Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.03.1970, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 28.03.1970, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTlÐINDI KVENNADALKAR Hvei*|ii á að svara }*$' ■ 'j ' ■ ’ - ' * ‘ Nýtízku-„hreinskilni” er jafn skaösamleg og skrök- saga ömmu um storkinn. J. D. Ratcliff tekur þetta mál fgrir á einfaldan og skgnsamlegan hátt > eftirfar- andi grein. þegar börn spyrje um kvnlííV NY vekutíðindi koma út á föstudögum og kosta kr. 25,00. Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingar: Skipholti 46 (vesturgafl). Sími 26833. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: FélagsprentsmiBjan Ráðdeildar- leysi Flestum ofbýður sú skrif- stofumennska og hin gífur- lega yfirbygging, sem orðin er á öllum sviðum. Kapp er lagt á að hafa skýrslugerð alla flókna og umfangs mikla, en minna lagt upp úr framleiðslustörfum eða verldegum framkvæmdum. Fyrir síðustu jól kom út sjóferðasaga einhvers merk asta togaraskipstjóra okkar, Jóns Otta Jónssonar, skráð af Jónasi Guðmundssyni, stýrimanni. Jón Otti var fengsæll og happadrjúgur sævíkingur i 45 ár, gætinn og sómakær, en stjórnsamur húsbóndi. Á skipi hans var ekkert logn- mollulýðræði, en heldur eng in harðstjórn. Þessi merki aflamaður, sem er einn af þeim sem áttu drjúgan þátt í því, að ísland varð efnahagslega sjálfstætt, segir m. a. i loka- orðum sínum i bókinni. „Þó er mér nokkur uggur um framtíðina. Ég lield við sgnum ekki nóga ráðdeild, höfum of mikla gfirbggg- ingu á öllum sviðum. . . . Ég álít að við hefðum mátt fara varlegar. Hægar i sakirnar. Við verðum að leggja meiri áherzlu á við- reisn höfuðatvinnuveganna en við gerum nú. . . . Setjum okkur i spor gömlu mannanna, sem fgrir meira en 60 árum létu sig ekki muna um að komast gf- ir ng og betri skip, þrátt fgr- ir landlæga fátækt. Þeir höfðu kjark, dug og fram- sgni. Við erum öll ofurlitið sek. Sek um að sofa á verðinum. Við erum hvert og eitt ó- missandi hluti af litilti þjóð, sem við ekki einasta eigum allt undir, hún á lika allt undir okkur. Það er mikill misskilning- ur að okkur vanti samein- ingartákn, við eigum það. Island.” Svona hugsuðu þeir, gömlu mennirnir, þegar þeir voru að brjótast úr aldargömlum fjötrum eymdar og áþjánar og skapa sjálfum sér og — ekki síður — eftirkomendum sínum lífvænleg kjör. En er hugsanarhátturinn eittbvað að breytast? Fjögurra ára barn spyr: „Mamma, hvaðan kom ég?” Þetta er sú fyrsta af langri röð örðugra spurn- inga — og fullt eins erfið og flestar aðrar, sem foreldrar þurfa að svara. Þær hrófla við hinni fornu launung, sem umlykur kynferðismál- in. Á að koma sér hjá að svara? Eða á að segja bam- inu eins og er? Á maður að fara að dæmi ömmu, og segj a heilmikla skröksögu um böggla, sem englarnir komi með af himnum ofan? Eða láta sér nægja þessa hversdagslegu skýringu, að ljósmóðirin hafi komið með barnið í töskunni sinni? Það er ekki vandi að sjá, hvað myndi ske, ef fólk um- lyki meltingarstarfsemina launung og óhreinleilca þeim, sem nú er haft við kynferðismálin. Gerum ráð fyrir, að Nonni litli spyrði, hvert maturinn færi, þegar hann kingi, og því væri tek- ið með lineyksluðu augna- tilliti og skipun um að halda sér saman. Og svo væri hann seinna kallaður afsið- is til að „skýra” honum frá meltingunni. Það myndu verða stöðugar hvíslingar á salernum skólanna um maga og meltingarvökva og þess háttar. Mannkynið myndi verða að meltingarvesaling- um áður en varði. 'iEn þetta er einmitt11 ná-i kvæmlega sama aðferð og fjöldi foreldra notar, þegar um er að ræða jafn eðlilegt málefni og mannleg æxlun. Eðlileg forvitni barnsins um kynferðismál er foreldrum óttaefni. En hvað er eðli- legra en spurt sé: Hvaðan kom ég? Margir foreldrar búa sig undir að fræða börnin í þess- ari grein, þau taka saman erindi um æxlun blóma, kúa hunda og katta — en forð- ast að minnast beinlínis á mömmu og pabba í þessu sambandi. Lítil telpa lilustaði með þolinmæði á einn þessara fyrirlestra. Hún hlustaði — að þvi er virtist — með at- hygli á móður sína. Þegar fyrirlesturinn hafði haldist i 15 minútur, greip barnið fram í: „Mamma, hvers vegna hreyfist bara neðri kjálkinn á þér, þegar þú tal- ar?” Sannleikurinn er vitan- lega sá, að kynferðismál eru ekki eins heillandi fyrir börn og foreldrum hættir til að halda. Sem umræðu efni er það alls ekki sam- keppnisfært við baunabyss- ur, brúður, hunda og ketti. Auk þess er börnunum ekki gefið að einbeita huganum að sama efni nema í fáeinar mínútur í einu. Þau eru engu færari um að taka á móti am £2* w jurta jurta QlJ & juria HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.