Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.12.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 22.12.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Bækur, §em berasí Vinir vorsins Barnabók cftir Stefán Jónsson. Útgef.: ísafoldarprentsmiðja. Stefán er löngu landskunn- ur og viðurkenndur rithöfund- ur, sem skrifar fyrir yngsta fólkið. Þetta er fyrsta bókin i ritsafni hans, sem væntanlega verða 18 bindi. Fjallar hún um vaxtarár sveitadrengs og er hin læsilegasta. Á faraldsfæti Endurminningar Matthíasar frá Kaldrananesi, II. bindi. Þorsteinn Matthíasson skráði. Útgef.: Prentsm. Leiftur. Þessir þættir fjalla flestir um það svið, sem Matthías vann á að opinberum málum fyrir Kaldrananeshrepp og eig- inlega brot úr hálfrar aldar sögu byggðar. Nokkrar myndir eru í bók- inni. Fornar byggðir á hjara heims eftir Poul Nörlund í þýðingu Kristjáns Eldjárns. Útg.: ísafoldarprentsmiðja. Lýsingar á miðaldabyggðum á Grænlandi, eftir sagnfræðing og fornfræðing. Bókin er auð- lesin og skýrir frá landnámi á Grænlandi, viðgangi byggð- anna og falli, byggð á beztu heimildum. Fjölmargar ágætar myndir prýða bókina, sem er mjög eiguleg. Carnaby á ræningja- veiðum Lögreglumálasaga eftir Peter N. Walker í þýðingu Hersteins Pálssonar. — Útg.: Leiftur. Söguhetjan, Carnaby, hefur öðlast miklar vinsældir í Bret- landi og víðar og höfundurinn skrifar af þekkingu, því hann var lögregluþjónn árum sam- an. Eru nú komnar sex bæk- ur eftir hann um Carnaby og afrek hans. Dagur sjakalans Skáldsaga eftir Fredrick Forsyth í þýðingu Hersteins Pálssonar. Útg.: ísafoldarprentsmiðja. OAS-samtökin frönsku, fé- lagsskapur öfgamanna, höfðu sex sinnum reynt að koma de Gaulle fyrir kattarnef án ár- angurs. Loks í sjöunda sinn var atvinnumorðingja falið verkið fyrir hálfa milljón dollara, en bezti leynlögreglu- maður Frakklands komst að fyrirætluninni og gat afstýrt tilræðinu. Um þetta fjallar þessi læsi- lega bók. Málsvari myrkra- höfðingjans Skáldsaga eftir Morris L. West. — Útg.: Prentsmiðja Jóns elgasonar. Þetta er 5. bók Wests á ís- lenzku. Á hann stóran lesenda- hóp, enda frábær rithöfundur. Þýðandi er Hjörtur Pálsson. Skákeinvígi aldarinnar í réttu Ijósi eftir Guðmund Daníelsson. Útg.: ísafoldarprentsmiðja. Bókin tilheyrir sama flokki bókmer.nta og Spítalasaga og Landshornamenn Guðmundar og liggja á mörkum sannfræði og skáldskapar. Teikningar eru eftir Halldór Pétursson og skákskýringar eftir Trausta Björnsson og Gunnar Gunnarsson. Einn í ólgusjó Lífssigling Péturs sjómanns Péturssonar. Sveinn Sæmunds- son skráði. Útg.: Setberg. Þetta er fjörleg og berorð frásögn íslenzks sjómanns og I ævintýramanns, sem hefur siglt um heimsins höf og kom- ið í flestar stærri hafnarborg- irnar, þótt Hamborg sé hans eftirlætisstaður. Þetta er sjötta bók Sveins um sjómennsku — og ekki sú sízta, þótt allar séu þær góðar. Arfleifð frumskógarins Skáldsaga eftir Sigurð Róbertsson. Útg.: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Bókin fjallar um nútíma- manninn í umróti 20. aldar og viðleitni hans til að fylgjast með hamskiptum tímans. Þetta er 10. bók Sigurðar. I hjartans leynum Skáldsaga eftir Barböru Cartland. — Útg.: Prentsm. Jóns Helgasonar. Saga um auðuga og spikfeita stúlku, sem er þvinguð í ást- laust hjónaband og fær tauga- áfall á brúðkaupsdaginn. Bókin hefur selst vel í eng- | ilsaxneskum löndum. Vitinn eftir Cæsar Mar. Útgef.: Leiftur. Frásagnir um líf hans og félaga hans, er þeir velktust fram og aftur um höf og lönd. hreinskilnar og látlausar. Áður hefur komið út bók eftir sama höfund um svipað efni, sem fékk sérlega góðar viðtökur. Kaldrifjuð leikkona Skáldsaga eftir Louise Hoffmann í þýðingu Hersteins Pálssonar. Útg.: Leiftur. Þetta er ein af hinum vin- sælu sögum, þar sem sögu- þráðurinn er spennandi og einkennilegir atburðir gerast. Folda Bók eftir Thor Vilhjálmsson. Útg.: ísafoldarprentsmiðja. Höfundur kallar þetta á tit- ilblaði „Þrjár skýrslur“. Nefn- ist sú fyrsta „Hrakningar“, næsta „Sendiför“ og sú þriðja „Skemmtiferð“. Þetta eru stuttar skáldsögur, sem sýna stíl höfundarins í nýju ljósi. Hornblower sjóliðs- foringi Skáldsaga eftir C. S. Forester í þýðingu Hersteins Pálssonar. Útgefandi: Leiftur. Forester varð meðal vinsæl- ustu höfunda Breta á sviði sjó- ferðasagna, og er þetta ein víðlesnasta bók hans. q giasbotniRum Auglýsingar borga sig Dag nokkurn skrifaði Nonni, 14 ára gamall, á skólatöfluna: „Nonni er ástríð'ufullur elskhugi!" Kennslukonan veitti hon- um áminningu fyrir dóna- skapinn og refsaöi honum með því að láta hann sitja eftir í klukkutíma. tilraun. Þar auglýsti hún í blöðunum og lofaöi þeim 50.000 krónum, sem gæti fullnægt henni. Hundruð tilboöa bárust, og Nansý leit á marga áöur en hún ákvað, hvern hún skyldi prófa fyrst. Hann kom á tiltekinni stund um kvöldiö, og eftir Hún var ekki ráðalaus MeÖan ástaleikurinn stóö sem hæst reis hún upp og sagði: — Helgi, hefuröu nokk- urn tíma selt ryksugur? — Nei .... — Þá er þaö ekki seinna vænna, því nú kemur maö- urinn minn! X- Maðurinn sagði . . . — Heimurinn er fullur af fólki, sem vill eitthvaö. Þegar Nonni kom heim úr skólanum flykktust leik- félagar hans um hann og spuröu, hvaö kennslukonan hefði gert við hann. „Eg vil ekkert um það segja,“ sagöi Nonni, „ann- að en að þaö borgar sig aö auglýsa!" -K Ab! Nansý frá New York átti við vandamál aö stríöa. Eft- ir margra ára eftirgrennsl- an, og eftir aö hafa reynt allt og alla, haföi hún enn ekki fundiö fullnægjandi lausn á kynífsvandamálum sinum. — Nansý, sagöi bezta vin- kona hennar einn daginn, — hversvegna skreppuröu ekki til Svíþjóöar? Þar er sagt aö séu kynsterkustu menn í heimi. Viku seinna flaug Nansý til -'S'tokkhólms til aö gera fáeinar mínútur hófu þau leikinn. Eftir því sem málin þró- uöust um nóttina var hún farin aö halda aö hún heföi fundiö þann eina rétta. Eftir tólftu skorpuna, tók piltur sér smáhvíld, dró djúpt andann og sagöi „ah!“ — Heyröu mig nú, sagöi Nansý — þú getur beöiö meö samtal þangaö til sdnna! Næturstemning Hún var í fríi fyrir norð- an og haföi kynnst ágætum Norölengingi. Þau sátu uppi í fjallshlíð og fléttuöu fing- ur. — Ég elska miönætursól- ina, sagöi hann. — Ekki ég, sagöi hún. — Hún minnir mig á manninn minn: stór, rauöur og úti á næturnar. Sumir vilja vinna eitthvað — og allir hinir vilja hærri laun. Nokkrir stuttir . . . Forstjórinn viö ljóshæröu skrifstofustúlkuna: — Ég er kominn svo eftir á meö vinnuna, dýrölega dama, að ég held aö þaö væri heilla- ráö að þú takir þér frí í nokkra daga. • — Ó, Andrés, nú er vorið komiö enn á ný. — Já, já, Berta; róleg. Eg ætla bara aö ljúka við að reykja sígarettuna fyrst. • — En Elsa þó, þú hefur víst ekki sagst elska hann, svona alveg upp úr þurru? — Nei, mamma, hann varð að kreista þaö upp úr mér! • — Pabbi, hvers vegna má karlmaður bara eiga eina konu? — Drengur minn — lögin vernda þá, sem ekki kunna aö.... • — Það heföi veriö sök sér, ef hann heföi bara gert þaö einu sinni, sagöi stúlkan við lögregluna, en það var þaö sama i hvert skipti, sem við hittumst: Nauögun, nauög- un og aftur nauögun. * Enn um kynferðismál Frh. af bls. 5. landi, að William Bingham var sektaður fyrir sama brotið — Ljósmæðralögin frá 1971, er mæla svo fyrir um, að eingöngu læknar og Ijós- mæður megi taka á móti börnum. ★ f kynferðismálum fyrir dómstólum geta verið felldir andstæðir dómar, þótt afbrot- in séu næstum eins, af tveim- ur mismunandi kviðdómum eða dómurum. Að mestu ræð- ur mismunandi löggjöf og lönd. Kona nokkur í San Fran- cisco vann mál, er fyrrver- andi eiginmaður hennar höfð- aði, til þess að svipta hana börnum þeirra, vegna sið- leysis. Clarence Morris, dóm- ari í yfirdómi sagði: „Ég held því fram, að jafnvel skækja og kona, sem veitir vændis- húsi forstöðu, geti þrátt fyrir allt verið góð móðir.“ En John W. Peck, dómari í New York, kvað upp allt ann- an dóm yfir vændiskonu og svipti hana umráðum með börnum hennar, en hún hafði gifst í annað sinn fram- kvæmaastjóra sjónvarpsstöðv- ar með 25.000 dala árstekjum. ★ Lögregluþjónar þeir, sem hafa vörðÁ^daáíBSötaiI'Hi, þeg- ar kynferðismál eru á döfinni, eru viðbúnir öllu. Tökum til dæmis hið einkennilega hátt- arlag hjónanna Tómasar og Virginiu Conway frá Los Angeles. Conway var að af- plána eins árs fangelsisdóm fyrir svik. Kona hans var að afplána jafnlangan dóm í sama fangelsi, fyrir að hafa ekið bíl sínum á mann sinn, svo að hann kastaðist út af 12 feta háum vegg. Meðan þau voru í fangels- inu, krafðist Virginia skilnað- ar. Er þau voru tekin til yfir- heyrslu, skömmuðust þau heiftarlega og slóu til hvors annars. Dómarinn frestaði mál- inu og sendi þau aftur í klefa sína. Meðan beðið var eftir lyft- unni, stóð lögregluþjónn á milli þeirra, þar sem hann óttaðist að þau myndu reyna að drepa hvort annað vegna haturs. Þegar þau komu inn í lyftuna, rauk Virginía á mann sinn. Áður en lögregluþjónn- inn gat stöðvað hana, ætlaði hún að kæfa mann sinn með ástríðufullum kossum. Hún hélt áfram að kyssa hann alla leið upp á níundu hæð, en þá voru þau látin hvort í sinn klefa. „Það má búast við öllu af konunum!“ sagði lögreglu- þjónninn furðu lostinn, vjð íiÁttarát-arann.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.