Ný vikutíðindi - 27.11.1970, Blaðsíða 6
6
NY VtKUTlÐINDI
Sönn frnsnga
Ellef ii bláir menn
Æsandi leynilögreglusaga með nýjum persónum:
lögreglumennirnir eru læknisfræðingar og aðrir
vísindamenn, og glæpamennirnir eru ósýnilegar
lífverur.
UM KLUKKAN átta að
mánudagsmorgni þess 25. sept-
ember 1944, hné 82ja ára gam-
all maður niður á gangstéttinni
við Deystræti, nærri Hudson-
stöðinni. Þangað til lögreglu-
maðurinn laut niður að gamla
manninum, hefur hann kann-
ske haldið, að þetta væri ein-
ungis ennþá einn drykkjusjúkl-
ingurinn. En hann gat ekki ver-
ið lengi á þeirri skoðun. Nef,
varir, eyru og fingur gamla
mannsins var allt himinblátt.
Lögregluþjónninn hringdi í
sjúkrabíl til Beekman-spítala,
sem er þarna mjög skammt frá.
Gamli maðurinn var borinn inn
í slysastofuna um klukkan
hálf-níu. Þá var hann meðvit-
undarlaus, og bláminn hafði
breiðst út um mikinn hluta lík-
amans. Læknirinn, sem skoðaði
gamla manninn, áleit, að litur
þessi stafaði af Cyanosis, á-
stand, sem venjulega leiðir af
ónógu súrefni í blóðinu, og
hann tók einnig eftir, að mað-
urinn var með niðurgang og
hafði fengið lost.
f bráðabirðaskýrslu sinni
taldi læknirinn vera um kol-
sýringseitrun að ræða — hvern-
ig hún hefði orsakast, af bíl-
reyk eða gasi, var auðvitað til-
gangslaust að geta sér nokkurs
til. En vegna þéss að einstök
gaseitrun er sjaldgæft fyrirbæri
í jafn manngrúandi borgar-
hluta og neðri Manhattan,
bjuggu hann og starfsbræður
hans í slysastofunni sig undir
að taka á móti að minnsta
kosti tylft manna í viðbót.
Framsýni þeirra lét heldur ekki
lengi að sér hæða. Öðrum
manni var ekið inn klukkan
tæplega hálf ellefu. Fjörutíu
mínútum síðar kom sjúkrabíll
með þrjá í viðbót. Klukkan
tuttugu mínútur yfir ellefu var
komið með tvo.
Tveir bættust enn við næstu
fimmtán mínúturnar. Um nón-
leytið kom einn. Allir þessir níu
menn voru einnig aldraðir og
hrumir, allir höfðu kvalizt í að
minnsta kosti klukkutíma, og
allir voru stifir, bláir og í lost-
ástandi. Klukkan kortér yfir 6
um kvöldið var komið enn með
einn gamlan, bláan mann. Hann
hafði legið, of veikur til að
biðja um hjálp, í bæli sínu frá
því klukkan tíu um morguninn.
Um það leyti, er þessi síðasti
blái maður kom í spítalann,
hafði rannsókn málsins staðið i
fimm stundir. Rannsókninni
var stjórnað af heilbrigðismála-
ráðuneytinu, en því verður að
tilkynna öll tilfelli, sem hafa á
sér farsóttareinkenni. Rannsókn
in leiddi fátt í ljós, sem að
gagni kæmi. Tveir menn höfðu
stjórn rannsóknarinnar með
höndum, aðal farsóttarsérfræð-
ingur ráðuneytisins, dr. Morris
Greenberg, og dr. Ottavio Pell-
itteri farsóttarfræðingur frá
hernum. Dag einn, þegar ég var
í skrifstofu dr. Greenbergs,
sagði hann og dr. Pellitteri mér
frá málinu.
Frá spítalanum var símuð
skýrsla um málið til heilbrigð-
ismálaráðuneytisins rétt fyrir
klukkan þrjú. Eins og venja er,
voru afrit af skýrslunni send
öllum fulltrúum ráðuneytisins.
„Mitt lá á skrifborðinu mínu,
þegar ég kom frá því að borða,“
sagði dr. Greenberg. ,,Á skýrsl-
unni virtist lítið að græða. Níu
menn, álitnir sýktir af kolsýr-
lingseitrun, höfðu verið lagðir
inn um morguninn og allir
kváðust hafa borðað morgun-
verð í Eclipse-veitingastofunni
Chathamtorgi 6.
„Ég var alls ekki sannfærður
um að þetta væri gaseitrun,"
sagði dr. Pellitteri. „Sjúkdóms-
einkennin voru ekki alveg rétt.
Það virtist ekkert bera á höfuð-
verk og hinni alræmdu deyf-
ingu, sem fylgir gaseitrun. Það,
sem gerði mig verulega tor-
trygginn, var þetta: aðeins tveir
eða þrír af mönnunum höfðu
borðað morgunv.erð í veitinga-
stofunni á sama tíma. Þeir
höfðu slæðzt inn á öllum tím-
anum frá klukkan sjö til tíu.
Það þýddi, að staðurinn hefði
orðið að vera fullur af gasi í að
minnsta kosti þrjá klukkutíma,
sem er alveg óhugsandi. Svo
talaði^ ég, betupvy;5 venkþ, menn:
ina. Ég komst að tveimur at-
hyglisverðum atriðum. Annað
var það, að þeir höfðu allir orð-
ið veikir strax eftir að hafa
borðað. Innan hálftíma. Hitt
var, að allir nema einn höfðu
borðað hafragraut, snúða og
kaffi. Þegar tíu menn eta sama
matinn á sama stað á sama
degi og fá svo allir sömu veik-
ina . . . Ég sagði Greenberg, að
ég hefði grun um matareitrun.
„Ég gat samþykkt, að gas-
eitrun væri útilokuð,“ sagði dr.
Greenberg. „Og ég viðurkenndi
að hafragrauturinn virtist
einna grunsamlegastur. Lengra
vildi ég ekki fara. Venjuleg,
hversdagsleg matareitrun —
mér skildist Pelletteri eiga við
það — var ekki mjög sann-
færandi svar. — Eitt atriði,
sem Pelletteri . komst að,
fannst mér afar mikilvægt. AIl
ir mennirnir sögðu honum, að
sjúkleikinn hefði gripið þá afar
snögglega. Venjuleg matareitr-
un kemur aldrei svo snöggt.
Jæja, þessi skjótleiki virtist mér
vísbending. Það kom mér til að
gruna, að eitthvert eiturlyf gæti
verið að verki.“
„Enginn af mönnunum var
eiturlyfjaneytandi,“ sagði
Pellitteri. „Ég sagði Greenberg,
að ég væri viss um það. Þeir
héldu sér allir við flöskuna.“
„Það var allt í lagi,“ sagði
dr. Greenberg. „Þeir gátu hafa
látið ofan í sig hættulegan
skammt, af eiturlyfi af slysni.
Það, sem við þurftum að gera,
var að sanna það. Ég bað Pell-
itteri að fá blóðsýnishorn úr
öllum mönnunum, áður en hann
færi af spítalanum til að líta á
veitingastofuna. Okkur kom
saman um, að hann sendi eitur-
sérfræðingi borgarinnar, dr. Al-
exander O. Gettler, sýnishorn
til að rannsaka þau um kvöld-
ið. Ég vildi vita, hvort met-
hemoglobin væri í blóðinu.
Methemoglobin er efnasam-
band, sem myndast einungis ef
eitthvert af nokkrum eiturefn-
um kemst út í blóðið. Skýrsla
Gettlers myndi upplýsa okkur
um, hvort við værum á réttri
leið. Það er að segja, hún
myndi veita okkur jákvætt eða
neikvætt svar varðandi eitur-
lyf.“
Þegar Pellitteri hafði séð um
sendingu blóðsýnishornanna,
kom hann í veitingastofuna um
klukkan fimm. „Það var álíka
og ég átti von á,“ sagði hann
mér. „Hrein svínastía og ó-
hreinni en flestar aðrar. Mat-
vælaeftirlitið hafði lagt bráða-
birgðalöghald á allt í veitinga-
stofunni. Eigandinn og kokkur
inn voru mjög samvinnuliprir.
Auðvitað voru þeir dauðskelk-
aðir. Þeir vissu ekkert um gas
á staðnum, og það var hvergi
vott af því að finna, svo ég
beindi athyglinni að fæðunni.
Ekkert af því, sem ætlað hafði
verið til morgunverðar þá um
morguninn, var nú eftir. Það
hafði verið of mikil bjartsýni að
vona það. En mér tókst að fá
sýnishorn af sumu því, sem
morgunverðurinn var tilreiddur
úr, svo við gætum efnagreint
það. Þennan morgun, eins og
alla morgna, sagði kokkurinn
mér, hafði hann eldað 27 lítra
af hafragraut, nóg til að bera
fyrir 125 manns. í grautinn not-
aði hann fimm pund af hafra-
mjöli og 18 lítra af vatni — úr
vatnsveitu borgarinn — og
hnefafylli af salti. Það voru
hans óbreytt orð — hnefafylli.
Á eldavélinni stóð opinn 5 lítra
baukur af salti. Hann sagðist
hafa tekið hnefafylli um morg-
uninn úr honum; Hann fyllti
baukinn á eldavélinni á hverj-
um morgni úr stærri bauk —
hann stóð uppi á hillu — og
þegar ég var að taka hann nið-
ur, sá ég annan bauk, alveg
eins, rétt hjá. Ég tók hann
einnig niður. Hann var líka full
ur af salti, eða réttara sagt,
einhverju, sem leit út eins og
salt. Eigandinn sagði, að það
væri ekki salt. Hann sagði, að
það væri saltpétur — natríum-
nítrat — sem hann notaði til að
strá á kjöt. Nú, saltpétur er
meinlaus, hann dregur ekki
einu sinni úr kynhvötum
manna, eins og margir halda.
En ég tók sýnishorn af honum
eins og hinu, rétt svona til gam
ans.“
Dr. Pellitteri afhenti efna-
fræðingi frá heilbrigðisráðu-
neytinu sýnishorn, og hann lof-
aði að hafa skýrslu sína tilbúna
klukkan þrjú daginn eftir.
Næsta morgun, þriðjudag,
kom dr. Pellitteri í Eclipse-veit-
ingastofuna, sem enn var lok-
uð, en hann hafði sagt eigand-
anum og starfsfólkinu að koma,
svo hægt væri að spyrja það.
Pellitteri talaði aftur við kokk-
inn. Hann gat þess, að hugsast
gæti, að hann hefði í ógáti tek-
ið úr saltpétursbauknum til að
láta í baukinn á eldavélinni.
„Það var athyglisvert,“ sagði
Pellitteri, „enda þótt mér hefði
áður dottið sá möguleiki í hug.
Ég sagði honum, að hann þyrfti
engar áhyggjur að hafa af því.
Við höfðum alltaf verið vissir
um, að enginn hefði af ásettu
ráði byrlað gömlu mönnunum
eitur.
Frá Eclipse fór Pellitteri í
skrifstofu Greenbergs, þar sem
skýrsla dr. Gettlers beið hans.
„Prófun Gettlers á methemo-
globin var jákvæð,“ sagði
Greenberg. „Það hlýtur að vera
um eitur að ræða. Jæja, gott
svo langt sem það náði. Næst
heyrðum við frá efnafræðingn-
um A. Pensa.
„Greenberg datt næstum út
af stólnum, þegar hann las
skýrslu Pensa,“ sagði Pellitteri
glaðlega.
„Það eru nú ýkjur,“ sagði
Greenberg. „Það er ekki svo
auðvelt að ganga fram af mér.
En ég get ekki neitað því, að
Pensa reyndi allmjög á trúgirni
Ef þú lítur í alheimsblöð
... er CAMEL
ávallt í
fremstu röð
FILTERS