Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.03.1970, Síða 6

Ný vikutíðindi - 28.03.1970, Síða 6
6 N? VIKUTlÐINDI GAMANSAGA, ÞÝDD ÚR NORSKU Hlustuðuð þið á útvarpsþátt- inn „Hitt og þetta“, þegar Petter Fransen var spurður, hvers vegna hesturinn hefði fjóra fætur? Hér getið þið lesið um það, sem gerðist, bæði þá og á eftir. Þótt undarlegt sé, er það hið ófáanlega, sem mest er sótzt eftir. Ein af heituslu óskum Randí í langan tíma, var sú, að fá að vera við- stödd útvarpsþátt í stóra salnum, og sjálfur liafði ég heldur ckkert á móti að fá að taka þátt í útvarpssendingu og láta ljós mitt skína í spurningaþættinum, á sama hátt og ég var vanur að gera fyrir framan tækið heima hjá okkur. „En jjað fáum við víst ekki fyrr en við höfum áll silfurbrúðkaup,“ sagði ég við lconuna mína. „Ég skil ekki hverjir það eru, sem alltaf eru viðstadd- ir,“ sagði Randí. „Alltaf, þeg- ar eitthvað er gaman, er fólk FJORIÐ ER I GLALMBÆ BORÐAPANTANIR I SÍMI 11777 GLAUMBÆR SÍMI 11777 OG 19330 íwvwjv-r-r. í salnum, sem Iilær og liróp- ar. En engum, sem við þekkj- um, hefur nokkurntíma ver- ið boðið, svo ég efast um, að það sé rétt, sem látið er í veðri vaka, að hver og einn, sem borgað hefur aí'nota- gjald, fái á sínum tima tæki- færi ?“ En hvað skeður? Nokkrum dögum seinna fengum við til- boð um að vera viðstödd laugardagsþátt i stóra saln- um, konan mín og ég. Bréfið frá Dtvarpinu lá í ganginum dag einn, þegar við komum heim. Við lásum það vand- lega, og komumst að þeirri niðurstöðu, eftir nákvæma rannsókn, að það hlyti að vera ófalsað. Randi var ofsakát. „Og svo spurningaþáttur! Máske færðu að taka þátt í honum og nærð í verðlaun ... “ Sú hugsun var mér sízt á móti skapi. Það voru ekki bara verðlaunin, sem freist- uðu mín, heldur öllu fremur vitundin um, að milljónir manna um heim allan heyrðu nafnið mitt og hlustuðu á rödd mína; það byrjaði strax að stíga mér til höfuðs. Nú var um að gera að vera við öllu búinn, og ég skal viðurkenna, að mín andlega fæða næstu dagana var sólt i ‘“alírs&^nfðaboft ^a^oTnölis- ens, sem ég las af mikilli ákefð. Og þegar ég var ekki að lesa, hlustaði ég á tónlist frá öllum mögidegum stöð- um og reyndi að festa mér í minni strófur úr hljómkvið- um, nöfn á undarlegum tón- smíðum og höfundum þeirra. Og ég las blöðin óvenju vel, innlendar og erlendar fréttir, til að vera við öllu búinn. Þetta var eins og að búa'sig undir mikilsháttar próf. Og það var líka „próf- skrekkur“ í mér, þegar ég kom í útvarpssalinn laugar- dagskvöldið. Það vrði ekkert spaug að verða að athlægi fyrir öllum ættingjum, vin- um og kunningjum, sem auð vitað hlustuðu allir, einmitt þetta kvöld. Útvarps])átturinn gekk sinn gang. Það var músik og söng- ur, gamanþáttur og sitthvað fleira, og áheyrendurnir klöppuðu og lilógu. Seint og síðar meir kom svo stjórn- andinn að keppnisatriðunum. Með lítillátu brosi og mikilli mælsku hvatti hann lierra og frúr til að gefa sig fram og koma upp á pallinn lil sín. 1 fyrstu virtist enginn finna köllun hjá sér til að taka boði hans. Konan mín sneri sér að mér. „Nú?“ sagði hún svo hátt, að allir, sem sátu nálægt olck- ur, heyrðu það. Ég leit á brosandi andlilin og spyrjandi, og jafnframt skipandi svip Randí, og ég heyrði, að unglingar, sem sátu fyrir aftan mig, byrjuðu að flissa. Ég engdist í sætinu, lamaður af ótta — við áheyr- endurna, sviðið og hljóðnem- ann. En ég átti ekki um neitt að velja. Bæði beint og ó- beint neyddi konan mig lil að rísa úr sæti. Og þegar ég einu sinni stóð uppréttur, var engin undankonndeið. Gleði- læti áheyrenda, hvetjandi köll stjórnandans og skipun- arsvipur konunnar ráku mig áfram, og brátt stóð ég í ó- hugnanlega lílilli fjarlægð frá hljóðnemanum. „Velkominn, velkominn, herra minn,“ hlaðraði stjórn- andinn. „Það er ekkert að óttast. Við skulum bara rabba ofurlítið saman og sjá hvort við getum ekki fundið upp á einhverju til að skemmta fólkinu hérna og þeim þúsundum hlustenda, sem sitja við tækin sin heima. Máske þér viljið segja hvað þér lieitið?“ „Petter Fransen,“ tautaði ég svo lágt að varla heyrðist. „Nei, þér verðið að tala hærra,“ sagði stjórnandinn. „Og ])ér verðið að tala inn í þennan hérna. Hann er ekki hættulegur.“ Hann benti á! hljóðnemann og tók með ánægju móti hlátrinum, sem áheyrendurnir guldu barna- legum vaðli lians. Ég verð að taka fram, að roðinn, sem liljóp í kinnar mínar, stafaði af gremju og engum öðrum tilfinningum. „Petter Fransen,“ hrópaði ég svo hátt, að hljóðneminn skalf. Áheyrendur hlógu aft- ur, og nú leyfði ég mér að taka hláturinn til mín. „Eruð þér gefinn fyrir að veðja?“ spurði stjórnandinn til að gera samtal okkar dramatískara. „Svona nokkuð,“ svaraði ég. „Það fer nú eftir því, um hvað veðja skal, og hvað lagt er undir.“ „Það skuluð þér strax fá að vita. Fyrst vill útvarpið gjarnan gefa yður tvo pakka af súkkulaði, fyrir að vera svo vænn að koma hingað upp.“ Ég tók við súkkulaðinu og þakkaði. „Nú hef ég hugsað mér að leggja fyrir yður spurningu,“ hélt hann áfram, og ég er svo viss um, að yður tekst ekki að svara þeirri spurningu, að ég er til með að veðja 25 súkkulaðipökkum móti yðar tveimur. Takið þér veðmál- inu ?“ Tveir súkkulaðipakkar er ekki svo afleitt, hugsaði ég, en hvað er það móti 25? „Auðvitað,“ svaraði ég. „Allt í lagi, hér er spurn- ingin. Ef þér stjórnið skipi, sem er 10.000 smálestir og á lieima í Noregi, grámálað oliuflulningaslíip, smíðað ár- ið 1945 í Newcastle, og ef vélstjórinn er grasæta, frá- skilinn og nauðasköllóttur, og skipshöfnin er samansett af átta þjóöernum — og hafi loks kostað 4 milljónir að smíða skipið, og sonur út- gerðarmannsins hafi tekið stúdentspróf árið áður en eldsvoði varð um borð, en sama ár og föðursystir út- gerðarmannsins var lögð á spítala og skorin upp við bolnlangabólgu, hve gamall er ])á skipstjórinn?“ Áheyrendur voru ekki al- veg með á nótunum. Sumir flissuðu, en flestir sátu þegj- andi og horfðu á mig með sauðarsvip, sem sagði þetta: „Veiztu nú ekki ])etta?“ og reyndu með því að dylja sína eigin fullkomnu fávizku. Ég var kaldur og heilinn í mér starfaði af fullum krafti. Ró- legur bað ég hami að endur- taka spurninguna, aðallega íil að l'á staðfestingu á grun minum. Stjórnandinn endur- tók hana hlæja.ndi, en eftir fyrstu setninguna greip ég fram í. „Skipstjórinn er 38 ára,“ sagði ég. „Hvernig vitið þér það?“ spurði hann. „Ég ætti nú að vita minn eiginn aldur,“ svaraði ég. Og þar með var ég ofan á. Ég stóð þarna með 27 súkkn- laðipakka og naut aðdáunar og öfundar áheyrenda. Að ])ví ég bezt fékk séð, sat Randí með ljómandi augu og fannst hún miðdepill sam- kvæmisins. „Keppnin heldur áfram,“- sagði stjórnandinn, — „og nú skulum við snúa okkur að tónlistinni. Ef þér viljið hætta yðar 27 pökkum, legg ég 50 á móti um það, að þér getið ekki sagt mér nafnið á þessari tónsmíð og höfundi hennar.“ „Áfram með smjörið,“ sagði ég, án þess að hugsa mig um. Þegar um tónlist er að ræða, hafði ég litla trú á, að ég yrði rekinn á stamp- inn. Dtvarpshljómsveitin lék líka jafn alþekkt lag og „Blómavalsinn“ úr Hnetu- þrjótnum eftir Tsaikovski. Ég hefði getað tekið það sem móðgun, en það gerir maður ekki, þegar svona. stcndur á, og þarna stóð ég með 77 sþkkulaðipakka. „Ágætt!“ hrópaði stjórn- andinn. „Ef þér óskið, getið þér gjarnan tekið vinninginn með yður og farið nú. En ég vil ekki láta hjá liða að vekja athygli yðar á, að þér eigið kost á að vinna ennþá meir. Ég er til með að veðja einu sinni enn, og nú legg ég 150 pakka móti yðar 77. Hvað segið þér um það?“ Kliðurinn frá salnum barst upp til okkar. Fólk ræddi hvíslandi um, hvað ég ætti að gera. Ég beindi augunum til Randí, en þar var enga hjálp að finna — hún lét mig alveg um að velja; en hvað gerir maður í minum spor- um? Hann hefur annars veg- ar 77 súkkulaðipakka, sem ekki eru svo litlar birgðir, einkum þegar hann hefur unnið ])á í ærlegri keppni. Á hinn bóginn hefur hami færi á að auka forðann upp i yfir 200 pakka, ef hann er fús til að hætta öllu á einu bretti — og enn eitt: hann fær að sýna, að hann er enginn héri, sem stingur skottinu milli fótanna og þorir ekki að taka á sig áhættuna. Þetta síðasta réði úrslitum. „Ég hætti á það,“ sagði ég, og þar með var teningunum kastað. Áheyrendur fögnuðu ákaft. „Það held ég sé skynsam- legt af yður,“ sagði stjóm- andinn. „Síðasta spurningin er nefnilega hlægilega auð- veld, svo létt að ég er næst- um feiminn við að bera hana fram. Hún er þessi: Hvers vegna hefur hesturinn fjóra fætur?“ Ég var ekki viss um, að ég hefði heyrt rétt. Áheyr- -endurnir virtust' einnig- hálf- ruglaðir, en reyndu að bæta úr því með því að hlæja bjánalega — á minn kostnað auðvitað. Hvers vegna hefur hesturinn fjóra fætur? Ég reyndi að grafa eitthvað upp úr allri ])eirri fræðslu, sem síðustu dagana l)afði safnazt saman í heilabúinu, og úr einni alfræðiorðabók mundi ég þelta: „Hestur, Ecjuus ca- bollus, hefur verið liúsdýr frá aldaöðli, hjá Indverjum og Kínverjum að minnsta kosti síðan 2000 fyrir Krist ...“ Ég minntist þess einnig óljóst, að ég hafði lesið eitt- tivað um vaxtarjag reiðhests- ins, m. a. þetta: „Lærin eiga að vera bréið og vöðvamik- it. ..“ En hvers vegna hest- urinn hafði fjóra fætur, liafði ég aldrei séð neina skýringu á. „Hvers vegna liefur hest- urinn fjóra fætur?“ endur- tók stjórnandinn og hló þess- um ertandi leiðindahlátri sín- um, sem fólkinu í salnum og hlustendum við útvarpstæk- in fannst svo heillandi, en mér fannst i mesta máta ó- viðfeltdinn. Ég var klumsa, öldungis úrræðalaus. Roðinn hljóp fram í kinnarnar. Áheyrend- urnir tóku að hlæja, en upp yfir allt heyrði ég ógeðslegt gjammið í stjórnandanum. Hlátur hans dró úr mér allan mátt. Ég reyndi að liugsa, muna, álykta en árangurs- laust. Mér tókst ekki að finna

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.