Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Page 4

Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Page 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI — Heilræði Framh. af 3. síðu. Ef ostur er orðinn þurr og harður, er gott að láta hann liggja um stund í ósoðinni mjólk, láta svo mjólkina drjúpa af honum og þurrka af honum með hreinum klút. ☆ — Siðferðis- postularnir Fi’amh. af 1. síðu. sölumálum — en það er önn ur saga. Norðmenn eru þá ekki bangnir við klámið, þótt trú ardellan og yfirdrepsskapur inn ríði þar húsum. I norsk um blöðum vaða uppi aug- lýsingar um ldámbækur, þar sem t. d. ein heitir „Sex í bilder og tekst“ með llá samfaraaðferðum í mynd- um, og önnur „Sex for voksne“ með 150 samfara- aðferðum í myndum. Þá eru og auglýstar þar 8 mm klámkvikmyndir (þær eru raunar orðnar al- gengar hér frá ýmsum lönd- um), danskar og norskar sexbækur, verjur i öllum lit- um o. s. frv. Sérstaka athygli vekur þó auglýsing frá Norgenia, Dronningens gt. 23, 3. hæð, Oslo 1. Við ætlum að hirta sumt af þvi, sem þar cr tek- ið upp af söluvarningi, en treystum okkur ekki til að þýða þetta: „Forskj. Fantasioppkvikk ere - 5 stk. 20.00. — For- lcngningskondom 20.00. - Fortykkning 30.00. - For- tyklc og ferlengning W.00. - Helprotese 85.00. - Pirrende ringer með gummipistler 27.00 - 30.00 - 33.00. -Vibr. massasjestar, Mini kr. W.00. - Alm. kr. 60.00... “ Þetta er allt miðað við norskar krónur að sjálf- sögðu. Sent er í póstkröfu, ef óskað er. Ja, við megum fara að sækja okkur, ef við ætlum að lialda i við frændþjóð- irnar á menningasviðinu! ☆ — Fiskiflotinn Framh. af bls. 1. heild. Á slíkri leið eru mörg ljón, eða frekar hýenur, og erfitt að vinna trúnað sjómanna eftir það sem á undan er gengið. Sífellt þras og mála- ferli hafa verið vegna túlk- unar á kjarasamningum og hlutaskiptin keyrð úr skorð- um, ásamt fleiru, sem hér verður ekki rakið. Eins og nú er þá má segja, að kjörin á fiskveiðum séu blönduð kjör, sambland af hlutaskiptum og kaupi með nokkrum fríðindum gagnvart sköttum o. fl. Það virðist geta komið til greina, að sjómannasamtökin tækju verkun aflahluta sinna að einhverju eða öllu leyti í sínar hendur. I þeim er hægt um vik fyrir ríkisvald og banka, þar sem fiskvinnslu- fyrirtækin eru nánast í al- mannaeign vegna mikiíla skulda, sem á fyrirtækjum þessum hvíla. Það er að vísu bót í máli, að nú, þegar samningsupp- sagnirnar dynja yfir, þá eru tveir mánuðir til vertíðar. Og sjálfsagt virðist, að til veru- legrar og jafnvel mikillar hækkunar komi á fiski og fiskafurðum, sem hafa hækk- að á erlendum markaði. Komi til svo harSrar deilu um sjómannakjörin og fisk- verðiö að ekki semjist innan hóflegs tima, þá virSist vel koma til greina að banna verkföll með lögum eða fresta þeim, gefa deiluaðilun- um ríflegan tíma tii þess að semja og að þeim tíma liðn- um leysa deiluna með ákvörð - un gerðardóms. Stöðvun á fiskiflotanum á komandi vetrarvertíð verður að afstýra með einhverjum tiltækum ráðum. En það sem væri tiltækt úr- ræði, almennt, varðandi kjarasamninga, er að koma upp samstarfsnefndum milli vinnuseljenda og vinnukaup- enda, sem hefðu það hlutverk að ræða og gera tillögur um breytingar á samningum, ef óskir um slíkt kæmu fram á samningstímabilinu. Slíkan ágreining er oft hægt að jafna og lagfæra án uppsagn- ar sjálfra samninganna. ☆ —Gjaldeyrlssjóður Framh. af bls. 1. í núverandi umráðagjaldeyri þjóðarinnar og er vafasamt að slíkt verði þjóðliagslega liagkvæmt. Þá hefur dregið mjög úr innflutningi fiskiskipa og flutningaskipa, en ef vel á að vera þarf stórauknar skipa- hyggingar innanlands eða/og árlegan og jafnan innflutn- ing fiskiskipa og flutninga- skipa. Dragist þessi innflutn- ingur og byggingar saman urn eitthvert árabil, þá þarf þeim mun stærra og gjald- eyrisfrekara átak til þess að jafna metin og bæta úr brýn- um þörfum síðar. Gjaldeyrisslaða Islendinga batnar ekki raunhæft nema með því að auka framleiðslu vara til útflutnings og neyzlu innanlands, en til þess að svo geti orðið, þá þarf að nýta vinnuafl þjóðarinnar lil fulls og einnig sem bezt þann véla- og tækjakost, sem til er í landinu, og auka ennfremur vélar og tæki eftir því, sem þörf krefur. Sú þróun, að bezt mennt- uðu og hæfustu iðnaðannenn flytjist í hundraðatali til út- landa til lengri og skemmri dvalar í atvinnuleit, er spor aftur á bak, sem dregur úr afkástagetu þjóðarinnar og hamlar á móti hættri gjald- eyrisstöðu. ☆ — Svívirðilegur.. Framh. af 1. síðu. upp það almenningsálit, að brot á fiskveiðilöggjöfinni sé svívirðilegur verknaður, sem er fordæmdur. En takist ekki að venja skipstjórnarmenn al- mennt af því að brjóta fiski- veiðalöggjöfina, verður vart hjá því komist að grípa til róttækra ráða. En það er fleira heldur en botnvörpuveiðarnar í land- helginni, sem ógna fiski- stofnum og þeim, sem mest- ir nytjafiskar eru og bera uppi sjávaraflann. Má þar tilnefna humarveiðarnar, sem nokkuð mun um að séu misnotaðar til bolfiskveiða á friðlýstum veiðisvæðum, en humarvarpan er svo smárið- in að með misnotkun þeirra veiða er mikið magn af ung- um fiski í uppvexti drepið. Við þetta hefur nú á yfir- standandi ári loks bætst við veiðar á spælningi, smásíld I vörpu, og eru þær veiðar leyfðar án svæðatakmarkana. Hefur mikið magn af bol- fiski verið veitt í spælings- vörpurnar — og þá að sjálf- sögðu mikið magn af fiski- seiðum og smáfiski í uppvexti verið drepið. Það er sjálfsagt að veiða nytjanlegar fisktegundir eft- ir því sem hæfilegt þykir með tilliti til verndunar og við- halds fiskistofnanna, en þó því aðeins að ekki verði um hreina rányrkju að ræða, eíns og í ýmsum tilvikum er með humarbotnvörpuna og hætta er á að verði með spælings- vörpurnar. Við þetta bætist svo það, að því hljóta að vera takmörk sett, hversu langt má ganga í því að veiða þær smáfiska- og smádýrategundir, sem eru uppistaðan í fæðu helztu teg- unda bolfisksins, sem svo er kallaður. Gera má ráð fyrir að næsta vetrarvertíð skeri úr um það, hvort fiskistofnarnir þola jafnmikið veiðiálag eins og framkvæmt hefur verið á yf- irstandandi ári, sérstaklega við suðurströndina, og komi í ljós að um ofveiði og rán- yrkju hafi verið að ræða, verður ekki komist hjá því að grípa til varnaðarráðstaf- ana. NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT IKVOLD IKVOLD IKVOLD IKVOLD IKVOLD SKEMMTIKVBLD IHldT<iL5A^A SÚLNASALUR mm BJABNASOW OE HLJOMSVEIT II Ul Ásamt ÓMARI. Gestur kvöldsins: KARL EINARSSON. * Á FUNDINUM * BLÁSARAKVARTETT * FJÓRAR JAFNFLJÓTAR Á FLYGLINUM ★ IÓPERUNNI OG FL. 0. FL. O. FL. O'’ FL. O. FL. 0. FL. GÓÐA SKEMMTUN Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Enginn sérstakur aðgangseyrir. Aðeins rúllugjald kr. 25,00. SÖNGUR, GRÍN OG GLEÐI Dansað til kl. 1. NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT — Föstudagskvöld og Sunnudagskvöld — KARNABÆR TÍZKUVERZLUIM UIMGA FÓLKSIIMS NÝJAR VÖRUR VIKULEGA KLÆÐSKERA- ÞJÓNUSTU ANNAST COLIN PORTER Saumastofa KARNABÆJAR Laugaveg 59 III. hæð sími: 26730

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.