Ný vikutíðindi - 28.03.1970, Page 7
NÝ VIKUTÍÐINDI
7
neina frambærilega skýringu
á fyrirbrigðinu, og ég gaf
kvalaranum það til kynna.
„Nei, en getið þér ekki ráð-
ið fram úr þessu?“ kvakaði
hann, og gerði sig svoleiðis
til fyrir áheyrendunum, að
ég fékk klígju. „Þetta, sem er
svo létt. Getið þér betur!“
Villt fagnaðarlæti aftur. Á-
heyrendum finnst framúr-
skarandi fyndið, að maður,
sem alls ekki hefur getið,
skuli vera beSinn að geta bet-
ur.
Hann vogaÖi ekki að mæta
augnatilliti mínu. Hefði hann
gert það, og væri hægt að
drepa með augnaráði, myndi
þetta hafa orðið glæpareyf-
ari. Áheyrendur hiðu svars-
ins í ákafri eftirvæntingu.
„ÞaS er hægt að skýra á
að minnsta kosti tvo vegu,
hvers vegna hesturinn hefur
fjóra fætur,“ sagði liann, og
átti bágt með að stjóma kæti
sinni. „Hér getum við t. d.
nefnt þessar: 1. Til þess að
búkurinn hafi samband við
jörðina. 2. Til þess að liest-
urinn sé ekld haltur (það
myndi hann auSvitað vera
með færri en fjóra fætur).“
★
Sjóðandi af bræði yfirgaf
ég sviðið. Stjórnandinn, sem
hafði stolið 77 súkkulaði-
pökkunum mínum, vildi láta
mig fá fimm aftur í sárahæt-
ur. Mér fannst freistandi að
taka þá og kasta þeim í haus-
inn á honum, en stillti mig og
leit á hann í þess stað meS
ktilda’" og'" fyrirli tningu. Á-
heyrendur lilógu og flissuðu.
Þegar ég komst að sætun-
um okkar, var Randí horfin.
Ég tók yfirhöfn mína og
ruddist út. Á götunni náði ég
í bíl og ók heim. Húsið var
tómt, en í ganginum lá miði
frá Randí. Á honum stóð
stutt og laggott, að hún væri
farin heim til móður sinnar
og hefði tekiS börnin með
sér. Flýtislegt P.S. sagði, að
ég gæti bara reynt að elta
hana!
Það var ekki anzað í síma
tengdamóður minnar allt
kvöldið. Ég reyndi á stundar-
fjórðungs fresti til kl. 11, en
árangurslaust.
Um kvöldið og nóttina
stútaði ég heilli flösku af
„White Horse“, sem ég hafði
geymt og ætlað að spara til
fertugsafmælis míns. Nafnið
minnti mig auðvitað á nokk-
uð óþægilegt, svo ég reif
miðann af flöskunni. Klukk-
an þrjú lagði ég mig. Ég
sofnaði samstundis og
dreymdi, að ég væri hrossa-
ræktarráðunautur...
★
Tíminn, sem í hönd fór,
var skelfilegur. Aldrei hafði
mér dottið í hug, að til væri
svona margt fólk, sem þekkti
mig. Fólk stanzaði mig á
götu, hringdi til mín á öllum
tímum sólarhringsins eða
skrifaði mér, og allir gerðu
grín.
„Nei, hvað er þetta, Fran
sen,“ — var vana viðkvæðið
— „veiztu ekki hvers vegna
hesturinn hefur fjóra fæt-
ur?“
Verst var þegar forstjóri
fyrirtækisins, þar sem ég hef
unnið í tíu ár, reyndi að vera
fyndinn á minn kóstnað.
„Hvers vegna hefúr liestur-
inn fjóra fætur, Fransen?“
kumraði liann einn daginn,
þegar liann gekk gegnum
skrifstofuna. Allir félagar
minir litu upp og ætluðu að
fara að lilæja. En liláturinn
stóð í þeim, þegar ég svaraði:
„ÞaS er til jæss að menn
taki ekki misgrip á þeim og
forstjórum með ístrumaga.“
Daginn eftir var mér sagt
upp. Ég væri til tjóns fyrir
álit firmans, stóð í bréfinu,
sem stjómin sendi mér. Og
mér var í rauninni sama um
allt.
Randí kom ekki aftur. Ég
heimsótti hana, ég hringdi og
ég skrifaði, en allt kom fyr-
ir ekki. Tengdamóðir var
ekki myrk í máli, fremur en
liún átti vanda til, jiegar ég
var annars vegar:
„Dóttir mín hefur ekkert
að gera með mann, sem ger-
ir sig að athlægi sökum fá-
bjánaháttar. Hvorki hún né
ég óskum, að börnin þurfi að
skammast sín fyrir föður
sinn. Það er öllum fyrir
heztu, að þú skoðir samhand-
inu slitið ...“
Sambandinu slitið! Það
var eins og hún væri að hafna
sendingu af tilbúnum áburði,
sem hún þarfnaðist ekki.
Ég lifi nánast sem einsetu-
maður. Eina mannveran,
sem ég umgengst, er lög-
fræðingur minn. Hann á að
útvega mér uppreisn, endur-
reisa mitt góða nafn og
mannorð. Og það verður
hans verk að stimpla Útvarp-
ið opinherlega, sem það í
raun og veru er: stofnun,
sem setur ærlega og lög-
lilýðna borgara í gapastokk-
inn frammi fyrir alþjóð.
Ilann mun verða að gera þær
réttarkröfur, að Ctvarpið
annist um að bæta úr öllú,
m. a. með því að útvega mér
nýja stöðu, fá konu mina og
hörn heim aftur, og greiða
mér ríflegar sárabætur.
Og auðvitað gerir hann
kröfu til þess, að mér verði
skilað aftur 77 pökkum
súkkulaðis. Mér finnst ég
eigi þá með fullum rétti.
X-
KACPSÝSLU.
TÍÐINDI
Sími 26833
☆ DÆCKADVÖL ☆
BRIDGEÞRAUT:
Margir furða sig á þvi, að
það er eins og sumir geti
lesið á spil andstæðinga
sinna, um leið og fyrsti slag-
ur hefur verið tekinn sam-
an. En ef þú notar vitið, sem
þér er gefið og tekur eftir
sögnunum, er oft litill gald
ur að vita um spil hinna.
Hér er eitt dæmi.
S: 75 2
H: 9 86 4
T: Á 10 9 4 2
L: 5
S: 8 3
H: Á D 10 7 5
T: D
L: Á 9 6 4 3
S: K 10 6
H: G 3
T: 7 6 5
L: D G 8 7 2
S: Á D G 9 4
H: K 2
T: K G 8 3
L: K10
Norður og Suður eru á
hættusvæði. Suður opnar á
einum spaða, Vestur segir
hjarta, en Norður og Austur
passa. Suður heldur áfram
með spaða, Vestur breytir
yfir i lauf, Norður bætir við
einum spaða og austur tek-
ur undir laufsögnina. Suður
endar á 5 spöðum, því Vest-
ur segir árangurslaust 5
lauf. Vestur spilar út tígul
drottningu, og Suður vinn-
ur sögnina.
SKÁKÞRAUT:
Svart: kóngur á f5, hrók-
ur á e3 og peð á e7, f6 og g3.
Hvítt: kóngur á h3, drottn
ing á b8 biskupar á c8 og d2,
riddari á e4 og peð á d3, d4,
e6, g2 og h5.
Hvítur mátar í öðrum
leik.
VEÐJAÐU UM ÞAÐ:
Veðjaðu við einhvern um
að þú getir slegið golfkúlu
500 metra í einu höggi. Þetta
er einfalt, en athugaðu fyrst
hvernig það muni vera unnt
áður en þú lest svarið.
REIKNIN GSÞRAUT:
Dragðu 15 frá 15 og láttu
90 verða eftir.
GÁTUR:
1. Hvaða vöxtur er það,
sem snýr rótinni upp en
krónunni niður?
2. Hefurður séð hnnd
með mannsaugum?
3. Svartur gumpur situr
við eld og ornar sér.
4. Hver á flest spor hér
á landi?
5. Hvaða ár renna upp i
móti?
6. Hvað er það sem fer til
vatnsins og skilur innyflin
eftir heima?
7. Hvað hefur höfuðið inn
an í sér, en rófuna út um
munninn?
8. Hvað er það sem tollir
við allt?
9. Hvernig get ég skrifað
tólf og tekið tvo af svo að
þá verði tveir eftir?
10. Hvaða bæja- og manna
nöfn sérðu á vasahnifnum
þínum?
(Svör annars staðar i bl.)
Pjéfaacfa
44fitir s4i/erchenlo
Þjóðsag^ nm stöðuvatnið
Einu sinni endur fyrir
löngu bjuggu gömul hjón í
kotbæ, er stóð á bakka stöðu
vatns nokkurs. Þau hétu
Marta og Mattliías.
Allir í sveitinni vissu, að
karli og kerlingu kom mjög
illa saman. Nágrannarnir í
þorpinu voru á einu máli
um það, að leitun væri á
slíkum letingja og fanti sem
Matthiasi; og einnig voru
þeir sammála um, að Marta
væri hæði illgjörn og af-
skiptasöm og yfirleitt hið
versta kvenskass.
Kvöld eitt, er þau sáu að
snæðingi og hinakkrifust út
af bjúga, sem eittlivað var
athugavert við, tók Mattliias
eldhússtól og kastaði hon-
um i hausinn á kerlingu
sinni. Svo þreif hann vodka
flöskuna sina og hélt út á
Djöflaklett við vatnið, en
þar var hann vanur að sitja
og veiða. Mattliias andvarp-
aði, er hann kastaði línunni
út í og fékk sér teig af flösk
unni. Svo fékk hann sér sæti
og fór að horfa á hóp af
holdugum, skutsiðum og
hörundsrauðum konum,
sem voru að stríplast í vatn-
inu.
Stóllinn hafði nærri því
kostað Mörtu annað augað,
svo að hún hugsaði karli
þegjandi þörfina. I stað þess
að láta hinar venjulegu for
mælingar rigna yfir hann,
læddist Iiún nú á eftir hon-
um eins og köttur á eftir
mús. Þegar liún loks kom að
honum, brá hún kökukefl-
inu á loft og æpti upp:
„Svona hefurðu það þá, bölv
aður! Þykist vera að fislca!
Hafðu þetta! Letinginn
þinn! Svinið þitt! Þú eyðir
síðasta eyrinum í vín!
Hafðu þetta, og þetta, og
þetta!“
Matthias, sem þótti auð-
mýkjandi að láta fara svona
með sig í augsýn kvennanna,
sneri sér rösklega að Mörtu
og tautaði: „Nú er nóg kom
ið.“ Að svo mæltu þreif
liann til konu sinnar og
fleygði henni út í vatnið.
Svo kveikti hann sér rólega
í pípunni, settist aftur og
horfði kæruleysislega á
Mörtu berjast um í vatninu.
Þegar Marta hafði farið
tvisvar í kaf, baðaði hún út
höndunum og sökk — hræði
lega þögul. Og hún hélt um
stóran stein.
Nú var hugrekki Matthías
ar á þrotum. Hann stóð
skjálfandi á fætur, teygaði
flöskuna í botn og henti sér
út í vatnið.
Nokkrar aldir liðu. Svo
var það einn fagiran sumar-
dag fyrir stuttu, að málar-
inn Vosdukhov og skáldið
Klunin voru að baða sig í
vatninu og settust á bakk-
ann. „Mér þætti gaman að
vita,“ sagði Vosdukliov upp
úr þurru, „hvort ekki muni
vera einhver þjóðsaga bund
in við þetta vatn.“
Klunin leit á félaga sinn.
„Jú, það er nú einmitt til-
fellið,“ svaraði hann og
stundi lágt. „Kynleg og
skáldleg þjóðsaga.
Eitt sinn, löngu fyrir
manna minni, stóð lítið
þorp hérna á vatnsbakkan-
um. Og þar átti heima ung
(Framh. á hls. 4)