Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 13.10.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 13.10.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDl Útgelandi og ntstjón: Geir Gunnarsson ftitstjóm og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simi 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. pjóðviljant Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Verðstöðvunin Núverandi ríkisstjórn hugðist halda áfram svo- kallaðri verðstöðvun, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði reynt að komá á og lög- festa, þótt hún jafnframt hækkaði um leið ýmsa op- inbera þjónustu o. fl. Þetta hefur þó hvergi tekist fremur en annað, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar hefur tekið sér fyrir hendur. Þarf ekki annaö en benda nú síðast á 15% hækkun fiskverðsins og einnig húsaleiguokrið, sem fær að þróast leynt og Ijóst. Raunar er nú algert neyðarástand í húsnæðis- málum Reykjavíkursvæðis- ins, og væri það ærið efni til langrar og umhugsunar- verðrar greinar. Hefur húsa- leigan hækkað svo, að hún er oröin ofviða mönnum með venjulegt kaup, jafn- vel bótt í litlum íbúðum séu, enda þótt lítill hluti húsaleigufjársins komi fram á skattskýrslum. Menn eiga líka erfitt með að skilja það á verðstöðv- unartíma, að leyft skuli að hækka fiskverð allt upp í 18 prósent, því fiskur er sú fæða, sem fólk neytir mest. Hlýtur þetta því að koma fram í vísitölunni, sem leið- ir til þess að kaupið hækk- ar og þá er vítahringur verðbólgunnar kominn. Þegar það svo bætist við, að forráðamenn frystihús- anna telja vonlaust að halda rekstri þeirra gang- andi, þrátt fyrir það að fisk verðhækkunin verður greidd niður til þeirra, þá er illt í efni. Skyldi maður ætla að niðurgreiðslur væru nú orðnar- nægar á landbúnað- arvörum, þótt ekki bætist það við, að styrkja þurfi þá, sem vinna að sjávarafl- anum og kaupa hann — nema að sjálfsögðu inn- lenda neytendur. Það liggur við að menn hristi höfuðið yfir þessu öllu. — Hvar endar þetta? spyr fólk. Það skilur ekki þessa pólitík. Menn skilja heldur ekki, að ríkisstjórnin skuli stór- hækka póst- og símaþjón- ustu, áfengis- og tóbaks- verð og margt annað, á sama tíma og hún lýsir því yfir aö verðstöðvun sé í landinu. Það er ekki að yera sjálfum sér samkvæm- ur. Saga frá býlisárum Mormóna Konuugur i x*iki ástariaii&ar Jim Strang vissi það mæta vel. að þar sem konur iara, ivlgjja karlmenn á ef tir... STRANG sat í skrautlegu há- sæti í tjaldbúðinni á Big Bea- ver-eyju, og starði reiðilega á grarinvaxna, fölleita konu, sem stóð fyrir framan hann. „Þú óhlýðnast skipunum mín um!“ öskraði hann. „Hvers vegna?“ Skipun þá, er hann minnt- ist á, hafði hann gefið út fyrn tveimur dögum og var hún á þá lund, að allar konur á Big Beaver-eyju ættu að hætta að ganga í kjólum, en klæðast í hnésíðar pilsbuxur. Aðeins ein kona, — frú Agatha Wer- worth — hafði dirfsku til að neita að hlýðnast skipun þess- ari. Enda þótt frú Wenworth skylfi, sagði hún hin djarfasta: „Mér finnst pilsbuxur hræði- lega ljótar. Þess vegna hef ég ekki blýtt.“ Strang herpti saman varirn- ar og hæðnisbros lék um þær. „Það skiptir engu máli hvað þú álítur. Það er mín skoð- un, sem hefur gildi. Farðu heim og klæddu þig í pils- buxur.“ Frú Wenworth var náföl og augnaráð hennar var skelfing- in uppmáluð, en samt lét hún sig ekki, „Ég mun ekki klæðast svo niðurlægjandi flík,“ sagði hún. Strang, sem var þrekinn og vöðvamikill, stirðnaði af bræði. „Þú vogar þér að óhlýðnast mér — konungi þínum! Ég skal kenna þér hvað það gildir að óhlýðnast skipunum mín- um!“ Hann sneri sér að aðstoðar- manni sínum, Harry Redwood, sem stóð við hlið hans og æpti: „Farðu með þessa konu út á torgið! Flettu hana klæð- um niður að mitti og láttu hana hafa fimmtíu svipuhögg! Heyrirðu til mín? Fimmtíu svipuhögg!“ Um eftirmiðdaginn var frú Wenworth, að öllum íbúum eyjarinnar ástáandi, hýdd op- inberlega á torginu fyrir að hafa óhlýðnast Hans hátign, James Strang, konungi Beaver- eyju. Þessi viðburður var hápunkt- urinn á sérstæðum lífsferli Strangs, eina mannsins, sem nokkurn tíma hefur stofnað konungsríki á amerískri grund. Hann var fæddur í Auburn í New York-ríki, árið 1813. Sagt er, að Strang hafi verið farinn að ganga og tala áður en hann var sex mánaða gam- all. Hann gat lesið og skrifað þriggja ára að aldri og var því mjög bráðþroska. Er hann komst á manndómsár, varð hann rótlaus og óánægður með lífið. Hann var þrekinn, herða- breiður, með stingandi, blá augu og eldrautt hár. Innra I með sér • var hann hárviss um. að hann væri borinn til mikilla dáða. Gallinn var bara sá, að hann gat ekki áttað sig á, til hvaða lífsstarfs hann var kall- aður. Hann reyndi hvert starf- ið á fætur öðru, en þótt hann væri bráðsnjall, mistókst hon- um allt, Þegar hann var orðinn 27 ára, hafði hann verið bóndi, skólakennari, kaupsýslumaður og lögmaður. Tuttugu og sjö ára gamall kvæntist hann Mary Perce, yndislegri stúlku. Eftir gift- inguna tók hann við nýju starfi, sem útgefandi dagblaðs- ins á staðnum. Hann hélt þess- um starfa í fjögur ár, og á þeim tíma ól kona hans hon- um tvö börn. Svo virtist sem giftingin og heimilislífið hefði stöðvað þá ofboðslegu metorða- girnd, sem hann var ætíð hald- inn af. En pað var ekki tilfellið. Dag nokkurn kom maður til borgarinnar, og það breytti öllu. Hann hét Frank Monzell. Monzell, sem var frá Auburn, hafði farið til Vesturríkjanna fyrir 10 árum til að freista gæfunnar. Hann kom nú aftur til Auburn sem trúboði fyrir nýja trú, sem kölluð var Mor- mónaírú. Tilraunir Monzells, til að snúa fyrrverandi vinum og nágrönnum til annarrar trú- ar, báru engan árangur. Raun- in varð sú, að allar dyr voru honum lokaðar. Borgararnir í Auburn, eins og allir aðrir Ameríkumenn á þeim tímá, fylltust hryllingi vegna taum- leysis Mormóna í kynferðis- málum. Aðeins einum manni lék for- vitni á að fá að heyra, hvað Monzell hafði að segja. Það var Strang. Sem útgefandi dagblaðs, kom hann því svo fyrir, að hann mælti sér mót við trúboðann. Þessi fundur varð þegar í stað árangursríkur. ímyndun- arafl og tilfinningar Strangs blossuðu upp, er hann heyrði Moonzeli segja frá þessari nýju trú. Hann drakk í sig hvert orð, og augu hans brunnu af æsingi. Strang fannst, að nú hefðu forlögin hitt hann, og í Mormónismanum myndi hann finna lykilinn að mikilmennsku draumi þeim, sem hann hafði alltaf dreymt. Daginn eftir dreif hann konu sína, sem hvorki vissi upp né niöur, og börnin tvö upp í vagn og hélt af stað til Nauvoo, í Illinois, þar sem voru höfuðstöðvar Mormóna- hreyfingarinnar. Þegar hann kom til Nauvoo, lét Strang þegar í stað skíra sig til Mormónatrúar. Skírn- jj xe j ío. Yerðlag hefur þrefaldast á tíu árum Meginvandi íslenzks efnahagslifs á undan- farandi áratugum hefur veriö hin öra verö- bólguþróun. Sl. 10 ár hefur vísitala fram- færslukostnaðar tæplega þrefaldazt og vísitala byggingarkostnaöar er nú þremur og hálfum sinnum hærri en fyrir 10 árum siöan. Sannvirðistrygging 'er forsenda fullra bóta Ef til vill gera ekki allir sér grein fyrir, aö sannviröistrygging er forsenda fullra tjón- bóta, þvi séu eignir eigi tryggöar á fullu veröi, þá veröur aö líta svo á, aö trygging- artaki sé sjálfur vátryggjandi aö þvi,sem á vantar fullt verð og ber þvi sjálfur tjón sitt aö þeim hluta. Hækkun trygginga samkvæmt vísitölu Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið aö taka upp vísitöluákvæði í skilmála innbús- trygginga óg lausafjártrygginga, þannig að upphæöir hækki árlega meö hliösjón af vísitölu framfærslukostnaöar og byggingar- kostnaöi. Til þess aö þessi ákvæöi komi 'að fullum notum er mjög áríöandi, að allar tryggingarupphæöir séu nú þegar leiöréttar og ákveðnar eftir raunverulegu verömæti þess, sem tryggt er. SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMULA 3 - SÍMI 38500

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.