Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Qupperneq 4

Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Qupperneq 4
4 NY VIKUTIÐINDI - Túristum blöskrar Pramhald af bte. 1 Það er öðru fremur til að koma ferðamönnum í vont skap, að á þeim stöðum, sem staldrað er við á í ferðum um landið, skuli undir öllum kiángumstæðum vonlaust að fá glas af víni eða öl til hress ingar. Væri sannarlega á- stæða til að vara ferðamenn við þessu undarlega lagafyr- irbrigði, ef vera kynni að þeir gætu byrgt sig upp af áfengi með sama hætti og landsmenn. Að sjálfsögðu ber nú þeg- ar að endurskoða áfengislög- gjöfina og gjörbreyta henni til samræmis við siði og háttu menningarþjóða. Fyrir nokkrum árum var sett á laggirnar svokallað Fenðamálaráð og var þaði,. skipað valinkunnum mönnum sem hven um sig hefur tals- verða reynslu af ferðamönn- um og veitingamálum hér- lendis. Tillögur Ferðamálaráðs hafa tvímælalaust allar horft mjög í umbótaátt, en Ferðamálaráð mun til dæm- is eindregið þeirrar skoðun- ail að vínveitingar eigi að vera á öllum þeim gisti- og veitingahúsum, sem taka á móti erlendum ferðamönnum. En sá grunur er því miður farinn að læðast að fólki, að stjórnvöld landsins skelli skollaeyrum við tillögum Ferðamálaráðs, líkt og gerst hefur með Náttúruvemdar- ráð, og að umbótatillögur ráðsins verði hundsaðar, eða þeim stungið undir stól af einhverri óskiljanlegri löngun til að viðhalda fárán- legum siðum og háttum þeirra, sem helst vilja búa við búralega sveitamennsku á öllum sviðum. þess að láta erlent fólk, sem ; nýtur alls konar sérréttinda umfram íslendinga sjálfa, rýma af íslenzkum vinnu- markaði og hætta að njóta forréttinda umfram Islend- inga sjálfa. Þess eru dæmi, að erlendir menn starfi hjá íslenzkum ferðaskrifstofum, — sem leið sögumenn ferðamanna innan lands á Islandi og starfi við ýmsa kaupsýslu, jafnvel hjá ríki og bæjarfélögum. En þau dæmi, sem að fram an er lauslega vikið að, varpa ljósi yfir gjaldeyrisbruðl Is- lendinga og hversu óvarkár- lega hinum erlenda gjald- eyri er að þarflausu sóað og eytt, og hversu auðvelt væri, ef vilji væri til staðar, að tryggja íslenzku skólafólki aiðbæra atvinnu. - Skólafólk Framhald af bls. 1. viðkomandi ekki að greiða söluskatt. Útlendingar þeir, sem hér/ starfa, hafa gjaman þann hátt á, að kaupa ferðaávís- anir í erlendum gjaldayri fyr- ir allar tekjur sínar, greiða svo fargjöld með þessum ís- lenzku ávísunum á erlendan gjaldeyri og losnað þannig — til viðbótar við önnur fríðindi — við að greiða sölu- skatt af farmiðum eins og Is- lendingar sjálfir verða að gera. Eðlilegt væri, að hið at- vinnulausa íslenzka skólafólk beitti samtökum sínum til Seðlabankinn Framhald af bls. 1. inu í Reykjavík og þar í nánd. Eitt af því fyrsta og á- byrgðarlausasta, sem Seðla- bankinn kom til leiðar, var að margfalda lóðaverð í Reykjavik og koma því í vit- und þeirra, sem öðrum banka stofnunum stýra, að banka- starfsemin byggðist fyrst og fremst á því, — og eingöngu í sumum hinna félausu banka — að hafa nægilega stórar bankabyggingar, sem fæfast æ meir í hallarstíl, og búa þessar bankahallir sem allra dýrast og skrautmestar, svo að nánast flestir bankastarfs menn, niður að bankasendl- um hefðu heila sali til þess að starfa í. Nú er það svo, að allir bankarnir, þeir sem einhvers eru megnugir, eru alger ríkis- eign eða bornir uppi af rík- inu eða með þátttöku þess. Þess vegna hefði verið bæði sjálfsagt og eðlilegt að miða bankaútibúin við þarfir fólksins og viðskiptalífsins, í stað þess, eins og nú hefir verið gert um sinn, að raða bankaútibúi við bankaútibú, algerlega að þarflausu og án verkefna, og það jafnvel í smákauptúnum úti á landi, einungis til þess að koma skjólstæðingum manna þeirra, sem hafa stjórnmála- lega aðstöðu, á laun við ó- þörf störf. Ef byggja hefði átt upp bankastarfsemina í landinu, utan Reykjavíkur, þá hefði slíkt verið hagkvæmast og handhægast með þeim hætti, að gera sparisjóðina á stöð- unum að bönkum, sjá þeim fyrir auknu fjármagni og láta þá annast viðskiptin. Víðast hvar eru tveir spari sjóðir í stærri þorpum og kaupstöðum, almennir spari- sjóðir og innlánsdeildir kaup- félaga, sem eru kringum allt land á verzlunarstöðum og í þéttbýlisstöðum upp til sveita. En í stað þess að styðja við sparisjóði fólksins úti á landsbyggðinm og hjálpa fólkinu til að varð- veita fjármálavígi sín og gera þau þess umkomin að valda betur hlutverkum sín- um, hefur víða, af bankanna hálfu, verið gripið til þess ráðs að ná sparisjóðum fólksins undii' ríkisbankana og breyta nöfnum sparisjóð- anna í bankaútibú, með þeim árangri að fjármunir hérað- anna hafa komist undir reyk víska yfirstjórn, svo fólkið úti um landið þarf í vaxandi mæli að sækja afgreiðslu mála sinna í hendur reyk- vískra valdamanna og hefur glatað umráðunum yfir spari fé sínu, oft í hendur stjóm-ýar. Útvegsbankans í einn banka, sameina Verzlunarbankann og Iðnaðarbankann, sameina hina mörgu sparisjóði í Reykjavík bönkunum þar, eftir því sem við á — og með sama hætti að gera hina ýmsu svokölluðu fjárfesting- axsjóði að deildum innan bankakerfisins; leggja niður óþörf og verkefnalaus banka útibú í Reykjavík og miða fjölda bankaútibúanna við eðlilega viðskiptaþörf, en ekki um innbyrðis baráttu bankanna um sparifé fólks- ins eins og nú gerist, fækka bankaútibúum á stöðum úti um land, þannig að aldrei væri um fleiri en tvö banka- útibú að ræða á hverjum stað, eða eitt bankaútibú og sparisjóð, og loks að tilkostn aðinum við bankareksturinn í landinu væri færður niður til samræmis við verkefni og þjóðfélagslegar aðstæður all- málalegra atvinnubraskara. Atvinnuvegir þjóðarinnar búa við vaxandi reksturs- fjárskort á sama tíma og Seðlabanki þjóðaninnar skap- ar erlendum mönnum atvinnu við að teikna fyrirhugaðar nýjar bankahallir og bankarn ir halda áfram að kaupa og byggja ný og ný hús undir ný bankaútibú og breyta og umbyggja hús til fjölgunar útibúa og leigja undir önnur og halda þessum framkvæmd um gangandi með samdrætti á útlánum og yfirdráttarlán- um frá Seðlabankanum. Ef ráðherra sá, sem fer með bankamálin, væri starfi sínu vaxinn, þá ætti hann að hafa forgöngu um að stokka allt bankakerfi þjóðarinnar upp að nýju. Fækka bönkum t.d. með sameiningu Búnaðar bankans, Landsbankans og ^ Fólkið í landinu ætlast til þess að geta fengið fjármagn til þarflegra hluta og gegn eðlilegum tryggingum, og þeim, sem landinu stýra á hverjum tíma er þörf á því, að aiuðlegð íslenzku þjóðarinn ar felist í þrennu: að mikil orka hugar og handa, gróð- urmagn frjómoldarinnar, ís- lenzku og auðæfi hins gjöf- ula hafs umhverfis strendur landsins verði nýtt sem mest og bezt. Fólkið kærir sig ekki um neinar skrauthallir, fullsetn- ar mönnum til að neita sann gjörnum og eðlilegum kröf- um um f jármagn. Fjármagn- ið verður notadrýgra úr hönd um þeirra, sem sjálfir kunna að sníða sér stakk eftir vexti um tilkostnað og starfsfram kvæmdir allar. y- - Bamaþrælkun FramhaJd af bls. 8. ingu, sem orðinn er kýttur í herðum og illa útlítandi af sömu sökum, og hefur barn- ið vart mátt vera að því að sinna skólagöngu sökum ,,anna“ heima fyrir. Má það furðulegt teljast, að mönnum skuli haldast slílit framferði uppi átölu- laust og hefur of lengi verið þagað yfir slíkum hröttaskap og smámennsku. Og menn spyrja: Hvað ger ir barnaverndarráð, bama- verndarnefnd og aðrir þeir aðilar, sem um bönn og ungl- inga fjalla, í máh þessu? Enginn skyldi ætla, að bónd- inn í Ölfusi sé einn á báti um atferli af þessu tagi. Vafalaust er það al- gengt að börn og unglingar ^séu þrælkaðir eins og húðar- jálkar myrkranna á milli, þar sem þeir bera gæfu til þess að „komast í sveit“. Það er sannarlega skylda allra foreldra, sem senda börn sín í sveit, að ganga rækilega úr skugga um það, að litlu greyjimum sé ekki ofboðið með þrældómi, enda ætti að láta menn, sem gera sig seka um að þrælka börn og unglinga, svara til saka og vera dæmdir eins og hverj- ir aðrir óbótamenn. Það er sannarlega undar- legt að hreppsómagahugar- farið skuli enn eiga sér nokk- ur ítök meðal þeii'ra, sem hafa börn og unglinga f vinnu. Og hér með er skorað á alla þá, sem vita um slíkt at- hæfi, að láta ekki hjá líða að kæra það til bamaverndar- ráðs. <$> — NORÐRI Framhald af bls. 8. flokkarnir eiga að vera burðarásar lýð- ræðisins, verður að skylda þá til að hafa í heiðri lýðræðisleg form. Kosningalögin em að ýmsu leyti ó- heppileg. Listakosningamar hindra að töluverðu leyti, að kjósendur geti valið um persónur, leiðtoga. Afleiðingin er sú, að þingmannasveitin verðui' æ lit- lausari. Svipleysi og alger jámennska einkenna marga hinna nýju stjórnmála- manna, sem mestar vonir ættu að öllu eðlilegu að vera bundnar við. Kosning- amar þurfa að verða persónubundnari eins og áður fyrr, svo að fólkið geti val- ið menn með raunverulega leiðtogahæfi leika, menn sem það treystir, í stað flokkastarfsmannanna. FÓLKIÐ HLÝTUR AÐ TAKA VÖLDIN AF EINRÆÐISÖFLUNITM Er ekki djúp gjá að myndast milli atvinnustjómmálamannanna og hinna almennu borgara? Flest bendir til þess. Sívaxandi hluti kjósenda, einkum hin- ir yngstu, hafa óbeit á stjórnmála- mennsku og flokkakerfinu í heild. Þetta er hættuleg þróun og hún er> fyrst og fremst flokkunum og stjórnmálamönn- unum sjálfum að kenna. Unga fólkið er fremst í fylkingu hinna óánægðu. Það vill stjórnmála- menn með nýjar hugmyndir vísinda- og menningaraldar. Það vill starfsglaða, hreinlynda, opinskáa, mannlega og al- þýðlega leiðtoga. Ef til vill bíður það eftir sínum Trudeau eða Kennedy. Það er á valdi hvers stjórnmála- flokks fyrir sig að gera sér grein fyrir þessari þróun og velja um, hvort hann vill taka þátt í henni eða kala alveg og víkja fyrir nýjum gróðri. Fyrr eða síð- ar fær fólkið vilja sínum framgengt.“ Það verður gaman að sjá hvort dr. Bjami eða ritstjórar Morgunblaðsins taka í sama streng. Hver veit nema þeir1 séu komnir á sömu skoðun ? Norðri.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.