Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 13.10.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 13.10.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Á rjúpnaveiðnm Siit al hverjn 11111 rj|ii|»iiiia rj úpnaskittirí Nú er rjúpnatíminn að byrja eftir miðjan mánud- inn og pegar froststilla verö - ur eftir miöjan manuöinn og snjór niður í miðjar hlíð- ar, þá er viss von á þeirn hvítu og pottþétt mál, að finna hana ef maöur geng- ur með snœrönd í hlíðun- um. Hálfgeröa sektarvitund hef ég þó alltaf af því að fást viö veiöar á henni. Hun er bæöi falleg og lússpök — og hinn bezti fugl. Eu náttúran sér víst um sína, svo aö lagi ætti aö vera aö fá sér góöan bita ásamt göngutúr. Sem strákur fór ég stund- um með þaulvanri rjúpna- skyttu, og kenndi hann mér margt um undarlega hegð- un rjúpunnar, sela og fleiri dýrategunda. Þegar til rjúpna er fai'ið, er bezt aö vera vel búinn til fótanna og hafa góöa yfirhöfn. Þar sem góö rjúpnaveiöi er, kemur rjúpan ávallt niö- ur í iyngbrekkur aö morgni. Er þaö öruggt, aö ef engin för eru eftir hana niöri, þá er hún ekki viölátin, en ef för sjást, þá er hún venju- lega efst uppi í fjallsrönum, þar sem steinar standa upp úr. Rjúpnaaurinn segir sína sögu; og hringsóli maöur milli steina uppi á fjalli, þar sem sporin eru fyrir neöan, þá er segin saga, aö drjúgum hleöst upp á band- iö. Sögu hef ég heyrt af rjúpnaskyttu, sem ég veit aö er sönn. Maöurinn var aö hægja sér uppi á heiöum, þegar önnur rjúpnaskytta kom askvaöandi og hleypti af, því allt var hvítt af rjúpu. Þaö fylgir sögunni, aö sá, sem ' urðinni húkti meö brækurnar á hælunum, hafi aö jafnaöi veriö mjög hæg- fara og rólegur í tíöinni, en í þetta skipti hafi hann ver- iö heldur betur snar í snún- ingum, og ekki aö ástæöu- lausu. Manninn sakaöi samt ekki, enda voru þá ekki komin sjálfvirk átómöt til sögunnar, heldur varö aö notast við einhleyptar eöa tvíhleyptar haglabyssur. Svona slys geta hent, ef aögæzla er ekki nægileg og snjór yfir — og menn næst- um samlitir snjó. Ég vil bæta því viö, aö högl úr haglabyssu viröast ekki sérlega skaöleg fólki úr einhverju færi, því ef menn hér áður fyrr fengu högl t.d. í fótlegg, var kúf- urinn hreinsaöur, en hitt látið eiga sig. Ég veit um gamlan mann, sem fékk slysaskot úr hagla byssu í löppina á stríösár- unum og hefur síöan veriö meö eitthvaö af höglum í fætinurn án þess aö hafa oröiö meint af; skinniö virð- ist gróa utan um, og höglin sitja kyrr. Loks vil ég benda tollyfir- völdunum á, að tollur er alltoí hár á skotvopnum hér, svo aö þau veröa ó- heyrilega dýr. Þessu þarf tafarlaust aö breyta, svo ger legt sé aö stunda veiöiskap því þaö er bæöi hollt sport og gefur hina beztu útivist. Engin þjónusta viröist heldur vera á innflutningi skotfæra, og líki ég henni við’ hreina einokun. En sjálf sagt er þaö hinum háa tolli Rjúpa í vetrarbúningi. aö kenna. T.d. er erfitt að fá skot í kaliber 16, en það er ágætis rjúpnabyssa, af haglabyssu aö vera. Ö. Á. glasbotninum Einn danskur Það er unga stúlkan, sem knýr á hliö himnanna og vill gjarnan komast inn í himnaríki, en fyrst þarf hún aö fara í læknisskoö- un og fá staöfest, að hún sé hrein mey. Þegar skoö- uninm er lokiö, spyr sankti Pétur, hvort stúlk- an sé jómfrú. „Já,“ svaraöi læknirinn, „en þaö eru sjö smágöt á haftinu.“ Þaö telur sankti Pétur aö sé allt í lagi (þaö er ekki hægt aö hanga í auka atriðum). Svo gengur hann til stúlkunnar og seg ir, aö hún sé velkomin í himnaríki. „En segöu mér annars — hvaö heitiröu?" „Mjallhvít...“ atliugavert við hann.“ „Athugavert? Það skyldi ég heldur ekki œtla. En ER liann ekki flott!?“ * -K Sýníngargripur Maöur nokkur kom inn á lœknisstofu. Hann sagði ekki orð, en hneppti frá sér buxnaklaufinni og lagöi „vopn“ sitt á boröiö. Lceknirinn skoðaði grip- inn í krók og kring, klór- aöi sér í höfðinu og sagöi: ,rJa, ég get ekki séð neitl Óskirnar þrjár Maöur nokkur fór ríð- andi yfir heiði, og á leið- inni var reiðskjóti hans rétt búinn aö stíga ofan á ófleygan snjótittlingsunga. Maðurinn kippti í taum- inn og gat bjargaö ungan- um; steig svo af baki og kom honuh í var. Unga- mamman var honum svo þakklát, aö hún sagöist skyldi uppfylla þjár óskir hans. Maöurinn óskaöi sér aö hann yrði eins sterkur og Herkules, eins gervilegur og Rock Hudson og aö þaö yröi eins mikiö undir sér og á hestinum sem hann reiö. Um nóttina gisti hann á sveitahóteli, og fékk lán- aöa vekjaraklukku, því hann ætlaöi aö halda á- fram ferö sinni í býtiö um morguninn. Þegar klukkan hringdi eldsnemma, ætlaöi hann aö stoppa hana meö því aö slá ofan á hana, en höggiö var svo þungt aö bæði klukkan og boröiö fóru í mél. Maðurinn fór nú fram úr og leit í stóran vegg- spegil, sem var í herberg- inu. Sá hann þá, að hann var bæöi orðinn geysilega vöövamikill og ekki síöur fríöut sýnum. En þegar hann leit neöar á skrokk- inn brá honum heldur bet- ur í brún, og varö þá aö oröi' „Æ, hver djöfullinn! Þurfti ég nú endilega aö vera á merinni!“ -K Nýi flokkurinn Hver verður formaður hans? Eftir að sýnt þykir, að Alþýðuflokkurinn og flokk- ur Hannibala muni samein- ast í einum flokki að meira eða minna leyti, er mikið um það rætt, að Magnús Torfi muni víkja fyrir Gylfa I>. sem menntamálaráðherra. F.innig er brotinn heilinn um það, hver verða muni formaður nýja flokksins. Vitað er að megn óánægja er • báðum flokkum vegna þessarar sameiningar. Er talið að margir af hinum eldri hægri krötum muni ekki fylgja Gylfa að málum, og vitað er, að Bjarni Guðnason hefur fullan hug á að kljúfa flokk Hannibals, cnda ræður hann yfir mál- gagni hans. Má því jafnvel búast við þremur flokkum í stað hinna tveggja, sem samþykkt hefur verið að sameina — eins og það er nú gæfulegt. Álitið er, að hvorki Hanni- né Gylfi verði formenn hins nýja flokks, heldur verði það einhver, sem líklegur er til að draga að sér fylgi frá Alþýðubandalaginu eða jafnvel Framsóknarflokkn- um. Verður fróðlegt að fylgj- ast með framgangi þessara mála á næstunni. Heimska María hitti vinkonu sína daginn eftir aö hún haföi farið á ball. „Það fylgdi mér sœtur strákur heim í nótt,“ sagði hún „en mikið skelfing var hann heimskur! Hann var stórfínn í rúminu, þó, já þó — ja, sko, þó að hann vœri alveg óttalega heimskur!“ „Nú?“ „Já, hugsaöu þér: Þegar ég spurði hann í morgun, hvao hann héti og hvaðan hann væri, þá gat hann með engu móti munað þaö...“ láta kastrera (gelda) sig. „HeyriÖ þér, maöur minn,“ sagöi læknirinn. „Það er mjög alvarlegur hlutur.“ „Ég er aö fara til Aust- urlanda og vil ekki eiga nein veikindi á hættu,“ sagöi sjómaðurinn. „Viljið þér aí'la yöur peninga fyrir þetta — já eöa nei!“ Jæja, jafnvel læknar hafa stundum rukkara á eftir sér, svo aö hann fram kvæmdi /aögeröina. Þegar sjómaðurinn kom aftur um borð sagöi skip- stjórinn: „Jæja, góöi minn, létuö þér lækninn vakkinera (bólusetja) yður?“ „Vakkinera?“ spuröi sjó- maöurinn bjánalega. „Hét þaö þaö?“ -K Óklár á erlend orð Siómaður nokkur kom til læknis og baö um aö Nokkrir stuttir . . . „HvaÖ er aö sjá þig, gamli vinur. Þú hefur al- deilis aflaö þér myndarlegs glóöarauga! Hvernig fórstu aö því?“ „Ég kyssti brúöurina.“ „Nú, þaö er leyfilegt." „Já, en ég gerði það tveimur árum eftir brúö- kaupið.“ ★ Verkfræöingurinn: „Ég vil kvænast stúlku, sem er fullkomin ástmær og hús- móöir í senn.“ Glæsigyöjan, eftir nokkra umhugsun: „Þá gætiröu gifzt mér, og svo látum viö slag standa um, hvort viö fáum ráöskonu, sem kann sína hluti.“ ★ „Af hverju skemmta kan ínur sér meira en fólk?“ „Af því þaö eru fleiri kanínur til en fólk.“ „Og af hverju eru til fleiri kanínur en fólk?“ „Af því kanínur skemmta sér meira en fólk “ ★ Alfreö: „Þú hefur verið svo köld viö mig upp á síökastiö, finnst mér. Er annar maöur kominn í spiliö?“ Anna (andvarpandi); „Frá því ég giftist þér fyr- ir fimm árum, hefur yfir- leitt enginn maöur veriö í spilinu.“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.