Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Side 6

Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Side 6
6 NÝ VHCUTÍ'Ð+NOI ..Ihi 11111 a rli” - leiðangnrinn Á JÓNSMESSU sumarið 1906, þegar Danmark-leiðang- urinn lagði af stað frá Nyrðri tollbúðunum í Kaupmanna- höfn, voru þúsundir manna samankomnir til að kveðja leiðangursmennina og óska þeim góðrar ferðar. Tollbúða- flötin og Langalína voru þétt setnar — þar stóð maður við mann — og frá skipinu sáust svo mörg andlit, að ógjörning- ur var að leita uppi einmitt, það andlit, sem hverjum og einum var kærkomnast að sjá — hvað þetta snerti voru þeir betur settir, sem stóðu á hafn- arbakkanum, því að auðvelt var að koma auga á þá fáu menn, sem komnir voru um borð í gamla íshafsseglskipið „Danmark“. Peter Frauchen hafði gleymt að afhenda móður sinni úti- dyralyklana; hann henti þeim út í manngrúann ásamt göml- um buxum, og til mikillar furðu lentu þeir í réttum hönd- um. Leiðangursstjórinn, Mylius- Erichsen, stóð uppi í einum skipsbátnum og hrópaði til fjöldans: „Við komum aftur... Síðan voru festar leystar. Úti á sundinu kom vélbátur æðandi á eftir skipinu. Reipi var í siga niður í bátinn, og uppeftir reipinu klifraði jurtafræðingur leiðangursins, sem hafði orðið strandaglópur. Hann var einbúi og sérvitring- ur, og enginn hafði komið til að óska honum fararheilla, svo hann hafði fengið sér göngu meðan á öllum kveðjunum stóð — og orðið heldur seinn, fyrir vikið. En hann var síður en svo hnugginn: „Æ, ég hefði svo sem getað náð ykkur í Helsingör,“ sagði hann, „ef ég hefði farið þjóðveginn gan- gandi,“ — og átti þar með við að skipið skreið heldur hægt, sökum þess hve hlaðið það var. Á leiðinni um Kattegat skall á stormur . Ferðin hófst með bilun á seglum og reiða. En þetta var lagfært í Fredriks- havn, þar sem farminum var einnig komið betur og tryggar fyrir ; skipinu. Og það var það, sem einn af æringjunum um borð endurskírði leiðang- urinn, og kallaði hann ekki lengur „Danmark“-leiðangur- inn, heldur „Grænlandsleið- angurinn til norðausturstrand- ar Danmerkur.“ — * — í FÆREYJUM varð leiðang- urinn fullkominn að höfðatölu, hvað snerti menn og hunda Þar voru teknir um borð 65 hundar, þannig að að meðtöld- um þeim hundum, sem teknir höfðu verið í Kaupmannahöfn, voru rúmlega 100 hundar með í förinni. Og Jörgen Brönlund kom einnig þar um borð, ásamt Grænlendinginum Tobíasi og Hendrik, svo að nú voru þeir 28 ungu og hraustu mennirnir, sem leituðu að ævintýrinu í norðri, freistuðu þess að leggja nýtt land undir danskt vald, — gera Danmörku stærri. Sökn- uður og erfiði var væntanlegt hlutskipti þeirra, en útlitið fyrir nýstárlega lífsreynslu bætti þeim það upp. Það féll ekki hverjum sem var í hlut — að sjá ókunnan og til þessa lokaðan heim. Og hinir 28 ungu menn þóttust slíkir gæf- unnar gullfuglar, að þeir vildu ekki skipta á hlutverkum sín- um við nokkra aðra menn á jarðríki, hvað sem í boði væri. — ¥ — Á ÍSLANDI voru þeir síðast í tengslum við siðmenninguna. Þar vai hið síðasta af vistum tekið um borð, og þar var skipið búið undir langferðina. íslendingar efndu til mann- fagnaðar og tóku gestunum hið bezta, því að nú skyldi þeim fá að líða notalega, áður en þeir héldu út í íshafskuldann og snjóinn. Erfitt var~að"*íiflííaí'íými í skipínu fyrir allan þann út- búnað, sem haldið hafði verið •y* um ' ■ *' r. upp á hafnarbakkanum, svo að margt af því varð að skilja eftir, meðal annars íslenzka hesta, smíðatimbur og — fjöld- ann allan af bjórflöskum, sem hinum árlátu íslenzku gestgjöf- um féllu í skaut. Síðar fréttu leiðangursmenn, að gjaímildi þessi hefði valdið því, að blaðið í smábæ þessum kom ekki út í marga daga eftir að „Danmark“ lagði frá landi, sökura þess að starfslið blaðs- ins hafði lagt heldur mikið að sér við kveðjuhátíðahöldin. — Ritstjórinn sjálfur var . nefni- lega jafnframt setjari, prent- ari og eigandi blaðsins, og það var ckýringin á því, að 100% af starfsliðinu forfallaðist! — * — ÚTI Á hafinu lagðist þokan að skipinu, þétt og þvöl, en stöðugt var haldið norður á bóginn. Lítil líkindi voru fyr- ir því að hitta skip. „Danmark“ var eina skipið á þessari sigl- ingaleið og engin áhætta að halda áfram án hiks. Einnig var nauðsynlegt að komast sem lengst á sem skemmstum tíma. Liðið var árið, og ísinn var ekki viðráðanlegur, nema skamman tíma í einu. Leiðin þangað norður eftir hafði verið löng, og „Danmark“ var hæggengt í sjó. Þetta var eitt af gömlu íshafsseglunum sem snéru sér öðru hverju, til að sjá, hve langt hún væri búin ag sigla. Þar við bættist að langleiðina til íslands hafði stormur, og hríð staðið svotil beint í fang okkar. Dag nokkurn sást. grilla í ljósan blett í þokunni, langt uppi yfir okkur, og sér til mikillar gleði sáu pólfararnir grilla í lítinn, rauðleitan hnúk; það fannst þeim fögur sjón. Þetta var eldfjallið Beerenberg á smáeynni Jan Mayen, sem þarna birtist og tjáði leiðang- ursmönnum, hve langt (eða öllu heldur: skammt) þeir væru komnir. Síðan varð ísinn á vegi okk- ar, hin stóra eyðilega breiða af ís á sífelldi hreyfingu, sem mjakaðist suður með austur- strönd Grænlands og flytur með sér rekavið, grjót, leir, bjarndýr og seli. „Danmark“ leitaði uppi eina af liinum mörgu vökum í ís- breiðuna og renndi sér þar inn á milli. Og þá tók við hin glæfralega og áhættusama sigl- ing um 50 sjómílna langa vök. Það var sannkölluð barátta. Slíkar vakir dragast saman og lokast jafnvel með öllu, þann- ig að snúa verður við og reyna annars staðar. Þokan skall á og r.ók burt útsýnið frá skip- stjóranum og íslóðsinum, svo að neyðzt var til að leggjast við ísinn. Hin hvíta breiða lagðist þétt að skipinu á báðar hliðar, svo að hver og einn varð að vera undir það búinn að bjarga sér út á ísinn með þá fatapinkla, sem jafnan voru reiðubúnir, ef til slíks neyðar- úrræðis kæmi. í tvær vikur, á meðan þessi íssígling stóð yf- ir, var þetta látlaus spenna, dag og nótt. Síðasta hindrunin að íslausu hafnssvæði var loks yfirunnin, og við tók grisjóttur rekís. — ★ — ÞEGAR til Grænlands kom, gengu menn á land í einum bát og helguðu það Friðrik kóngi VIII., en síðan var siglt áfram með ströndinni, unz komið var i skjólsælan flóa, þar sem hægt var að láta skipið fyrirberast, og fékk hann nafnið Danmerkurhöfn. Þar var varpað akkerum. Hún var byggt og athugunar- stöð reist. Geymslur matfanga og olíu voru reistar góðan sköl frá ströndinni, til frekara öryggis hvað sem fyrir kynni að koma. Breitt var yfir skipið, seglum og köðlum komið und- an, svc að allt vaéri undirbúið hina rammefldu vetrarstorma, sem framundan voru. Rannsóknarstöðin var sett upp. Þaðan lögðu af stað allir stærri og smærri leiðangrar. Vísindamennirnir hófu þegar í stað könnun á landinu. Sumar- ið var skammvinnt og óðar en varði liðið hjá, svo að um var að gera að nota tímann vel. Geymslum var komið upp, til hagræðis fyrir væntanlegar ferðir næsta vor, og gerður var út smáleiðangur með vélbát til innfjarðanna, til að mæla landið, draga upp kort og kanna hin óþekktu svæði með tilliti til veiða. Eitt mesta aðkallandi vanda- málið var fóðrun hundanna; að vísu hafði skipið haft meðferð- is mikið magn af ýmiskonar þurrkaðri hundafæðu, en til að ala upp væna hunda, þurfti nýtt kjöt, og nú var einmitt leitað eftir því. Bátsmennirnir höfðu lánið með sér: þeir rákust á stóran rostungahóp, og urðu ellefu rostungar þeim að bráð. Þetta var kærkomin búbót og veitti aukið öryggi — nú var fyrsta vetrtrdvölin nokkurn veginn trygg. — * — SÍÐAN skall á skammdegis- myrkrið. í bækistöð þessari á 76. og % gráðu norðlægrar breiddar, hófst það þann 30. október og varaði til 13 febrú- ar. Dagsbirtan þvarr með jöfn- um hraða og jókst svo aftur með jöfnum seinagangi. Reynt var að þreyja vetrar- nóttina á eins viðunanlegan hátt cg kostur var. Það var unnið, og nóg var við að vera. Fléttaðir voru hundataumar og útbúnír kassar með eldunar- áhöldum, verkfærum og birgð- um til þeirra ferða, sem fram- undan voru. Vísindamennirnir unnu úr því efni, sem þeir höfðu viðað að sér um sumar- ið, þurrkuðu jurtir, stoppuðu fugla og meðhöndluðu skordýr og önnur smákvikindi. Auk þess var mikið lesið, einkum til aukíns fróðleiks — það var sem sagt nóg að gera til að drepa timann. Hin fögru, marglitu og fjöl- breytilegu norðurljós, — kór- ónur, geislar og ýmis önnur form þeirra — voru fyrirbæri og reynsla, sem erfitt er að lýsa. Leiðangursmenn urðu aldrei þreyttir á því að virða fyrir sér slíka opinberun tig- innar fegurðar. Og þegar tungl var í fyll- ingu var farið í göngur út á hljóðláta, hvíta auðnina, þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja — og eilíf hátíð. ■Með byssuna umöxl gat manni fundizt maður vera einvaldur og sterkastur allra. Það var 1 sömuleiðis undursáhiféét * “að finna ekki lengur fyrir neinu, sem kallazt gat fjárhagsáhyggj- ur. Þegar aftur tók að birta, var sem leiðangursmenn vöknuðu aftur til nýs lífs, enda þótt myrkurtímabilið hefði liðið hjá án minnstu erfiðleika. Fyr- ir lá hin langa sleðaferð norð- ur á bóginn, birgðaflutningar höfðu þegar átt sér stað, og ferðahóparnir voru valdir. Þann 28. marz 1907 lögðu tíu sleðamenn af stað með 80-90 hunda, til að leggja drögin að mælingu Grænlands og afmá seinasta hvíta blettinn af landa- kortinu. Þar með var tekið fyrir hendur meginverkefni leiðang- ursins; en auk þessarar sér- stöðu, voru farnar margar aðr- ar, hæði á bátum, með sleðum og fótgangandi, til að gera ýtarlegsr athuganir á ýmsum smáatriðum, sem ekki hafði unnizt tími til að rannsaka í fyrstu ferð. — * — Á KORTI strandar þeirra, sem r.ú átti að kanna, var strandlínan sýnd með punkt- um, sem lágu frá bækistöðvum leiðaagursins í norðvestur til Robert E. Pearysvírðu á Navy Cliff. Punkatlínan gaf í skyn, að strandlína kortins var að- eins ágizkun, en meðal landa- um heim allan var gert ráð fyrir, að hún væri nokkurn veginn eins í raunveruleikan- um. Það kom þó brátt í ljós, að sú ágizkun var eins fjarri lagi og frekast gat verið. — til norðurstandar Grænlands fyrir 55 árum varð fræðilega árangursríkur, en kostaði þrjú mannslíf. — Einn af þátttakendum leiðangursins, Christian Bendix Thostrup, segir hér ferðasöguna.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.