Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Qupperneq 8

Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Qupperneq 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Úr bréfabunkanum gangstéttina. - Otal kvartanir. Boddíið dattá Boddíið datt á gangstéttina „Um hádegisbilið fyrir nokkru sá ég heilt boddí velta af vörubíl á hringnum á mót- um Snorrabrautar og Hring- brautar — inn á gangstíg. Það átti þó að vera fast á bílnum. Það væri laglegt að fá slíkt í fangið á einhverri gangbraut- inni. Þarna stóðu hjá ráðvilltir lögregluþjónar. Leigubílstjóri“ Þetia er alvarlegt mál, sem ætti a'ð taka föstum tökum. Það hefði getað valdið stór- slysi, ef boddíið hefði dotfcið yfir fólk, sem verið hefði á gangi í fullum rétti á gang- stétt. Við höfum númer bílsins, en birturn það ekki, enda hafa váðstaddir lögregluþjónar að sjálfsögðu skrifað það hjá sér, og áreiðanlega verður ökumað- ur bíisins látinn sæta ábyrgð. Otal kvartanir Engin leið er að birta öll þau bréf, sem blaðinu berst. Hér skal samt drepið á sitt af hverju úr efni sumra þeirra: Kvartað er yfir: — Slæmu skipulagi, götu- merlcingum og sóðaskap í Kópavogi („þarna úir og grúir af skit og drullu, dauðum mús- um cg kötttum ...“) — Hvílík „fáránleg vitleysa það sé að láta herinn fara“, en jafnframt vill bréfritari „láta opna meira umgang ís- lendinga um svæðið". — Að girðing íþróttavallar- ins a melunum og grindverk séu til skammar. — Að iðnaðarhverfið á Bíldshöfða sé illa merkt og stórhætta sé að ferðast þar um, bæði vegna skurðardýkja og glæpalýðs. — Að fjölga þurfi vínút- sölustöðum, „vegna umferðar- þunga, sem myndast í kringum útsölustaði ÁTVR.“ — Að R 3166 haldi sér ekki nógu vel á hægri akrein. — Að ;,traktorsræflar“ skuli mega lúsast um göturnar með 10 km. hraða og myndi heila bílatrossu á eftir sér. — Að gamli Hafnarfjarða- vegurinn milli Blómaskólans og Nestis skuli ekki vera gerð- ur akfær. — Að gjóta í veginum á móts við Geitháls skuli ekki vera lagfærð. — Að erlendis skuli ísland köllúð kommúnistisk nýlenda — sennilega að verðskulduðu. — Að bréf og sendingar frá Ameríku séu ótrúlega lengi á leiðinni — og komi jafnvel aldrei fram. — Að Bláfjallaveginum sé illa haldið við. — Að ekki skuli mega flytja inn notaða bíla. — Að ekki skuli vera veitt vín k útisamkomum („þeir, sem ekki neyta víns geta verið sér á parti“). á gíasbotnmubi Læknisaðgerðin Ósköp einfaldur ungur piltur skildi ekkert í því, hvers vegna hann var á- vallt órólegur, tauga- óstyrkur og spenntur. Hann fór því til læknis. Læknirinn var ekki við en aöstoðarstúlka hans, rauöhærð skvísa í svo aöskornum slopp aö pilt- urinn varö hálfu óstyrkari en áöur. Hún spuröi hvaö aö honum gengi,, og hann skýröi henni frá því eftir megni Hún leit rannsak- andi á hann og sagði:: — Þetta er auövellt aö lækna, komiö með mér! Gvo leiddi hún hann inn í lítið rannsóknarherbergi með dívani — og þar ró- aði hún hann. Þegar hann var að fara, sagði stúlkan: — Takk, þetta verða 2000 krónur! Piltinum fannst hafa fengiö ágæta læknisgerð, svo að hann taldi ekki eft- ir sér að greiða gjaldið. Nokkrum vikum seinna var hann farinn að finna aftur fyrir sanna óróleik- anum í kroppnum, svo aö hann leitaði til læknisins á ný. í þetta sinn var læknirinn viðstaddur. Hann hlustaöi á lýsingar piltsins á veikindum sín- um og skrifaöi lyfseðil. — Hér eru nokkrar ró- anli töflur, sagöi hann — Þér fáiö þær í lyfjabúðinni hér í næsta húsi. Þetta veröa 500 krónur, takk Pilturinn stóð um stund og horföi á bréfmiðann, en svo leit hann á læknin og sagöi brosandi: — Ef yöur væri sama læknir, þá vildi ég heldur fá aðgeröina sem kostar 2000 krónur! * Nóg af bví góða NýJcvœnti presturinn vaknaöi útkeyröur morg- uninn eftir brúökaupsnótt- ina. Þaö var ekkert smá- rœöi, sem hann haföi lœrt um nóttina — já, hann haföi .raunverulega lœrt allt frá rótum, því hann haföi ekki haft mikla pekkingu á þessu og því- líku áöur. Þegar brúöur hans sneri sér i svefni, kom hann auga á holhönd hennar eöa handarkrika. IJann settist skelfdur upp i rúminu: — Guö„ nei! Ekki tvö í viöbót! * Óbarfa barlómur Árni var kominn undir áttrætt, þegar han kom til læknisins og sagðist vera trúlofaður 18 ára stúlku. — Til hamingju, sagði læknirinn. — Takk, en vandamálið er það, að hún vill eignast barji, og ég er ekki viss um aö ég sé maöur til þess. — Þá verðið þér aö fá yður meðhjálpara, sagði læknirinn. Og Árni fór meö bros á vör. Hálfu ári seinna mætti Árni lækninum á götu. — Jæja, Árni, hvernig gengur? — Jú, takk, segir Árni, — kærastan mín er Ólétt. — Þaö var gleöilegt, sagöi læknirinn. — Og hvað um meðhjálparann? — Hún er sko líka ólétt. Xr Með súrum svita Jónas var iöinn og lag- hentur meöur, .og hann hann vissi þaö vel sjálfur. Honum var því sönn á- nœgja að sýna Helga vini sínum sumarbústaöinn sinn. — Já, ég hef byggt hann allan sjálfur — meö súr- um svita. Hef sjálfur sag- aö allt og lieflaö. Reykháf- inn hef ég líka steypt upp. Og brunninn hef ég líka sjálfur grafiö. Meö súrum svita, sko... Þegar þeir komu í eld- húsiö, mættu peir litlu dóttur Jónasar. Jens ská- BrancLari vikunnar Séra Brynjólfur á Ólafsvöllum var af mörg- um talinn Htill prestur, þótt hann væri á hinn bóginn sleipur fræðimaður. Var eitt sinn kom- ið af stað undirskriftasöfnun í bví skyni, að fá hann með góðu til að segja af sér prestskap. Létu helztu andstæðingarnir ekkert tækifæri ónotað til bess að hrósa séra Valdimar Briem, sem bjónaði nágrannaprestakalli, og gera sam- anburð á honum og Brynjólfi. Það væri munur að hafa séra Briem fyrir prest, b^nn mælsku- mann, heittrúaðan og stórskáld að auki. Eitt sinn hélt séra Brynjólfur Iélega stól- ræðuj og eftir messu, er hann gekk út úr kirkj- unni, vatt hann sér að nokkrum konum, sem stóðu í hnapp úti fyrir, og spurði bser> hvernig beim hefði líkað ræðan. Þegar bser drógu við sig að svara beinlínis, sagði hann brosandi: — Þessi var nú eftir séra Valdimar. skaut augunum til vinar- ins. — Já, já, meö súrum svit.a! Standandi upp í kajak... -K Hönd á röngum stað Strætisvagninn var troð- fuílur af fólki, og ungi maöurinn lag'öi höndina stutta stund á öxlina á girnilegri skvísu sér til stuönings. — Gætuö þér ekki fund- iö heppilegri stað fyrir höndina á yður? spuröi stúlkan gremjulega. — Jú, áreiöanlega gæti ég það, svaraöi ma'ðurinn brosandi. — en ég fer því miður út á næstu viö- komustöö. Xr Maðurinn sagði . . . — Sá, sem lœtur undan, þega.r liann hefur á röngu aö standa, er skynsamur. Sá, sem lœtur undan, þeg- ar hann hefur rétt fyrir sér, er kvœntur. — Ég efast aldrei um hœfileika mína, því þaö er nóg af öörum, sem paö gera. -K Nokkrir stuttir . . . — Inga, hugsaðu þér, maöurinn minn var í París og kom heim meö chin- chilla. — Haföu engar áhyggj- ur út af því. Penicillin drepur þaö á nokrum dögum. — ★ — Það var í barnaskóla, níu-ára-bekk, aö verið var aö kenna reikning. — Helgi minn, sagði kennarinn. — Ef ég gef þér 200 krónur, og þú gef- ur Rósu 60, Helgu 50 og Elsu 40 krónur — hvað hefur þú þá? — Þá hef ég sex-partí og fimmtíu kall fyrir gosi! — ★ — Samkvæmt elztu lögum Rómverja var bannað aö taka jómfrú af lífi. Tíberí- us keisari kunni þó ráö viö því vanda máli — hann eftirlét hermönnum sínum dauðadæmdar jómfrúr í nokkra klukkutíma. — ★ — — Nýja, ítalska vin- konan þín er skrambi góð sundkona, verð ég að seg.ja! — Já, hún hefur líka praktiseraö í Feneyjum. — ★ — — Veiztu hver fann upp tannhjóliö? — Nei. — Þaö var Svisslending- ur Og veiztu hver var fystur til aö jóöla? — Nei. — Sami Svesslendingur- inn. Hann lenti meö hann milli tannhjóla...

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.