Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Síða 4
4
NÝ VIKUTÍÐINDI
karlmann hamingjusaman.
En þegar ég eftir á ætlaði
að kyssa hana og brjóst henn-
ar íágu þétt upp að líkama
mínum, fann ég að hún var
ekki eins reynd og ég hafði
haldið. Þetta, að gefa sig alla
í ástarleikinn, var aðeins með-
fæddur eiginleiki, — eðli
hennar. Og hvíslandi rödd
hennar sagði mér, að sennilega
hefði ég rétt fyrir mér.
— Við skulum hætta núna,
sagði hún. Ég hef aldrei fyrr
verið reglulega hrifin af nein-
um strák, en ég varð skotin i
þér am leið og ég sá þig.
— Ég varð líka hrifinn af
þér, viðurkenndi ég.
— Ég sá það, sagði hún
brosandi. — Og ég vissi líka
að pú þráðir þetta. Og nú
verða það bara þú og ég.
Mikið skulum við hafa það
dásaralegt saman.
Ég kinkaði aftur kolli, og
svo vaknaði þrá mín eftir
henni aftur. Og aftur kom hún
til mín og veitti mér það, sem
aðeins hún getur látið í té.
Hún var hættuleg og skyn-
samleg stúlka, en einmitt eins
og ég vildi hafa hana.
* „Danmark"
Framhald á bls. 7
hríðarbilur, sem þar getur
komið.
Nú var Jörgen Brönlund
einn eftir. Hann bjó grand-
varlega um þá félaga sína og
gekk út að sleða brautinni,
sem leiðangursmenn höfðu
jafnan farið á ferðum sínum
um þessi svæði. Þar komst
hann i birgðir þær, sem sex
vikur.i áður höfðu verið fluttar
þangað handa honum og fé-
lögum hans, er þeir Gustav
Thostrup, dr. Lindhard og
Tobías tókust á hendur erfiða,
en vel heppnaða, liðveizluför,
sem þess að íslaust var undir
Mallemuk-f j alli.
Af birgðunum á Lamberts-
landi lifði Brönlund í nokkra
dag, eö því bezt verður séð, I
unz hann sofnaði út af hjá
logandi prímus með hlaðna
byssu við hlið sér.
J. P. Kock og Tobías fundu
lík hans vorið eftir. Við hlið
hans lá dagbókin hans og
kortsuppdrættir Magens, sem
greindi frá landafræðilegum
árangri félaga hans: ....þeir
hvíldu nú úti í miðjum fjarð-
arbotni..
Leiðangursmenn héldu nú
áfram athugunum á landinu
unz brottfarardagurinn rann
upp. Þeir reistu minnisvörðu í
Danmerkur-höfn um félaga
sina brjá, og hinn 23. ágúst
1908 var „Danmark“ aftur
kominn til Kaupmannahafnar.
Förinni var lokið.
Danmörk var orðin stærri
og meiri, — en þrem hraustum
og gáfuðum sonum fátækari.
* Tiíristinn
Framhald af bls. 1
eigendur úti á landi okrað
miskunnarlaust á ferða-
mönnum, sem neyðst hafa
til að skipta við þá, og hef-
ur oft á slíkt verið minnst
opinoeriega. Nú hafa kaup-
félög úti um iand komið
sér upp svokölluðum fecða-
mannaverzlunum 1 sívax-
andi mæli. Og svo einkenni-
lega vill til, að þess eru
fjölmörg dæmi, að vörur í
þessum ferðamannaverzluu-
um eru mun dýrari heldur
í kaupfélaginu sjálfu
Segir þetta bezt á hvern
hátt sumir landsmenn Ifta
á ferðmanninn.
Þar er það sjónarmið
ríkjandi, að sjálfsagt sé að
plokka túristann eins og
nokkur er kostur.
* Hjónin
Framhald af bls. 1
Það er hins vegar rétt að
taka það fram, að barns-
meðlög ganga fyrir öðrum
opinberum greiðslum og
fyrnast aldrei. Af þeim sök-
um hefur það komið fyrir,
að menn háfa veríð rukk-
aðir um meðlög með „börn-
um“, sem komin eru um
eða vfir fertugt, ef þá hefur
glaðnað til með fjármál
föðursins!
* Fjarstæðan
Fratnhald af bls. 1
vörðum á, að meðan nóg er
til af fullorðnu fólki til að
sæk ja þá staði, sem hér um
ræöir, er sjálfsagt fyrir þá
að ganga hart eftir nafn-
skírteinum hjá ungu fólki.
Það hefur nefnilega
stundum verið sú afsökun
höfð uppi meðal dyravarða,
þegar þeim hefur verið bent
á lögbrot gagnvart aldri, að
svo fátt fólk hafi verið inni,
aö það hafi ekki sakað þótt
ef til vill hafi vantað hálft
ár upp á aldur hjá hinni
eða þessari.
Svo er það aftur annað
mál, að oft hafa þessar
stelpur farið flatt á þessum
heimsóknum á vertshúsin.
Oftar en ekki kemur það
fyrir, að þær fara heim með
karlinanni á eftir — og eru
dæmi um að þar hafi þær
hlotið allóvægilega meðferð.
Oft þora þær ekki að segja
frá slíku eftir á, sökum
ótta við refsingar foreldra
og aðhláturs kunningja.
Mörg dæmi eru um þetta
nú j seinni tíð hér í borg-
inni og því ástæða fyrir for-
eldra að heröa á því við
löggæzluna, að eftirlit verði
hert með því aö veitinga-
húsin gangi ríkt eftir því,
að aldursmörkin verði hald-
in undir fjórtán ára!!
* Varpað á dyr
Framhald af bls. 1
Glœpurinn var sá, að
maðurinn var ekki klœddur
samkvœmt reglum hússins!
Sjaldan hefur komið bet-
ur í ljós, hversu fáránlegar
reglur eru gildandi á sum-
um veitingastöðum borgar-
innar, en einmitt í þetta
skipti.
Maðurinn, sem um ræðir
var kominn inn á staðinn,
seztur niður og farinn aö
rabba við erlenda gesti sína.
Hann var klæddur hreinum
og ágætum klæðnaði, stíf-
pressuðum buxum og rán-
dýrum rússkinsjakka utan
yfir ósköp venjulega skyrtu.
Dyravörður hússins kom
til haris og vísaði honum
út úr húsinu, rétt í þann
mund, sem barinn var að
loka. Maðurinn vildi ekki
fallast á þau rök dyravarð-
ar, að hann væri ekki í
fullframbærilegum klæðn-
aði, og kvaðst vilja sitja
þarna, þar til lokað yrði.
Ekki samþykkti dyra-
vörður þessa beiðni, heldur
hringdi á lögregluna, sem
sendi þrjá menn til að
fjarlægja þann, sem ekki
var klæddur samkvæmt
reglunum!
Á meðan á þessu stóð, var
dauðadrukknum manni í
þvældum og kryppluðum
jakkafötum hjálpað til
sætis af starfsmanni húss-
ins. Sýnir þetta bezt hversu
fáránlegar reglur eru látn-
ar gilda enn þann dag í dag.
Það ei sem sagt allt í lagi,
að dauðadrukknir menn
veltist um sali veitinga-
húsanna, svo framarlega
sem þeir eru 1 jakkafötum
með bindi!
Þótt dyravörðurinn hafi í
þessu tilfelli ef til vill sýnt
óþarflega mikla samvizku-
semi, gerði hann þó í raun
og veru ekki annað en að
fylgja þeim reglum, sem
honum eru settar í starfi.
En það er fjandi hart, að
ódrukknir menn skuli vera
leiddir út af skemmtistað í
augsýn fjölda fólks, af
fjölda lögregluþjóna. Eins
og gefur að skilja áleit fólk
að viðkomandi maður væri
sekur um stórglæp, þar sem
Fyrsta heimildarbókin um
gosið í Vestmanneyjum kom á
markaðinn daginn, sem lýst
var yfir að gosánu væri lokið.
Iceland Review gefur þessa
bók út . og ber hún heitið
„VOICANO — Ordeal by
Fire in Iceland’s“.
Er þetta mikil myndabók
en texti á ensku, eins og flest
það, sem útgáfa Iceland
Review lætur frá sér fara,
enda befur það frá ugphafi
verið hlutverk útgáfunnar að
dreifa erlendis fróðleik um
ísland, vandamál og viðfangs-
efni, til aukins skilnings með-
al annara þjóða á högum lands-
manna og viðhorfum.
Þessi nýja bók er mjög lit-
auðug, myndirnar nær 80 tals-
ins og flestar í litúm. Óhætt
er að segja að hér sé að finna
ýmsar athyglisverðustu mynd-
irnar sem teknar voru í Eyjum
Margir af fremstu Ijósmyndur-
um þjóðarinnar hafa lagt til
myndir í bókina, en hér hefur
verið safnað saman úrvali frá
21 myndasmiði. Flestar mynd-
ir eiga Sigurgeir Jónsson og
Guor.ar Hannesson.
Bókin er tvískipt. Fyrri
hluti greinir frá lífinu í Vest-
mannaeyjum eins og það var
fyrir gosið, bregður upp mynd-
um af fólkinu í starfi og leik-
ekki sá. á honum vín eins
og fyrr segir.
Það hefur áður verið gert
að umtalsefni hér í blaðinu,
að þessar reglur um klæða-
burð karlmanna á skemmti-
stöðum séu löngu orðnar
úreltar með breyttri tízku.
Því er óþarfi að fjölyrða
meira um það að sinni.
En þegar farið er að með-
höndla menn eins og stór-
glæpona fyrir það eitt, aö
klæðast samkvæmt tízk-
unni. er alvarlega kominn
tími til fyrir forráðamenn
skemmtistaða að taka þess-
ar reglur til endurskoðunar.
Ekki sízt þar sem erlendum
ferðamönnum er ekki gert
að íara eftir þessum fárán-
legu reglum. —s.
svo og af undurfagurri og sér-
stæðri náttúru eyjanna með
fjölskrúðugu fuglalífi.
Síðari hlutinn, og sá lengri,
segir frá upphafi gossins. ham-
förum náttúrunnar og mann-
legum átökum — baráttunni
við ofureflið. Hér er ekki að-
eins um myndasögu að ræða,
því Árni Gunnarsson, frétta-
maður hjá Ríkisútvarpinu.
skrifar ýtarlegan texta, bæði
um Eyjar fyrir gosið — og
hildarleikinn mikla. Árni er
manoa bezt fallinn til að-inna
þetta verk af hendi, bæði
þekkti hann Eyjar áður — og
svo fylgdist hann náið með
gosinu. Hann flaug yfir Eyjar
strax fyrstu nóttina og flutti
útvarpshlustendum fréttirnar
jafnóðum í margar vikur, með-
an allir stóðu á öndinni.
May og Hallborg Hallmunds-
son þýddu texta bókarinnar,
en uppsetningu og útlit annað-
ist Fanney Valgeirsdóttir hjá
Auglýsingastofu Gísla B.
Björnssonar.
Bókin kostar kr. 995.- í
verzlunum og er önnur í
flokki, sem nefnist Iceland
Review Books. Sú fyrsta kom
út i fyrra og ber heitið
„ICELAND — the Unspoiled
Land,“ og er fyrst og fremst
myndabók.
Sprunguviðgerdir
Vilhjálmur Húnfjöró
Simi: 50-3 -11
Kaupsýslutíðindi
Sími 26833
Glæsileg heimildarbók
um gosið í Eyjum
Prýdd hinum fegurstu litmyndum