Ný vikutíðindi - 07.03.1969, Qupperneq 2
2
\I Y
V I K U T I Ð I N b
NÝ V1K UTlÐNIDl
fcoma út a föatudögnm
og kosta kr. 18.00
Otg&íandi og ritatjón:
Geir Gunnarsson.
Pdtstjórn og auglýsingar
Skipholti 46 (gengið inn í
vesturendann)
Simi 81833
Prentsmiðjan ÁSRON
Hverfisgötu 48 - S. 12354
Maður, líttu t>ér
nær!
Misþyrming og meiðingar
móður á 5 ára syni sínum
hér í borg vekur mann til um
hugsunar um að við ættum að
hafa færri líknarstofnanir en
áhugasamari, sem hefðu
hverfisbundið eftirlit með
því, að mannlegar verur
yrðu ekki ver meðhöndlaðar
en dýrin í kringum okkur.
Hvemig stendur á því, að
enginn hefur komið um-
kvörtimum á framfæri vegna
þessa vesalings drengs, fyrr
en hann hefur verið beinbrot
inn í 3 vikur og augljóslega
vannærðari en bömin í Bi-
afra, sem Rauði Krossinn og
allskyns heilagsandafólk
kappkostar að safna fé fyr-
ir, en sem síður lætur sig
varða um heimafólk, sem
bágt á?
Þetta er ekki sagt til
hnjóðs Rauða Krossinum eða
öðrum líknarstofnunum.
Þvert á móti. Hins vegar
virðast þessar stofnanir oft
leita langt yfir skammt.
Okkur er kunnugt um, að
félög og ýmsar svokallaðar
nefndir, sem starfa að mann
úðar- og líknarmálum, safna
oft í sjóði, sem mölur og ryð
eyðir en horfa hins vegar
oft yfir það, sem markmið
þeirra er — að líkna og
styrkja þá, sem eymdin
þjáir.
Skaðlaust væri að rann-
saka starfsemi þessara stofn
ana, eða hvað þær heita, því
fjöldi manns eys í þær pen-
ingum án þess að vita hvert
þeir lenda og hvernig þeim
er varið.
Það er síður en svo að hér
sé verið að væna menn þá,
er hlut eiga að máli, um ó-
hlutvendni. Fólk, sem gefur
af glöðu og góðu hjarta á
einungis heimtingu á því að
vita, hvað gert er við gjafir
þess.
En eins og við sögðum þá
gæti hugsast að okkur stæði
nær að huga að þeim, sem
bágt eiga hér á landi en frum
skógabúum Afríku — að
öðru jöfnu.
Utvegsbankinn opnar útibú
að Grensásveri 12
títvegsbankinn hefur opn-
að nýtt útibú að Grensásvegi
12 hér í borg. Þetta er ann-
að útibú Útvegsbankans hér
í Reykjavík, hitt er útibúið,
sem er til húsa á Laugavegi
105, á horni Laugavegs og
Hlemmtorgs. Það var stofn-
að fyrri hluta árs 1957.
Stofnmi hinna mörgu
bankaútibúa hér í höfuðborg
inni hefur sætt nokkurri
gagnrýni á síðustu árum.
Það verður hins vegar ekki
með sanngimi deilt á Út-
vegsbankann fyrir slíkt.
Grensásútibú Útvegs-
bankans mun, á sama hátt
og Laugavegsútibúið hefur
gert, veita alla almenna
bankaþjónustu. Auk venju-
legra sparisjóðs- og hlaupa-
reikningsviðskipta geta við-
skiptamenn fengið afgreiðslu
í öllum greinum gjaldeyris-
viðskipta, svo sem reglur
segja til um. Þá annast úti-
búið kaup og sölu á innlend-
um ávísumun, þ.á.m. hinum
vinsælu innlendu ferðatékk-
um, sem Útvegsbankinn tók
upp, sem nýjung á s.l. ári.
Útibúið mun að sjálfsögðu
annast innlendar innheimtur
og yfirleitt hvers konar fyr-
irgreiðslu innanlands og ut-
an, sem bankar annast að
jafnaði.
Grensásútibúið mun einn-
ig annast hina nýju banka-
þjónustu, sem Útvegsbank-
inn tók upp á s.l. ári í útibú-
um sínum að Laugavegi 105
og í Kópavogi. Er hér átt
við hina sérstöku innlána og
heimilisreikningadeild, sem
nefnd hefur verið GIRO þjón
usta. Hefur þessi bankaþjón-
usta orðið mjög vinsæl víða
erlendis, t.d. í Bretlandi.
Þessi þjónusta er fólgin í
því, að útibúið tekur að sér
að annast greiðslu ýmissa
fastra gjaldaliða, svo sem
reikninga fyrir rafmagn,
síma, skatta, húsaleigu,
tryggingargjöld, afborganir
af föstum lánum og jafnvel
greiðslu á samningsbundnum
skuldum t.d. víxlum o.s.frv.
Skilyrði fyrir þessari þjón-
ustu er að viðkomandi við-
skiptamaður óski skriflega
eftir henni og semji um hana
við bankann, enda geri hann
ráðstafanir til að innstæða sé
á reikningi hans fyrir greiðsl
unum á hverjum tíma. Þessi
þjónusta er látin í té án
annars endurgjalds en út-
lags kostnaðar, þ.e. vegna^^^.,.
bréfa og burðargjalda. Þetta
greiðslukerfi er sérlega hent-
ugt í sambandi við launa
reikninga, sem nú er farið
að nota í vaxandi mæli.
Launareikningskerfið er
hagkvæmt nútímaform á
launagreiðslum. Án fyrir-
hafnar fyrir starfsfólk fyrir
tækja eru launin færð af
reikningi fyrirtækisins yfir á
reikning hvers starfsmanns
fyrir sig, samkvæmt sér-
stöku samkomulagi milli
aðila og bankans. Að sjálf-
sögðu getur starfsfólk hvers
fyrirtækis valið um inn á
hvers konar reikninga laun-
in eru greidd, GIRO reikn-
inga, ávísanareikninga eða
sparisjóðsreikninga. Þessi
greiðsluaðferð er eins og áð-
ur segir notuð í vaxandi
mæli. Launareikningskerfið
er hagkvæmt nútímaform á
launagreiðslum. Án fyrir-
hafnar fyrir starfsfólk fyr-
irtækja eru launin færð af
reikningi fyrirtækisins yfir á
reikning hvers starfsmanns
fyrir sig, samkvæmt sérstöku
fsamkomuiagi milli aðila cg
bankans. Að sjálfsögðu get-
ur starfsfólk hvers fyrirtæk
is valið um inn á hvers kon-
ar reikninga larrnin eru
greidd, GIRO reikninga, ávís
anareikninga eða sparisjóðs-
reikninga. Þessi greiðsluað-
ferð er eins og áður segir
notuð í vaxandi mæli og er
í henni fólgið mikið hagræði
bæði fyrir starfsfólkið og
fyrirtækin.
1 jafnstórri borg og
Reykjavík er orðin er það
eðlileg og sjálfsögð þjónusta
við borgarbúa, að þeir geti
fengið bankaþjónustu víðar
en í miðborginni. Með þetta í
huga hefur bankastjórn Út-
vegsbankans leitað eftir og
fengið leyfi ríkisstjómarinn-
ar, eftir meðmælum Seðla-
bankans, til stofnunar þessa
útibús. Þetta var orðið sér-
lega aðkallandi bæði vegna
þess, að Útvegsbankinn
hafði áður aðeins eitt útibú
í borginni og einnig vegna
þess að í þessu borgarhverfi,
sem er bæði f jölmennt íbúð-
arhverfi og öflugt viðskipta-
hverfi, var ekkert bankaúti-
bú fyrir.
Það er von forráðamanna
bankans, að með stofnun
Grensásútibúsins hafi verið
stigið þýðingarmikið skref til
bættrar þjónustu fyrir fólk-
ið, sem býr eða vinnur í
þessu borgarhverfi, og fyrir
þau fyrirtæki sem þar starfa.
Það er að sjálfsögðu einnig
von forráðamanna bankans
að þessi viðleitni verði vel
metin.
Útibústjóri verður Halldór
E. Halldórsson, sem um ára-
bil hefur starfað sem gjald-
keri útibúsins í Keflavík og
staðgengill útibússtjórans
þar.
Gjaldkeri verður Ásgrímur
Hilmisson og bókari Hafdís
Alexandersdóttir.
Stjórn á skipulagi og inn-
réttingum útibúsins annaðist
fyið prtnlum
allt (ijrir yðttr
ÁSRÚN
. <7Cver(isgötu 48
^ími 12354
CR.eijkjavik
Utvegsbanki Islands Kefur opnað
Nýtt útibú
að GRENSÁSVEGI 12
Útvegsbanka Islands er ánægjuefni að geta tilkynnt íbúum,
fyrirtækjum og starfsfólki þeirra í grennd við Grensásveg,
að útibú hefur verið opnað að Grensásvegi 12.
Útibúið mun annast öll venjuleg bankaviðskipti, auk gjald-
eyrisviðskipta. Útvegsbankinn býður þar hina viðurkenndu
GÍRÓ-þjónustu. Vér leggjum áherzlu á góða þjónustu við
fasta viðskiptavini útibúsins, og bjóðum yður velkomin í hið
nýja útibú.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s