Ný vikutíðindi - 19.07.1968, Qupperneq 8
fe
NY VIKUTIÐINDI
Barna-
Um fátt hefur verið meira
rætt aö midanfömu en at-
vinnuleysi barna og unglinga
og er maimi næst að halda
að það sé eitt mesta þjóðar-
böl, sem við stöndum and-
spænis, að ekki skuli vera
hægt að fá erfiðisvinnu
handa börnum og unglingum.
Ekkert er við því að segja
að krakkar taki til hendinni
og reyni að koma að ein-
hverju gagni til lands og
sjávar, en sá hugsunarhátt-
ur, að sjálfsagt sé að þrælka
unglinga og jafnjvel böm til-
heyrir liðinni tíð meðal þeirra
þjóða, sem telja sig sið-
menntaðar, og er bamaþrælk
un talin smánarblettur á þeim
þjóðmn í Evrópu, sem slíkt
Ikun
Hreppsómagaliugarfarið í
algleymingi
viðhöfðu fyrir meira en heilli
öld.
Blaðið hefur rökstuddan
grun um að talsvert sé um
það hérlendis, að börnum og
unglingum sé gersamlega of-
boðið með vinnu og á slíkt
sér ekki hvað sízt stað úti á
landsbyggðinni.
Blaðinu er kunnugt um
bónda nokkur í næsta ná-
grenni Reykjavíkur, nánar
tiltekið í Ölfusinu, sem rekur
umfangsmikla búsýslu og hef
ur haft fimm vikapilta það
sem af er sumrinu og upp-
gefið þá alla með ómannúð-
legri meðferð og þrælkun.
Sami maður mun meðal ann-
arra barna eiga son um ferm
Framhald á bls. 4
NORÐRI SRIFAR:
Ka!
VISIR
stjómmálunum, segir dagblaðið
Orsökin flokkseinræSið ogvitlass
kjördæmaskipun —
LOKSINS!
Hvergi hefur meirn verið hamrað á
flokkseinræðinu á Islandi en í þessum
dálkum, og þess vegna kom hún eins og
ferskur gustur ritstjómargreinin í dag
blaðinu VÍSIR hinn 15/7 s.I. varðandi
þetta alvarlega mál, og vonandi tekur
VlSIR það ekki illa upp, þótt greinin
sé birt hén í heild, enda kominn tími til
að eitthvert dagblaðanna gerði þetta
að umtalsefni:
Greinin heitir „KAL I STJÓRNMÁL-
UM,“ en millifyrirsagnir eru okkar.
„Um þessar mundir verður mönnum
tíðrætt um kal í túnum, sem er* alvar-
legt vandamál. Ekki er minna rætt um
annað kal, sem er líklega enn alvarlegra
en það er kalið í stjómmálunum.
Sífellt verða meiri brögð að því, að
ungir kjósendur vilji ekki taka þátt í
starfi stjórnmálaflokkanna og líti á
stjórnmálamenn sem eins konar Grýl-
ur. Þetta á almennt við um flokkana,
ekki einn frekar en annan. Þar sem
þjóðfélagsskipan okkar gerir ráð fyrir,
að stjórnmálaflokkar og menn séu burð
arásar lýðrœðisins, er þessi þróun al
varlegt umhugsunarefni. Hvað er það,
sem gerir stjórnmálin svona fráhrind-
andi.
VÖLÐIN IÖRFÁRRA HÖNDUM
Öllum stjórnmálaflokkunum er of
mikið stjórnað að ofan. Að nafninu til
eiga flokksmennirnir sem heild að ráða
stefnunni, en í framkvæmdinni eru
nærri öll völd í höndum örfárra manna.
Þeir ákveða; segja svo hinum minni
höfðingjum, hvað gera skuli; og hinir
síðarnefndu segja síðan hinum óbreyttu
flokksmönnum, hvað sé búið og gert.
Hinn almenni flokksmaður hefur ekki
annað hlutverk en að samþykkja, — af
misjafnlega mikil um áhuga.
Líklega mundi bæta úr skák að setja
lög, sem tryggi lýðræðislegt skipulag
innan flokkanna, svo að almennir flokks
menn hafi beinni áhrif á val forustu-
manna sinna og þingmannsefna. Ef
Framhald á bls. 4
VEGABRÉF
Af gefnu tilefni skal á
það bent, að iðulega kemur
fyrir að embættisstimpil
lögreglust jóra vantar á vega
bréfamynd — og þar með
er vegabréfið ógilt.
Þetta getur komið sér illa
fyrir langferðamenn, sem
þurfa að sýna passa, og er
fyllsta ástæða til þess að
brýna það fyrir þeim aö
ganga úr skugga um, að
vegabréfið sé fullkomlega
löglegt, áður en farið er til
f jarlægra landa.
j ________
ALMANNAGJÁ
Á 161. fmidi Ferðamála-
ráðs var eftirfarandi tillaga
samþykkt:
„Ferðamálaráð er þeirrar
skoðunar, að óheppilegt sé
að loka Almannagjá fyrir
umferð fólksbifreiða og
skorar á lilutaðeigandi yfir-
völd að opna gjána fyrir um
ferð fólksbifreiða í austur-
átt.“
; ________
LOÐMÆLI
Sú tízka hjá menntamönn
um á Islandi, að semja rit-
gerðir til að ávinna sér dokt
orsnafnbætur, á vaxandi
fylgi að fagna. Er þess
skemmst að minnast, að ann
ar frambjóðandinn við for-
setakosningamar, sem ekki
var áður með doktorsnafn,
skrifaði í skyndingu dokt-
orsrit um f jölmæli og varð
doktor. En rit sitt nefndi
hann Fjölmæli, gömlu og
góðu íslenzku heiti efnis
þess, sem ritgerðin spannar.
Nú hefur sú frétt flogið
fyrir, að að hæfilegum tíma
liðnum eftir úrslit forseta-
kjörs sé von enn nýrrar
doktorsritgerðar og verði
heiti þeirrar rigerðar Loð-
mæli, sem líka er gamalt og
gott íslenzkt orð, sem spann
ar víðtækt efni og rúmar
mikið hugmyndaflug.
; _______
FISKVERÐIÐ
Verð á laxi er nú komið
niður í 110 kr. kg. úr kr.
160.— en áður var það
hærra. Menn veiða allt upp
í 23 laxa á dag í Elliðaán-
um, svo að eðlilegt er að
veirðið lækki, enda miklu
betri kaup í nýjum gómsæt
um laxi en ársgömlu lamba
kjöti á svipuðu verði.
Annars spyr maður sjálf
an sig að því, hvers vegna
fiskur skuli vera ódýrari en
kjöt og sé þar að auki að
falla í verði á heimsmarkað
inum. Þetta hlýtur að vera
einhver klaufaskapur hjá
fisksölunum.
Þeir hafa annað lag á
þessu, mennirnir sem selja
kaffið.
;__________
KLÁMBÓK
Nýlega er komin út þýdd
bók á íslenzku, prentuð í
Danmörku, sem slær allar
aðrar klámbækur út f sóða
legum munnsöfnuði, sem vit
að er um, enda var hún bönn
uð í heimalandi höfundar,
en hann nefnist Jens Bjöme
boe og mun vera norskur.
HJ-Bækumar gefa bókina
út og mun útgefandi ætla
að setja hana á markaðinn
hér heima.
Við ætlum ekki að leyfa
okkur að birta sýnishom úr
þessum ógeðslega literatur
af velsæmisástæðmn, en
vekjum máls á þessu, ef ske
kynni að farið væri að selja
bókina í búðum hérlendis.
Hún heitir „Á Evuklæð-
um einum“.
;________
SPREN G JUBROT
Sumt fólk er hrætt í flug
vél, aðrir í bíl eða skipi og
enn aðrir við að klífa fjöll
o.s.frv. Hins vegar höfum
við aldrei heyi<t um mann-
eskjur, sem eru hræddar við
að skreppa út í mjólkurbúð.
Þetta er sagt vegna þess
að um daginn fór ung hús-
móðir, vinkona okkar hérna
á blaðinu, út í mjólkurbúð
að kaupa mjólk handa börn
unum sínum og var að fá
gieitt til baka af nýjum 500
króna seðli. Þá missir telpa
fulla kókflösku við hliðina
á henni, sem brotnar í
þúsund mola og eitt brotið
kastast upp í fótlegg frúar-
innar.
Konan þurfti að fara upp
í slysavarðstofu og láta
taka fjögur saumspor í sár-
ið.
Það er víða? en í Viet-
Nam, sem saklausir og hlut
lausir borgarar verða fyrir
árásum að ástæðulausu'.
i________
BRANDARI VIKI NNAR
Frú Guðrún var í kasti:
„Halldór,“ æpti hún til
mannsins síns. „Ef ég fæ
ekki þennan pels, þá stræka
ég. Þú getur sjálfur búið til
matinn þinn, stoppað í sokk
ana þína og gert öll önnur
húsverkin eftir þínu höfði!“
„Strækaðu bara, Guðrún
mín. Sem betur fer þeldd
ég gullfallega stúlku, sem
vill áreiðanlega vera verk-
fallsbrjótur ... “
ÍSLENZKIR
MÁLSHÆTTIR
Sjaldan er að einskis sé
áfátt.
Það er ekki afbiigði sem
allir hafa.
Ómæt eru afglapa orð.
Örbirgan vantar margt,
en ágjarnan allt.
Margur ristir breiðan
þveng af annars húð.