Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Qupperneq 3
NÝ VIKUTÍÐINDI
3
með þvi, sem er að gerast í
lieiminum ?
5. Líður yður yfirleitt illa
eftir að ykkur hefur orðið
eitthvað sundurorða?
6. Sýnið þér honum mikla
hlýju og nærgætni, og eruð
þér yfirleitt lausar við grill-
ur og þröngsýni í kynferð-
ismálum ?
7. Takið þér fram í fyrir
honum eða leiðréttið hann,
þegar hann er að segja frá
einhverju?
8. Vitið þér um smekk
hans varðandi lestrarefni, í-
þróttir, stjórnmál, kvik-
myndir?
9. Komið þér honum i
vandræði með þvi að end-
urtaka við aðra, það sem
hann hefur trúað yður fyr-
ir undir fjögur augu?
10. Haldið þér yður sæmi
lega hreinni, snoturri og
unglegri, eftir þvi sem við
verður æomið?
Spurningunum með odda
tölum á að svara með „neii;
jöfnu tölimum með „,jái“.
7 eða meira: Þér þurfið
engu að kvíða, varðandi
það að halda í eiginmann-
inn — hann mun óefað vilja
halda í yður sjálfa, en menn
vilj a gj arnan láta snúast um
sig lika.
Hlýlegt viðmót, hjartan-
legar móttökur, gjöf sem
kemur á óvart, — sérhvert
merki um það, að yður sé
umhugað um liann og vilj-
ið að honum líði vel, getur
verið karlmanni jafnmikils-
virði og blóm eru konunni.
UVWWU-UWVfWV
Heiiræði fyrir húsmóðurina
Krydd má helzt ekki geyma
í bréfpokum, því þá dofnar
það fljótlega. Bezt er að geyma
það á þurrum stað í vel lokuð-
um glösum og dósum.
Lirfur og ormar skríða út úr j
salathöfði, ef það er látið í ![
veikt saltvatn og rótin látin 5
standa upp. *-
(Framli. á hls. 4)
X
TIL ALLBA FERBA
Dag- viku- og
mánaöargjaid
22*0*22
BÍLALEIfJAN
MJALVlt"
RAUÐARÁRSTIG 31
KOMPAN
Arnarnesið. - Fasteignasala.
Umbætur í fræðslumálum.
Engin í vinnu - ekkert tap.
Áhugaleysi tónlistarmanna.
Altalað er, að talsvert framboð sé á
húsum á Arnarnesinu svonenfnda. Ekki
fylgir það sögunni, hvort þeir, sem eiga
hinar dýrðlegu villur á þessum slóðum,
séu að fara á hausinn (varla mun fyrir-
finnast þarna hús, sem kostar undir
fimm milljónum króna), en hitt er víst
að ekki hefur tekist, eins og upphaf-
lega mun hafa verið ætlunin, að koma
þarna upp verulega áberandi snobb-
hverfi, eins og Snobbhill á sínum tíma.
Eitt af því, sem er íbúum Arnarness
til sárrar raunar er, að ekki hefur enn
verið gengið frá neinni af götum hverf-
isins, og mega menn vaða aurinn upp í
hné til að komast heirn til sín.
Altalað er, að „millarnir“ á Arnarnes-
inu borgi svo lítil gjöld, að vonlaust
sé fyrir hreppinn að koma upp mann-
sæmandi götum.
Mjög hefur verið deilt á fræðslulög-
gjöfina, bæði hér í blaðinu og annars
staðar — og sannarlega ekki að ósekju.
Því ber að fagna hverri þeirri nýskipan
mála, sem uppi er á teningnum á hveri
um tíma.
Um þessar mundir er unnið að end-
urskoðun á námsefni og námstilhögun
í barna- og unglingaskólum hér á landi.
Stendur að sögn til að láta öll börn,
sem náð hafa 11 ára aldri, læra
dönsku og ensku. Ennfremur eru fyrir-
liugaðar breytingar á náttúrufræði-
kennslu og stærðfræðikennslu.
Það er þó ef til vill mest um vert,
að nú stendur til að taka móðurmáls-
kennsluna enn fastari tökum en hingað
til og er það vel. að ekki sé talað um
tónlistarkennsluna.
Öll eru þessi áform jákvæði og ber
sannarlega að fagna þeim.
Fasteignasalar segja að mjög lítil
hreyfing sé á fasteignum um þesssar
mundir, en þó fer það nokkuð eftir því,
hvar í borginni húsin eru.
Hús í vesturbænum rjúka venjulega
út og eru raunar í drjúgum meira verði
en hús annars staðar í borginni. En þar
fyrir utan mun mönnum þykja æski-
legt að eiga hús á svonefndum „Flöt-
um“, en allir eru sammála um að það
hverfi hafi tekist sérlega vel.
Vonlaust mun að selja hús í Ártúns-
hverfinu, hvernig sem á því stendur,
og er raunar svo um mörg hvei'fi, sem
eru í teljandi fjarlægð frá gamla mið-
bænum.
Það hefur að vonum vakið talsverð-
an úlfaþyt meðal járniðnaðarmanna
að verið er að draga starfsemi Lands-
smiðjunnar mjög saman. Er altalað að
núverandi forstjóri hafi beinlínis 'Verið'
fenginn til að skipuleggja samdrátt í
starfsemi smiðjunnar.
Að sjálfsögðu má endalaust deila um
ríkisrekstur og einkaframtak, en hitt
er svo annað mál, að mörgum finnst
vafasamt að þurka jafn stórt iðnfyri-
tæki og Landsmiðjan er út á skömm-
um tíma, með einu pennastriki.
Itök núverandi forstjóra eru sögð
þau, að því færri menn, sem séu í
vinnu, þeim mun minna tap verði á
rekstrinum, og þegar enginn maður
verði eftir til starfa, þá verði ekkert
tap.
Því verður ekki neitað, að maðurinn
hefur nokkuð til síns máls.
'Á
I síðasta þætti Leonards Bernsteins
í sjónvarpinu var meðal annars leikið
tónverk eftir Gunther Schuller. —
Schuller er einn þekktasti tónlistar-
maður Ameríku um þessar mundir, en
tilefni þessara skrifa er það, að hann
dvaldist hér um hríð fyrir nokkrum
árum og stjórnaði einum hljómleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Það var einmitt þá, sem hann skrif-
aði tónverk það, sem flutt var í þætti
Leonards Bernsteins í vikunni sem leið.
Gunther Schuller hélt einn fyrirlestur
um tónlist í Háskólanum. Voru þar
mættar tæplega tuttugu hræður, þar af
þrír eða fjörir úr Sinfóníuhljómsveit-
inni, og segir það nokkuð um áhugann
á starfinu á þeim vígstöðvum.
BÖRKUR.
WV\AAW/VVVV^A^Vr^VVWVWVVV^VVVVVVVV,W^VWVVWVUVVVVWVWWVWVVVWWWV,l