlagsákvæð
um og þess vegna er ekki vinnandi veg-
ur að stofnsetja snyrtistofu í topp-
klassa.
Verðlagsákvæði eru góðra gjalda verð
en þegar um lúxusþjónustu er að ræða,
þá á fólk að fá að ráða því, hvort það
kaupir dýra eða ódýra þjónustu.
☆
OG ÚR ÞVl að farið er að tala um verð
lagsákvæði, þá sakar ekki að geta þess
að á fslandi hefur varla fengist ætur
saltfiskur um áratuga skeið.
Liggur þetta í því, að hámarksverð
er á fiski og má þá einu gilda, hvort um
er að ræða t.d. fyrsta flokks sólþurrkað
an saltfisk ,eða morkinn þriðja flokks
netafisk, sem ekki er talinn hæfur til
neinnar annarrar verkunar en í salt.
Vonlaust er fyrir framleiðendur að
leggja nema lágmarksvinnu í saltfisk-
verkun, þar sem liið opinbera setur
þeim stólinn fyrir dyrnar um álagningu
á þessa vöru.
Það er ótrúlegt en satt, að íslenzkir
saltfiskunnendur láta það verða sitt
fyrsta verk, þegar þeir koma til Kaup-
maimahafnar, að fara þar á nafntogað
fiskveitingahús og panta sér saltfísk.
Er nú ekki kominn tími til, að íslend-
ingar fái ætan saltfisk aftur, jafnvel
þótt hann yrði eitthvað dýrari en sá
óþverri, sem verið hefur á boðstólunum
undanfarin ár?
— ☆ —
SUNDLAUGIN í Laugardal er borgar-1
yfirvöldunum til hins mesta sóma. Aðj
vísu hefur verið mikið um það talað, að;
allt of mikið hafi verið borið í áhorf-'
endasvæðið og kann að vera að því fé^
hefði verið betur varið í byggingar á^
gufuböðum, nuddstofum og öðrum þeim
lúxus, sem prýða má fínt „badeanstalt“.
Hvað sem því líður, þá er ástæða til'
að minnast þess, sem vel er gert í mál '
efnum Reykjavíkurborgar.
— ☆ —
LEIGUBlLSTJÓRAR deila nú hatramm i
lega um nýtt ákvæði í lögum Frama. Er)
þetta ákvæði um það, að bílstjórar megaT
ekki lengur fá menn til að aka fyrir sig, \
ef þeir eru sjálfir f jarverandi.
Þar til á síðasta aðalfundi FramaJ
tíðkaðist það, að bílstjórar gátu feng-i
ið menn til að aka fyrir sig í sumarfrí-j
um og forföllum, en á síðasta aðalfundii
var það samþykkt með tveggja eðal
þriggja atkvæða mun að banna slíkt'j
með öllu.
Fundur þessi mun hafa verið illa sóttj
ur og naga þeir bílstjórar, sem vanirl
voru að hafa arð af dýrum ökutækjum,'í
þótt þeir væru sjálfir fjarverandi, sig í|
handabökin og sjá eftir að hafa ekki
mætt á umræddum aðalfundi.
Það munu aðallega eldri bílstjórar,^
sem vildu koma hinu nýja ákvæði í gegn|||
en þeim mun þykja erfitt að keppa við)
unga, óþreytta menn á erfiðum tímum.'
— ☆ —
Bankamður einn í Reykjavík, sem'íi
ekki er alveg eins og fólk er flest, á það|
til að kíkja inn á Borgarbarinn í hádeg-
inu og fá sér einn.
1 vikunni sem leið kom hann að máli %
við einn af gestum staðarins með svo-
felldri orðræðu: „Sálfræðingar eru fá-
vitar.“
„Af hverju segirðu það?“ spurði hinn.
,,Ég er búinn að ganga til sálfræðings^
f sex mánuði,“ svaraði bankamaðurinnJ
„og í gær sagði hann að ég væri ástfangj
inn í regnhlífinni minni.“
„Hann hlýtur að veira bilaður sjálf- \
ur,“ svaraði hinn.
„Ég get ekki neitað því, að okkur)
þykir ákaflega vænt hvort um annað,'
en ást? Fráleitt!“
BÖRKUR1